Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco • Opnast hratt & örugglega • Eru orkusparandi • Þola mikið vindálag • Eru öruggar & áreiðanlegar • Henta við allar aðstæður • 17 ára reynsla við íslen- skar aðstæður & yfir 150 hurðir á Íslandi Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Helstu áskoranir semmannkynið stendurframmi fyrir varða mat-vælaframleiðslu og um- hverfismál. Hlýnun andrúmsloftsins er hvarvetna mál málanna. Þar er nauðsyn að snúa þróuninni við í krafti þekkingar og þar er stofnunin sem ég veiti forstöðu í lykilstöðu,“ segir Ragnheiður Inga Þórarins- dóttir sem um síðastliðin áramót tók við embætti rektors Landbún- aðarháskóla Íslands. „Íslenskur landbúnaður á undir högg að sækja, sérlega sauðfjárrækt og garðyrkja. Því er þörf á að efla vísinda- og þró- unarstarf til að styðja við þessar greinar og efla þróun og landbún- aðinn almennt. Okkur bíða ögrandi verkefni.“ Landbúnaðarháskóli Íslands stendur á gömlum merg. Segja má að undirstaðan sé Bændaskólinn á Hvanneyri í Borgarfirði, sem stofn- aður var árið 1889. Það var svo 2005 sem Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, eins og stofnunin hét þá, Rannsóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti í Reykjavík og Garð- yrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölf- usi voru sameinuð. Með því stóð – og stendur enn – til að efla rannsóknir og nýta betur aðstöðu og mannafla þessara þriggja eininga. Ísland spennandi staður til rannsókna „Sameiningin varð ekki þrauta- laus og efnahagshrunið hafði mikil áhrif á starfið. Í upphafi starfs sam- einaðrar stofnunar voru starfsmenn um 160 talsins en eru í dag um 90. Niðurskurður varð mikill og kennsl- an hafði forgang. Rannsóknir á bú- vísindasviði hafa liðið sérlega vegna þessa. Nú reynum við hins vegar að snúa þessari þróun við. Efla þarf innviði á sviði jarðræktar, búfjár- rækt, fóðurfræði og bútækni, bæði með betri aðbúnaði og fleiri starfs- mönnum,“ segir Ragnheiður og heldur áfram: „Þá þarf einnig að efla aðbúnað í garðyrkjunni, stofna þar alþjóðleg rannsóknar- og nýsköpunarverkefni og styðja við tækniþróun í greininni. Þegar kemur að umhverfisvísindum almennt þykja norðurslóðir eins og Ísland spennandi vettvangur til rannsókna; hreint land og mat- vælaframleiðsla, mikið undirlendi og jarðhiti sem skapar góð skilyrði til ræktunar. Í því felast tækifæri.“ Til sóknar á komandi misserum segir Ragnheiður skólann hafa mörg tækifæri svo sem með samstarfi við alþjóðlegar stofnanir. Evrópusam- bandið sé nú að auka fjárveitingar til samkeppnissjóða á þeim sviðum þar sem LBHÍ starfar og þá sé kjörið fyrir skólann og vísindafólk hans að blanda sér í leikinn. Í dag fái skólinn á ári hverju nokkuð á annað hundrað milljónir króna í sértekjur í gegnum rannsóknarsjóði, til viðbótar við að ríkisframlagið til skólans á ári hverju eru um 900 milljónir króna. Sameining við erfiðar aðstæður Meginstarfsemi LBHÍ er í dag á þremur stöðum, það er þar sem stofnanirnar sem mynda skólann í núverandi mynd. Búfræðin og vís- indin eru aðallega á Hvanneyri, sem og meginhluti stjórnsýslunnar, skipulagsfræði ogskrifstofa endur- menntunar. Ýmis rannsókn- arstarfsemi er á Keldnaholti og garðyrkjan fyrir austan fjall. Ragnheiður segir að vissulega megi efla samstarfið milli eininga á þessum stöðum. Landfræðilegar fjarlægðir hamli því ekki, frekar sú sögulega staðreynd að sameining stofnana, sem hver hafði sína menn- ingu og hefðir, kom til við erfiðar að- stæður. „Ég tel að nú sé þetta þó að smella saman. Starfsmenn og aðrir eru farnir að líta á okkur sem eina heild óháð staðsetningum,“ segir Ragnheiður um skólastarfið sem er í raun tvískipt: annars vegar starfs- menntadeild og svo háskóladeild. Fjölbreytt nám og 500 nemendur Í búfræðinni – almennu námi fyrir þá sem til dæmis stefna á bú- skap í sveit og er kennd á Hvanneyri – eru í dag um 70 nemendur og kom- ast færri að en vilja. Háskóladeildin er einnig í Borgarfirðinum, og eru um 60 nemendur í nemendur skráðir í búvísindanám til BS-gráðu. Einnig er góð aðsókn í nám í umhverf- isskipulagi, náttúru- og umhverf- isfræðum og skógfræði. Einnig er þar í boði meistaranám í þessum sömu greinum og doktorsnemarnir eru fjórir og fer fjölgandi. Grænu greinarnar eru svo kenndar á Reykjum og talsverð aðsókn er í það nám. Þá er endur- og símenntun stór þáttur í starfi skólans, svo sem á sviði hestmennsku sem á annað hundrað manns stunda. Sam- anlagður fjöldi nemenda er því um 500 manns. Hvar býrðu í hjartanu? „Landbúnaðarháskólinn þarf að koma til móts við samfélagið á ýms- an máta með fjölþættri starfsemi. Sumir hafa brennandi áhuga fyrir því að fylgjast með nýjungum og eru í hjarta sínu frumkvöðlar meðan aðrir vilja helst engar breytingar sjá,“ segir Ragnheiður Inga og að lokum: „Við ráðum þó auðvitað ekki við umhverfið; breytingar eru jafnan óumflýjanlegar og gerast æ hraðar. Þeir sem hafa sveigjanleika kunna að grípa tækifærin og hafa gleðina með sér standa alltaf betur en þeir sem telja að þeir geti horfið aftur til fortíðar. Nú er auðvelt að verða sér úti um upplýsingar á netinu og fjar- kennsla verður sífellt betri. Mestu máli skiptir því hvar þú býrð í hjarta þínu, því þannig getur þú látið draumana rætast og gripið tækifær- in sem bjóðast.“ Nýsköpun efli landbúnaðinn Okkur bíða ögrandi verkefni, segir dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Við skólann eru um 500 nemendur í fjöl- breyttum greinum sem byggja á nýtingu landsins. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Rektor Við ráðum þó ekki við umhverfið; breytingar eru óumflýjanlegar og gerast æ hraðar. Þeir sem hafa sveigj- anleika kunna að grípa tækifærin, segir Ragnheiður Inga í viðtalinu um háskólastarfið og verkefnin sem þar bíða. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sprettur Margir stunda nám í reið- og hestamennsku við Landbúnaðarhá- skólann sem er stundum kynntur sem menntastofun lífs og lands. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir er fædd 1968, efnaverkfræð- ingur að mennt og er doktor frá danska tækniháskólanum. Hún hefur á ferlinum sinnt verk- efnum á sviði lífefna- og nær- ingarfræði, efnisfræði og tær- ingar málma, garðyrkju, fiskeldis og jarðhita svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig sinnt kennslu og verið gestadósent og -prófessor við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Há- skóla Íslands. Þá starfaði Ragn- heiður í nokkur ár við Orku- stofnun sem deildarstjóri, aðstoðarorkumálastjóri og sem orkumálastjóri um hríð. „Á undanförnum árum hef ég rekið sprotafyrirtæki með áherslu á nýtingu jarðvarma til matvælaframleiðslu og unnið að nýsköpun. Þar hef ég aflað mér þekkingar og reynslu sem ég vona að nýtist til uppbygg- ingar Landbúnaðarháskóla Ís- lands,“ segir Ragnheiður. Þekkingin og reynslan FJÖLBREYTTUR FERILL DEILT Á KJÖTINNFLUTNING Sjálfbærni og hreinleiki Skv. lagafrumvarpi sem land- búnaðarráðherra hefur lagt fram verður innflutningur á fersku kjöti, hráum eggjum og fleiru slíku heimilaður innan tíð- ar. Málið er þó afar umdeilt. „Íslenskar afurðir eru hreinar og þeir sem gagnrýna heim- ilaðan innflutning hafa efalítið margt til síns máls,“ segir Ragnheiður Inga. „Ég tel nauð- synlegt að kryfja tölfræði um ónæmisvaldandi sýkla til mergj- ar og rannsaka hvaða áhrif þeir hafi á fólk. Þar hafa há- skólastofnanir og fleiri mik- ilvægu hlutverki að gegna; eins og nú þegar verið er að móta matvælastefnu fyrir Ísland þar sem sjálfbærni og hreinleiki verða lykilatriði.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Suðurland Fjárfjöldi í réttunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.