Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Örfá sæti laus vegna forfalla Frá kr. 84.095 18. apríl í 4 nætur Búdapest Veður víða um heim 31.3., kl. 18.00Reykjavík 3 alskýjað Hólar í Dýrafirði 3 skýjað Akureyri 6 alskýjað Egilsstaðir 5 alskýjað Vatnsskarðshólar 4 rigning Nuuk -5 snjóél Þórshöfn 6 rigning Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 heiðskírt Stokkhólmur 6 slydduél Helsinki 3 skúrir Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 13 heiðskírt Dublin 9 skýjað Glasgow 9 alskýjað London 11 léttskýjað París 19 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 9 heiðskírt Berlín 11 heiðskírt Vín 18 heiðskírt Moskva 12 heiðskírt Algarve 17 léttskýjað Madríd 11 súld Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 16 rigning Róm 17 heiðskírt Aþena 13 léttskýjað Winnipeg 0 léttskýjað Montreal 0 snjókoma New York 14 rigning Chicago 0 léttskýjað Orlando 26 léttskýjað  1. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:46 20:18 ÍSAFJÖRÐUR 6:47 20:27 SIGLUFJÖRÐUR 6:30 20:10 DJÚPIVOGUR 6:15 19:49 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Norðan 8-13 m/s, en 13-20 suðaustan til á landinu. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, annars dálítil él. Frost 0 til 5 stig. Lægir seinnipart- inn, styttir upp og kólnar. Fremur hæg breytileg átt og úrkomuminna, en vaxandi norðanátt seint í dag, 10-18 m/s um landið norðvestanvert og éljagangur, en annars hægari og úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig. Erlendar ráðningarstofur sem sérhæfa sig í ráðningu flugmanna og flugfreyja hafa haft samband við stétt- arfélög flugmanna og flugfreyja/flugþjóna sem störf- uðu hjá WOW air. Íslenska flugmannafélagið hyggst hafa milligöngu um slíkar kynningar í þessari viku. Flugmenn og flugfreyjur sem hafa látið vita af sér fá einnig fyrirspurnir beint. Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flug- mannafélagsins, segir að flest flugfélög séu búin að ráða fyrir sumarið og því sé hætt við að bestu bitarnir séu farnir. Hann veit ekki til þess að vinnu sé að hafa hér innanlands. Þeir sem taki tilboðum um vinnu er- lendis þurfi að flytja úr landi og verði ríkið af skatt- tekjum við það. 178 flugmenn voru hjá WOW air þegar félagið hætti. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að flugfreyjur og flugþjónar séu að líta í kringum sig eftir vinnu en tekur fram að fólkið sé enn að ná áttum. Hún vonar að það fái fljótt vinnu. Nefnir að menntunarstig sé almennt gott, meðal annars séu í stéttinni hjúkrunarfræðingar og kennarar og fólk með aðra sértæka menntun. Það ætti að geta hjálpað. Landspítalinn hefur fengið fyrirspurnir frá hjúkr- unarfræðingum sem voru flugfreyjur hjá WOW og Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra, segir að spítalinn hafi einnig haft samband til að minna á sig. Reiknar hún með að mál skýrist eftir helgina. ASÍ lánar fyrir marslaunum ASÍ hefur ákveðið að hlaupa undir bagga með Flug- freyjufélagi Íslands þannig að hægt verði að greiða flugfreyjum og flugþjónum hluta af launum marsmán- aðar á meðan starfsfólkið bíður eftir greiðslum úr þrotabúi fyrirtækisins eða Ábyrgðasjóði launa, á sama hátt og VR og Verkalýðsfélag Keflavíkur og nágrennis gera fyrir sína félagsmenn. Flugfreyjufélagið býðst til að lýsa kröfum félagsmanna í þrotabúið. Ráðningarstofur kynna sig Samkomulag Berglind Hafsteinsdóttir og Drífa Snæ- dal skrifa undir samkomulag um greiðslur.  Landspítalinn vill hjúkr- unarfræðinga til baka Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Til athugunar er hjá Suðurnesjabæ að ráða nemendur framhaldsskóla og háskóla til vinnu við verkefni hjá bæjarfélaginu í sumar, ef þeir fá ekki vinnu á Keflavíkurflugvelli vegna gjaldþrots WOW air. Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, segir að þetta sé ein þeirra aðgerða sem til umræðu sé og verði örugglega gripið til hennar ef ekki verði vinnu að hafa í sumar. Fall WOW air er áfall fyrir íbúa sveitarfélaganna á Suðurnesjum, sérstaklega Reykjanesbæjar og Suð- urnesjabæjar. Hluti starfsmanna flugfélagsins sem misstu vinnuna við gjaldþrotið og var sagt upp af þjón- ustufyrirtækjum í kjölfarið er bú- settur í þessum sveitarfélögum. Sveitarfélögin vinna saman Sveitarfélögin vinna saman að öfl- un upplýsinga og samráði við stjórn- völd vegna vandans. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ, segir að enn liggi ekki fyrir upplýsingar um fjölda atvinnulausra. Á föstudag höfðu á annað hundrað sótt um atvinnuleysisbætur hjá svæðisskrifstofu Vinnumálastofnun- ar í Reykjanesbæ. Kjartan Már telur að fjölga muni á þeim lista í dag og næstu daga. Þá sé ekki vitað hversu margir starfsmenn Airport Associa- tes sem þjónustaði WOW air, verði endurráðnir. Þótt bæjarstjórinn hafi ekki upplýsingar um heildarmynd- ina telur hann óhætt að ræða um högg fyrir sveitarfélagið. Einar Jón segir ljóst að gjaldþrot WOW air muni hafa áhrif á tekjur sveitarfélagsins og útgjöld til skamms tíma. Útsvar muni minnka, atvinnuleysi geti aukist og verkefni félagsþjónustunnar aukist í kjölfar- ið. Kjartan segir að fulltrúar sveitar- félaganna fylgist með þróuninni dag frá degi, meðal annars fjölda at- vinnulausra og stöðunni hjá fyrir- tækjum. „Við erum einnig að kort- leggja það hvað gerist í íþrótta- og tómstundamálum í bænum, í skólum og frístundasókn barna þeirra for- eldra sem missa vinnuna. Við viljum fylgjast sérstaklega með börnun- um,“ segir hann. Aukin sókn í nám Sveitarstjórnarfólk á Suðurnesj- um, þingmenn Suðurkjördæmis og fleiri komu saman á neyðarfundi á föstudag að frumkvæði Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns. Einar Jón segir að farið hafi verið yfir stöð- una þannig að allir hefðu sem bestar upplýsingar. Fundurinn hafi verið gagnlegur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefur boðað forystumenn Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæj- ar til fundar við sig fyrir hádegi í dag til að fá yfirlit um stöðu mála. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráð- herra hefur boðað komu sína til að kanna málefni skólanna og Ásmund- ur Einar Daðason félagsmálaráð- herra fylgist daglega með þróun mála. „Það er fyrst og fremst að tryggja starfsemi þeirra stofnana sem ríkið ber ábyrgð á, Vinnumálastofnunar, heilbrigðisstofnunar, lögreglu og Fjölbrautaskólans. Búast má við því að fleiri muni vilja sækja sér aukna menntun í framhaldsskóla, Keili eða Miðstöð símenntunar,“ segir Kjart- an þegar hann er spurður um mögu- lega aðstoð ríkisins. Ráða skólafólkið í vinnu  Suðurnesjabær hugar að úrræðum fyrir nemendur sem ekki fá vinnu á Keflavíkurflugvelli í sumar  Forsætisráðherra fundar með forystufólki í dag Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Mikil aukning hefur orðið í starfsemi á Keflavíkurflugvelli á und- anförnum árum, ekki síst vegna WOW air. Eitthvað gengur nú til baka. Ljóst er að bílaleigur munu finna fyr- ir falli WOW air með minni viðskipt- um. Það kann þó að vera misjafnt á milli fyrirtækja, eftir því hvaða mark- hópa þau hafa sótt í. Forsvarsmenn Bílaleigu Akureyrar og Hertz segjast lítið hafa fundið fyrir þessu enn sem komið er en búast við því síðar. „Áhrifin eiga eftir að koma í ljós en við höfum áhyggjur. Maður gerir sér ekki grein fyrir þessu fyrr en eftir viku til tíu daga, þegar bókanir og af- bókanir fara að skýrast. Það veldur síðan miklum áhyggjum ef verkföll koma ofan í þetta,“ segir Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri hjá Bílaleigu Akureyrar og formaður bílaleiguhóps Samtaka ferðaþjónust- unnar. Hann segir að ferðaskipu- leggjendur sem selji pakkaferðir til Íslands í sumar reyni að finna aðrar leiðir fyrir viðskiptavini sína. „Von- andi eykst framboð frá öðrum þó að erfitt sé að bæta við flugi með stuttum fyrirvara. Þá verður hægt að nýta vél- arnar betur,“ segir Bergþór. Færri bílar keyptir Sigfús B. Sigfússon, forstjóri bíla- leigunnar Hertz, segir að sumarið hafi litið ágætlega út, þar til nýlega. Þau áföll sem orðið hafa muni bitna á bíla- leigunum eins og öðrum fyrirtækjum í ferðaþjónustu en ekki sé ljóst hversu mikið. Sigfús segir að færri bílar hafi verið keyptir í vetur en áður og ekki verði ráðnir jafn margir starfsmenn í sumar. Áhrif á bílaleigur ekki komin fram  Verkföll valda miklum áhyggjum „Það er enginn hissa á því að tveir miðaldra karlmenn séu skipaður yfir þessu stóra búi, það er bara það sem gengur og gerist á hverjum einasta degi í okkar bransa, því miður, okkur kon- unum virðist ekki vera treyst fyr- ir þessum stóru búum,“ segir Kristrún Elsa Harðardóttir lög- maður um skipan Sveins Andra Sveinssonar og Þorsteins Ein- arssonar sem skiptastjóra WOW air. Hún og Saga Ýrr Jónsdóttir gagnrýna sérstaklega skipan Sveins Andra þar sem hann er nú þegar skiptastjóri yfir stóru búi, EK 1923, þar sem ágreiningur um störf hans eru nú til með- ferðar hjá Héraðsdómi Reykja- víkur. Fjórir kröfuhafar telja að hann hafi ekki upplýst um mikinn áfallin kostnað. Áslaug Björgvinsdóttir lögmað- ur telur að svör dómstjóra Hér- aðsdóms Reykjavíkur í fjöl- miðlum við þessari gagnrýni séu vísbending um að dómurinn taki ekki alvarlega aðfinnslur kröfu- hafa um störf Sveins Andra. Ekki hefur náðst í Svein Andra undanfarna daga til að leita eftir sjónarmiðum hans. erla@mbl.is, snorri@mbl.is Gagnrýna skipan Sveins Andra  Telur ekki tekið mark á aðfinnslum Gjaldþrot WOW air

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.