Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 FYRIR AUGU OG SJÓN Omega3 AUGU er fæðubótarefni sem einkum er ætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Það inniheldur m.a omega3 fitusýruna DHA, C- og E-vítamín og bláberjaþykkni. www.lysilife.is F æ st í a p ó te k u m NÝ TT FRÁ LÝ S I F Y R IR A UGU OG S JÓ N NÝTT Forvitnilegt var að hlusta á Þór-hildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformann Pírata, og Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur, for- mann Viðreisnar, í þættinum Þing- völlum á K100 í gærmorgun.    Björt Ólafsdóttirræddi meðal annars við þær um fall Wow air og voru viðmælendurnir á því að ríkisstjórnin hefði undirbúið það afskaplega illa.    Þar hefði máttgera miklu bet- ur að mati Þórhildar og Þorgerðar, án þess þó að efnislega kæmi fram hvað það hefði átt að vera.    Nú er svo sem ekki útilokað aðÞórhildur sé sérfræðingur í að búa þjóðina undir stórt gjaldþrot, þó að ekkert bendi til að svo sé.    En ólíkt Þórhildi þá hefur Þor-gerður því miður þegar fengið tækifæri til að taka þátt í undirbún- ingi á stóru gjaldþroti. Það gerðist fyrir rúmum áratug og var reyndar mun stærra en fall eins flugfélags.    Þá var Þorgerður ráðherra ogannar helsti valdamaður flokks síns. Undirbúningur hennar í að- draganda þess stóra falls var að neita að viðurkenna vandann og for- mæla þeim sem vöruðu við honum.    Hún hefur enn ekki skýrt þausjónarmið eða hagsmuni sem þá réðu för. Er ekki ástæða til að gera það upp áður en hún tekur þá ríkisstjórn sem nú situr í innihalds- lausa kennslustund í stóráföllum? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ótrúverðug gagnrýni STAKSTEINAR Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Einstaklingar fengu samtals tæp- lega 47 milljarða króna í skattskyld- an arf á árinu 2017. Af því voru rúmir 2,3 milljarðar til þeirra sem erfðu yf- ir 100 milljónir. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, um skatt- skyldan arf einstaklinga. Svarið er byggt á skattframtölum einstaklinga vegna tekna árin 2015-2017 úr gögn- um frá embætti ríkisskattstjóra. Töl- ur frá 2018 liggja ekki fyrir þar sem nú er unnið úr skattframtölum þess árs. Í svarinu eru tölurnar sundurlið- aðar milli þeirra sem fengu undir 6,5 milljónum í arf, undir 50 milljónum, milli 50 og 100 milljónir og loks yfir 100 milljónir í arf. Ekki er tekinn fram fjöldi þeirra einstaklinga sem fengu greiddan arf heldur aðeins upphæðirnar sem greiddar voru. Heildarfjárhæð arfs hefur á þess- um þremur árum ávallt verið hæst hjá þeim sem erfðu undir 50 millj- ónum. Nam sú fjárhæð 31,9 milljörð- um árið 2017. Heildarfjárhæð arfs fór hækkandi á milli ára. Árið 2015 var heildar- fjárhæðin 33,7 milljarðar og tæplega 40,5 milljarðar árið 2016. Heildar- fjárhæð arfs á árunum 2015-2017 var því rúmlega 121 milljarður. Af því eru tæplega 8,8 milljarðar til þeirra sem erfðu yfir 100 milljónir. Sérstaklega er tekið fram að sam- kvæmt lögum um erfðafjárskatt er ekki greiddur slíkur skattur á fyrstu 1,5 milljónir í skattstofni hvers dán- arbús og njóta erfingjar skattfrels- isins í hlutfalli við arf sinn. yrkill@mbl.is Heildarfjárhæð arfs fór hækkandi  Einstaklingar fengu samtals tæpa 47 milljarða í skattskyldan arf árið 2017 „Ég er bara orðin þreytt á þessari vitleysu sem þeir finna upp á í hvert skipti,“ segir Bára Halldórsdóttir sem tók upp umræður þingmanna á Klaustri bar undir lok síðasta árs, um nýjustu ummæli þingmanna Miðflokksins um helgina. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fullyrti þá að ekki væri annað hægt að sjá út úr upptökum úr öryggismyndavélum frá kvöldinu á Klaustri bar en að um skipulagða aðgerð hefði verið að ræða. Líklega hefði Bára átt sér vit- orðsmann í málinu. Í Morgunblaðinu á laugardag fullyrti svo þingmaður- inn Bergþór Ólason að upptökurnar sýndu allt aðra mynd en þá sem Bára hefði lýst. „Nú eru þeir með rangfærslur sem ég get í raun lítið gert í nema sagt að séu rangfærslur, því ég hef ekki gögnin til að birta þau. Við skoðuðum þessar upptökur fyrir mörgum vikum og það er engin ástæða fyrir því að vekja þessa um- ræðu aftur núna,“ segir Bára. Hún gefur ekki mikið fyrir frétta- flutninginn af málinu um helgina, þar sem í grein Morgunblaðsins hafi því gaumgæfilega verið lýst hvað hún gerði þetta kvöld. Svo til með mínútu nákvæmni þar sem gjörðum hennar var lýst sem skipulagðri að- gerð. „Mér finnst þetta hálfkjánalegt. Ég veit að þetta stenst ekki því ég hef séð þetta myndband sjálf. Ég veit ekki hvort fólki finnst það trúan- legra að hafa svona mikið af smáat- riðum, en þetta stenst ekki.“ Bára segist ávallt hafa tekið ábyrgð á því að hafa komið fram með hljóðupptökuna frá barnum þetta kvöld. Enn sé verið að reyna að af- vegaleiða kjarna málsins. „Það er einstaklega mikilvægt að við gleymum ekki af hverju þetta hneykslaði þjóðina. Það var ekki af því að einhver tók þá upp, heldur út af því sem þeir sögðu,“ segir Bára Halldórsdóttir. yrkill@mbl.is Kjánaleg ummæli sem standast ekki  Bára gefur lítið fyrir fullyrðingarnar Bára Halldórsdóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.