Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þetta er tilvalið tækifæri til að fá hugmyndir og læra um það hvernig við getum byggt okkar samfélag upp. Við þurfum mikið á því að halda til þess að styrkja okkur í þeim áskorunum sem við horfumst í augu við í dag,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir um hliðarviðburði What Works- ráðstefnunnar sem hefst í Hörpu í dag. Rósbjörg er fulltrúi Social Pro- gress Imperative á Íslandi en sam- tökin standa að ráðstefnunni. Ráðstefnan er einungis opin boðs- gestum en til hliðar við hana verða fimm viðburðir sem eru opnir öllum. Skoða mismunandi áherslur „Á ráðstefnunni erum við að skoða það hvernig við getum byggt upp fé- lagslegar framfarir í alþjóða- samfélaginu,“ segir Rósbjörg en horft verður til þess sama á hlið- arviðburðunum með fimm mismun- andi sjónarhornum. „Við vildum nýta tækifærið á með- an þessir sterku kandídatar eru á Ís- landi til þess að ræða um þessi mik- ilvægu málefni sem snúa að félagslegum framförum og kafa ofan í mismunandi áherslur. Það er mik- ilvægt að við höldum fókus í þessum efnum,“ segir Rósbjörg. Á fyrsta viðburðinum verður staða Norðurlandanna greind. „Norðurlöndin eru alltaf að skora rosalega hátt þegar kemur að fé- lagslegum framförum en þarna horf- um við inn á við, á þær áskoranir sem þessi sam- félög takast á við til þess að við- halda sinni stöðu.“ Á einhverjum hliðarviðburð- anna tekur um- ræða um um- hverfismál talsvert pláss. Aðspurð segir Rós- björg að það sé óumflýjanlegt að umhverfismál séu farin að tengjast fleiri þáttum í samfélaginu. „Ef við ætlum að vera sjálfbær þurfa efna- hagslegir, umhverfislegir og fé- lagslegir þættir að spila saman eins og sinfónía. Við verðum að huga að öllum þessum þáttum, stýra þeim í réttar áttir og draga þá fram með markvissum hætti.“ Samstarfsyfirlýsing undirrituð Ferðamáladeild Háskóla Íslands og Viðskiptaháskólinn í Kosta Ríka skrifa undir samstarfsyfirlýsingu um rannsóknir og samstarf á sviði ferðaþjónustu og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á viðburði um sjálfbæra ferðaþjónustu sem hald- inn verður á miðvikudaginn. „Samningurinn er að okkar frum- kvæði,“ segir Rósbjörg. Hún bendir á að markhópur hlið- arviðburðanna sé breiður og hvetur fólk úr viðskiptalífinu til að mæta og þá sem koma að ferðaþjónustunni en ekki síður stjórnvöld og sveit- arfélögin. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Harpa Frá ráðstefnunni í fyrra, hún er nú haldin í þriðja sinn hérlendis. Rýna í félagslegar framfarir þjóða  Hliðarviðburðir á What Works Rósbjörg Jónsdóttir Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Kjarasamningar flestra stéttarfélaga á opinberum markaði runnu út á mið- nætti, sem hefur áhrif á mörg þúsund manns. Sem dæmi eru um 21 þúsund fé- lagsmenn innan BSRB og yfir 14 þúsund fé- lagsmen hjá BHM. Hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga er þessa dagana tek- ið við kröfugerð- um stéttarfélaga, þær greindar og kostnaðarmetnar og línur lagðar fyrir framhaldið. Ágæt sátt er um að bíða eftir því hvað kem- ur úr kjaraviðræðum almenna vinnu- markaðarins áður en viðræður eru settar á fullt. Hjá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga koma 56 stéttarfélög að samn- ingaborðinu nú í vor þar sem 35 kjarasamningar eru lausir. Viðræður eru lauslega hafnar, en vegna langr- ar hefðar að láta almenna vinnu- markaðinn ryðja brautina og leggja línurnar fyrir vinnumarkaðinn í heild er hins vegar beðið eftir niðurstöðum þeirra viðræðna. Grannt er því fylgst með gangi mála hjá Ríkissáttasemj- ara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífs- ins við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavík- ur, Landssamband íslenskra versl- unarmanna og Framsýn hjá Ríkis- sáttasemjara. Býst við flóknum viðræðum Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir í samtali við Morgun- blaðið að í heild séu stórar kröfur sem endurómi yfir allan vinnumark- aðinn. Krónutöluhækkun lágmarks- launa bergmála af almenna mark- aðnum yfir á þann opinbera og kröfur um styttingu vinnuvikunnar berast einnig víða að. Á landsþingi sambandsins sagði Inga Rún að nálægt 200 kröfur hefðu komið fram frá stéttarfélögunum innan ASÍ og BSRB. Þær spönnuðu allt frá umfangsmiklum breytingum á ákvæði kjarasamninga yfir í smærri atriði og mjög misjafnt væri hversu vel ígrundaðar þær væru. Ekki væri mikið spáð í kostnað held- ur talið formsatriði að vinnuveitend- ur uppfylltu kröfurnar sem settar væru fram. Nú væru semjendur hins vegar í biðstöðu eftir fréttum úr Karphúsinu frá almenna markaðn- um. „Við bíðum eftir fréttum og reyn- um að gera sem best úr því. Það kem- ur svo bara í ljós hvernig viðræður munu ganga þegar þær fara á fullt,“ segir Inga Rún, en erfitt sé að spá fyrir um hvernig viðræður á opin- bera markaðnum muni ganga í kjöl- farið. „Ég held að þetta verði svolítið flókið. Mér finnst væntingarnar vera svolítið miklar, hvernig sem á því stendur,“ segir Inga og greinir vænt- ingar úr mörgum áttum um stóra leiðréttingu launa. „Hún var ansi stór síðast líka, en það var samt ekki nóg. Þá vorum við hins vegar svo heppin að efnahags- lífið var með okkur, þessi rosalegi uppgangur í öllu. Nú erum við aðeins komin á annan stað svo við erum ekki með vindinn eins mikið í bakið og þá.“ Samningar losnuðu á miðnætti  Búist við flóknum viðræðum á opinberum vinnumarkaði því stórar kröfur enduróma yfir sviðið í heild  Nálægt 200 kröfur komnar fram frá stéttarfélögum innan ASÍ og BSRB  Beðið frétta úr Karphúsi Morgunblaðið/Eggert Óvissa Kjarasamningar á opinbera vinnumarkaðnum losnuðu á miðnætti. Inga Rún Ólafsdóttir Hækkanir kjararáðs, miklar væntingar um stóra launa- leiðréttingu, þróun skattbyrði og skerðing bóta eru meðal ástæðna þess að mikill óróleiki hefur verið á vinnumarkaði. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Ár- manns Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á landsþingi sam- bandsins fyrir helgi. Sigurður benti á að samkvæmt tölum Hagstofunnar hefði kaupmáttur launa aukist um 40% frá 2010 til 2018. Launavísitala hefði á þessum tíma hækkað um 75,7% á almenna markaðnum, 75% hjá ríkinu og um 72,7% hjá sveitarfélögum. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt, sem virð- ist dreifast nokkuð jafnt yfir sviðið, er meiri óróleiki á vinnumarkaði í dag en hefur verið um langt árabil. Laun í neðri fjórðungi hafa hækkað mest Sigurður vitnaði í tölur Hagstofunnar um launabreyt- ingar á árunum 2015 til 2018, þar sem kemur í ljós að mesta launahækkunin á opinberum markaði hefði verið í neðri fjórðungi launafólks. Launahækkun þeirra sem væru í hópi 10% launahæstu var um 27% á almenna markaðnum og hjá sveitarfélögum á þessu tímabili, en mun minni hjá rík- inu. Umdeildra launahækkana eftir ákvarðanir kjararáðs gætti því ekki eins mikið og búist var við, að sögn Sigurðar. Þegar litið er til launabreytinga hjá stjórnendum, verkafólki og sér- fræðingum á árunum 2014 til 2017 kemur í ljós að meiri hækkanir hafa verið á opinbera markaðnum. Mestar hafa þær verið hjá stjórnendum hjá ríkinu og sérfræðingum hjá sveitarfélögum. Jafnari hækkun væri hins vegar sjáanleg á milli þessara þriggja hópa á almennum markaði. Sigurður benti á að hagtölur segðu vissulega ekki alla söguna, það hefðu auðvitað einhverjir hópar dregist aft- ur úr. En þann óróleika sem skapast hefði á vinnu- markaði mætti tengja við þær miklu væntingar sem ríktu um stórleiðréttingu launa þvert yfir sviðið. yrkill@mbl.is Aukinn kaupmáttur dreifst jafnt  Áhrif hækkana kjararáðs virðast minni en búist var við Sigurður Ármann Snævarr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.