Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Fasteignamiðlun Síðumúli 13 - 108 Reykjavík - s: 577 5500 - www.atvinnueign.is Atvinnueign kynnir til leigu 140 fm rými fyrir verslun eða veitingastað á jarðhæð við Lágmúla 7 í Reykjavík. Húsnæðið skilast tilbúið til innréttinga og er laust við undirritun samnings. LÁGMÚLI 7- JARÐHÆÐ Allar nánari upplýsingar veitir: HalldórMár Sverrisson löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur sími 898-5599 eða í tölvupósti: halldor@atvinnueign.is ATVINNUEIGNIR ERU OKKAR FAG TIL LEIGU Óðinn Viðskiptablaðsins fjallaði ífyrradag um landsréttarmálið svokallaða og ræddi meðal annars ýtarlega ýmis tengsl manna á milli. Hann fór sérstaklega yfir tengsl þeirra sem í Hæstarétti í desember 2017 dæmdu í málum sem vörð- uðu samþykkt Al- þingis á tillögum dómsmálaráð- herra um skipan dómara í Lands- rétt.    Óðinn segir aðallir þeir fimm dómarar sem dæmdu mál- in í Hæstarétti hafi haft „afskipti af málunum á fyrri stigum og/eða ná- in tengsl við dómnefndina, sem mat hæfni umsækjenda. Þrír dóm- aranna veittu umsækjendum með- mæli. Fjórir dómaranna hafa mikil tengsl við Gunnlaug Claessen, for- mann dómnefndar um hæfni dóm- ara, en mjög var deilt um vinnu- brögð og niðurstöðu nefndarinnar. Einn dómarinn skipaði Gunnlaug og annan til í nefndina fyrir hönd Hæstaréttar. Einn dómarann hafði Hæstiréttur áður skipað í dóm- nefndina með Gunnlaugi og kallaði hann svo inn til að dæma um störf nefndarinnar. Einn dómarinn átti harma að hefna vegna dómaraskip- unar.“    Tengsl hvers dómaranna fimmeru svo rakin og er það fróðleg lesning. Eins og Óðinn bendir á er Ísland fámennt og enn fækkar í hópnum þegar aðeins lögfræðingar eru undir og jafnvel aðeins lítill hluti lögfræðinga.    Af þessum sökum er mikil hættaá óheppilegum tengslum og þess vegna kemur ekki á óvart að Óðinn skuli klykkja út með að segja að „dómarar eiga ekki að hlutast til um það hverjir skuli skipaðir dóm- arar.“ Dæmt í eigin sök STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Veitingasala Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli verður lokuð í aprílmán- uði. Þjóðgarðurinn hefur rekið veit- ingasöluna síðustu árin en í haust ályktaði stjórn þjóðgarðsins að veit- ingarekstur á svæðinu væri ekki hluti af kjarnastarfseminni. Var auglýst eftir áhugasömum að- ilum til að taka að sér veitingasöluna en engin tilboð komu í reksturinn. Á vef Vatnajökulsþjóðgarðsins kemur fram að skortur á starfsmannahús- næði hafi verið helsti þröskuldur fyr- ir mögulega tilboðsgjafa. Á vefnum segir ennfremur að nú sé verið að fara yfir möguleikana í stöðunni.. Þar sem stjórn og svæð- isráð Vatnajökulsþjóðgarðs hafði lagt til að veitingareksturinn yrði leigður út var ekki gert ráð fyrir honum í rekstraráætlun þjóðgarðs- ins. „Þjóðgarðurinn þarf eins og aðrar ríkisstofnanir að starfa í samræmi við fjárheimildir og í ljósi stöðunnar hefur verið tekin ákvörðun um að loka veitingasölunni í Skaftafelli í aprílmánuði á meðan unnið er að lausnum til lengri tíma,“ segir enn- fremur á vef þjóðgarðsins. Gestum í Skaftafelli hefur fjölgað mjög hratt síðustu árin og nú dreif- ast heimsóknirnar yfir allt árið í stað þess að vera einungis á sumrin. Loka veitingasölunni í aprílmánuði  Vatnajökulsþjóðgarður fékk engin tilboð í veitingareksturinn í Skaftafelli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skaftafell Veitingaskálinn hefur verið mjög eftirsóttur. Hafrannsóknastofnun leggur til að heildaraflamark í grásleppu á þessu fiskveiðiári fari ekki yfir 4.805 tonn. Í byrjun apríl í fyrra lagði stofnunin til að grásleppuafli á fiskveiðiárinu 2017/18 færi ekki yfir 5.487 tonn. Veiði vertíðarinnar endaði í um 4.487 tonnum. Grásleppuveiðum er stýrt með sóknartakmörkunum. Árin 2011 og 2012 voru veiðar leyfðar í 50 sam- fellda daga, 32 daga árin 2013–2016 en dagarnir voru 46 og 44 árin 2017 og 2018. Fjöldi báta sem taka þátt í veiðunum er breytilegur frá ári til árs, m.a. vegna aðstæðna á mörk- uðum grásleppuhrogna, og hefur það áhrif á heildarafla, segir á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Árin 2005-2018 var fjöldi báta á grá- sleppuveiðum 144-369 á ári. Árið 2018 tóku 219 bátar þátt í þessum veiðum og fækkaði um 24 báta frá árinu á undan. Dagar taki mið af fjölda báta Að því gefnu að veiðum verði stýrt með sama fyrirkomulagi og verið hefur leggur Hafrannsóknastofnun til að útgefinn dagafjöldi taki mið af fjölda báta sem munu taka þátt í veiðunum. Jafnframt leggur stofn- unin til að aukin áhersla verði lögð á skráningu meðafla og eftirlit með brottkasti við grásleppuveiðar. Endanleg ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar um heildaraflamark fyrir grásleppu fiskveiðiárið 2018/2019 byggist að hluta á vísitölu úr stofn- mælingum botnfiska fyrir ári auk stofnvístölu úr sams konar mælingu fyrr í þessum mánuði. Niðurstöður mælinga ársins 2019 liggja nú fyrir og reyndist vísitalan vera 6,2 sem er heldur lægra gildi en mældist á sama tíma í fyrra, 6,9. Í mars 2017 var hún 8,2. aij@mbl.is Ráðleggja minni veiðar á grásleppu  Bátum fækkaði  Veiðar voru leyfð- ar í 44 daga í fyrra Morgunblaðið/Hafþór Húsavík Unnið við verkun á grá- sleppu, en síðustu ár hafa flestir komið með fiskinn heilan að landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.