Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Engan æsing Landselur flatmagar á skeri á Álftanesi, lætur sólina ylja sér, bersýnilega ánægður með geisla hennar og eflaust meðvitaður um að vorið er innan seilingar. Mikael Sigurðsson Nú liggur fyrir um- fangsmikil dómafram- kvæmd Hæstaréttar í sakamálum tengdum efnahagshruninu. Í mörgum þessara mála hefur reynt á svonefnd umboðssvik. Lögð er refsing við umboðss- vikum í 249. gr. al- mennra hegning- arlaga. Ákvæðið hljóðar svo: „Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjár- reiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ Eins og á við um önnur auðgunarbrot er það einn- ig skilyrði umboðssvika að brotið sé framið í auðgunarskyni, sbr. 243. gr. hegningarlaganna. Síðan hegningarlögin voru sett ár- ið 1940 hafa skilyrði umboðssvika- ákvæðisins í 249. gr. laganna verið skýrð og mótuð í dómafram- kvæmd. Í stuttu máli felast umboðssvik í því að sá brotlegi misnotar aðstöðu sína, t.d. trún- aðarstöðu innan fyrir- tækis. Sú misnotkun verður þess síðan valdandi að fjártjón verður eða veruleg fjártjónshætta skapast. Í dæmaskyni má nefna það tilvik að fram- kvæmdastjóri félags fer út fyrir heimildir sínar með því að lána fjármuni félagsins án þess að endurgreiðsla sé tryggð á fullnægj- andi hátt. Til álita kemur að virða slíka háttsemi sem umboðssvik, þ.e. misnotkun á aðstöðu með því að lána fjármuni andstætt heimildum sem síðan veldur tjóni eða verulegri hættu á því. Til að dómstólum sé fært að sakfella fyrir umboðssvik þarf ákæruvaldið að færa sönnur á öll skilyrði brotsins þannig að sekt teljist hafin yfir skynsamlegan vafa. Í dómum Hæstaréttar tengdum efnahagshruninu hafa þeir sem ákærðir hafa verið fyrir umboðssvik ýmist verið sakfelldir þar sem skil- yrði brotsins þóttu sönnuð eða þeir sýknaðir þar sem einhver skilyrði eða þau öll skorti. Kjarni umboðssvika felst í mis- notkun á aðstöðu. Áhættusamar lán- veitingar eða misheppnaðar við- skiptaákvarðanir innan fyrirtækis eru því ekki umboðssvik nema þær feli í sér misnotkun á aðstöðu og uppfylli önnur skilyrði brotsins, þar á meðal um auðgunarásetning. Dómstólar þurfa vissulega að gjalda varhug við að fella ákvarðanir stjórnenda og starfsmanna fyr- irtækja, sem á ytra borði eru við- skiptalegs eðlis, undir umboðssvik. Við mat á þessu hafa dómstólar með- al annars litið til þess hvort ákvörð- un hafi brotið gegn innri reglum fyrirtækis, svo sem lánareglum. Sé það raunin eru auknar líkur á að ákvörðunin teljist fela í sér misnotk- un á aðstöðu. Að auki þarf misnotk- unin sem fyrr segir að hafa leitt til tjóns eða skapað verulega fjártjóns- hættu til að hægt sé að virða hana sem umboðssvik. Dómsniðurstöður í málum tengd- um efnahagshruninu hafa verið gagnrýndar meðal annars á grund- velli þess að dómstólar hafi í þessum málum rýmkað efnislegt inntak auðgunarásetnings þannig að nú falli fleiri tilvik þar undir en áður. Nánar tiltekið hefur gagnrýnin beinst að þeirri túlkun dómstóla að veruleg fjártjónshætta og vitneskja hins brotlega um slíka hættu sé nægileg til að uppfylla skilyrðið um auðgunarásetning. Með þessari túlk- un hafi dómstólar skýrt skilyrðið um auðgunarásetning með nýjum og rýmri hætti í hrunsmálunum en áður þekktist. Höfundur þessarar greinar telur að framangreind gagnrýni eigi ekki við rök að styðjast. Í íslenskum refsirétti hefur lengi verið litið svo á að veruleg fjártjónshætta og vitn- eskja hins brotlega um hana full- nægi skilyrðinu um auðgunarásetn- ing. Þannig þurfi misnotkun á aðstöðu ekki að hafa valdið tjóni heldur nægi að hún hafi valdið veru- legri hættu á því til að unnt sé að sakfella fyrir umboðssvik, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Íslenskur réttur er ekki einn um þessa túlkun á skilyrðinu um auðgunarásetning, heldur hefur sams konar skilyrði verið skýrt með áþekkum hætti til dæmis í dönskum og þýskum rétti. Umrædd túlkun á skilyrðinu er því ekki nýlunda heldur er um að ræða viðtekna túlkun sem á sér mun eldri rætur. Þótt niðurstöður dómstóla í hrunsmálum séu ekki hafnar yfir gagnrýni frekar en aðrar dómsnið- urstöður, er það því niðurstaða greinarhöfundar að sú tiltekna gagnrýni sem að framan greinir eigi ekki rétt á sér. Eftir Friðrik Árna Friðriksson Hirst »Með þessari túlkun hafi dómstólar skýrt skilyrðið um auðgunarásetning með nýjum og rýmri hætti í hrunsmálunum en áður þekktist. Friðrik Árni Friðriksson Hirst Höfundur er doktorsnemi í refsirétti við Lagadeild HÍ. Umboðssvik og auðgunarásetningur Það hefur verið fróð- legt að fylgjast með þjóðlífinu undanfarið. Pólitíkin hefur sinn vanagang, ákvarðanir eru af skornum skammti og kerfið velt- ist einhvern veginn út og suður og endar oft á röngum stað. Þessi ákvarðanatökufælni er meinsemd í íslensku þjóðfélagi og hindrar góða stjórnsýslu og eðlilegar fram- farir. Rétt er að vekja athygli á eft- irfarandi atvikum undanfarið: Forstjóri ISAVIA sagði í sjón- varpsviðtali nýlega að ef WOW air hætti að fljúga á Keflavíkurflugvöll, þyrfti að hækka gjöld sem tapast á hin flugfélögin sem nota völlinn til að ISAVIA fái sömu tekjur. Hjá ISAVIA kunna menn greinilega að gera alvöru viðskiptaáætlanir! Kjaraviðræður ganga stirðlega og verkalýðsfélögin, sem standa utan sósíal- istaklíkunnar (Ragnar Þór, Sólveig Anna, Að- alsteinn, Vilhjálmur og co.) þora ekki að gera kjarasamning, þótt samningsaðilar séu komnar langleiðina að loka þeim. Ákvarð- anatökufælni. Það er sorglegt að sjá hvernig er komið fyrir mínu gamla verkalýðsfélagi Dagsbrún, sem nú er Efling. Forysta félags- ins hvetur til verkfalla ásamt Ragn- ari Þór hjá VR og þau beita fyrir sig fólki í félögunum sem eru erlendir ríkisborgarar. Kröfuspjöldin eru á ensku og pólsku og það í íslensku samfélagi. Nú reynir á þá forystu- menn í verkalýðshreyfingunni sem hafa bæði vit og ábyrgð að afstýra verkföllum og stjórtjóni og semja. Allir tapa á verkföllum, það er löngu sannað. Það er alveg ótrúlegt að þetta sé að gerast á árinu 2019. Mótmæli hælisleitenda eru alveg með ólíkindum. Þar er kominn nýr kröfugerðarhópur með stuðningi Samfylkingar og Pírata, sem gagn- rýnir lögregluna fyrir að halda uppi lögum og reglum í þessu landi. Há- marksniðurlægingin í þessu máli var að hælisleitendum var boðið að tjalda á Austurvelli í boði meirihlut- ans hjá Reykjavíkurborg og síðan að vanvirða styttu Jóns Sigurðs- sonar. Við eigum nóg með að hjálpa þeim, sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi og eigum að sinna því vel. Raforkumál landsmanna eru að komast í öngstræti. Margir lands- menn virðast vera á móti því að framleiða og flytja rafmagn. Spár um raforkuþörf okkar til næstu ára sýna að við erum ekki aflögufær til aukinnar þarfa íbúa og fyrirtækja og alls ekki fyrir ný verkefni svo sem gagnaver. Einungis góður vatnsbúskapur í uppistöðulónum Landsvirkjunar hefur haldið okkur á floti. Nýir virkjunarkostir liggja fyrir í rammaáætlun t.d. í Þjórsá, og eru því sem næst tilbúnir til útboðs en engar ákvarðanir eru teknar og engin stefna virðist í gangi. Það er greinilega mikilvægara hjá ráða- mönnum að komast á forsíðu Smart- lands í Mogganum heldur en að leysa raforkumál landsmanna. Dómur mannréttindadómstóls í máli Sigríðar Andersen var for- dómalaus og ótrúlegur. Það er nú einu sinni staðreynd að ein blaðsíða með texta getur verið þrætuepli lög- fræðinga og milljónir þeirra um all- an heim hafa af því atvinnu að vera ósammála um túlkun textans! Að Róbert nokkur Spanó skyldi sitja í dómnum vekur efasemdir um ágæti niðurstöðunnar. Sigríður Andersen hefur fullan stuðning minn og sam- úð í þessu máli. Vonandi nær hún vopnum sínum eftir niðurstöðu áfrýjunar. Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa farið hamförum við að koma Sigríði Andersen frá. En á sama tíma eru þau með Má Guðmundsson seðlabankastjóra í kjöltunni á sér og það fer greinilega vel um hann. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórn- arinnar hefur litið dagsins ljós. Eitt sem vekur athygli í henni eru aukin framlög til samgöngumála, sem er fagnaðarefni. Þetta vekur því spurn- ingar um átak í samgöngumálum með gjaldtöku, það er ekki með í dæminu sem er miður að mínu mati. Lykillinn í þeirri hugmynd er að ferðamenn greiði stóran hluta fram- kvæmda og svo verða menn að huga að gjaldtöku þegar rafknúnir bílar verða allsráðandi. Eftir Gunnar Inga Birgisson » Það er greinilega mikilvægara hjá ráðamönnum að komast á forsíðu Smartlands í Mogganum heldur en að leysa raforkumál landsmanna. Gunnar Ingi Birgisson Höfundur er bæjarstjóri og verkfræðingur. gunnarb@fjallabyggd.is Margt er skrýtið í kýrhausnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.