Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Bókari Bókari óskast til starfa í Sóltúni Mikilvægt er að viðkomandi þekki til NAV fjárhagskerfisins og hafi reynslu af bókhaldsstörfum. Unnið er í opnu umhverfi þar sem þörf er á góðum samskipta- hæfileikum og ríkri þjónustulund. Fjölbreytt verkefni sem teljast til almennra skrifstofu- og móttökustarfa fylgja starfinu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafi störf sem fyrst. Starfshlutfall er samkomulag. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri í síma 5906000 og Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir í síma 5906211, netfang annagg@soltun.is Umsóknum er skilað gegnum heimasíðu www.soltun.is Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Áltak leitar að öflugum söluráðgjafa með ríka þjónustulund og jákvætt viðhorf. Helstu verkefni: • Móttaka og samskipti við viðskiptavini • Tilboðsgerð • Ráðgjöf til viðskiptavina • Pantanir • Auk annara tilfallandi verkefna Hæfniskröfur: • Iðnmenntun • Reynsla af sölustörfum kostur • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum • Kunnátta á Navision er kostur • Góð Íslensku,ensku og tölvukunnátta • Skipulögð og öguð vinnubrögð.                    Embætti héraðssaksóknara óskar eftir að ráða saksóknarfulltrúa til starfa á saksóknarsviði I. Sjá nánar á starfatorg.is VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR TVÆR NÝJAR OG SPENNANDI STÖÐUR VEISTU HVER VIÐ ERUM? Forstöðumaður á sviði ráðgjafar og þjónustu ber ábyrgð á daglegum rekstri þeirra starfseininga sem snúa að þjónustu og sölu. Ábyrgðarsvið starfsins lýtur að þjónustu við einstaklinga, fyrirtækjaviðskiptum og sölu. Forstöðumaður ber ábyrgð á að stefnu félagsins sé framfylgt og að markmiðum sé náð. Forstöðumaður veitir teymum sviðsins leiðsögn og stuðning og er leiðandi í framþróun félagsins. Hann er lausnamiðaður, brennur fyrir þjónustu og árangur og hugsar út fyrir boxið. Forstöðumaður á sviði tjóna og stofnstýringar ber ábyrgð á verkefnum sem snúa m.a. að verðstýringu, afkomugreiningum, viðskiptagreind og forvörnum og veitir framþróun þeirra þátta forystu. Hann stýrir og ber ábyrgð á mannauði viðkomandi eininga, styður starfsfólk til ábyrgðar og veitir þeim umboð til athafna. Forstöðumenn fylgja því eftir að unnið sé í samræmi við gildi Varðar og taka virkan þátt í stefnumótun og umbótastarfi innan fyrirtækisins. Um er að ræða nýjar stöður forstöðumanna og munu viðkomandi koma mikið að mótun starfs og verkefna. Forstöðumenn heyra undir framkvæmdastjóra viðkomandi sviðs. Vörður sækir fram í leit að kröftugum liðsmönnum í stjórnendateymi fyrirtækisins. Um er að ræða tvö ný störf forstöðumanna sem krefjast framúrskarandi samskiptafærni og leiðtogahæfni. Háskólamenntun við hæfi er skilyrði og reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi er kostur. Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með um 65 þúsund viðskiptavini um land allt. Við erum öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn á líflegum vinnustað með fjölskylduvæna og heilsueflandi mannauðsstefnu í jákvæðu, nútímalegu og verkefnamiðuðu vinnuumhverfi þar sem andi jafnréttis ríkir á öllum sviðum. Forysta til framtíðar Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um störfin. Tekið er á móti umsóknum á vefsíðu Hagvangs þar sem einnig má nálgast frekari upplýsingar um starfssvið og kröfur um reynslu og menntun. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem ráðgjafi: sverrir@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til 11. apríl 2019 Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. Að gera betur í dag en í gær er drifkraftur nýrra hugsana og betri árangurs. Starfsmenn eru lykill að árangri allra fyrirtækja. Rannsóknir auka þekkingu og gera ákvarðanir markvissari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.