Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 ÍSLANDSMÓTIÐ íPepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir miðvikudaginn 17. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ AF TILRAUNUM Ragnheiður Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Músíktilraunir eru fyrir löngu búnar að festa sig í sessi í íslenskri menn- ingu og það er ávallt með töluverðri tilhlökkun sem ég trítla á fyrsta undanúrslitakvöldið. Það eru nokk- ur ár síðan tilraunirnar voru færðar niður í Hörpu og einnig það hefur nú fest sig í sessi. Allt er eins og það á að vera, salurinn vel troðinn og á dagskrá kvöldsins eru átta hljóm- sveitir héðan og þaðan af Íslandi. Á þessu fyrsta undanúrslitakvöldi sjáum við sveitir úr Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi/Garðabæ, frá Akureyri, Eskifirði og úr Eyjafjarð- arsveit. Tónlistarfólkið unga er ábyggilega jafnspennt og ég og loft- ið er rafmagnað þegar fyrsta hljóm- sveit kvöldsins stígur á svið. Það var Amor sem hóf leik fyrst á laugardagskvöldinu, fimm manna hljómsveit úr Reykjavík þar sem allir liðsmenn voru á aldrinum 15 til 17 ára. Fyrra lagið, „We just don’t care“, leið örlítið fyrir stress en þess má geta að lagið sjálft var metnaðarfullt, kaflaskipt og áferð- arfallegt. Það var í öðru laginu, „Fönkdjamm“, sem bandið fann sig betur og söngkona sveitarinnar, Ey- dís Ýr, var örugg og flott. Flammeus var næst á dagskrá, kvartett frá Akureyri, en Flammeus er listamannsnafn Tuma Hrannars Pálmasonar sem semur lögin og spilar á bassa og syngur. Hrannar er flinkur söngvari og tónlistin er einhvers konar proggpopp frá miðjum áttunda áratugnum, sem hljómsveitin kemst prýðilega frá. Úr Hafnarfirði kom Darri Tryggvason sem kallar sig Darrii og hann kom einn fram ásamt tölvu. Lögin hans tvö útskýrði hann sjálfur sem rigningu og sól, og fyrra lagið var þá meiri rigning en hið síðara meiri sól. Ég greindi heilmikla mel- ankólíu í laglínum og þótt ef til vill væru færri ský á himni í síðara lag- inu var það enn fremur þungbúið. Darrii syngur ofan á uppteknar raddir sínar og mér fannst það ekki koma nógu vel út. Þar er eitthvað sem hann getur unnið betur í og Vorverkin ljúfu Morgunblaðið/Árni Sæberg Caravan Kids „Caravan Kids úr Garðabæ og Kópavogi var síðust á svið fyrir hlé, fimmmenningar sem starfað hafa í fjóra mánuði. Þau leika mjúkt rokk með kassagítar og rafgítar, og það var gaman að fylgjast með öryggi kassagítarleikarans Söru Óskar Þorsteinsdóttur,“ segir m.a. í pistli. bætt sig svo hann geti einfaldlega bara sungið lögin sín með því sjálfs- trausti sem til þarf. Caravan Kids úr Garðabæ og Kópavogi voru síðust á svið fyrir hlé, fimmmenningar sem starfað hafa í fjóra mánuði. Þau leika mjúkt rokk með kassagítar og rafgítar, og það var gaman að fylgjast með ör- yggi kassagítarleikarans Söru Ósk- ar Þorsteinsdóttur. Lögin þeirra eru töluvert útsett og búið að vinna í þeim og það skilaði sér í flottum kaflaskiptingum. Bandið skemmti sér vel á sviði en helst að trommu- leikarinn gæti þurft að æfa örlítið meira og þétta. Söngkonan er með blæbrigðaríka rödd og skiptir auð- veldlega á milli hins brothætta og hins rokkaðra. Seinna lagið var frá- bært og með góðum íslenskum texta. Eftir hlé með tilheyrandi kaffi- þambi og namminarti var komið að síðara hluta og það voru Meistarar dauðans sem gerðu sig klára til að rokka. Bandið hefur áður tekið þátt í tilraununum og einnig gefið út sitt eigið efni svo vera hljómsveitarinnar virtist skjóta örlítið skökku við í þessari keppni, enda hefur hún verið starfrækt í níu ár. Sveitin leikur rokk með þungum sprettum og ger- ir það prýðilega. Kaflarnir verða þó fljótt fullmargir í hverju lagi, og maður á fullt í fangi með að skilja hvert verið er að fara. Síðara lagið var sérstaklega ofhlaðið svo manni datt í hug íslenskur söngleikur í bland við lag sem ákveðið var að sleppa af Trúbrotsplötunni Lifun. Ef lagasmíðar væru einfaldaðar og einbeitingin skrúfuð upp gætu Meistararnir orðið mun meist- aralegri, því bandið hljómar mjög vel og er þétt. Barrrokk (frábært nafn á hljómsveit!) var næst á svið, tríó úr Reykjavík skipað fiðluleikara, söng- konu og ukulele- og mandólín- leikara. Það er skemmst frá því að segja að hljómsveitin er ekki tilbúin. Það þarf að spila sig betur saman, æfa raddir og slípa lagasmíðar. Mandólínið hljómaði þó betur við » Lögin hans tvö út-skýrði hann sjálfur sem rigningu og sól, og fyrra lagið var þá meiri rigning en hið síðara meiri sól. Hugarró „Karakter í gítar er flottur og stillingar á hljóðfærum eru ná- kvæmlega rétt ómstríðar til að skapa pönkaðan hljóm.“ Málverk sem talið var seinna tíma kópía af myndinni Madonna della Melagrana (Guðsmóðir með granat- epli) eftir Botticelli, hefur reynst vera einstakt frumeintak verksins unnið á vinnustofu listamannsins. Þetta upplýsir English Heritage (EH) í The Guardian. Breski safn- arinn Julius Wernher keypti verkið 1897 en síðustu áratugi hefur lista- verkasafn hans verið til láns hjá EH, þar á meðal umrædd mynd. Stærri gerð sömu myndar er til sýnis í Uffizi-galleríinu í Flórens. Samkvæmt upplýsingum frá Rac- hel Turnbull, yfirforverði hjá EH, hefur forvarsla verksins tekið lang- an tíma. Segir hún innrauða rann- sókn, röntgenmyndir og litgreining hafa bent til þess að verkið væri unnið á tíma Botticelli, en það hafi hins vegar ekki verið fyrr en síðari tíma yfirmálun á Kristi hafi verið fjarlægð sem hún hafi þorað að staðhæfa að um frumeintak væri að ræða. Segir hún allar líkur á því að verkið sé eftir Botticelli en ekki einn lærlinga hans, þó rannsókn- arteymi EH geti ekki staðfest það formlega. Ljósmynd/Christopher Ison fyrir English Heritage Fundur Rachel Turnbull, starfsmaður hjá English Heritage, skoðar verkið. Reyndist vera frum- mynd eftir Botticelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.