Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi HÁGÆÐA BLÖNDUNARTÆKI Þýska fyrirtækið Hansa hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 100 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Hansa. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, er48 ára gömul. „Ég hef verið í þessu starfi í fimm ár, það erskemmtilegt og fjölbreytt. Ég sinni tengslum við fjölmiðla og kem að margvíslegum verkefnum. Það er alltaf eitthvað gott að ger- ast í Kópavogi, nú er verið að undirbúa innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og svo er Barnamenningarhátíð bæjarins hand- an við hornið svo bara tvennt sé nefnt. Sigríður er þessa dagana að undirbúa sig ásamt manninum sínum fyrir hálfmaraþon sem verður haldið í Berlín 7. apríl. „Ég hef tvisvar hlaupið hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu en þetta verður fyrsta hlaupið utanlands.“ Hún er nýkomin úr annarri utanlandsferð en hún var í Singapúr með fjórum vinkonum að heimsækja þá fimmtu. „Það var mjög áhugavert að kynnast Singapúr og svo kíktum við í sólar- hring til Indónesíu.“ Fyrir utan að hlaupa þá dansar Sigríður af miklum móð í Kramhús- inu og hefur gert í nokkur ár. „Ég hef prófað ýmis námskeið en er núna í Beyoncé-tímum, en í þeim dönsum við í anda hinnar stórbrotnu Beyoncé. Svo er ég þokkalegur lestrarhestur, tek tarnir í að lesa, var til dæmis að lesa bókina Rauður maður/Svartur maður eftir Kim Leine sem er í uppáhaldi. Þá lauk ég nýverið við Ungfrú Ísland eftir Auði Övu sem er frábær og stóð upp úr í jólabókaflóðinu að mínu mati. Innblásin af nýafstaðinni Asíuferð er ég svo núna að brjótast í gegnum The Future is Asian eftir Parag Khanna.“ Eiginmaður Sigríðar er Atli Jósefsson, aðjunkt í lífeðlisfræði við Háskóla Íslands, og börn þeirra eru Tómas og Ásdís María. Almannatengillinn Sigríður stödd í Amsterdam. Hleypur, dansar og tekur tarnir í lestri Sigríður Björg Tómasdóttir er 48 ára í dag N ikulás Þórir Sigfússon fæddist 1. apríl 1929 á Þórunúpi í Hvol- hreppi í Rangárvalla- sýslu. Hann ólst upp í Hvolhreppi og er Rangæingur í báð- ar ættir. Hann dvaldi á uppvaxtar- árum á sumrin í Hveragerði hjá móðursystur sinni, Þóru Christian- sen, og manni hennar, Lauritz Christiansen. Nikulás sótti grunnskóla í Hvol- hreppi, síðan Flensborg og útskrif- aðist sem stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1950. Hann lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1958. Hann vann sem kandi- dat á Landspítala og Slysavarðstofu Reykjavíkur og starfaði sem læknir á Akranesi og Bolungarvík uns hann fór til framhaldsnáms í Svíþjóð árið 1960 ásamt fjölskyldu sinni. Þar lagði hann stund á lyflækningar með sérstöku tilliti til farsótta. Hann var aðstoðarlæknir, lyflæknir og yfir- læknir á sjúkrahúsum í Kristine- havn, Jönköping og Eskilstuna. Hann útskrifaðist sem sérfræðingur í farsóttafræði 1967 frá Háskóla Ís- lands og lauk þaðan doktorsprófi í farsóttafræði árið 1984. Nikulás réðst til nýstofnaðrar rannsóknarstöðvar Hjartaverndar árið 1967 þar sem hann vann lengst af sem yfirlæknir eða frá 1973-1999. Megintilgangur rannsóknarstöðv- Nikulás Sigfússon, fyrrverandi yfirlæknir Hjartaverndar – 90 ára Veiðimaðurinn Nikulás fer árlega ásamt fjölskyldu sinni í Veiðivötn, sem eru uppáhaldsstaðurinn hans. Drátthagur yfirlæknir Listmálarinn Nikulás Sigfússon. Hjónin Nikulás og Guðrún. Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.