Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 ✝ Sofía JónaThorarensen, fv. verslunar- og skrifstofumaður og síðar læknaritari, fæddist á Siglufirði 4. júlí 1939. Hún lést á Landspítala Fossvogi 17. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðlaug María Hjart- ardóttir, húsfreyja, f. 13. mars 1910, d. 9. október 1974, og Eið- ur Thorarensen, trésmiður, f. 5. maí 1907, d. 1. september 1972. Bróðir Sofíu var Valdemar Thorarensen, f. 22. apríl 1941, d. 14. maí 2017. Systir Sofíu er Sunna Huld Thorarensen, f. 10. janúar 1946. Sofia giftist Gunnlaugi Arn- órssyni þann 1. janúar 1961, fyrrverandi aðalendurskoðanda Langömmubörn Sofíu eru orðin níu talsins. Sofía fluttist frá Siglufirði til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum og systkinum 11 ára göm- ul. Hún stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og ár- ið 1987 útskrifaðist hún með stúdentspróf af markaðs- og út- flutningssviði frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og frá heil- brigðissviði sama skóla 1993. Framan af starfaði Sofía ásamt því að reka heimili við verslunar- og skrifstofustörf. Hún stofnaði síðan til eigin verslunarreksturs með kvenfatnað sem hún bæði flutti inn og framleiddi sjálf og rak brúðarkjólaleigu. Síðustu starfsár Sofíu var hún læknarit- ari á Grensásdeild Landspítalans um 15 ára skeið. Í fjölmörg sum- ur á árunum frá 1965 til 1985 starfaði hún einnig sem ráðs- kona ásamt systur sinni við veiði- hús einnar gjöfulustu laxveiðiár landsins þar sem þær systur sáu um veisluhöld og allan annan rekstur. Útför Sofíu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 1. apríl 2019, klukkan 15. Seðlabanka Ís- lands, f. að Gröf í Hrunamanna- hreppi 26. júní 1930, d. 26. sept- ember 2007. For- eldrar hans voru Kristín Gunnlaugs- dóttir, húsfreyja, f. 15. júní 1892, d. 12. apríl 1983, og Arn- ór Gíslason, söðlasmiður, f. 7. júli 1877, d. 6. desember 1957. Börn þeirra eru: 1) Eiður Thor- arensen, f. 30. nóvember 1959, maki Eva Maria Zwitser. Börn: Áslaug Margrét, Svandís Björk, Sara Ósk, Sofía Ýr og Rúnar Miguel. 2) Örn, f. 23. júní 1962, maki Heiðrún Gróa Bjarnadótt- ir. Börn: Gunnlaugur og Arnar Bjarni. 3) Sunna, f. 11. maí 1970, maki Scott Ashley McLemore. Börn: Elsa Lóa og Isabella Huld. Þá hefur þú kvatt okkur, móðir mín kær. Þrátt fyrir erfið veikindi undanfarið verða það gleðistundirnar sem standa upp úr í minningunni. Þú lést aldrei neitt koma í veg fyrir að hrinda í fram- kvæmd því sem þér datt í hug. Á miðjum aldri dreifstu þig í nám sem þú kláraðir með glæsi- brag þrátt fyrir að vinna fulla vinnu utan heimilisins og þurfa samt að ala önn fyrir okkur, óþekktarormunum, en við bræð- urnir a.m.k. vorum uppátektar- samir með eindæmum þó að meiri rólyndisbragur hafi verið yfir systur okkar. Þegar litið er til baka á starfsævi þína má sjá hve vinnu- söm og fjölhæf þú varst en það var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt var klárað af miklum myndarskap. Enn í dag valda minningar frá sumrunum þar sem þú starf- aðir í veiðihúsinu fyrir vestan ofvirkni munnvatnskirtlana en ég var tíður laumufarþegi þar. Þar galdraðir þú fram þvílíkar kræsingar ásamt systur þinni að slíkt verður seint leikið eftir en yfir því var einhver dýrðarljómi sem aldrei gleymist. Samveru- stundirnar í sumarhúsinu ykkar pabba og jólin á Bakkavörinni verða ljóslifandi í hugum okkar um ókomna tíð enda miklar gleðistundir þar sem mikið var lagt upp úr bestu kræsingum. Ég á þér sennilega að þakka áhugann sem ég fékk snemma á matargerð þó að besta vega- nestið frá þér sé örugglega þrjóskan, en á slíkum hæfileika kemst maður allt. Blessuð sé minning þín, elsku mamma mín. Örn. Sofía Jóna Thorarensen Sumarið 1940 var votviðrasamt á Suð- urlandi. Þó gerðust þetta sumar ýmsir merkir atburðir og eitt það sem hafði mest áhrif var hernám Ís- lands 10. maí og sló þá allmiklum ótta á fólk. Fljótlega var farið að hvetja landsmenn til að flytja helstu verðmæti þjóðarinnar upp í sveit þar sem þeim væri síður hætta búin en í kaupstöðunum. Meðal þeirra verðmæta voru börn og handrit. Þetta sumar komu mörg börn til foreldra minna í Bræðratungu. Var það aðallega frændfólk frá Hafnarfirði. Þar sem að móðir mín hafði nóg á sinni könnu fékk hún unga stúlku úr Hafnarfirði til að hjálpa til við bústörfin. Var það Sigrún Aðal- bjarnardóttir sem hér er kvödd. Það er skemmst frá því að segja að Sigrún vann strax hug og hjörtu allra á heimilinu og varð strax hluti af fjölskyldunni. Bræð- ratunga er stór jörð og að mörgu þurfti að huga. Einkum var hey- skapurinn á sumrin mikilvægur en þó erfiður því mikið var heyjað á engjum og þær voru í nokkurri fjarlægð frá bænum og þangað farið ríðandi og verið þar við störf uns kveldaði en þá var riðið heim. Í góðu veðri var þetta mikið æv- intýri fyrir alla sem tóku þátt í því. Nú gerist það að móðir mín veikist og þarf að leggjast á spít- ala en það minnir mig að hafi ver- ið sumarið 1943. Var þá Sigrúnu falið að annast þetta stóra heimili, þá um tvítugt, og hef ég heyrt að það hafi farið henni vel úr hendi og jafnvel frábærlega. Ekki efa Sigrún Aðalbjarnardóttir ✝ Sigrún Að-albjarnardóttir fæddist 8. desem- ber 1923. Hún lést 19. mars 2019. Útför Sigrúnar fór fram 29. mars 2019. ég að faðir minn og aðrir heimilismenn hafi reynt að hjálpa til en þetta var samt mikil ábyrgð. Um þetta leyti komu systkini hennar austur til okkar, dr. Bjarni, Dísa og El- ínborg og voru sum þerra langdvölum. Sigrún var hjá okkur á hverju sumri alveg þangað til hún giftist en á veturna var hún í Kennara- skólanum og síðustu veturna kennari við Ísaksskóla. Andri Ís- aksson sagði mér eitt sinn að faðir sinn hefði kynnst Sigrúnu í Kenn- araskólanum og beðið hana að koma til sín og kenna smábörnum og var Sigrún þar alla sína starfs- ævi að ég held. Sagði Andri mér að faðir sinn hafi haldið mikið upp á Sigrúnu og hún hefði verið hans aðalstoð og stytta í hans merka skólastarfi. Því fátt er göfugra en að hjálpa ungum börnum fyrstu skrefin á menntabrautinni. Þar sem þessi fátæklegu orð styðjast aðallega við minningar mínar langar mig til að ljúka þeim með endurminningu sem ég á frá æskuárum mínum. Það mun hafa verið eitt síðasta sumarið sem Sigrún var heima og einn sumar- morgun gengum við saman út á tún og voru fleiri í hópnum. Þetta var mjög fallegur morgunn og dögg á grasi. Þá sagði einhver að það væri undarlegt að skáldin skyldu ekki hafa ort um slíka dýrð. Það er til ljóð um þetta sagði Sigrún og það er svona: Grétu þá í lautu, góðir blómálfar. Skiln- að okkar skildu. Dögg það við hugðum og dropa kalda kysstum úr krossgrasi. Nú kveðjum við þessa einstöku konu og ég óska fólkinu hennar velfarnaðar. Blessuð sé minning hennar. Páll Skúlason. „Manstu hvað við sungum mikið í Ísaksskóla? Ó, það var svo gaman!“ Þetta voru kveðju- orð Sigrúnar í síðasta skipti sem ég heimsótti hana, vinkonu og samkennara. Margs er að minn- ast eftir að hafa kennt við hliðina á henni í 45 ár, reyndar kenndi hún sín 50 ár með reisn! Þegar Sigrún varð sextug gerði ég nokkrar vísur til hennar og sú fyrsta er eftirfarandi: Stjörnur geislum stafa á hjarn, storð er þakin frera meðan sérstakt sólskinsbarn sextugt þykist vera! Já, Sigrún var sérstakt sól- skinsbarn sem elskaði starfið sitt, söng og dans. Þau hjónin, Jón Pálmason og hún, svifu nán- ast gegnum lífið í dansi. En – ekki alltaf á gljáfægðu gólfi því það breyttist í eggjagrjót undir fótum þeirra, þegar nístandi sorg hvolfdist yfir þau, þá ham- ingjan ein virtist ráða ríkjum. Ástin, hetjulundin og umhyggjan fyrir ungu dóttur þeirra áttu mestan þátt í því að þeim varð ekki fótaskortur í lífsdansi sín- um. Fyrir Sigrúnu var kennslan eins og græðandi smyrsl á sárin svo hún gat allt til enda ausið af kærleiksbrunni sínum til góðs fyrir nemendur sína. Börn, for- eldrar og samkennarar elskuðu Sigrúnu því hún var hlý, glað- vær, umhyggjusöm og þakklát fyrir bæði stórt og smátt. Sigrún Aðalbjarnardóttir lagði þungt lóð á vogarskál vin- sælda Ísaksskóla og mun ferill hennar lengi í minnum hafður. Já, kæra Sigrún! Það var allt- af gaman að syngja með þér í skólanum, ekki síst á kennara- stofunni þegar við borðuðum nestið okkar og kyrjuðum lög úr söngleikjum og óperettum með fullan munninn, þar til bjallan glumdi. Við Anton sendum umhyggju- samri dóttur og tengdasyni ham- ingjuóskir með að hafa svo lengi átt slíkan lífsförunaut að sem Sigrúnu Aðalbjarnardóttur. Herdís Egilsdóttir. Elsku Fríða systir, við söknum þín öll. Þú varst stóra syst- irin sem efldir sjálfs- traustið mitt með því að koma mér af stað í að keppa í frjálsum, með æfingabúðum í eldhúsinu heima og hlaupum út að merkjum. Þú kenndir okkur litlu vörgunum að slást með tilheyr- andi júdóbrögðum, tókst okkur í bóndabeygju og kepptir við okkur í sjómanni. Þú kenndir okkur að fara bara á beljubak þegar ekki sæist til okkar, svo okkur yrði aldrei bannað það. Þú leyfðir mér að sitja í sætinu þínu, við hliðina á pabba, á rauðu dögunum. Þú varst stóra systirin sem ruddir braut ævintýranna út í hinn stóra heim með flakki þínu til Spánar og Costa Rica. Þú varst stóra systirin sem ég fékk að búa með þegar framhaldsskóla sleppti, þú kennd- ir mér þar að sjá um mig sjálf, elda mat og þvo þvott, stappaðir í mig stálinu þegar á þurfti að halda. Þú fannst hann Nonna, þið byggðuð ykkur fallegt heimili og gerðuð heiminn ríkari með því að eignast yndislegu börnin ykkar tvö og ala þau upp. Ég vildi óska að við hefðum fengið að eiga þig lengur að. Ég kveð þig með kvæðinu sem þú reyndir stundum að svæfa okk- ur litlu systur þínar með, okkur þótti svo gaman þegar þú söngst fyrir okkur. Góða tungl um loft þú líður, ljúft við skýja silfurskaut. Eins og viljinn alvalds býður, eftir þinni vissu braut. Öllum þreyttum ljós þitt ljáðu, læðstu um glugga sérhvern inn. Lát í húmi hjörtun þjáðu huggast blítt við geisla þinn. (Steingrímur Thorsteinsson) Jóna Finndís. Fríða, ein af Sölvabakkasystr- unum, ein af sumarsystrum mín- um síðan ég var í sveit á Sölva- bakka, Fríða frænka. Síðustu ár hittumst við tvisvar á ári, í sauðburði og réttum. Það var gaman að fara aftur út í hólma með Fríðu. Að vaða upp fyrir mitti í ísköldu vatninu, tína eggin í fötu og koma henni í land áður en mað- ur missti alla tilfinningu í tánum. Eggin voru ágæt en hápunkturinn var að tína þau. Svo þótti mér vænt um að fá að aðstoða Fríðu við réttarkaffið um árið. Skemmtilegast þótti mér að vera með henni að steikja pönnu- kökurnar kvöldið áður. Hún steikti á tveimur pönnum og ég sykraði og rúllaði á meðan við spjölluðum um allt og ekkert. Við vorum sammála um að það væri nú enn betra að hafa þrjár pönnur og fyrir næstu réttir skaffaði ég þriðju pönnuna í verkið. Það er ennþá óraunverulegt að hugsa til þess að hitta Fríðu ekki í sauðburði í vor eða í næstu rétt- um. Og að hana muni alltaf vanta. Mér þykir vænt um allar minn- ingarnar, hvort sem það eru bíl- ferðir suður með kóngabrjóstsyk- ur í tedollu eða öll skiptin sem það tók mig smástund að átta mig á því hvort Fríða væri að grínast eða ekki. Elsku Nonni, Helga Björg og Addi, og elsku Bogga og Sölva- bakkasystur, við fjölskyldan, Sól- rún og mamma sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Aldís Rún Lárusdóttir. Brosmildi, áhugasemi og þessi sérstaki vottur af gamni eru þau persónueinkenni sem ég minnist helst er ég hugsa til Fríðu. Þessi Jófríður Jónsdóttir ✝ Jófríður Jóns-dóttir fæddist 13. nóvember 1967. Hún lést 20. mars 2019. Útför hennar fór fram 30. mars 2019. einkenni tóku ávallt svo hlýlega á móti mér í samræðum okkar í hinum ýmsu fjölskylduboðum sem við sátum sam- an. Öll málefni voru þar hjartanlega vel- komin og rædd í ró af nærgætni og áhugasemi. Með tímanum hef ég lært að þetta viðmót, sem einkenndi hana Fríðu svo vel, er einstaklega verðmætt í samskipt- um. Fríða auðgaði þær samræður sem hún tók þátt í. Þetta óvænta og ótímabæra fráfall Fríðu minnir mig á það verðmæti sem felst í því að njóta stunda með fjölskyldu og vinum. Fríða bjó yfir þeim einstaka hæfi- leika að skapa með eindæmum ró- legt og þægilegt andrúmsloft fyrir þá sem voru í kringum hana, þar sem allir fengu rúm til þess að njóta, læra og tjá sig. Fríða gat með nærveru sinni fengið alla til þess að blómstra. Hugur minn er hjá fjölskyldu, sem því miður hefur mátt kveðja sambýliskonu og móður allt of snemma. Elsku Nonni, Helga Björg og Addi, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi þetta einstaka jákvæða andrúmsloft sem Fríða bar með sér fylgja okk- ur áfram veginn, og mun minning hennar ávallt búa í hjörtum okkar. Herdís Guðlaug R. Steinsdóttir. Elsku Fríða frænka. Við eigum svo margar yndislegar minningar til að hlýja okkur þegar söknuður- inn fyllir hjartað. Sérstaklega þegar þú bjóst á Selfossi og komst oft í helgarheimsóknir. Gleðin sem fyllti okkur þegar litli græni Pétur (því auðvitað þurfti bíllinn að heita eitthvað!) renndi í hlaðið. Aldrei var neitt ómögulegt í þín- um huga og oftast varstu með svör við öllu. Í einni af þessum ferðum varstu búin að skipuleggja að fara með okkur í sund. Þegar byrjaði að rigna urðum við mjög vonsviknar (því einhverra hluta vegna tengdum við sundferðir við sól og sumaryl) en þú skildir nú ekki þær áhyggjur enda vorum við nú að fara í sund til að blotna! Líklega var þetta með skemmti- legri sundferðum sem við höfum farið í! Sömuleiðis fengum við dekurhelgi hjá þér á Selfossi, bjuggum til piparkökuhús og leigðum vídeóspólur, eitthvað sem ekki var hægt að gera á hverjum degi í sveitinni! Við eigum líka sterkar minn- ingar af þér að kenna okkur grunnatriði í spænsku. Að telja ferðir með hey úr hlöðunni á spænsku og æfa okkur í að lesa ll sem j lifir sterkt í minningunni, og átti mögulega þátt í því að tvær okkar völdu tungumálið sem aukamál í menntaskóla. Eftir að þú fluttir norður og þú og Nonni, Helga Björg og Addi byggðuð ykkur heimili á Svan- grund var alltaf ljúft að kíkja við, setjast í eldhúsið með góðan kaffi- bolla og spjalla. Það er svo merki- legt að sums staðar verður hús strax að heimili og þannig varð það um leið og þið fluttuð inn, allt- af var kaffiilmurinn í eldhúsinu og hlýi faðmurinn þinn tilbúinn að taka á móti okkur. Það verður öðruvísi að setjast þar með kaffi- bollann núna, en öruggt þó að þú verður með okkur í anda. Mikið ofboðslega erum við þakklátar fyrir allar þessar góðu minningar. Elsku Nonni, Helga Björg, Addi og amma, hugur okkar er hjá ykkur. Minningin um magn- aða konu lifir. Ásdís Björg, Lilja Dögg og Árný Rún. Fríða var ein af mínum elstu og bestu vinkonum. Leiðir okkar lágu fyrst saman í MA þar sem við vorum saman í bekk í 3 ár. Þar urðum við góðar vinkonur og þó að við færum hvor í sína áttina um tíma var sambandið alltaf gott. Og svo í háskóla leigðum við aftur saman, við Fríða, og núna með Bjarneyju systur hennar. Ég fór að verða reglulegur gestur á æskuheimili þeirra og áður en varði fannst mér ég vera hluti af fjölskyldunni á Sölvabakka. Og þannig hefur það verið til fjölda ára. Það yrði til að æra óstöðugan að rifja upp allar góðar stundir með Fríðu minni. Við erum og höfum alltaf verið ólíkar, hún heldur meiri ærslabelgur en ég al- veg ofboðslega jarðbundin. Sam- an fundum við leið sem báðar gátu sætt sig við. Ég fór þá heldur út fyrir kassann en Fríða hélt aftur af sér. Og það sem við gátum haft gaman, nánast alltaf. Það er ekki sjálfgefið að eignast góða vinkonu og ég verð alltaf þakklát fyrir kynni mín af Fríðu. Engin orð geta lýst því hve erf- itt er að horfa á eftir henni og heimurinn verður ekki samur og jafn. Ég bið góðan Guð að styrkja fjölskyldu Fríðu í sinni sorg. Árdís Antonsdóttir. Það er rétt að halla í tuttugu ár síðan Nonni bróðir kynnti okkur fjölskylduna á Hrauni fyrir verð- andi sambýliskonu sinni og barns- móður, Jófríði Jónsdóttur frá Sölvabakka á Refasveit. Þrátt fyr- ir góðan kunningsskap við for- eldra hennar, Adda og Boggu, vissum við þá ekki sérlega mikið um Sölvabakkasysturnar glæsi- legu þar sem Fríða var næstelst þeirra fimm, en það átti nú eftir að breytast. Frá fyrsta degi var ljóst að Fríða var ákaflega vel gerð kona til orðs og æðis og féll inn í heimilisbraginn og fjölskylduna um leið. Hún var þá starfandi fé- lagsráðgjafi en átti stuttu síðar eftir að bæta við sig kennararétt- indum og gera kennslu að ævi- starfi sínu. Fríða og Nonni „byggðu saman bæ í sveit“ og reistu sitt heimili á Sölvabakka og nefndu Svangrund. Það var rétt orðið fokhelt þegar frumburður- inn Helga Björg leit dagsins ljós og var skírð þar sem upphaf bú- setu. Þremur árum síðar bættist Jón Árni við og fjölskyldan á Svangrund þar með orðin eins og við höfum fylgst með henni vaxa og dafna í góðu nágrenni fjöl- skyldu og vina, traust, samheldin og vel látin. Fríða lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Sem ung kona fór hún sem skiptinemi til Costa Rica, kenndi ensku á Spáni, lærði köfun og var Íslandsmeistari í júdó svo eitthvað sé nefnt. Kvenfrelsi var henni hugleikið enda alin upp við það á æskuheimilinu að karla- og kvennastörf væru ekki til, bara störf sem þyrfti að inna að hendi. Alúð hennar, hæfni í mannlegum samskiptum og réttsýni kom vel fram hvort heldur var við fé- lagstörf unglinganna í Blöndu- skóla, íslenskukennslu erlendra barna þar, starfinu með Þjóðleik eða vinnu með fötluðum, en hún var sumarbúðastjóri í sumarbúð- um Rauða krossins á Löngumýri í tvö sumur. Og til útiverka var gengið með sama hætti. Kom í æðarvarpið á Hrauni öll vor, var gangnaforingi um hríð fyrir vest- an og fór með okkur á Hrauni í göngur og smalamennskur ásamt því að hirða í réttum með Önnu Möggu systur sinni. En fyrst og fremst var Fríða einstök fjöl- skyldumanneskja sem umvafði börn og heimili stóískri ró og hlýju sem við aðstandendur fengum að njóta í ríkum mæli, gaf sér tíma fyrir allt og alla og kunni þá list öðrum betur að hlusta. Höggið og skilningsleysið sem svo ótímabæru andláti fylgir er því lamandi. Við stöndum magn- vana frammi fyrir sárum raun- veruleika og nístandi sorg þeirra sem settu allt traust sitt á Fríðu. Efinn reynir að smokra sér að, ef- inn um tilganginn og tilvistina, en hann sigrar ekki ljós minning-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.