Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Þótt sauðburður í sveitum landsins fari ekki af stað fyrr en í maí eru fyrstu ærnar sumstaðar bornar. Sú er raunin til dæmis í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum en þar bar þrí- lemba rétt fyrir helgina tveimur gimbrum og einum hrút. „Hér var hrútur sem við heimtum seint í haust, einhvern tíma fyrstu dagana í nóvember, og sá fór beint í ærnar í fjárhúsinu sem hann átti raunar alls ekki að gera. Og þetta er útkoman. Venjulega er ekki hleypt til fyrr en um miðjan desember og þá hefst sauðburðurinn á réttu róli sem er snemma í maí.,“ segir Ásgeir Árna- son, bóndi í Stóru-Mörk, sem rekur stórt kúabú og er með 300 fjár, þar af 250 lembdar ær. „Ég reyni að stilla sauðburðinn þannig af að ærnar beri flestar á sama tíma. Slíkt sparar mikla vinnu. Þó að ein ær beri svona á undan öðr- um skiptir það ekki öllu fyrir vinn- una og fyrir börnin er þetta spenn- andi,“ segir Ásgeir. – Börnin á myndinni eru frá vinstri: Lilja Rut Ásgeirsdóttir, Halldóra Birta Hann- esdóttir, Guðbjörg Stella Pálmadótt- ir, Hafþór Arnar Hannesson, Guðný Lilja Pálmadóttir og Ragna Júlía Hannesdóttir sbs@mbl.is Þrílemba bar í Stóru-Mörk og börnin mættu í fjárhús Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðburður Skemmtilegur tími í sveitinni en vökunætur taka stundum á. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Landssamtök íslenskra stúdenta sendu í gær frá sér ályktun um nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna – LÍN fyrir skólaárið 2019-2020. Ályktunin var samþykkt með öllum atkvæðum á landsþingi LÍS í gær. Í ályktuninni fögnuðu stúdentarn- ir meðal annars hækkun á frítekju- marki úr 930.000 kr. í 1.330.000 kr. og sögðu þá hækkun bæði eðlilega og löngu tímabæra. Stúdentarnir gagnrýndu hins veg- ar að skerðingarhlutfall á lánum sem fara yfir frítekjumark skuli ekki hafa verið lækkað. Skerðingarhlutfallið hafði verið hækkað tímabundið úr 35% í 45% árið 2014 vegna niður- skurðarkrafa á sjóðnum. Í ályktun- inni sögðu landssamtökin það óá- sættanlegt að hækkunin hefði enn ekki verið dregin til baka heilum fimm árum síðar. Í ályktuninni var jafnframt sett athugasemd við að framfærsla hefði ekki hækkað í takt við verðlags- breytingar og raunvirði hennar þannig viðhaldið. Þá lýstu stúdentar yfir vonbrigðum um að ekki hefði verið fallist á ferðakostnað fyrir eina heimferð á ári fyrir nemendur er- lendis og fóru fram á að lánshæfum einingum yrði fjölgað úr 480 í 600. LÍS Fulltrúar á landsþingi LÍS sam- þykktu einróma ályktunina. LÍS bregst við úthlut- unarreglum  Skerðingarhlutfall gagnrýnt í ályktun Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldi, sjálf- stæði og auðlindir þjóðarinnar. Flokkurinn vill treysta forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum og mun leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þetta segir í stjórnmálaályktun vetrarfundar flokksráðs Miðflokksins sl. laugar- dag. Tekið er fram að flokkurinn samþykki hvorki afsal á fullveldi Ís- lendinga yfir orkuauðlindinni né fyr- irsjáanlega hækkun á raforkuverði hér á landi. Af öðrum málum má nefna að Mið- flokkurinn lítur á matvælafram- leiðslu íslensks landbúnaðar sem mikilvæga framtíðaratvinnugrein sem verja ber og tryggja vænlegt rekstrarumhverfi. Leggur hann til að horfið verði frá innflutningi á ófrosnu kjöti og eggjum. Endur- skoða þurfi tollasamninga við Evr- ópusambandið með það að markmiði að tryggja stöðu innlendrar fram- leiðslu sem oft keppi við niður- greidda vöru sem framleidd er við óviðunandi skilyrði. Herða þurfi upprunamerkingar og rekjanleika. Leggjast gegn þriðja orkupakka  Miðflokkurinn ályktar um auðlindir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.