Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN FJARLÆGIR BLETTI Á ÁKLÆÐI OG TEPPUM MYNDAR VÖRN FYRIR BLETTUM OG RAKA GEFUR YFIRBORÐINU FALLEGT ÚTLIT ÁKLÆÐA ÞURRHREINSIR FYRIR BÍLA INNRÉTTINGAR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fylgi hugur máli hjá ríkisstjórn- inni um að bæta lífskjör og að- stæður þarf slíkt að haldast í hendur við atvinnuuppbyggingu þar sem landið allt er undir. Nú er sagt að auka þurfi verðmæta- sköpun og þjóðartekjur um lið- lega 50 milljarða króna á ári eða einn milljarð á viku eigi hagvaxt- arspár að ganga eftir. Það mark- mið er háleitt en meðal nær- tæktra möguleika í því sambandi er að hefja fiskeldi hér í Djúpinu,“ segir Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Laxeldið verður hófstillt Beittur tónn var í ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á dögunum vegna hugmynda fjár- málaráðuneytis um niðurskurð á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þar segir að skerð- ingar til sjóðsins komi verst við Vestfirði. Ef meiri fjármuni þurfi í ríkiskassann að vestan sé aukið fiskeldi nærtækur möguleiki. Bann við eldi í Djúpinu gildi þó enn. „Allar fyrirætlanir um lax- eldi í Djúpinu eru hófstilltar og tryggja á með mótvægisaðgerð- um að áhrif á náttúrulegt um- hverfi verði sem minnst. Eðlilega eru uppi áhyggjur af því að slysa- sleppingar úr kvíum geti haft skaðlega áhrif á villta laxastofna. Hins vegar er nú í mynnum ánna hér við Djúp er kominn mynda- vélabúnaður og tækni sem lokar á að eldisfiskur gangi þar upp. Þá er komin til sögunnar margvísleg meiri tækni í fiskeldinu og vinnu- brögð sem minnka umhverf- ishættu,“ segir Guðmundur og bætir við að vestra sé laxeldi orð- inn stór þáttur í öllu atvinnulífinu, einkum á suðurfjörðunum. Gæti áhrifa margfeldisáhrifa þess víða í landsfjórðungnum. Á Vest- fjörðum öllum séu störf í tengslum við fiskeldið um 400 og þurfi meira af svo góðu. Þjóðvegur 2 Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru íbúar í Ísafjarð- arbæ nú 3.800 og fjölgaði um 100 frá síðasta ári. Var það í fyrsta sinn í alllangan tíma sem vísarnir fara upp. Aðpurður þakkar Guð- mundur það að atvinnutækfærum hafi fjölgað sem aftur leiði af sé smitandi bjartsýni. Þekking- arstarfsemi og ferðaþjónusta á Ísafirði sé í sókn, öflug útgerð sé á Suðureyri og starfsemi lýðhá- skóla hafi gefið Flateyri nýtt líf. Á Þingeyri blómstri listastarfsemi og að þar séu nú nokkrar ungar barnafjölskyldur viti á gott til framtíðar. „Hér í Ísafjarðarbæ hefur hvert byggðarlagið fyrir sig sína sérstöðu og styrk og ætti að geta blómstrað sé rétt á málum haldið. Ýmsar forsendur þurfa þó að vera til staðar,“ segir Guðmundur og nefnir þar orku- og samgöngu- mál. „Það er mikilvægt sé að virkja Hvalá í Ófeigsfirði svo tryggja megi orkuöryggi á svæð- inu. Hér við Djúpið eru vegamálin komin ágætt horf, en Suðurfirð- irnir hafi setið eftir. Mikilvægt er að hringtenging með heilsársvegi verði að veruleika sem fyrst; enda myndi það skjóta alveg nýjum stoðum undir ferðaþjónustu hér. Draumsýn mín er að hér verði til þjóðvegur númer tvö; hinn Hring- vegurinn.“ Daglegar áskoranir Bolvíkingurinn Guðmundur Gunnarsson tók við bæjarstjóra- starfinu í Ísafjarðarbæ síðasta haust. Hann segir gott að vera kominn aftur vestur, rætur sínar þar séu sterkar. En hvað gott geta Ísfirðingar geti sótt til Bolung- arvíkur og aftur öfugt? Guð- mundur hlær við spurningunni, segir muninn ekki mikinn enda séu þetta nú eitt og sama atvinnu- svæðið, íþróttastarf sé sameig- inlegt og svo framvegis. „Á báð- um stöðum er góður bæjarbragur og skemmtilegt mannlíf,“ segir Guðmundur sem snemma fór fylgjast með umræðum um mál- efnum líðandi stundar á kaffistof- unni á bensínstöð Skeljungs í Vík- inni sem foreldrar hans, Gunnar Hallsson og Oddný Guðmunds- dóttir ráku. „Að hlusta á fólkið tala um samfélag sitt, reifa sjónarmið, kalla eftir úrbótum og svo fram- vegis var lærdómsríkt fyrir ung- an strák. Það svo vakti með mér áhuga á þjóðfélagsmálum sem leiddi mig seinna út í frétta- mennsku og nú bæjarstjóra- starfið, sem felur í sér skemmti- legar áskoranir á hverjum degi,“ segir Guðmundur. Ríkið sæki meira til Vestfirðinga með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestfirðingur Að hlusta á fólkið tala um samfélag sitt, reifa sjónarmið, kalla eftir úrbótum, segir Guðmundur Gunnarsson um uppruna sinn. Hringvegur verði vestra  Guðmundur Gunnarsson er fæddur 1976, uppalinn í Bol- ungarvík. Er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskól- anum í Reykjavík og BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri. Við starfi bæjar- stjóra Ísafjarðarbæjar tók hann 1. september á sl. ári. Sam- býliskona Guðmundar er Krist- jana Milla Snorradóttir og eiga þau tvö börn  Áður var Guðmundur fram- kvæmdastjóri AFS á Íslandi og stýrði þar á undan alþjóðasviði 66° NORÐUR. Fyrrum var hann frétta- og dagskrárgerðar- maður RÚV. Hver er hann? Þingeyri Fiskeldið í Dýrafirði er mikilvægt fyrir atvinnu í byggðinni. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Á Íslandi er meiri félagsleg sam- þykkt á samkynhneigð heldur en í hinum OECD-ríkjunum en Ísland fær 8,3 stig af tíu í því samhengi. Í Tyrklandi er aftur á móti samkyn- hneigð hvað minnst samþykkt, en Tyrkland fær 1,6 stig af tíu á sama mælikvarða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD, efnahags- og framfarastofn- unarinnar, þar sem lífskjörum hin- segin fólks eru meðal annars gerð skil. Samkvæmt skýrslunni hafa við- horf til samkynhneigðra batnað mikið á síðustu þrjátíu árum en samt sem áður er félagslegt sam- þykki gagnvart samkynhneigðum í OECD-ríkjunum einungis 50% og sama hlutfall OECD-ríkja leyfir samkynja hjónabönd. Lítið um rannsóknir Konur og ungt fólk eru líklegri til þess að viðurkenna samkynhneigt fólk. Sömuleiðis hækkar tíðni við- urkenningar í takt við menntunar- stig fólks. Hvað transfólk varðar þá er fé- lagsleg samþykkt í þess garð ívið minni en sú í garð samkynhneigðra. Rannsóknir á högum transfólks inn- an OECD-ríkjanna eru afar tak- markaðar. Í rannsókn sem gerð var árið 2015 kom fram að einungis 44% fólks í OECD-ríkjunum myndu taka við transbarni. Í skýrslunni kemur fram að hin- segin fólk í OECD-ríkjunum eigi al- mennt á hættu að verða fyrir smán- un vegna þess að það býr í samfélagi sem telur ódæmigerð kyneinkenni og kynhneigðir óeðli- leg. Þessi smánun getur orsakað slæma andlega heilsu einstaklinga með því að skapa kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og -tilraunir, lyfjamisnotkun og fíkniefnanotkun en allt þetta leiðir til verri lífsskil- yrða. Líklegri til sjálfsvíga Það þarf ekki beina smánun til þess að andleg heilsa hinsegin ein- staklings hljóti skaða af. Það að hin- segin fólki finnist að það þurfi að hylja sitt rétta sjálf til þess að forð- ast smánun er nóg til þess að hin- segin einstaklingur þrói með sér geðrænan vanda, samkvæmt skýrsl- unni. Færri viðurkenna transfólk  Ný skýrsla OECD leiðir í ljós að enn er langt í land í málefnum hinsegin fólks Þeim sem skil- greina sig sem sam- eða tví- kynhneigða hef- ur fjölgað í gegnum tíðina. Það gæti verið vegna aukinnar félagslegrar viðurkenn- ingar. Fjöldi fullorðinna Íslendinga, sem skil- greindu sig sem sam- eða tvíkyn- hneigða, var 1,9% árið 2007 en pró- sentan fór upp í 2,8 árið 2017. Mest fjölgaði þeim í Kanada en prósent- an fór úr 1,9 í 3,2 þar á sama tíma- bili. Fleiri skilgreina sig sem sam- eða tvíkynhneigða „Hugmyndir starfsmanna Reykja- víkurborgar ganga enn lengra, þ.e. að leggja niður allt skólahald í hverf- inu og svipta þar með börnin okkar þeim rétti að stunda nám í nær- umhverfi sínu,“ segir í fundarboði sem íbúar í Staðahverfi í Grafarvogi og Foreldrafélag Kelduskóla – Korpu hafa sent öllum borg- arfulltrúum vegna íbúafundar sem haldinn verður í skólanum 10. apríl næstkomandi. Vísað er til hugmynda sem fram komu í skóla- og frístundasviði borg- arinnar um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi vegna breytinga sem orðið hafa á nem- endafjölda í starfsstöðvum skólanna. Þannig er aðeins 61 nemandi í Kelduskóla – Korpu í húsnæði sem rúmar 170 nemendur. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í skóla- og frístundaráði samþykktu á fundi í nýliðnum mánuði að setja á fót starfshóp til að meta og útfæra tillögur um framkvæmd grunnskóla- og frístundastarfs í skólahverfum Kelduskóla og Vættaskóla. Starfs- hópnum er meðal annars ætlað að nýta í vinnu sinni rýnihópa til að fá fram viðhorf nemenda, foreldra, íbúa og starfsmanna. Hann á að skila niðurstöðum eigi síðar en 29. apríl. Orðnir langþreyttir Í fundarboði íbúanna kemur fram að þeir eru orðnir langþreyttir á því að þurf að berjast við borgaryfirvöld til þess eins að börnin fái að ganga í skóla í sínu hverfi, eins og deiliskipu- lag kveður á um. Rifjað er upp hvað það dróst að opna skóla í hverfinu og síðan hafi unglingarnir verið fluttir tímabundið annað þar sem þeir séu enn. helgi@mbl.is Boða borgarfull- trúa á íbúafund  Andstaða við breytingar í skólamálum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kynning Tillögur embættismanna mættu ekki skilningi á dögunum. Tillögur um sameiningu » Breytingarnar snerta tvo skóla sem urðu til við samein- ingar og starfa nú á fjórum stöðum. » Lagt hefur verið til að starfs- stöðin í Staðahverfi þar sem nemendur 1.-7. bekk fá kennslu verði lögð niður og Kelduskóli –Vík sameinaður Vættaskóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.