Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN Mini Mater ruslatunnaSpaceball Elly box Geymslubox 2l Nýjungar frá WESCO Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Forsetakosningar voru haldnar í Úkraínu í gær. Samkvæmt útgöngu- spám er sigurvegari fyrstu umferð- arinnar grínistinn Volodimír Sel- enskij, sem hlaut um þriðjung atkvæðanna. Petró Pórósjenkó, nú- verandi forseti landsins, var í öðru sæti með tæp átján prósent atkvæða. Stormasamt kjörtímabil Petró Pórósjenkó var kjörinn for- seti Úkraínu árið 2014, nokkrum mánuðum eftir að forvera hans, Vikt- or Janúkóvitsj, var steypt af stóli. Pórósjenkó er einn af ríkustu olí- görkum Úkraínu og á meðal annars konfektfyrirtækið Roshen og sjón- varpsfréttastöðina 5 Kanal. Forseta- tíð hans hefur einkennst af versnandi sambandi Úkraínu við Rússland í kjölfar þess að Rússlandsvininum Janúkóvitsj var steypt af stóli. Rúss- ar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu í febrúar árið 2014 og frá því í mars sama ár hafa aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins haldið uppi skæruhernaði með aðstoð Rússa. Pórósjenkó var einn af þeim sem stóðu fyrir því að úkraínska rétttrún- aðarkirkjan klauf sig í fyrra frá þeirri rússnesku með blessun patrí- arkans í Konstantínópel. Gjarnan hefur verið litið á þessa kirkjusundr- ungu sem pólitískt útspil Pórósjen- kós til þess að afla sér vinsælda með því að standa uppi í hárinu á Rússum. Vegna þessara deilna er enginn af sigurstranglegustu frambjóðendun- um í forsetakosningunum sérlega hlynntur nánara sambandi við Rúss- land. Annar af aðsópsmestu fram- bjóðendunum var Júlía Tímósjenkó, sem var einn af leiðtogum hinnar friðsömu „appelsínugulu byltingar“ árið 2004. Í þeirri byltingu neyddu mótmælendur stjórnvöld til að end- urtaka umdeildar forsetakosningar þar sem Janúkóvitsj (þáverandi for- sætisráðherra) hafði verið lýstur sig- urvegari. Eftir mótmælin skipaði hæstiréttur Úkraínu að kosningin yrði endurtekin vegna kosninga- svindls. Í endurkosningunni vann samstarfsmaður Tímósjenkó örugg- an sigur og hún var um skeið for- sætisráðherra landsins. Þetta var þriðja aðför Tímósjen- kós að forsetastólnum, en hún hlaut aðeins um 14,2% atkvæða og fær því ekki að spreyta sig í seinni umferð kosninganna. Forseti af sjónvarpsskjánum Sá frambjóðandi sem mest hefur kveðið að er þó hvorki Pórósjenkó né Tímósjenkó, heldur gamanleikari að nafni Volodimír Selenskij sem hefur aldrei gegnt pólitísku embætti nema á sjónvarpsskjánum. Selenskij er þjóðkunnur eftir að hafa leikið for- seta Úkraínu í sjónvarpsþáttunum Þjónn fólksins. Þættirnir fjalla um sagnfræðikennara sem er kjörinn forseti Úkraínu eftir að myndband af honum að kvarta yfir spillingu í úkra- ínska stjórnkerfinu fer á flug um net- heimana. Framleiðendur þáttanna stofnuðu stjórnmálaflokk undir nafn- inu Þjónn fólksins árið 2018. Spilling er víðtæk í úkraínskri stjórnsýslu og fámennur hópur olíg- arka hefur ráðið yfir ríkisstofnunum og auðlindum landsins frá sjálfstæði þess frá Sovétríkjunum. Stuðnings- menn Selenskij vona að sem forseti kunni hann að líkjast hinum hrekk- lausa og heiðarlega utangarðsmanni í pólitík sem hann leikur í þáttunum og að hann muni brjóta upp hið ger- spillta kerfi sem hvorki tókst að brjóta upp með appelsínugulu bylt- ingunni né byltingunni 2014. Einnig þykir það hjálpa Selenskij að þrátt fyrir að styðja aukið sam- starf með vesturveldunum hefur hann tekið mun mildari afstöðu gagnvart Rússlandi en Pórósjenkó. Selenskij hefur gagnrýnt Pórósjenkó fyrir ofstækisfullar aðfarir gegn notkun rússneskrar tungu í Úkraínu og bann við komu rússneskumælandi listamanna til landsins. Selenskij hefur sjálfur rússnesku að móður- máli en talar úkraínsku þó reiprenn- andi og hefur tekist að höfða til landsmanna bæði í vestur- og austur- hluta landsins, sem vanalega eru mjög klofnir í afstöðu sinni til stjórn- valda. Að öllu óbreyttu munu Selenskij og Pórósjenkó mætast í seinni um- ferð kosninganna hinn 21. apríl. Tekist á um forsetastól Úkraínu  Grínistinn Volodimír Selenskij vinnur fyrstu umferð kosninga  Petró Pórósjenkó forseti í öðru sæti og tekst á við Selenskij í apríl  Þriðja atlaga Júlíu Tímósjenkó að forsetastólnum út um þúfur AFP Kosningar Volodimír Selenskij, forsetaframbjóðandi bæði í skáldskap og veruleika, fylgist sigurreifur með fyrstu útgönguspánum í Úkraínu. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Gengið var til sveitarstjórnarkosn- inga í Tyrklandi í gær og reynt var á tangarhald flokks Receps Tayyip Erdogan forseta, Réttlætis- og þró- unarflokksins, á stjórn landsins. Flokkurinn hefur unnið allar kosn- ingar frá því að hann komst fyrst til valda árið 2002 en fylgi hans hefur beðið nokkurn hnekki undanfarið ár vegna efnahagsörðugleika og aukins atvinnuleysis á Tyrklandi. Eftir hníf- jafnar kosningar er útlit fyrir að stjórn flokksins í mörgum stærstu borgum landsins sé nú á enda eða hangi á bláþræði. Sextán ár í borgarstjórn Stjórnir Réttlætis- og þróunar- flokksins börðust fyrir lífi sínu í mörgum stærstu borgum Tyrklands og liðu sums staðar undir lok. Stærsti ósigur Erdogans var í sjálfri höfuðborginni Ankara, þar sem frambjóðanda Lýðveldisflokksins, Mansur Yavas, virðist hafa tekist að sigra frambjóðanda Réttlætis- og þróunarflokksins, Mehmet Özha- seki. Með sigri Yavas er þar með bundinn endi á sextán ára samfellda stjórn íhaldsmanna í höfuðborginni. Í stærstu borg Tyrklands, Istan- búl, virðist flokkur Erdogans hafa unnið varnarsigur. Binali Yıldırım, fyrrverandi forsætisráðherra í stjórn Erdogans, hlaut um 0,1 pró- sentum fleiri atkvæði en frambjóð- andi Lýðveldisflokksins, Ekrem Imamoglu. Erdogan hóf sjálfur feril sinn í stjórnmálum sem borgarstjóri Istanbúl og hefði það því verið mikill táknrænn ósigur fyrir hann að missa borgina í hendur stjórnarandstöð- unnar. Yıldırım lısti yfir sigri í gær- kvöldi en þar sem aðeins örlítill at- kvæðamunur var á milli frambjóðendanna hafði stjórnarand- staðan enn ekki viðurkennt ósigur seint um kvöldið. Þvert á móti stærðu fulltrúar Lýðveldisflokksins sig af því að hafa unnið allar þrjár stærstu borgir landsins; Istanbúl, Ankara og Ismír. „Sérhver sigur og sérhver ósigur er samkvæmt vilja þjóðar okkar og einnig skilyrði lýðræðis sem ber að virða,“ sagði Erdogan í Istanbúl áð- ur en hann hélt til Ankara til þess að ávarpa stuðningsmenn sína þar. „Við munum viðurkenna að við unnum hug og hjörtu fólksins á svæðunum sem við unnum og við munum við- urkenna að við gerðum ekki nóg á svæðunum sem við töpuðum.“ AFP Tyrki Recep Tayip Erdogan, forseti Tyrklands, í Istanbúl á kosninganótt. Flokkur Erdogans tapaði í fyrsta sinn í 16 ár kosningum í Ankara. Ankara úr greip- um Erdogans?  Flokkur Tyrklandsforseta glatar höf- uðborginni í hendur stjórnarandstöðunnar Stjórn Brasilíu tilkynnti í gær stofn- un verslunarskrifstofu í Jerúsalem sem verður hluti af brasilíska sendi- ráðinu í Tel Avív. Tilkynningin hefur verið túlkuð sem afturköllun eða mildun á yfirlýstri stefnu Jairs Bol- sonaro Brasilíuforseta á að flytja allt sendiráðið til Jerúsalem og við- urkenna hana þannig formlega sem höfuðborg Ísaelsríkis. Bolsonaro hafði í kosningabaráttu sinni í fyrra lofað að fylgja í fótspor Donalds Trump Bandaríkjaforseta með að færa sendiráð ríkis síns til Jerúsalem. Hamilton Mourao, varaforseti Bolsonaros, sagði í viðtali við Reu- ters að hann teldi það slæma hug- mynd að færa sendiráðið til Jerúsal- em þar sem það kæmi til með að spilla verslunarsambandi Brasilíu og arabaríkja. Efnahagsráðgjafar Bol- sonaros hafa tekið í sama streng. Fréttirnar kunna að valda Ben- jamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, vonbrigðum. Kosið verður til þings í Ísrael eftir viku og Net- anyahu hefði getað bent á flutning brasilíska sendiráðsins til Jerúsalem sem diplómatískan sigur. Bolsonaro hikar með sendiráð  Ekkert brasilískt sendiráð opnað í Jerúsalem að sinni AFP Ráðamenn Jair Bolsonaro forseti ásamt Benjamin Netanyahu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.