Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Ég verð að geta unnið og lifað. Laus við verki. Fyrir góða líðan nota ég Gold, Active og gelið. Erna Geirlaug Árnadóttir – innanhússarkitekt Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vaknar við vondan draum, ætl- arðu að hrökkva eða stökkva? Ekki mála skrattann á vegginn strax, sjáðu hvað dag- urinn ber í skauti sér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi af samstarfsmanni þínum. Vertu sá/sú sem rífur upp stemninguna. Þú kaupir hlut sem þig hefur lengi langað í 21. maí - 20. júní  Tvíburar Oft sjá tveir hlutina í skýrara ljósi en einn. Slepptu fram af þér beislinu svona einu sinni. Þú greiddir götu vinar og færð þakkir fyrir á skemmtilegan hátt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ástvinir vilja láta ljós sitt skína og þú leyfir þeim það. Ekki taka afstöðu til mála ef þú veist ekki forsöguna. Búðu þannig um hnútana að þú komist í gott sumarfrí. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er ágætt að eiga sér draum en hann getur aldrei leyst veruleikann af hólmi. Mótlæti er til þess að sigrast á. Þú ert góð/ur í því og hefur gert það margoft. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að leita ráða hjá þér eldra fólki sem hefur meiri reynslu á ákveðnu sviði. Farðu varlega í umferðinni. Reyndu að halda góða skapinu út daginn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega sem kosta einhver fjárútlát. Þér verður boðið á skemmtilega tónleika. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það gengur ekki lengur að sitja með hendur í skauti og láta tímann líða án þess að aðhafast nokkuð. Þú skapar þína framtíð, enginn annar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Tilfinningar þínar eru svo sterk- ar og vilji þinn til að fela þær svo lítill að þú ert eiginlega eins opin bók. Láttu þig ganga fyrir í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt gaman sé að breyta til er fáránlegt að gera það breytinganna vegna. Láttu börnin hafa forgang í dag. Haltu þig við fyrirfram ákveðna rútínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það má vera að eitthvert ferða- lag reki á fjörur þínar og það er sjálfsagt að grípa tækifærið. Þú finnur draumaeignina og ákveður að reyna að eignast hana. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er alltaf auðveldara að sjá eftir á hvað fór úrskeiðis. Mundu að hvíla þig öðru hverju til þess að ná fyrri orku. Lengi lifir í gömlum glæðum. Ein-stök“ er limra eftir Helga R.Einarsson: Dugnaðarstúlkan hún Stína stendur í löppina sína. Hún hafði tvær hérna í gær, en hinni er búin að týna. Og hér er önnur eftir Helga, – „Stóð“: Stóðið lagði’ af stað um stórhættulegt vað. Á lappir stóð, strenginn óð og stóð á sama’ um það. Á miðvikudaginn skrifaði Davíð Hjálmar Haraldsson í Davíðshaga í Leirinn að nú hefði hann búið þar í tæpar tvær vikur og glöggvað sig nokkuð á aðstæðum: Hérna er síbyljótt hávaðarok og haginn á kafi í flóðum. Töluvert væri um trampólínfok ef trampólín fyndust á lóðum. Sigmundur Benediktsson svaraði og sagði: „Já, Davíð Hjálmar. Það verður ekki bæði haldið og sleppt!“: Útsýnið þó auki þor allur glóðum sleginn. Veðurbarinn veður for og væri skjóli feginn. Karl Friðriksson vegaverkstjóri á Akureyri fæddist 1. apríl 1891. Það sópaði að honum og hann var skemmtilegur hagyrðingur: Oft hef ég við armlög hlý unað þinni hylli. Skyldi það geta skeð á ný ef skemmra væri á milli? Bjarni Sigtryggsson yrkir um heimaslátrun: Af bræðrum var afi minn bestur, á bæjunum aufúsugestur. En nú er hann Rauður reiddur fram dauður; sem heimaslátraður hestur. Pétur Stefánsson bregður á leik á Leirnum: Sé ég einn og yfirgefinn alveg laus við þras og styr, leik ég mér við ljóðastefin líkt og skáldin áður fyr. Sigmundur Benediktsson sagðist „hvísla bara til að trufla þig ekki“: Pétur viður stefin styður, stækka grið í hjarta finnur, kær og iðinn Sónar siður sæld og frið í óðinn vinnur. Reir Frá Drangsnesi reyndi að bera sig vel í kuldakastinu í síðustu viku: Þó vindur næði og kali kinn og kafald hylji sporið og krapi stífli hverinn þinn kannski birtist vorið Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af löppum og trampólíni „Á SÍÐUSTU RÖNTGEN-MYND SJÁST 17 TENNUR. KANNSKI GLEYPTIR ÞÚ EINA?” „SKO, ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ PABBI FÉKK BARA HEILASHRISTING.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gefa honum kaffivél. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVAÐA GAGN ER AÐ ÞÉR? AF HVERJU ERTU HÉRNA? ÞÚ ERT EINSKIS VIRÐI! AFTUR VERIÐ AÐ ÖSKRA Á TÓMAR NIÐURSUÐUDÓSIR? ÉG ER SVANGUR! VIÐ HELGA EIGUM OKKUR LANGA SÖGU! SAGAN ER GÓÐUR HLUTUR! ÉG HEF SAGT ÞÉR ÞÚSUND SINNUM AÐ KOMA HEIM FYRIR MIÐNÆTTI! EKKI ÞEGAR HÚN ENDURTEKUR SIG! Nokkuð á annað hundrað mannssat í salnum og hlustaði á boð- skap dagsins sem ráðherra dagsins flutti. Ræðan hans var skýr og grein- argóð þó svo að þar væri engar stór- kostlegar nýjar fréttir að finna. Fáum mínútum eftir að hann sté úr pontunni var pistill hans svo kominn orðrétt inn á vefinn. Á eftir ráðherr- anum kom svo röð af ræðum fólks sem vissulega hafði góðar hug- myndir fram að færa. Aftur á móti lauk fundinum án niðurstöðu eða veganestis til framtíðar nema á dag- inn kom, eins og skáldið orti, fátt er eins glatt og góðra vina fundur – og gleðin skín á vonarhýrri brá! x x x Lýsingin hér að ofan vísar aðnokkru til fundar sem haldinn var í síðustu viku og þar var Víkverji, sem hallast að því að hefðbundið fundaform eins og hér er lýst sé úr- elt. Við munum eftir kennaranum í barnaskóla sem stóð við krítartöflu, talaði og skrifaði það sem nemendur skyldu færa inn í glósubækurnar. Slíkar kennsluaðferðir eru í dag á undanhaldi og meira lagt upp úr til dæmis hópstarfi og verkefnavinnu þar sem fólki er mætt á þess eigin forsendum. Reynslan af því er al- mennt góð. Á Alþingi er ræðustólinn mikilvægur en stærstur hluti löggjaf- arstarfsins er þó tekinn í nefnda- starfi. Enn tíðkast þó að prestar stígi í stólinn og flytja predikun, en eru margir að hlusta? x x x Undanfarið hefur Sjálfstæðisflokk-urinn haldið fundi víða um land með því sniði að fólk situr við borð sem þingmenn fara á milli. Ræða þar við kjósendur beint og milliliðalaust um álitaefni dagsins; kjaramálin, húsnæðisvandann, stjórnarskrána, atvinnustefnuna og lífshamingjuna almennt. Þingmenn segja Víkverja reynsluna af þessu fyrirkomulagi góða, með þessu fái þeir betri innsýn í viðhorf fólks en ef hefðbundnu fundaformi væri fylgt. Slíkt þarf ekki að koma á óvart; munum að tengsl myndast, þekking verður til og lausnir finnast helst í samskipum sem eru maður á mann. Breyta verð- ur fyrirkomulagi og sá á fund sem finnur! vikverji@mbl.is Víkverji Andi Drottins fyllir alla heimsbyggð- ina, hann heldur öllu í skorðum og nemur hvert hljóð. (Speki Salómons 1.7)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.