Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 1
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skiptastjórar þrotabús WOW air hafa fengið fjölda fyrirspurna um kaup á eignum úr þrotabúinu með það fyrir augum að nýta þær við nýj- an flugrekstur. Þorsteinn Einarsson skiptastjóri segir ekkert í hendi um það og tekur fram að það sé flókið mál að stofna nýtt flugfélag. Hæstaréttarlögmennirnir Þor- steinn og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar vegna gjaldþrots WOW air. Þorsteinn segir að fyrstu verkin séu að ná utan um eignir búsins og varðveita þær og kanna leigusamninga. Ákveðið var að tilkynna starfsfólki formlega að þrotabúið tæki ekki yfir ráðningar- samninga þess og voru stefnuvottar á ferðinni alla helgina. Þorsteinn segir að mikilvægt hafi verið að gera þetta fyrir mánaðamótin. Þá hafi til- kynning um innköllun skulda verið send til Lögbirtingablaðsins. Verðmætt bókunarkerfi Varðandi sölu eigna til þeirra sem áhuga kunna að hafa á að stofna til flugrekstrar á þessum grunni bendir Þorsteinn á að WOW air hafi skilað flugrekstrarleyfi sínu áður en það varð gjaldþrota. Flugrekstrarleyfi skipti mestu máli þegar verið er að hefja flugrekstur og annaðhvort þurfi viðkomandi að vera með slíkt leyfi eða afla þess. Þá má geta þess að félagið átti engar flugvélar, held- ur var með þær á leigu. Þorsteinn bendir á að WOW hafi átt bókunarkerfi og annan hugbúnað sem mikið hafi verið kostað til. Verk- efni skiptastjóra sé að gera verð- mæti úr öllu sem hægt er og séu skiptastjórarnir fúsir að selja eignir. Segir hann óskandi að hægt væri að nýta þær í flugrekstur. Fyrrverandi starfsfólk WOW air fær ekki laun nú um mánaðamótin vegna þess að félagið varð gjaldþrota og tíma tekur að sækja fjármunina til þrotabúsins eða Ábyrgðasjóðs launa. Stéttarfélög starfsfólksins hlaupa undir bagga og lánar starfs- fólki hluta launanna þar til tekist hef- ur að innheimta kröfurnar. Vilja selja eignirnar  Áhugamenn um flugrekstur hafa spurst fyrir um eignir þrotabús WOW air  Þrotabúið fékk hvorki flugrekstrarleyfið né þotur  Flókið að stofna flugfélag Leitað að vinnu » Ekki eru mörg störf á lausu á íslenskum vinnumarkaði fyrir sérhæft starfsfólk WOW air. » Erlendar ráðningarstofur hafa haft samband við stétt- arfélög flugmanna og flug- freyja/flugþjóna. Kynningar verða í þessari viku. MGjaldþrot WOW air »4 Morgunblaðið/Hari Airbus Önnur af tveimur þotum WOW air sem eigandinn á eftir að sækja. M Á N U D A G U R 1. A P R Í L 2 0 1 9 Stofnað 1913  77. tölublað  107. árgangur  GUÐMUNDUR VILL ÞJÓÐVEG NÚMER TVÖ ARON EINAR LÉK 400. DEILDAR- LEIKINN ÖGRANDI VERKEFNI Í LANDBÚNAÐAR- HÁSKÓLA ÍSLANDS KNATTSPYRNA ÍÞRÓTTIR RAGNHEIÐUR NÝR REKTOR 12HINN HRINGVEGURINN 6 Fundur stóð yfir fram á ellefta tím- ann í gærkvöldi í húsnæði Ríkissátta- semjara en var þá frestað fram til klukkan hálftíu í dag. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins við Eflingu, VR og samflot fjögurra annarra verkalýðsfélaga hafa staðið yfir alla helgina. Fundað var frá hádegi í gær og héldu samningsaðilar þétt að sér spilunum í allan gærdag. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði við blaðið á níunda tíman- um að haldið yrði áfram á meðan eitt- hvað væri til þess að tala um. Þegar fundi var frestað á ellefta tímanum sagðist hann reikna með að staðan myndi skýrast í dag en gat ekki tjáð sig efnislega um viðræðurnar. Verkfall hefst því í dag hjá bílstjór- um Almenningsvagna Kynnisferða sem hefur áhrif á tíu leiðir strætó inn- an höfuðborgarsvæðisins. Leggja bíl- stjórar viðkomandi leiða niður störf á milli sjö og níu á morgnana og svo aft- ur á milli fjögur og sex síðdegis, alla virka daga í apríl. Bílstjórar áætla að mynda kröfustöðu við stoppistöðvar. Aðgerðirnar hafa áhrif á um 15 þús- und farþega. Kjarasamningar flestra stéttar- félaga á opinberum markaði runnu svo út á miðnætti. Ágæt sátt er sögð um að bíða eftir því hvað kemur út úr kjaraviðræðum almenna vinnumark- aðarins áður en þær viðræður eru settar á fullt. »2 og 11 Maraþon- fundur í Karphúsi Morgunblaðið/Eggert Ríkissáttasemjari Fundað var til þrautar í kjaradeilunni í gærkvöld.  Hittast á ný klukkan hálftíu  Heildar- fjárhæð arfs á árunum 2015- 2017 var rúm- lega 121 millj- arður króna. Af því eru tæplega 8,8 milljarðar til þeirra sem erfðu yfir 100 millj- ónir. Þetta kemur fram í svari fjár- mála- og efnahagsráðherra á al- þingi um skattskyldan arf einstaklinga. Heildarfjárhæð arfs fór hækkandi á þessum árum. Árið 2015 var heildarfjárhæðin 33,7 milljarðar, tæplega 40,5 milljarðar árið 2016 og loks tæplega 47 millj- arðar árið 2017. »8 121 milljarður í arf á þremur árum Ofurhjóladagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í Kringlunni í gær. Þar fór meðal annars fram svokallað Kringlu-Brun þar sem brunað var niður rúllustiga og stokkið á milli hæða. Brunið er sambærilegt öðru bruni á fjalla- hjólum fyrir utan það að fara fram í Kringlunni. Eins og sést bersýnilega á þessari mynd safn- aðist margmenni saman til þess að berja ofur- hugana sem hættu sér í brunið augum. Morgunblaðið/Hari Stokkið á milli hæða Kringlunnar á fjallahjólum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.