Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MARS 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900 lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur 2019 Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl næstkomandi kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Þingsal 2-3. Dagskrá: 1. 2. 3. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Önnur mál Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Tillögur til breytinga á samþykktum Lífeyrissjóðs bankamanna munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins að Skipholti 50b eigi síðar en viku fyrir ársfund. Einnig verður hægt að nálgast tillögurnar og allar nánari upplýsingar á vef sjóðsins www.lifbank.is. 30. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.75 122.33 122.04 Sterlingspund 160.0 160.78 160.39 Kanadadalur 90.62 91.16 90.89 Dönsk króna 18.336 18.444 18.39 Norsk króna 14.08 14.162 14.121 Sænsk króna 13.062 13.138 13.1 Svissn. franki 122.28 122.96 122.62 Japanskt jen 1.1032 1.1096 1.1064 SDR 169.08 170.08 169.58 Evra 136.92 137.68 137.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.9201 Hrávöruverð Gull 1306.9 ($/únsa) Ál 1898.0 ($/tonn) LME Hráolía 67.75 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á nerife og Alicante á Spáni eru þó ekki beint í leiðakerfi Icelandair, en slíkir áfangastaðir hafa að sögn Elv- ars verið að nær öllu leyti fyrir ís- lenska ferðamenn. Aðspurður hvort Icelandair geti huganlega stokkið á flug til Tenerife segir Elvar það geta gerst. „Það hefur líklega verið góð sæta- nýting í þessum flugferðum með WOW air og Icelandair hefur farið þangað í gegnum Vita. Þetta hefur verið góður áfangastaður til að flytja Íslendinga til.“ Segir Elvar að ákveðnar vísbendingar hafi verið gefnar um að Icelandair stígi að hluta til inn í skammtímaframboðið. M.a. með hugsanlegri leigu á vélum og að þrjár Boeing 757-vélar sem áttu að hverfa úr leiðakerfi félagsins verði áfram í flotanum. Elvar bendir á að stórri spurningu sé ósvarað og hún sé einfaldlega hvað það var sem ýtti undir eftir- spurn til þess að koma til Íslands. „Hversu stór þáttur var verð á flug- fargjöldum ráðandi þáttur í því sam- hengi? WOW air borgaði að meðal- tali með hverjum flugfarþega á meðan það starfaði. Nú eru líkur á að verð hækki. Nú á eftir að koma í ljós hvaða leggir eru raunverulega arð- bærir. Séu þeir arðbærir er ekki ástæða til þess að óttast að önnur flugfélög velji þá ekki.“ Í svari Hlyns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra viðskiptasviðs Kefla- víkurflugvallar, fara þeir lendinga- tímar sem WOW air skilur eftir sig í Keflavík í umsóknaferli hjá fyrir- tækinu Airport Coordination Den- mark sem starfar samkvæmt evr- ópskum reglum. Ef tvö flugfélög sækja um á sama tíma er reynt að hliðra tímunum þannig að það gangi upp fyrir bæði félög. Icelandair líklegast í staðinn Morgunblaðið/Eggert Flug Ólíklegt þykir að erlend flugfélög komi í stað WOW til skamms tíma.  Ólíklegt þykir að erlend flugfélög stökkvi inn á flugleiðir WOW air til skemmri tíma litið  Flugtímar WOW air í Keflavík fara í umsóknarferli hjá dönskum aðila BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Elvar Möller, sérfræðingur í grein- ingardeild Arion banka, segir að ólík- legt sé að erlend flugfélög stígi inn í það gat sem myndast við gjaldþrot flugfélagsins WOW air hvað varðar framboð á flugleiðum til styttri tíma. „Ef við horfum bara á sumarið þá er líklega komið of nálægt háanna- tímanum, þessari sumaráætlun flug- félaga sem nær frá 1. apríl til loka október, til þess í það minnsta að við sjáum einhver erlend flugfélög stíga inn í það gat sem er að myndast með brotthvarfi WOW air.“ Fram kom í máli Elvars í vikunni að samtals hefðu áfangastaðir WOW air verið 18 talsins í Evrópu og 6 í Ameríku. Þar af ætti Icelandair 10 sameiginlega áfangastaði í Evrópu og 5 í Ameríku. Þessu til viðbótar ættu önnur erlend flugfélög 16 sam- eiginlega áfangastaði og WOW air í Evrópu og 5 sameiginlega áfanga- staði í Ameríku. Einu leiðirnar af þeim 24 sem WOW air ætlaði sér að fljúga til í sumar þar sem farþegar hafa ekki lengur val um að koma í beinu flugi til Íslands eru Detroit, Tel Aviv og Lyon. Áfangastaðir á borð við Te- Hagar munu loka tveimur af þrem- ur Krispy Kreme-kaffihúsum sín- um á næstu þremur til fjórum mánuðum, að sögn Gunnars Inga Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa. Hann segir í samtali við Morg- unblaðið að Krispy Kreme í Smára- lind muni starfa áfram í óbreyttri mynd en kaffihúsunum í Kringl- unni og í Skeifunni verði lokað. Fyrsta kaffihúsið var opnað í Smáralind 5. nóvember 2016. 16. júní 2017 var svo opnað Krispy Kreme í Skeifunni og í lok október sama ár í Kringlunni. Kleinuhringj- averksmiðja verður áfram í Smára- lind. Starfsfólk kaffihúsanna fær önnur störf hjá Högum að sögn Gunnars. „Þetta er mannfrek starf- semi. Það er hagkvæmara fyrir okkur að nýta búðir okkar um land allt til að selja kleinuhringjakassa og vera með sjálfsafgreiðsluskápa, eins og eru nú þegar víða í okkar verslunum,“ segir Gunnar. Skemmst er að minnast þess að Dunkin’ Donuts-kleinuhringjakaffi- húsin hættu starfsemi í byrjun 2019 vegna of hás launa- og fram- leiðslukostnaðar, eftir rúmlega þriggja ára starfsemi. tobj@mbl.is Loka tveimur kaffihúsum  Krispy Kreme áfram í Smáralind Ljóst er að áhrifin af gjald- þroti flugfélagsins WOW air eru víðtæk í íslensku sam- félagi. Sigurdís Ólafsdóttir, eigandi saumastofunnar Tvö hjörtu í Kópavogi, hefur allt frá upphafi séð um starfs- mannaklæðnað flugliða og flugmanna WOW air. Segir hún skemmtilegan tíma að baki og fyrirtækið hafa misst spón úr aski sínum. „Þetta er högg“ „Við tókum á móti öllum þeirra starfsmönnum. Við tók- um mál af öllum og sáum síð- an til þess að allir fengju þau föt sem þeim voru ætluð. Gerðum síðan lagfæringar á fatnaðinum sem þurfti því öll erum við mismunandi.“ Um- svif WOW air í rekstri fyrir- tækisins námu um það bil helmingi af starfsemi þess. „Þetta er högg. Það er bara þannig,“ segir Sigurdís að- spurð hvaða áhrif þetta hefur á rekstur fyrirtækisins. „Þetta er náttúrlega skellur fyrir öll fyrirtæki sem unnu fyrir WOW. Við erum lítið fyrirtæki og voða þakklát fyrir þessi ár. En maður hugsar bara hlýtt til þessara fjölskyldna sem eiga í miklum erfiðleikum núna. Þetta var alveg frábært sam- starf með góðu fólki og var virkilega skemmtilegur tími.“ Sneið fötin á WOW-fólk AFLEIDD STÖRF Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.