Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 52
Sem lið í Hönnunarmars ganga arkitektar frá fjórum arkitekta- stofum um ný svæði í borgarlands- laginu sem þeir sjálfir hafa gegnt lykilhlutverki í að hanna. Svæðin sem gengið er um eru Frakkastígs- reiturinn, Hafnartorg, Einholtið og Naustareiturinn. Stofurnar sem taka þátt eru Úti og inni, PKdM, Gríma arkitektar og Gláma·Kím. Göngurnar hefjast kl. 11 bæði í dag og á morgun. Allar nánari upplýs- ingar um upphafspunkt eru á ai.is. Arkitektar leiða göng- ur á Hönnunarmars LAUGARDAGUR 30. MARS 89. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Magnús Óli Magnússon var at- vinnumaður í Svíþjóð í tvö ár en kom heim og gekk til liðs við Val. Nú er hann kominn í íslenska landsliðshópinn sem býr sig undir mikilvæga leiki gegn Norður- Makedóníu í undankeppni EM. „Þetta var kannski smá óvænt en bara frábært,“ segir Magnús Óli í ítarlegu viðtali í blaðinu í dag. »1 Kom heim og vann sér sæti í landsliðinu Jóhann Breiðfjörð kennir 6-13 ára krökkum að byggja alls kyns hluti úr tæknilegókubbum á Bókasafni Kópavogs í dag kl. 13. Á staðnum verða um 100 kíló af legókubbum sem hægt er að byggja úr. Jóhann starfaði í fimm ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild danska leikfanga- fyrirtækisins LEGO og hefur um árabil haldið legósmiðjur í grunn- skólum og félags- miðstöðvum landsins. Aðgangur er ókeyp- is og allir vel- komnir á með- an húsrúm leyfir. Legósmiðja í dag á Bókasafni Kópavogs ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM KRINGLUNNI Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fyrsta kokteilakeppni kvenna hér á landi var haldin á veitingastaðnum Kolabrautinni í Hörpu í síðustu viku. Keppnin bar yfirskriftina Luxardo Ladies Night og tóku tíu hæfileika- ríkar konur þátt í henni. Keppendur höfðu algerlega frjálsar hendur til að leyfa hugmyndaflugi sínu og sköpunargleði að leika lausum hala. Það var Svandís Frostadóttir frá veitingastaðnum Sushi Social sem bar sigur úr býtum með drykk- inn Pineapple Express. „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Svandís í samtali við Morgun- blaðið. Hún er tvítug og hefur starf- að sem barþjónn í tæpt ár. Svandís starfaði á Pablo Discobar í um hálft ár en færði sig síðar yfir á Sushi Social. Sigurdrykkurinn var útbúinn sérstaklega fyrir keppnina en í hon- um notast hún meðal annars við vodka, kaffilíkjör og ananassafa. „Þetta er ekki hefðbundinn kaffikokteill. Hann er meira „fruity“ en maður myndi búast við. Mjög frísklegur og mildur,“ segir Svandís. Hún segir aðspurð að kokteillinn muni standa gestum Sushi Social til boða innan tíðar. „Það verður kannski aðeins einfaldari útgáfa af honum, ekki alveg eins í útliti en eins á bragðið.“ Samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi P. Pálssyni, vörumerkja- stjóra hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi, sem kom að skipulagningu keppninnar, er stefnt að því að keppnin verði árviss við- burður hér eftir. „Þetta lukkaðist vel og allir voru mjög ánægðir. Það er fullt af hæfileikaríkum stelpum þarna úti og ég vona að þetta verði til þess að fleiri feti í fótspor þeirra sem tóku þátt núna.“ Kokteillinn Pineapple Express þótti bera af  Svandís bar sigur úr býtum á Luxardo Ladies Night Pineapple Express Sigurdrykkur Svandísar. Einbeitt Svandís Frostadóttir blandar sigurdrykkinn. Ljósmyndir/Juliette Rowland Sigurstund Svandís og aðrir keppendur voru leyst út með gjafakörfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.