Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 69.800.000,- Fjölbýli 4ra herb - 143 m2 bílastæði laus strax Langalína 20, 210 Garðabær Glæsileg 4ra herb. íbúð á jarðhæð í nýlega byggðu lyftuhúsi. Mjög gott aðgengi er að íbúðinni sem og bílastæði og geymslu sem henni fylgja. Nánari uppl. veitir Ólafur lögg. fasteignasali s. 865-8515 ✆ 585 8800 Áratuga reynsla og þekking í fasteignaviðskiptum Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is 77.900.000,- Endurnýjuð efri sérhæð - 161,9 m2 Glæsileg og mikið endurnýjuð efri sérhæð ásamt bílskúr í Vesturbæ Reykjavíkur. Frábær staðsetning, stutt í skóla og leikskóla. Háskólinn í næsta nágrenni og miðborgin í göngufæri. Hjarðarhagi 33, 107 Reykjavík 64.900.000,- Fjölbýli 3ja-4ra herb. 133,3 m2 laus strax Afar falleg og björt íbúð á 1. hæð í vönduðu og eftirsóttu fjölbýlishúsi fyrir 55 ára og eldri. Að auki er 11,5 m2 flísalögð, yfirbyggð og upphituð verönd til suð- vesturs, íbúðin er því samtals um145m2 Sléttuvegur 15, 103 Reykjavík Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864 8800 Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865 8515 Opið hús mánud. 1. apríl 17:00 til 17:30 Grenimelur 29, 107 Reykjavík Mikið endurnýjuð hæð, 99 m2 Falleg og mikið endurnýjuð 3ja herbergja hæð í þríbýlishúsi við Grenimel. Þvottahús innan íbúðar. 55.900.000,- Opið hús miðvikud. 3. apríl 17:00 til 17:30 Samanburðarmálfræðingar í byrjun 19. aldar, t.d. Rasmus Raskog Jacob Grimm, voru að sjálfsögðu gagnkunnugir ger-mönskum málum og þar skipaði íslensk tunga öndvegi. Þeirkunnu grísku og latínu, eins og allir lærðir menn á þeim tíma, og auk þess rómönsk mál og slavnesk, en þeir bjuggu ekki yfir vitn- eskju um öll indóevrópsk mál. Þegar leið á 19. öldina varð kunnátta í sanskrít, forntungu Indlands, algengari á Vesturlöndum, sem og þekk- ing á avestísku, sem spámaðurinn Zaraþústra orti sálma sína á, og frændtungu hennar, fornpersnesku, sem Persakonungar létu færa í letur. Allra elstu heimildirnar um indóevrópsk mál voru þó ekki uppgötv- aðar fyrr en á 20. öld. Elsta indóevrópska málið sem heimildir eru um er hettitíska. Hún var töluð á miðju öðru árþúsundi f. Kr. í ríki Hettíta í Litlu-Asíu (nú Tyrklandi). Megnið af textum á hettit- ísku er frá 16.-13. öld f. Kr.; þeir eru ritaðir á leirtöflur með letri sem nefnist fleyg- rúnir. Eftir að ríki Hettíta leið undir lok féll menning þeirra í gleymsku þar til fornleifafræðingar fundu leirtöflurnar í byrjun 20. aldar. Í fyrstu stóðu fræðimenn á gati yfir þessum dularfullu textum en árið 1915 tókst tékkneska Austurlandafræðingnum Bedrich Hrozný að ráða leynd- ardóma þeirra. Hann komst þá að því á þeir voru ritaðir á áður óþekktu indóevrópsku máli sem kallað er hettitíska. Elstu heimildir um grísku voru lengi vel taldar vera Hómerskviður, Ilíonskviða og Ódysseifskviða, frá 8. öld f. Kr. Það var ekki fyrr en eftir miðja 20. öld að í ljós kom að til voru miklu eldri textar á afbrigði af grísku sem kallast mýkenska; þessir textar eru frá 14.-12. öld f. Kr. og fundust á leirtöflum á Pelopsskaga á suðurhluta Grikklands, á eyjunni Krít og víðar á grísku menningarsvæði. Mýkensku textarnir eru rit- aðir með letri sem nefnist línuletur B og var fræðimönnum lengi alger ráðgáta. Gátan var loks ráðin árið 1952 og sá sem það gerði var enski arkitektinn og tungumálagarpurinn Michael Ventris. Öfugt við hettit- ísku fleygrúnirnar, sem fólu áður óþekkt tungumál, var mýkenska línuletrið notað til að rita grísku, býsna fornlega að vísu, en í öllum að- alatriðum svipaða þeirri grísku sem er kunn frá fyrsta árþúsundi f. Kr. Hettitíska og mýkensk gríska, báðar frá öðru árþúsundi f. Kr., sýna merki um sérstaka þróun sem hefur orðið í þessum tilteknu tungu- málum. Þótt bæði málin séu fornleg eru þau ekki indóevrópska frum- málið sjálft – fjarri því. Út frá þeim hugmyndum sem fræðimenn gera sér um þróun tungumála verður að miða við nokkur þúsund ár til að sérkenni hetttítísku og mýkensku hefðu getað komið fram. Því er ekki óvarlegt að ætla að það hafi tekið þessi mál tvö til þrjú þúsund ár að þróast á þann hátt sem þau gerðu. Þannig má áætla að frumindóevr- ópska hafi verið töluð í kringum 4000-3500 f. Kr., fyrir meira en 5500 árum. Elstu málin Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Baráttan um yfirráð Íslendinga yfir auðlindumhafsins í kringum landið stóð í um aldarfjórðung.Hún var háð á mörgum vígstöðvum, bæði á haf-inu, á milli íslenzkra varðskipa og brezka flotans og á pólitískum vettvangi, innanlands og utan. Þeirri bar- áttu lauk með íslenzkum sigri 1. desember 1976. Smátt og smátt hefur verið að koma í ljós, að hafin er ný barátta um íslenzkar auðlindir, sem að þessu sinni beinist að orku fallvatnanna en einnig að hluta til að náttúru lands- ins. Í fyrradag birtist hér í blaðinu grein eftir Tómas Inga Olrich, fyrrverandi alþingismann og ráðherra Sjálfstæð- isflokksins, þar sem hann afhjúpar mótsagnirnar í mál- flutningi þeirra, sem nú sitja í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins og í ríkisstjórn á vegum flokksins, vegna Orkupakka 3 frá ESB. Í grein þessari vitnar Tómas til sameiginlegrar yfirlýsingar utanríkisráðherra Íslands og framkvæmda- stjóra orkumála í framkvæmdastjórn ESB og segir síðan: „… ákvörðunarvald um orkumál- efni, sem ná yfir landamæri, verður samkvæmt Evrópurétti og á EES- svæðinu hýst í eftirlitsstofnun EFTA að því er Ísland varðar. Án þess að ég geri lítið úr eftirlits- stofnun EFTA, heyrir hún ekki undir íslenzk stjórnvöld. Í deilunni um IceSave komst þessi eftirlitsstofnun að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu brotið lög með því að neita að láta íslenzka skattgreiðendur borga skuldir einkabanka. Hún fór í mál við Ísland og tapaði.“ Tómas sýnir síðan með skýrum hætti fram á, að í þessari sömu yfirlýsingu séu utanríkisráðherra og framkvæmda- stjóri orkumála ESB í mótsögn við sjálfa sig, þegar …: „Sú fyrri segir, að málefni er varði sæstreng og tengingu orkumannvirkja yfir landamæri falli undir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Sú stofnun er óháð ráðherravaldi á Íslandi. Seinni fullyrðingin segir að „ákvörðunarvald um rafork- ustrengi milli Íslands og innri raforkumarkaðar ESB liggi alfarið hjá íslenzkum stjórnvöldum“ … Þessi málflutningur allur nálgast það sem Grikkir kölluðu til forna kakófóníu en Jóhann S. Hannesson heitinn nefndi óhljóm.“ Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort einhver þingmaður tekur sér fyrir hendur að ræða þessar mótsagn- ir við viðkomandi ráðherra! Í umsögn Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um fyrirætlanir stjórnarflokkanna um að samþykkja Orkupakka 3 segir: „Í orkulagabálki Evrópusambandsins, sem fyrr er nefndur, er meðal annars gert ráð fyrir valdaframsali í orkumálum Íslands til erlends ríkjasambands. Valdmörk hinna erlendu aðila (landsreglara og orkustofu Evrópu- sambandsins (e. ACER)) eru umdeild og ekki verður annað séð en að hinn erlendi aðili, þ.e. Evrópusambandið, eigi sjálft að dæma um þau. Það er afar óvíst með hvaða hætti þessir erlendu aðilar munu fara með vald sitt og nánast víst að hagsmunir Íslendinga munu ekki sitja í fyrirrúmi, stangist þeir á við hagsmuni annarra aðila, sem meira vægi hafa innan sambandsins. Vart verður annað séð en að fyrrgreint valdaframsal brjóti í bága við stjórnarskrá Íslands.“ En það eru fleiri sem sækjast eftir því að ná tang- arhaldi á orku fallvatnanna á Íslandi. Hinn 8. október sl. birti Ketill Sigurjónsson á bloggi sínu (sem sjá má á mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins) athyglisverða grein, þar sem hann sagði: „Frá því í vor hefur 12,7% hluti í HS Orku verið til sölu. Sá sem vill selja er íslenzkur fjárfestingarsjóður sem kall- ast ORK, en hann er í eigu nokkurra íslenzkra lífeyr- issjóða og fleiri sk. fagfjárfesta. Og nú berast fréttir um að búið sé að selja þessa eign ORK. Kaupandinn er sagð- ur vera svissneskt félag, DC Rene- wable Energy, sem er nátengt brezku félagi, sem vill leggja rafmagnskapal milli Bretlands og Íslands.“ Það brezka félag heitir Atlantic SuperConnection og gumar af nánu sambandi við íslenzka ráðherra. Og þar með er ekki öll sagan sögð. Í fréttum RÚV fyrir skömmu sagði: „Ástralski innviðafjárfestingarsjóðurinn Macquarie In- frastructure and Real Assets (MIRA) hefur samþykkt kaup á 53,9 prósenta hlut í HS Orku. Fyrirtækið er dótt- urfyrirtæki fjárfestingabankans Macquarie Group Limi- ted, sem er til rannsóknar í Þýzkalandi fyrir aðild að skattsvikum.“ En þar með er ekki öll sagan sögð. Jarðakaup erlendra auðmanna á Íslandi hafa vakið spurningar. Í sumum til- vikum kunna þau að vera saklaus en vísbendingar eru um að svo sé ekki í öllum tilvikum. Smávirkjanir lúta ekki sömu ströngu reglum og stærri virkjanir. Vísbendingar eru um að einn og sami aðili kunni að vera að kaupa eða leita eftir að kaupa virkjunarrétt fyrir smávirkjanir af þessum nýju jarðaeigendum á Íslandi (einn þeirra var að flytja lögheimili sitt til Mónakó til að losna undan skött- um). Ef fiskimiðin við Ísland væru í einkaeign en ekki sam- eign þjóðarinnar eru þessi umsvif tengd orkuauðlind okk- ar sambærileg við það, að erlend fyrirtæki, með hulin markmið, væru að kaupa upp afmarkaða hluta þeirra og þá áreiðanlega öðrum til hagsbóta en því fólki, sem hér býr. Hvernig stendur á því að íslenzk stjórnvöld láta þessa þróun á eignarhaldi á HS Orku afskiptalausa? Hvernig stendur á því að Alþingi og ríkisstjórn virðast ekki einu sinni taka eftir því sem er að gerast á þessum vettvangi? Er til of mikils mælzt að einhver þingmaður á Alþingi Íslendinga láti sig þessi mál varða og spyrji spurninga? Sótt að auðlindum Íslands úr mörgum áttum Af hverju þetta af- skiptaleysi stjórnvalda? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hvar er fátækt fólk best komið?spyr John Rawls. Berum sam- an Jamaíku og Singapúr. Bæði lönd- in eru eyjar í hitabeltinu og fyrrver- andi nýlendur Breta. Jamaíka öðlaðist sjálfstæði árið 1962, en Singapúr var nauðugt rekið úr Mal- asíu árið 1965. Þá voru þjóðartekjur á mann örlitlu hærri á Jamaíku en í Singapúr. En atvinnulíf óx hratt næstu áratugi í Singapúr og lítið sem ekkert á Jamaíku. Árið 2017 var svo komið, að þjóðartekjur á mann voru tíu sinnum hærri í Singapúr en á Jamaíka. Tífaldar! Skýringin á velgengni Singapúr er einföld. Hagkerfið er eitt hið frjálsasta í heimi. Jafnframt stuðla siðir og venjur íbúanna, sem lang- flestir eru kínverskrar ættar, að ver- aldlegri velgengni. Lögð er áhersla á fjölskyldugildi, iðjusemi, sparsemi og hagnýta menntun. Það er eins og íbúarnir hafi allir tileinkað sér boð- skapinn í frægri bók Samuels Smil- es, Hjálpaðu þér sjálfur (sem kom út á íslensku 1892 og hafði holl áhrif á margt framgjarnt æskufólk). Að sama skapi eru til menningarlegar skýringar á gengisleysi Jamaíkubúa. Þar var stundað þrælahald fram á nítjándu öld, en við það hljóp óáran í mannfólkið. Þjóðskipulagið einkenn- ist af sundurleitni og óróa, en ekki sömu samleitni, samheldni og sjálfs- aga og í Singapúr. Aðalatriðið er þó, að á Jamaíku er hagkerfið ófrjálst. Sósíalistar hrepptu völd á áttunda áratug og héldu þeim lengi. Þeir hnepptu íbúana í ósýnilega skriffinnsku- fjötra. Afar erfitt er að stofna og reka fyrirtæki á þessu eylandi. Fjár- magn er illa skilgreint og lítt hreyf- anlegt. Frumkvöðlar eru lítils metn- ir. Talið er, að rösklega helmingur af hugsanlegum arði þeirra hverfi í fyr- irhöfn við að fylgja flóknum skatta- reglum. Kostnaður við að skrá fast- eignir á Jamaíka er að meðaltali um 13,5% af virði þeirra, en í Bandaríkj- unum er sambærileg tala 0,5%. Í Singapúr er fjármagn hins vegar kvikt og vex eðlilega. Þar er fátækt því orðin undantekning, ekki regla. Á Jamaíku er þessu öfugt farið. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Tvær eyjar í hitabeltinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.