Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Friðrik Larsen, doktor, lektor við HÍ og framkvæmdastjóri brandr, stendur næstkomandi miðvikudag, 3. apríl, fyrir ráðstefnu um mark- aðssetningu vörumerkja. Fer hún fram í fundarsal Arion banka í Borgartúni 19 klukkan 8.30 til 10 og var næstum uppselt á hana sl. föstudag. Þar munu aðilar úr at- vinnulífinu ræða um mikilvægi vörumerkja og hvernig fyrirtæki þeirra notast við vörumerkjastefnu í sinni vinnu. Fyrirlesararnir verða Finnur Oddsson, forstjóri Origo, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Marel, Halldór Harðarson, markaðsstjóri Arion banka, og Svanhildur Konráðs- dóttir, forstjóri Hörpu. „Nú þegar hafa forstjórar margra stórra fyrirtækja bókað sæti, sem er gott, því í staðinn fyr- ir að senda markaðsstjóra sína á staðinn mæta þeir sjálfir til að hlusta á kollega sína ræða um markaðsmál. Þetta skiptir miklu máli því markaðsmál eiga að vera stjórnendamál en á því hefur verið brotalöm á Íslandi. Fólk er opið fyrir því að læra um þessi mál. Þessi þjónusta hefur bara ekki verið í boði í rauninni. Í takmörk- uðum mæli inni á auglýsingastof- unum og ekki hefur verið fyrir hendi sérhæft „branding“- fyrirtæki eins og ég er í forsvari fyrir,“ segir Friðrik sem verður fundarstjóri á ráðstefnunni. Hámarka ábatann af vörumerkinu Hann segir að Svanhildur muni tala um hvernig Harpa þurfi á markaðsstefnumótun að halda og útskýra hvernig meðhöndla verði vörumerkið Hörpu til að hámarka ábatann inn í framtíðina. Margar ráðstefnuhallir úti í heimi séu í samkeppni við Hörpu. Hún mun ennfremur segja frá endurmörk- unarferli Reykjavíkurborgar. Þá muni Finnur segja frá hvern- ig farið var að við sameiningu þriggja fyrirtækja í Origo og hversu stóra hluti verksins fór í að vinna með starfsfólkinu. Hægt hafi verið á samrunaferlinu til að hjálpa því að skilja af hverju verið væri að byggja upp nýtt vöru- merki. „Með því bjó fyrirtækið til 200 ambassadora fyrir Origo,“ seg- ir Friðrik. Arion banki var markaðsfyrir- tæki ársins og mun Halldór Harð- arson, markaðsstjóri hans, tala um að það sé ekki nóg að búa bara til einhver skilaboð til markaðarins og fylgja þeim ekki eftir. „Heldur verði allt fyrirtækið að vera eins og eitt líffæri og anda í takt. Arion banki hefur farið þá leið og allt fyrirtækið er í takt við markaðs- skilaboð sín,“ segir Friðrik. Hann segist svo munu reyna að binda þetta allt saman og tala út frá fræðilegum forsendum af hverju það sé mikilvægt að kynna stefnu- mótunarhluta vörumerkja. Hvernig búa má til peninga Friðrik segir það grundvall- arspurningu hvernig búa megi til peninga með vörumerkjaþróun og -stjórnun. Brenna vilji við að það gleymist í markaðsstarfi fyr- irtækja. Í þeim vísindum er Frið- rik með doktorsgráðu og auk þess að kenna fræðin í Háskóla Íslands hefur hann sinnt ráðgjöf um þessi mál, í útlöndum og hér heima. Segist hann hjálpa fyrirtækjum með að sinna betur stefnumót- unarhluta vörumerkja sinna. Hann segir að rætt verði á ráð- stefnunni um hvernig vel ígrunduð vörumerki skila marktækari ár- angri. „Einfaldasta leiðin til að sturta niður markaðsfé er að fara af stað án þess að þekkja vörumerkið – hvernig neytendur skilgreina það, hvernig fyrirtækið skilgreinir það, hvaða tilfinningar það vekur og hvaða máli það skiptir. Við hvern vörumerkið talar og hvernig það talar. Hvernig neytendur tengja persónuleika við vörumerkið. Vörumerki eigna sér sess í hug- anum, eftir því sem vörumerkið skipar sterkari sess eru minni lík- ur á að önnur vörumerki nái að uppfylla sömu huglægu þörf. Við munum ræða hvernig sterk vöru- merki skila tryggari viðskiptavin- um og ánægðara starfsfólki,“ segir Friðrik Hann bætir því við að sterk vörumerki hitti fólk í hjartastað, viðskiptavinir myndi við þau sterk sambönd sem endist út ævina. Vörumerki sem starfi eftir vel skil- greindri stefnu nái meiri árangri en önnur vörumerki. Fyrirtæki sem skilji hvernig vörumerki þeirra skapi huglægt virði hjá við- skiptavinum séu betur í stakk búin til að mæta áskorunum. „Öflug vörumerki skapa tryggð, búa til meiri verðmæti og eru grundvöllur öflugra fyrirtækja. Markaðsstarf þeirra er líklegra til að ná árangri og þau ýta undir meiri starfs- ánægju,“ segir Friðrik Larsen. Morgunblaðið/Eggert Vörumerki Friðrik Larsen er skipuleggjandi ráðstefnunnar um markaðssetningu vörumerkja.  Sterk vörumerki hitti fólk í hjartastað, viðskiptavinir myndi við þau sterk sambönd sem endist út ævina  Grundvallarspurning hvernig búa megi til peninga með vörumerkjaþróun- og -stjórnun Vel ígrunduð vörumerki skila árangri Þýski lyfjarisinn og efnavörufram- leiðandinn Bayer hefur verið dæmdur til að borga bandarískum krabbameinssjúklingi 80 milljónir dollara, tæplega 10 milljarða króna. Hann sótti fyrirtækið til saka og hélt því fram að illgresiseyðirinn Roundup væri valdur að veik- indum hans. Er þetta annar dómur sinnar tegundar á rúmu hálfu ári sem gengur gegn Ro- undup. Í báðum stefndu menn er fengið höfðu svo- nefnt Hodgkins-eitilfrumukrabba- mein (NHL). Dómari í máli Edwins Hardeman dæmdi Bayer í vikunni til greiðslu 75 milljóna dollara í sekt og 5 millj- óna í skaðabætur eða sem svarar 10 milljörðum íslenskra króna. Rétt- arhaldið er aðeins annað af rúmlega 11.200 boðuðum málshöfðunum gegn Roundup í Bandaríkjunum. Hardeman er frá sýslunni So- noma sem er norður af San Franc- isco. Hann brúkaði Roundup stíft til að halda aftur af illgresi á land- areign sinni á árunum frá 1980 til 2012, að sögn lögmanna hans. Snemma árs 2016 kærði hann þá- verandi framleiðanda illgresiseyðis- ins, Monsanto, sem Bayer keypti, eða ári eftir að hann greindist með krabbamein. Í kæru hans var því slegið föstu að fyrirtækið „vissi eða hafði ástæðu til að vita að Roundup væri gallað og háskalegt“ og kæm- ust menn í snertingu við efnið „gæti það leitt til krabbameins og annarra vægðarlausra sjúkdóma og skaða“. agas@mbl.is AFP Sigur Edwin Hardeman yfirgefur réttarsalinn í fylgd eiginkonu sinnar. 10 milljarða bæt- ur fyrir meinið Roundup-vörur í hillu verslunar í Kaliforníu. 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.