Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 29
Þriðja til- raunakvöldið Eilíf sjálfsfróun Í samkvæmi í Mos- fellsbæ á dögunum stakk einhver upp á hljómsveit- arnafninu Eilíf sjálfsfróun og þeim Halldóri Ív- ari Stefánssyni, Árna Hauki Árnasyni og Þorsteini Jónssyni fannst það svo gott að þeir ákváðu að stofna pönkhljómsveit. Halldór syngur og spil- ar á málmgjall, Árni leikur á bassa og Þorsteinn á trommur. Þeir eru 19 og 20 ára gamlir og hyggjast sigra heiminn.  Appolló Hljómsveitin Appolló er ættuð úr Hafnarfirði og varð til er Eiríkur Kúld Viktorsson og Árni Dag- ur Andrésson hittust á Grunnskólahátíðinni árið 2018. Þeir fengu svo til liðs við sig Guðrúnu Mar- gréti Bjarnadóttur og Gabríel Dag Kárason, en þannig skipuð hefur hljómsveitin verið síðustu tvo mánuði. Eiríkur leikur á gítar, Árni á bassa, Guðrún á píanó og Gabríel á trommur. Þau eru á aldrinum 16 til 17 ára. Silent Sounds Silent Sounds er hljómsveit úr Reykjavík. Liðs- menn eru Heim- ir Steinn Vigfús- son gitarleikari og söngvari, Sölvi Steinn Jónsson trommuleikari, Orri Starrason bassaleikari Vilhjálmur Jakob Jónsson gítarleikari og Birta Birgis söngkona. Þau eru á aldrinum frá 18 ára upp í 26 ára. Stefan Thormar KópavogssveitiniStefan Thormar hefur nafn sitt frá Stefáni Þormar, söngvara og gítarleikara. Með honum í sveitinni eru bassaleikarinn Snorri Örn og trommuleikarinn Georg Ingi. Stefán er að ljúka við sína fyrstu breiðskífu og fékk þá Snorra og Georg til liðs við sig til að taka þátt í Músíktilraunum þar sem 2019 er síðasta árið sem hann hefur þáttökurétt.  Músíktilraunum fram haldið í Hörpu  Níu hljómsveitir keppa um sæti í úrslitum Rós Söngkonan Melkorka Rós Hjartardóttir og gítar- og píanóleik- arinn Fannar Pálsson stofnuðu hljómsveitina Rós fyrir tveim- ur mánuðum og fengu til liðs við sig bassaleikarann Ásþór Bjarna Guðmundsson og trommuleikarann Kristján Jónsson. Þau eru öll úr Reykjavík, ríflega tvítug og leika rólyndilegt popp. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Músíktilraunir hófust í Hörpu sl. laugardagskvöld og var svo fram haldið sunnudagskvöld. Alls hafa átján hljómsveitir því keppt um að komast í úrslit og fjórar náð þeim áfanga. Í kvöld keppa svo níu hljóm- sveitir til: Appolló, Davið Rist, Eilíf sjálfsfróun, Kokonutbae, Konfekt, Merkúr, Rós, Silent Sounds og Stef- an Thormar. Keppnin hefst kl. 19.30 í kvöld líkt og önnur undankvöld. Úr- slitin verða svo haldin á sama stað laugardaginn 6. apríl. Verðlaun á Músíktilraunum eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti, en einnig eru veitt verðlaun fyrir hljóðfæra- slátt, söng og íslenska texta. Hljóm- sveit fólksins er valin í símakosningu. Einnig eru veitt verðlaun fyrir Raf- heila Músíktilrauna. Nýjung þetta ár er svonefndur Hitakassi, sem stendur þeim hljómsveitum til boða sem kom- ast í úrslit, en það er nýliðanámskeið í hljómsveitaiðju haldið í samvinnu við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík.  Kokonutbae Drengur Arnar Krist- jánsson kemur fram undir listamannsnafn- inu Kokonutbae, spilar á MIDI-hljómborð og rappar. Hann er tví- tugur Reykvíkingur sem byrjaði að semja tónlist og texta á síð- asta ári. Merkúr Eyjamennirnir Arnar Júlíusson, Trausti Már Sigurðarson, Mikael Magnússon og Birgir Þór Bjarnason kalla sig Merkúr. Arnar og Trausti spila á gítara og syngja, Arnar aðalrödd, Mikael spilar á trommur og Birgir á bassa. Arnar og Birgir eru 19 ára, en Trausti og Mikael 16 ára. 1. desember sl. gáfu þeir út plötuna Apocalypse Rising.  Konfekt Tríóið Konfekt er frá Seltjarnarnesi skipað þeim Evu Kolbrúnu Kolbeins trommuleikara, Önnu Ingibjörgu Þorgeirsdóttur hljómborðs- og gít- arleikara og söngkonu og Stefaníu Helgu Sigurðardóttur gítar og pí- anóleikara og bakraddarsöngkonu. Þær eru allar tvítugar og hafa spilað með ýmsum hljómsveitum áður en þær stofnuðu Konfekt.  Davíð Rist Ísfirðingurinn Davíð Sighvatsson, sem notar listmannsnafnið Davíð Rist, snýr nú aftur í Músíktil- raunir, en hann tók þátt 2016 og 2018. Davíð, sem er 24 ára gam- all, leikur á gítar og syngur. Hann er nú á síðustu önn sinni við Listaháskóla Íslands þar sem hann hefur síðustu tvö ár lagt stund á laga- og textasmíði. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 » Megi þá helvítis bylt-ingin lifa nefnist myndlistarsýning Stein- gríms Eyfjörð sem opn- uð var í fyrradag í Hverfisgalleríi. Er það önnur einkasýning Steingríms í galleríinu og eru verkin einkum unnin á álplötur og fjalla mörg um hugtök á borð við kommúnisma og kap- ítalisma sem hann segir orðin merkingarlaus. Sýning Steingríms Eyfjörð, Megi þá helvítis byltingin lifa, var opnuð í Hverfisgalleríi um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagar Einar Már Guðmundsson rithöfundur með listamanninum Steingrími Eyfjörð. Á opnun Snorri Ásmundsson. Dagný Gísladóttir og Páll Haukur Björnsson. Listunnendur Jóhanna Karlsdótir og Guðlaugur Leóson. Forvitnileg Gestir virða fyrir sér forvitniileg verk Steingríms í Hverfisgalleríi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.