Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 27
fiðluna, en ukulele og fiðla er ansi
erfið blanda.
Soffía Ósk kom frá Eskifirði og
var hún er virtist að spila upptökur
af lögum sem unnin voru í stúdíói
Hljóðverki hjá Einari Vilberg og
syngja og spila á ukulele ofan á þær.
Það hefði farið mun betur að fá
hljóðfæraleikara til að vinna þetta
verkefni með henni, því þetta gekk
ekki alveg nógu vel upp svona.
Fyrra lagið var afar líkt Bubbalag-
inu ,,Aldrei fór ég suður“ en síðara
lagið var betra og mætti lýsa tónlist-
inni sem glaðlegri ukulele-nýbylgju.
Að lokum var komið að Hug-
arró, tríói úr Eyjafjarðarsveit sem
einnig tók þátt í fyrra. Bandið er
mun áhugaverðara í ár en það var
þá og heilmikið búið að gerast. Helst
væri hægt að reyna að lýsa tónlist
þeirra sem lopahúfu-gruggi, og
svona myndi Nirvana hafa hljómað
ef sveitin hefði gert út frá Eyja-
fjarðarsveit. Karakter í gítar er
flottur og stillingar á hljóðfærum
eru nákvæmlega rétt ómstríðar til
að skapa pönkaðan hljóm. Síðara
lagið hefst með rörbútaspili og svo
hefst pönkrokk-veisla á sviðinu þar
sem hljómsveitarmeðlimir skemmta
sér frábærlega og taka á flug. Þarna
er komið alvöruband, sem spilar dá-
leiðandi ómstrítt kaos sem hristir
rækilega upp í manni.
Að öllu þessu loknu var gripið
til kosninga og niðurstöður kvölds-
ins voru þær að salurinn valdi sér
Caravan Kids en dómnefnd kaus
Flammeus áfram og eru þessar
tvær sveitir því komnar í úrslit.
Flammeus Kvartett og listamannsnafn Tuma Hrannars Pálmasonar sem semur lögin og spilar á bassa og syngur.
Darrii Darri Tryggvason gengur undir listamannsnafninu Darrii.
MENNING 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019
Sænska akademían (SA) ákvað á
síðasta fundi sínum að bjóða Ellen
Mattson og Anne Swärd að gerast
meðlimir SA frá og með desember.
Þær koma í stað Jayne Svennung-
son og Söru Stridsberg. Nú á því
aðeins eftir að skipa eitt sæti til
þess að SA teljist fullmönnuð. „Við
höfum nýverið valið inn tvö fín ljóð-
skáld og þurftum því að beina sjón-
um okkar að höfundum sem vinna
með prósa,“ segir Anders Olsson,
ritari SA, í samtali við sænsku
fréttaveituna TT um valið á Matt-
son og Swärd. Þar með er SA skip-
uð fimm konum og 12 körlum.
Ellen Mattson vakti fyrst athygli
með skáldsögunni Nattvandring
1992. Hún hefur samhliða rit-
störfum skrifað gagnrýni og verið
ritstjóri hjá bókaútgáfu. Fyrsta
skáldsaga Anne Swärd, Polar-
sommar, sem út kom 2003, var til-
nefnd til August-verðlaunanna.
Samhliða ritstörfum vinnur Swärd
sem listmeðferðarfræðingur og
myndskreytir. silja@mbl.is
Tveir nýir meðlimir
akademíunnar
Anne Swärd Ellen Mattson
Sange fra første sal nefnist plata
með tólf nýjum lögum eftir Kim Lar-
sen í flutningi höfundar sem óvænt
var gefin út seint í síðustu viku. Lar-
sen lést 72 ára að aldri í september á
síðasta ári eftir baráttu við blöðru-
hálskrabbamein. Eftir andlát hans
var talið að ekki væri til neitt óútgef-
ið efni með honum, en þegar Warner
Music sendi frá sér nýju plötuna var
upplýst að Larsen hefði vorið og
sumarið 2018 tekið upp nýtt efni
heima hjá sér. Með honum leika son-
ur hans og umboðsmaður, Hjalmer
Larsen og Jørn Ørn. „Sem betur fer
náði ég að segja þér hversu óend-
anlega stoltur ég er af því að hafa
fengið að taka upp þessa plötu með
þér. Takk fyrir að setja markið allt-
af svona hátt og takk fyrir að leyfa
mér að vera með,“ skrifar Hjalmer
Larsen föður sínum á Instagram.
Danskir gagnrýnendur eru mis-
hrifnir af nýju plötunni. „Við gleym-
um honum aldrei. En flestöll lögin á
Sange fra første sal ættu að fara í
glatkistuna,“ skrifar gagnrýnandi
Ekstra Bladet og gefur plötunni
þrjár stjörnur af sex mögulegum.
Segir hann hráan hljóm plötunnar
minna á demó. Að mati gagnrýn-
anda BT felst bæði helsti styrkur og
veikleiki plötunnar í því hversu hrá
og ókláruð lögin hljóma. Segir hann
textana það besta og gefur líka þrjár
stjörnur. Rýnir Politiken hrífst
meira af hráleikanum og gefur fjög-
ur hjörtu af sex mögulegum. Að
hans mati bæta lögin samt litlu við
stórt höfundarverk Larsens. Rýnir
Jyllands-Posten hrósar góðri spila-
mennsku og afslappari nálgun við
efnið. Allir rýnar eru sammála um
að platan gefi einstaka innsýn í síð-
ustu mánuði tónlistarmannsins ást-
sæla. Samkvæmt Politiken kláraðist
fyrsta upplag plötunnar í búðum á
föstudag og metfjöldi hlustaði á lag-
ið „Miss Måneskin“ á Spotify.
Tólf splunkuný lög
með Kim Larsen
Óvænt plata með áður óútgefnu efni
Morgunblaðið/Eggert
Stuð Larsen í stuði á Íslandi 2007.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s
Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s
Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Sun 2/6 kl. 19:00 38. s
Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Mið 5/6 kl. 19:00 39. s
Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s
Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s
Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s
Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s
Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s
Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s
Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðustu sýningar!
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 6/4 kl. 20:00 46. s
Allra síðustu sýningar!
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s
Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fös 5/4 kl. 20:00 8. s Lau 13/4 kl. 20:00 9. s
Síðustu sýningar.
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 13:00
Lau 13/4 kl. 12:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 16:00
Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 16:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Lau 8/6 kl. 13:00
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30
Lau 13/4 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 12/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 15:00
Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 17:00
Sun 7/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 24/4 kl. 19:30
Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30
Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 4/4 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 22:00 Lau 6/4 kl. 22:00
Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 6/4 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 15:30
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200