Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Maraþonfundi í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu, VR og samflot fjögurra annarra verkalýðsfélaga í húsnæði Ríkis- sáttasemjara var frestað á ellefta tímanum í gærkvöld. Fundur hafði þá staðið frá hádegi en samningsað- ilar höfðu ráðið ráðum sínum frá því klukkan níu í gærmorgun. „Ég reikna með að staðan muni skýrast á morgun [í dag],“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við Morgunblaðið eftir að fund- inum var frestað. Ragnar hafði þá áður sagt, á níunda tímanum í gær- kvöld, að á meðan eitthvað væri til þess að tala um yrði haldið áfram. „Það hlýtur að gefa auga leið að við værum löngu hætt þessu ef ekki væri verið að reyna til þrautar,“ sagði hann þá. Samningsaðilar héldu annars þétt að sér spilunum á meðan fundur gærdagsins stóð yfir. Að honum loknum vildu samningsaðilar virða fjölmiðlabannið og þá ætlaði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari ekki að tjá sig um gang mála í við- ræðunum. Sjöundi fundardagurinn í röð Stíft var fundað alla helgina. Á laugardag var fundað frá klukkan tíu og fram eftir degi áður en þráðurinn var tekinn upp að nýju í hádeginu í gær. Það var sjöundi dagurinn í röð sem samninganefndirnar funda. Nokkur skriður hefur verið á við- ræðunum frá því um miðja síðustu viku. Á miðvikudag var fyrirhuguð- um verkföllum um tvö þúsund hót- elstarfsmanna og rútubílstjóra sem standa áttu í 48 klukkustundir aflýst. Var það sagt til þess að skapa vinnu- frið í viðræðum þar sem farið var að sjást til sólar. Launaliðurinn er sagður vera sá þáttur sem enn er strandað á, en þó að farið sé að sjá betur til lands. Á laugardag hermdu heimildir mbl.is að samningurinn sem var í kortunum yrði til allt að fjögurra ára. Vilhjálm- ur Birgisson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, sagði áður en fund- ur hófst í gær að staðan væri mjög viðkvæm. Hann taldi ólíklegt að samningar næðust á fundinum sem framundan var, en hugsanlega fljót- lega eftir helgi. Skapar ekki aukna pressu Auk þess sem fundað var stíft á hinum almenna markaði þá runnu kjarasamningar flestra stéttarfélaga á opinberum markaði út á miðnætti. Drífa Snædal, formaður ASÍ, býst ekki við að það setji aukna pressu á viðsemjendur á almenna markaðn- um í sínum viðræðum. „Nei, ég sé það ekki endilega. Þetta eru sjálfstæðir samningar og kjarasamningagerðin hefur ekki verið að blandast saman. Það hefur verið samstarf varðandi viðræður við stjórnvöld varðandi upplýsingamiðl- un, en ekki í kjarasamningum,“ sagði Drífa við Morgunblaðið í gærkvöld og beið þá sjálf eftir frekari fréttum úr Karphúsinu. Hún sagði að við- ræðurnar þyrftu að hafa sinn gang, en á meðan fundað væri þá væri von til þess að ná saman. Fundur hefst á ný í Karphúsinu klukkan hálftíu í dag sem fyrr segir og verkfallsaðgerðir strætóbílstjóra Almenningsvagna Kynnisferða hefj- ast samkvæmt áætlun. Morgunblaðið/Hari Kjaraviðræður Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari mun taka upp þráðinn í viðræðunum klukkan hálftíu. Búast við að viðræður taki að skýrast í dag  „Værum löngu hætt ef ekki væri verið að reyna til þrautar“ Kjaraviðræður » SA og verkalýðsfélögin sex hafa fundað sjö daga í röð í kjaraviðræðum sínum. » Rætt var til þrautar alla helgina áður en ákveðið var að fresta fundi til hálftíu í dag. » Fyrirhuguð verkföll hefjast í dag og næstu aðgerðir eru boðaðar á miðvikudag sem eiga að standa í þrjá sólar- hringa. Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Boðuð verkföll hófust í dag, 1. apríl, hjá bílstjórum Almenningsvagna Kynnisferða sem eru félagsmenn í Eflingu. Verkfallið hefur áhrif á tíu leiðir strætó innan höfuðborgar- svæðisins, en um er að ræða leiðir 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36. Aðgerðirnar hafa ekki áhrif á aðrar leiðir Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðirnar felast í því að vinna er lögð niður dag hvern á milli klukkan sjö og níu að morgni og aft- ur á milli klukkan fjögur og sex síð- degis. Að frátöldum laugardögum og sunnudögum er það gert dag hvern í apríl, frá og með deginum í dag. Bú- ast má við að aðgerðirnar muni hafa áhrif á um 15 þúsund farþega. Jafn- gildir það um þriðjungi allra farþega strætó á höfuðborgarsvæðinu. Strætó setti saman viðbragðs- áætlun á framangreindum leiðum til þess að reyna að skerða þjónustu sem minnst. Í áætluninni er lögð áhersla á að hætta akstri á enda- stöðvum eða á stórum biðstöðvum þannig að farþegar hafi kost á því að nýta aðrar leiðir kerfisins. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að for- svarsmenn fyrirtækisins fylgdust grannt með kjaraviðræðum hjá Rík- issáttasemjara. Ef svo færi að samið yrði seint eða í nótt og verkfalli af- lýst gæti Strætó brugðist við með stuttum fyrirvara og haldið úti sínu reglubundna leiðakerfi. Aðgerðir bílstjóranna sem hófust í dag eru fyrstu verkfallsaðgerðirnar í þeirri hrinu sem búið er að boða til í apríl ef ekki næst samkomulag í kjaraviðræðum. Þriggja daga verkföll taka við Næstu fyrirhuguðu verkföll eru hjá hótelstarfsfólki og hóp- bifreiðastjórum hjá VR og Eflingu sem leggja niður störf í þrjá daga frá miðvikudegi ef ekki tekst að semja. Fyrsta þriggja daga verkfall á hótelum og hjá rútufyrirtækjum í apríl er því boðað dagana 3.-5. apríl. Þriggja daga verkföll hafa einnig verið boðuð dagana 9.-11. apríl, 15.- 17. apríl og 23.-25. apríl. Ef ekki næst að semja er svo ótímabundið verkfall boðað frá og með 1. maí og stendur það ótímabundið þar til verkfallinu er aflýst. Hefur áhrif á 15 þúsund farþega  Verkfallsaðgerðir hefjast á ný í dag MorgunblaðiðHari Strætó Um þriðjungur farþega mun finna fyrir verkfallsaðgerðunum. „Aðgerðahópur iðnaðarmannafélaganna er að störfum og hans fyrsta verk er að planleggja hugsanlegar aðgerðir. Hópurinn er að meta hvaða vinnustaðir og starfshópar innan okkar raða myndu hafa mest áhrif ef til verkfalla kæmi. Matið liggur ekki fyrir en málin munu skýrast á næstu dögum,“ segir í frétt á vef Samiðnar sem birt var undir lok vikunnar um stöðuna í kjaradeilunni. Samflot iðnaðarmanna og Samtök atvinnulífs- ins eru boðuð til sáttafundar hjá ríkissáttasemjara kl. 13 í dag. Á vef Samiðnar segir að vendipunkturinn nálist. Takist VR. Eflingu og félögunum sem eru í samfloti með þeim að fá hjólin til að snúast séu vaxandi líkur á að fleiri komi að samningaborðinu „því það verður segj- ast eins og er að þeir aðilar sem sátu við samningaborðið í febrúar og byrjun mars, voru komnir vel áleiðis með samning án þess að hægt sé að segja að samningur hafi legið á borðinu“. Segja vendipunktinn nálgast IÐNAÐARMENN OG SA Á SÁTTAFUNDI Í DAG Fyrstu lóurnar sáust í Stokkseyr- arfjöru hinn 28. mars, en jafnan er koma lóunnar talinn einn helsti vorboði hér á landi. Um 20 heiðló- ur sáust svo í Fljótshlíð daginn eftir. Það má segja að lóan sé aðeins á eftir áætlun í ár ef miðað er við meðalkomutíma fyrstu lóunnar á árunum 1996-2016, en það var 23. mars. Hún er þó á svipuðum tíma og í fyrra, en þá sást til fyrstu ló- unnar í kringum 27. mars. Farið er að sjást til fleiri far- fugla ef miðað er við umfjöllun frá Fuglaathugunarstöð Suðaust- urlands. Fyrstu skógarþrestirnir sáust á Höfn hinn 28. mars. Þar hafa einnig fyrstu jaðrakanar árs- ins sést og eins í fjörunni á Eyr- arbakka. Tveir fuglar á hvorum stað. Einnig hafa nokkrir hópar af álftum og grágæsum sést á flugi yfir Höfn. Um 100 blesgæsir og tugur heiðagæsa sáust í Flóanum, við Þjórsá. Tjaldar voru komnir á grasflatir á Stokkseyri fyrir helgi. Einnig berast ábendingar að norðan, meðal annars um að svan- irnir séu farnir að láta sjá sig í Fjallabyggð. yrkill@mbl.is Lóan aðeins á eftir áætlun  Farfuglarnir farnir að sjást einn af öðrum Ljósmynd/Hjördís Davíðsdóttir Vorboði Fyrsta lóan sem til sást í Stokkseyrarfjöru fyrir helgi. Ljósmynd/Sigurlaugur Oddur Jónsson Sperrtir Svanir í Fjallabyggð í gær. Vorið nálgast ekki síður nyrðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.