Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Pústþjónusta SAMEINUÐ GÆÐI Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Túrbínur í flestar gerðir bíla Ódýrari kostur í varahlutum! TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ófullnægjandi lokanir vega, að mati Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL), hafa orðið til þess að björgun- arsveitir eru kallaðar út til að sækja fasta ferðamenn á lokuðum vegum. Þessi útköll hlaupa á tugum eða hundruðum á hverju ári. Koma mætti í veg fyrir svona útköll ef veg- unum væri lokað almennilega, að mati Jónasar Guðmundssonar, verk- efnastjóra slysavarna hjá SL. „Í síðustu viku fóru björgunar- menn að sækja ferðamenn sem keyrðu fram hjá lokunarmerkingum á Hrafnseyrarheiði. Í þessu tilfelli hafði fallið snjóflóð og björgunar- menn settu sig því í mikla hættu. Að öllu jöfnu viljum við ekki vera á svona svæðum,“ sagði Jónas. Um- ræddir ferðamenn óku framhjá tveimur lokunarskiltum áður en þeir fóru upp á heiðina. Jónas sagði að um væri að ræða skilti og hlið við heiðar og hálend- isvegi sem lokaðir væru allan vetur- inn og víðar. Skilti væru einnig sett við vegi sem væru lokaðir tímabund- ið t.d. vegna óveðurs. „Þessi lokunar- hlið ná bara yfir hluta vegarins og því fer fólk auðveldlega framhjá þeim. Sumir vita að þeir eru að gera rangt, aðrir sjá ekki hliðin vegna myrkurs, skafrennings eða þoku og enn aðrir hreinlega stoppa ekki til að lesa á skiltin enda á 40-80 km hraða,“ sagði Jónas. „Lokunarmerkingar verða að vera afgerandi, þær má ekki misskilja.“ Hann sagði að þetta hefði oft verið rætt við Vegagerðina og bent á að útköll björgunarsveita kostuðu um- talsverða fjármuni. Byrjað þar sem umferð er mest Einar Pálsson, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar, sagði að unnið hefði verið að því í nokkur ár að stækka lokunarhlið og gera merkingar um lokanir vega meira áberandi. Byrjað var á að gera þetta á umferðarþyngstu stöðunum. Einnig hafa verið notuð hálfhlið, sem loka annarri akrein tvíbreiðra vega. „Við erum alltaf að bæta við hlið- um. Vegirnir eru svo misjafnir. Sum- ir eru ófærir tímabundið og aðrir eru erfiðari viðfangs. Hrafnseyrarheiði er þannig að hún lokast alveg þegar hún verður ófær,“ sagði Einar. Hann sagði að vegunum væri ýmist lokað með skiltum, búkkum og keðju eða með hliðum. „Sums staðar höfum við haft um- ferðarmerki sitt hvorum megin við veginn og keðju á milli. Keðjur geta verið varasamar ef það er mikil blinda og vélsleðar eru þar á ferð. Við höfum verið að auka það að setja upp hlið eða vegslár sem ná yfir allan veginn eða hluta hans til þess að veg- farendur þurfi að gera sér það ómak að fara út og opna sérstaklega,“ sagði Einar. Hann benti á að merkingin „Ófært“ þýddi ekki að bannað væri að aka eftir veginum. Menn gætu farið áfram ef þeir treystu sér til þess. „Við erum sífellt að setja betri merkingar og hlið á æ fleiri staði. Einnig viðvaranir á íslensku og ensku um að aki menn lengra þá geti það haft í för með sér kostnað fyrir viðkomandi,“ sagði Einar. Hann sagði það vekja nokkra furðu hvað sumir erlendir ferða- menn væru kaldir og tilbúnir að aka út í óvissuna, jafnvel á bílum sem hentuðu alls ekki til slíkra ferðalaga. Það gæti t.d. verið snjólétt á Dynj- andisheiði langt fram eftir hausti. Ferðamenn færu til að skoða Dynj- anda og ætluðu svo áfram yfir koló- færa Hrafnseyrarheiði. Þá enduðu þeir fastir á milli heiða. Þetta myndi breytast þegar Dýrafjarðargöng yrðu opnuð og þau kæmu í stað Hrafnseyrarheiðarvegar. Betri merkingar um lokaða vegi  Slysavarnafélagið Landsbjörg telur að bæta þurfi merkingar um lokaða vegi  Óþarfa útköll að sækja fasta ferðamenn á lokuðum leiðum  Vegagerðin vinnur stöðugt að betri merkingum og lokunarhliðum Meðalhiti vetrarins, ef miðað er við mánuðina desember til mars, verður annaðhvort 0,3 til 0,4 stig samkvæmt athugunum sem Trausti Jónsson veð- urfræðingur birtir á bloggi sínu Hungurdiskar. Veturinn sómir sér þar með vel meðal hlýindanna miklu á þessari öld þó að nokkuð skorti upp á allra hæstu hitahæðir. Trausti segir að vel hafi farið með veður í vetur. Illviðri með færra móti og snjór, það litla sem var, lagðist ekki illa og jörð víðast hvar þíð. Hiti fer venjulega ört hækkandi í apríl og hægt að segja að þá fari að sjást betur til vorsins. Trausti bendir á að stöku sinnum hafi veturinn hald- ið áfram í apríl og hann geti jafnvel orðið kaldasti „vetrarmánuðurinn“. Af veðrinu næstu daga er það að segja að Veðurstofan spáir því að annað kvöldi hvessi um norðvest- anvert landið með éljagangi. Þá má búast við lélegu skyggni og versn- andi akstursskilyrðum eins og veð- urfræðingur þar lætur getið. Reikn- að er með að það rofi til á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Spáð er norðanátt næstu daga og heldur köldu veðri. Um miðja vikuna er von á sunnanátt og hlýnandi veðri. Morgunblaðið/Eggert Veturinn frekar mildur Vel hefur farið með veður í vetur og illviðri með færra móti Tryggingastofnun fékk afhent húsnæði í Hlíðasmára 11 nýverið en starfsemi hefst þar í dag. Mygla fannst í húsnæði stofnunar- innar við Laugaveg. Þetta kemur fram í frétt Framkvæmdasýslu ríkisins. Vegna myglunnar mun Trygg- ingastofnun ekki flytja neitt með sér úr eldra húsnæði og því allur búnaður, húsgögn, tölvur og ann- að nýtt. Ekki einu sinni skjöl og pappír verða höfð meðferðis yfir í nýja húsnæðið en allt er skannað inn og stefnt er á að stofnunin verði gerð rafræn að öllu leyti. Húsnæðið er á fjórum hæðum og 2.560 fermetrar að stærð. Tryggingastofnun leigir húsnæðið af Regin atvinnuhúsnæði ehf. og er leigusamningurinn gerður til 25 ára. ragnhildur@mbl.is TR flytur í Kópavog

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.