Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 23
arinnar var að kanna algengi hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi sem þá voru í miklum vexti og finna helstu áhættuþætti þeirra svo unnt yrði að beita árangursríkum forvörnum. Nikulás var yfirlæknir MONICA- rannsóknarinnar sem var hóprann- sókn á vegum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar sem Íslendingar tóku þátt í frá 1981 og er stærsta faraldsfræðilega rannsókn sem gerð hefur verið á heímsvísu. Með MO- NICA-rannsókninni safnaði Hjarta- vernd ómetanlegum upplýsingum um tíðni kransæðastíflu meðal Ís- lendinga á aldrinum 25-74 ára, um áhættuþætti hjarta- og æða- sjúkdóma og meðferð. Nikulás stýrði einnig fleiri grundvallar- rannsóknum Hjartaverndar eins og Reykjavíkurrannsókninni, sem lagt hafa grunninn að þekkingu á helstu áhættuþáttum hjarta- og æða- sjúkdóma á Íslandi og verið undir- staða markvissra forvarna gegn þessum sjúkdómum. Meðfram læknisstörfunum hefur Nikulás ávallt lagt stund á vatnslita- málun og spannar málaraferillinn nú rúmlega 70 ár en nýjustu verk hans eru frá síðasta ári. Nikulás er að mestu sjálfmenntaður í málara- listinni en hann sótti Skóla frí- stundamálara 1947-48 þar sem hann naut leiðsagnar Kjartans Guðjóns- sonar, auk þess sem hann sótti um skeið einkatíma hjá nokkrum þekkt- um vatnslitamálurum. Í gegnum tíð- ina hefur hann haldið fjölda einka- sýninga og einnig tekið þátt í samsýningum. Verk eftir Nikulás eru m.a. í eigu Seðlabanka Íslands, sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, Hótels Sögu, SÍBS, Hjartaverndar og Læknafélags Íslands, Noregs og Finnlands. Einnig hefur hann mynd- skreytt tímaritaforsíður og málað frímerki fyrir Neistann. Í tilefni af stórafmælinu opnaði um helgina yf- irlitssýning á vatnslitamyndum hans í Hannesarholti við Grund- arstíg sem stendur til 7.apríl. Þar má sjá sýnishorn frá öllum ferlinum allt frá unglingsárum og fram til 2018. Nikulás og Guðrún eiginkona hans hafa ávallt haft mikið yndi af ferðalögum innanlands og fóru á hverju sumri vítt og breitt í tjald- ferðalög með börnin fimm og nutu útivistar í náttúrunni um leið og sótt var myndefni og innblástur í list- sköpunina. Fjölskyldan öll hefur mikla ánægju af stangveiði og há- punktur sumarsins eru árlegar fjöl- skylduferðir í Veiðivötn sem eru án efa uppáhaldsstaður Nikulásar á landinu að öðrum ólöstuðum. Fjölskylda Eiginkona Nikulásar er Guðrún Þórarinsdóttir, f. 12. 2. 1935, þýð- andi og móttökuritari. Foreldrar hennar voru Þórarinn Helgason, f. 14.10. 1885, d. 14.8. 1976, bóndi á Látrum í Mjóafirði, N-Ís., og Hjálm- fríður Lilja Bergsveinsdóttir, f. 1.2. 1910, d. 10.10. 1993, ljósmóðir, síðast búsett í Kópavogi. Hún var seinni kona Þórarins, en þau skildu. Börn Nikulásar og Guðrúnar eru: 1) Sigfús Þór, f. 6.12. 1957, læknir, sérfræðingur í meinafræði og lektor við Háskóla Íslands; 2) Hjálmfríður Lilja, f. 3.1. 1960, hjúkrunar- fræðingur, gift Ara Harðarsyni stjórnunarfræðingi; 3) Sigríður Anna Elísabet, f. 24.12. 1963, myndlistarmaður og kennari, gift Jóni Herði Jónssyni flugstjóra; 4) Sigrún, f. 17.9. 1967, fram- kvæmdastjóri og leirlistarmaður; 5) Sólveig, f. 5.12. 1972, verkefnastjóri og kennari, gift Arnari Arnarssyni verðbréfamiðlara. Nikulás og Guð- rún eiga 16 barnabörn og 13 barna- barnabörn. Systkini Nikulásar: Kristín Guð- ríður, f. 3.9. 1919, d. 26.10. 1982, hús- móðir; Ragna Valgerður, f. 30.11. 1920, 10.4. 1998, snyrtifræðingur og saumakona; Sigríður Hrefna, f. 4.12. 1923, d. 27.1. 1991, kennari, Sig- urður, f. 15.12. 1931, verkfræðingur, og Eggert, f. 25.10. 1939, lyfjafræð- ingur. Foreldrar Nikulásar voru hjónin Sigfús Sigurðsson, f. 24.1. 1892, d. 26.3. 1950, skólastjóri Hvolsskóla og bóndi á Þórunúpi, og Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir, f. 3.10. 1897, d. 12.7. 1963, húsfreyja á Þórunúpi. Nikulás Þórir Sigfússon Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja í Sogni í Kjós Páll Einarsson bóndi og gullsmiður í Sogni í Kjós Ragnhildur G. Pálsdóttir húsfreyja á Kirkjulæk Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir húsfreyja á Þórunúpi Nikulás Þórðarson bóndi og kennari á Kirkjulæk í Fljótshlíð, stundaði lækningar Sigríður Nikulásdóttir húsfreyja í Tungu Sigurður Sigfússon erkfræðingur í Rvíkv Ragna Sigurðardóttir rithöfundur Eggert Sigfússon yfjafræðingur í Rvíkl Kristján Eggertsson arkitekt í Danmörku Þórður Ívarsson bóndi í Tungu og Ormskoti í Fljótshlíð Bogi Andersen læknaprófessor í Bandaríkjunum Þorkell Þórðarson verkamaður í Eyjum Húnbogi Þorkelsson verkstjóri í Eyjum Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Steinmóðarbæ Þorsteinn Ólafsson bóndi í Steinmóðarbæ undir V-Eyjafjöllum Guðríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Þórunúpi Sigurður Sighvatsson bóndi á Þórunúpi í Hvolhreppi, Rang. Steinunn Ísleifsdóttir húsfreyja í Eyvindarholti undir V-Eyjafjöllum Sighvatur Árnason bóndi í Eyvindarholti og síðar alþingismaður Rangæinga Úr frændgarði Nikulásar Sigfússonar Sigfús Sigurðsson skólastjóri Hvolsskóla ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 Gunnar Jónsson fæddist 1.apríl 1899 í Hléskógum íHöfðahverfi, S-Þing. For- eldrar hans voru hjónin Jón Þórarinsson, f. 1870, d. 1943, bú- fræðingur, frá Litlu-Sigluvík á Sval- barðsströnd, og Helga Kristjáns- dóttir, f. 1869, d. 1952, húsmóðir frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal. Gunnar ólst upp með foreldrum sínum í Hvammi við Dýrafjörð fram yfir fermingu og lærði skipasmíðar í Reykjavík hjá Magnúsi Guðmunds- syni á árunum 1916 til 1919. Hann starfaði síðan hjá kennara sínum fram til ársins 1921. Á árunum 1921 til 1923 vann Gunnar við smíðar og sjómennsku við Dýrafjörð og skipasmíðar og skipaviðgerðir á Akureyri frá 1923 til 1939, að frátöldum tveimur árum sem hann starfaði á Siglufirði. Gunnar varð yfirsmiður á skip- smíðamiðstöð KEA á Akureyri árið 1939 til starfsloka árið 1952. Smíðaði hann á þriðja tug skipa yfir 12 smá- lestir að stærð og er Snæfell þeirra stærst, 166 smálestir, smíðað á ár- unum 1940-1943. Snæfell var á þeim tíma stærsta skip smíðað á Íslandi. Af stærri skipum Gunnars má nefna Hilmi, sem var 87 smálestir og varð- skipið Óðin, sem var 73 smálestir. Auk þess smíðaði hann fjölda trillu- og snurpunótabáta. Eftir Gunnar liggja fjölmargar teikningar af bát- um og skipum sem hann smíðaði. Gunnar eignaðist sjö börn. Ólafur var þeirra elstur, f. 1919, d. 2004, og var móðir hans Gíslína Ólöf Ólafs- dóttir. Gunnar kvæntist Ingibjörgu Veróniku Ásbjörnsdóttur, f. 12.3. 1901, d. 1.1. 1932, og átti með henni Tryggva, f. 1921, d. 2009, og Báru, f. 1925, d. 1999. Með síðari eiginkonu sinni, Sólveigu Kristjönu Þórðar- dóttur, f. 19.6. 1902 í Eiðhúsum, Miklaholtshr., Hnapp., d. 12.3. 1975, eignaðist hann Önnu Lísu, f. 1934, d. 2011, Halldóru, f. 1936, d. 2010, Gunnar, f. 1940, og Helgu, f. 1945. Gunnar var síðast búsettur í Kópavogi. Hann lést 27. október 1960. Merkir Íslendingar Gunnar Jónsson 90 ára Nikulás Þórir Sigfússon Thorgerd Elísa Mortensen 85 ára Gunnþórunn Hvönn Einarsdóttir Reynir Hjörleifsson 80 ára Margrét Stefanía Pétursdóttir 75 ára Ásdís Þorsteinsdóttir Elínborg Þorsteinsdóttir Hlín Daníelsdóttir Margrét Cornette Svanhildur Sigurjónsdóttir 70 ára Aðalheiður K. Ingólfsdóttir Ásbjörn Jóhannesson Björn J. Guðmundsson Eva María Gunnarsdóttir Guðjón Guðmundsson Helga Einarsdóttir Hrefna Steinþórsdóttir Ingimar Halldórsson Ingólfur Magnússon María Karlsdóttir María Sigurðardóttir Sigurður Friðriksson Steingrímur Benediktsson Xiuhui Chen 60 ára Carlos Duarte M. Alves Franca Gísli Sigurðsson Guðjón Stefánsson Hrafnhildur Jóhannsdóttir Hugrún Stefánsdóttir Jóhanna Jakobsdóttir Jón Ragnar Kristjánsson Karl Kristinn Andersen Margrét Elíasdóttir Sigurður V. Dagbjartsson Sólveig Jónsdóttir Þórarinn B. Guðmundsson 50 ára Andri Hrannar Einarsson Anna Elísabet Sævarsdóttir Brynja Ingólfsdóttir Chiraphon Chotnok Edda Lára Kaaber Egill Jón Björnsson Elísabet Pétursdóttir Elva Björk Guðmundsdóttir Grazyna Stefania Beben Hafþór Freyr Sigmundsson Hjördís Björg Pálmadóttir Högni Harðarson Inga Hrönn Sverrisdóttir Ingibjörg Hauksdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Jóna Hólmbergsdóttir María Guðný Sigurgeirsd. Nga Fan Cheung Rakel Steinvör Hallgrímsd. Sigrún Jónsdóttir 40 ára Aðalheiður Ýr Thomas Arna Grímsdóttir Arnþór Magnússon Brynja Björk Jónsdóttir Edyta Jagusiak Elías Þór Haraldsson Hera Grímsdóttir Jurijs Kosarenoks Pratap Singh Negi Steingrímur Friðgeirsson 30 ára Dawid M. Lukaszewicz Eyrún Ósk Elvarsdóttir Guðrún Magnúsdóttir Helga Guðbjarnardóttir Hrafn Bjarnason Mateja Anna Deigner Natalia Trochym 40 ára Arna er úr Breið- holti en býr í Kópavogi. Hún er lögfr. og frkvstj. lögfræðisviðs Reita fast- eignaf. og stjórnarform. UN Women á Íslandi. Maki: Þorbjörn Sigur- björnsson, f. 1978, kenn- ari í Versló. Börn: Hrafn, f. 2007, Arnbjörn, f. 2009, og Kolbeinn, f. 2014. Foreldrar: Grímur Valdi- marsson og Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir. Arna Grímsdóttir 40 ára Hera býr í Kópa- vogi, hún er verkfræð- ingur og forseti iðn- og tæknifræðideildar HR. Maki: Björn Traustason, f. 1967, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags. Börn: Herdís, f. 2007, og Salka, f. 2009. Foreldrar: Grímur Valdi- marsson, f. 1943, og Arn- björg Edda Guðbjörns- dóttir, f. 1943, fyrrverandi framkvæmdastjórar. Þau eru búsett í Kópavogi. Hera Grímsdóttir 30 ára Eyrún Ósk er Njarðvíkingur, hún er fótaaðgerðafræðingur og sjúkraliði og rekur Fóta- aðgerðarstofu Eyrúnar. Maki: Hafsteinn Sveins- son, f. 1993, tollvörður. Börn: Elvar Berg, f. 2010, og Dagný Eir, f. 2017. Foreldrar: Elvar Gott- skálksson, f. 1963, og Hulda Örlygsdóttir, f. 1962, búsett í Reykja- nesbæ. Eyrún Ósk Elvarsdóttir Til hamingju með daginn SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.