Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Mannskæðustu nátt- úruhamfarir seinni tíma á Íslandi urðu þegar snjóflóð féllu í Súðavík og á Flateyri 1995 með þeim afleið- ingum að 34 létu lífið. Þessir atburðir gjör- breyttu viðhorfi lands- manna til öryggis vegna ofanflóðahættu enda ljóst að ekki yrði unað við að slík hætta væri fyrir hendi. Í kjölfar- ið var því gripið til róttækra aðgerða til að tryggja öryggi íbúa á svæðum þar sem hætta er á ofanflóðum. Ný lög voru sett um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum þar sem gerðar voru grundvallarbreytingar á stjórnsýslu og þátttöku stjórnvalda í vörnum vegna ofanflóða. Sveitar- félög voru m.a. skylduð til þess að reisa varnir gegn ofanflóðum á til- teknum hættusvæðum eða tryggja öryggi íbúa með öðrum hætti. Verkefni sem varða ofanflóðamál og málaflokkurinn voru flutt til um- hverfisráðuneytisins og Veðurstofu Íslands var falin ábyrgð á gerð hættumats, reglulegu snjóflóðaeft- irliti, mati á aðstæðum, rannsóknum og ráðgjöf um ofanflóðavarnir. Þá var sérstök ofanflóðanefnd skipuð af umhverfisráðherra til að hafa um- sjón með verkefnum á sviði ofan- flóðamála. Nauðsynlegt var að skil- greina ásættanlega áhættu vegna snjóflóða og skriðufalla fyrir íbúða- byggð í þéttbýli áður en unnt var að hanna og reisa varanlegar varnir, m.a. þar sem hætta vegna ofanflóða er annars eðlis en hætta vegna ann- arrar náttúruvár. Megináherslan var á varanlegar varnir nema sýnt væri fram á að mun hagkvæmara væri að kaupa upp eignir. Til þess að fjármagna framkvæmdirnar og önnur verkefni þeim tengd kváðu lögin á um stofnun á nýjum sjóði, Ofanflóðasjóði. Tekju- stofn hans var árlegt gjald sem lagt var á allar brunatryggðar fasteignir, en þær námu um 2,5 milljörðum króna árið 2019. Þó takmarkast fjár- heimildir sjóðsins við þá upphæð sem ákveðin er árlega í fjárlögum. Lögum um varnir gegn snjóflóð- um og skriðuföllum var breytt 2014 og 2017 til þess að heimila notkun á hluta fjármuna Ofanflóðasjóðs til að standa undir gerð hættumats fyrir aðra náttúruvá, þ.e. eldgos, vatns- flóð og sjávarflóð sem Veðurstofa Ís- lands annast. Lögunum var svo breytt 2018 og þá var kveðið á um að gjaldið sem áður skyldi renna í Of- anflóðasjóð rynni í ríkissjóð í sam- ræmi við ný lög um opinber fjármál en fjárheimildir sjóðsins verða líkt og áður ákvarðaðar í fjárlögum. Fjöldi verkefna framundan Aðeins er gert ráð fyrir ofanflóða- vörnum fyrir þegar byggt þéttbýli, en samkvæmt gildandi regluverki er óheimilt að skipuleggja íbúðabyggð, frístundabyggð eða svæði fyrir at- vinnustarfsemi á áður óbyggðum svæðum nema tryggt sé að áhætta fólks m.t.t. ofanflóða verði ásættan- leg. Ef gildandi skipulag er ekki í samræmi við hættumat skal endur- skoða skipulagið. Frá 1996 hefur verið unnið hættumat fyrir 23 staði á landinu en hættumati er ólokið fyrir einn. Alls hafa verið reistar ofanflóða- varnir á 15 stöðum sem fjármagn- aðar hafa verið af fjármunum Ofan- flóðasjóðs. Undirbúningur frekari framkvæmda er langt kominn fyrir fimm staði til viðbótar. Þá er unnið að frumundirbúningi verkefna á sjö stöðum. Að óbreyttum fjárheimildum mun taka lengri tíma að ljúka fram- kvæmdum en gert var ráð fyrir í upphafi. Ástæðan er sú að undirbún- ingur framkvæmda hefur víða tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir og að fjárheimildir hafa ekki staðið undir framkvæmdaþörf. Áætlaður kostnaður vegna ólokinna framkvæmda er um 19 milljarðar kr. en kostnaður vegna framkvæmda til þessa er um 21 milljarður kr. á nú- gildandi verðlagi. Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og stofnun Ofan- flóðasjóðs hafa reynst gríðarlega mikilvæg öryggisbót fyrir íbúa þeirra staða sem búa við ofanflóða- hættu. Öryggi fólks á þessum svæð- um hefur aukist verulega vegna varna sem reistar hafa verið á und- anförnum tveimur áratugum. Þá hefur orðið til ómetanleg þekking á ofanflóðahættu og á hönnun og gerð ofanflóðavarna. Sömuleiðis er þekk- ing sveitarstjórna og heimamanna á þeim aðstæðum sem þeir búa við mun meiri en áður var. Fjöldi varn- arvirkja hefur þegar sannað gildi sitt en yfir 40 flóð hafa fallið á varn- argarða sem reistir hafa verið frá flóðunum á Vestfjörðum árið 1995. Einstök sveitarfélög hefðu ekki haft tök á að fara í þessar framkvæmdir vegna hættu á snjóflóðum og skriðu- föllum án stuðnings Ofanflóðasjóðs. Aukið öryggi fólks á snjóflóðasvæðum Eftir Hafstein Pálsson og Tómas Jóhannesson » Fjöldi varnarvirkja hefur þegar sannað gildi sitt en yfir 40 flóð hafa fallið á varnar- garða sem reistir hafa verið frá flóðunum á Vestfjörðum árið 1995 Hafsteinn Pálsson Höfundar starfa að ofanflóðamálum. Tómas Jóhannesson Sífellt er verið að reyna að mynda hjá þjóðinni jákvæð við- horf til sölu á verð- mætum og arðsömum innviðafyrirtækjum samfélagsins til einka- fjárfesta. Til þess er beitt margskonar áróð- ursbrögðum. Til að mynda var í Mark- aðnum, fylgiriti Fréttablaðsins 13. mars sl., opnan lögð undir umfjöllun um kosti einka- væðingar Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar og Keflavíkurflugvallar undir fyrirsögninni „Evrópskum völlum í einkaeigu fjölgað hratt“. Umfjöll- unin er að mestu byggð á viðtali við forstjóra Gamma fjármálafyrirtæki og fólk úr fjármálageiranum, sem lýsir jákvæðum viðhorfum sínum til fjárfestingum einkaaðila í innviðum samfélagsins. Lymskulegur áróður Umfjöllunin er lymskulegur áróð- ur fyrir því að ríkið selji Flugstöð Leifs Eiríkssonar að hluta eða öllu leyti. Sagt er frá því að nú sé ríflega helmingur allra flug- valla innan Evrópu- sambandslandanna í eigu annarra en stjórn- valda. Til samanburðar var hlutfallið árið 2010 aðeins 22 prósent. Þetta á að sýna að ríki Evrópusambandsins séu að forða sér frá rekstri tengdum flug- félögum sem sé mjög áhættusamur. Það hljóti einnig að eiga við rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar því rekstur flug- félaga í heiminum sé erfiður. Þar á meðal íslensku flugfélaganna. Því þurfi stjórnvöld að draga sig út úr þeim áhætturekstri, allavega að hluta. Gylla fjárfestingar- möguleika á Íslandi Fjármálafyrirtækið Gamma hefur árum saman unnið að því að koma útlendendum innviðafjárfestum í verkefni hér á landi. Árið 2016 gaf Gamma út skýrslu sem lýsir hluta af starfsemi fyrirtækisins. Í því sam- bandi sagði forstjóri Gamma: „Vext- ir í heiminum hafa verið í sögulegu lágmarki sem þýðir að lánsfé er sögulega ódýrt. Fjárfestar þurfa því að hafa talsvert fyrir því að finna fjárfestingar sem skila viðunandi ávöxtun“ og ennfremur sagði for- stjórinn: „Við höfum fundað með stórum innviðafjárfestum beggja vegna Atlantshafsins og finnum fyr- ir miklum áhuga þeirra á að fjár- festa í innviðaverkefnum hér á landi.“ Samkvæmt þessu virðist Gamma vera að gylla fyrir útlendum fjárfestum að vænlegt sé að hagnast á Íslendingum. Mögulegt væri að græða meira hér en víða annars staðar. Hinir vænlegu fjárfestingarkostir Í áðurnefndri skýrslu sem Gamma gaf út handa útlendum fjárfestum eru tilgreind, sem „vænleg innviða- verkefni svo sem Sundabraut, stækkun Hvalfjarðarganga, breikk- un vega, orkufyrirtæki, Landsnet, Isavia (alþjóðaflugvöllur), sæstreng- ur til Bretlands, landspítali, létt- lestakerfi á höfuðborgarsvæðinu, lest milli Reykjavíkur og Keflavík- urflugvallar“. Nú segir í Mark- aðnum: „Fjárfestar, innlendir sem erlendir, hafa á síðustu árum rætt við stjórnvöld um hugsanlega að- komu að uppbyggingu Keflavík- urflugvallar en ríkisfyrirtækið Isavia, sem rekur flugvöllinn, áform- ar að fjárfesta fyrir liðlega 91 millj- arð króna á næstu þremur árum til stækkunar á vellinum. Þrátt fyrir já- kvæð viðbrögð af hálfu ráðamanna hafa þær þreifingar, sem hafa eink- um verið á óformlegum nótum, enn sem komið er ekki borið árangur.“ Fjárfestar eru óánægðir. Þrýstingur frá fjárfestum Það er ljóst að mikill þrýstingur er frá fjárfestum að komast inn í fyrirtæki innviða samfélagsins með fjármagns sitt. Fjárfestar sækjast ekki eftir fjárfestingum nema það séu verulega meiri líkur á hagnaði en tapi. Því sækjast þeir eftir að komast yfir fyrirtæki sem sam- félagið getur ekki verið án. Þar geta þeir verið öruggir með fjárfestingu sína því þeir ráða verðlagningu þeirrar þjónustu sem fyrirtækin veita. Fjárfestar sækjast eftir fyr- irtækjum sem mest hagnaðarvon er í og minnst áhætta. Áhættan í eign samfélagsins í Ísavia er ekki það mikil að hún réttlæti það að afsala sér fyrirtækinu til einkafjárfesta. Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Keflavíkurflugvöllur er vel statt fyrirtæki sem skilar arði sem fer í uppbyggingu og eignaaukningu. Ríkið þarf ekki að leggja fé í fram- kvæmdir við stækkun Flugstöðv- arinnar sem hefur fjármagnað fram- kvæmdir án beinnar ríkisábyrgðar. Flugstöðin á skilyrðislaust að vera í fullri eign og umráðum ríkisins um alla framtíð. Gleymum því ekki að Ísland er eyja sem hefur ekki land- vegi við umheiminn eins og Evrópu- sambandslöndin. Ásókn fjárfesta í samfélagseigur Eftir Árna Þormóðsson » Flugstöðin á skilyrðislaust að vera í fullri eign og umráðum ríkisins. Árni Þormóðsson Höfundur er eldri borgari. Það er með ein- dæmum hversu mörg góð þjón- ustufyrirtæki eru tilbúin að bjóða al- menningi vinnu hjá sér. Ég hef áður nefnt kaupmenn sem vilja láta okk- ur um að stimpla inn vörurnar og bera ábyrgð á því öllu en það eru fleiri sem bjóða okkur að létta undir rekstrinum hjá sér. Hins vegar er lítið um að greitt sé fyrir slíkt þótt það væri einfaldasta mál að gefa t.d. 5% afslátt ef við- skiptavinur tekur að sér að lesa á mæli fyrir veitustofnun og sparar henni þar með starfskraft. Ferða- skrifstofur vilja líka að við „bókum á netinu“ og sleppa þá að vísu bók- unargjaldinu sem ekki hossar hátt í dýrri ferð. Við, sauðsvört alþýðan, vildum kannski allt eins hafa beint samband, a.m.k. í síma, við raddir kliðmjúkra kvenna sem leysa málin áreynslu- laust fyrir okkur. Eins er það með uppáhalds- bankann þar sem maður þekkti áður alla. Nú er einkum bent á tæki, heimabanka og annað, sem fólk á að nýta sjálft þó að það sé statt í must- erinu miðju. Góðu dagarnir, hvar eru þeir nú? Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Borist hafa bréf Viðskiptavinir skanna sjálfir inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.