Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.04.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. APRÍL 2019 ✝ Helgi Sigurðs-son fæddist á Akranesi 22. sept- ember 1945. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans 24. mars. 2019. Foreldrar Helga voru hjónin Sig- urður Helgason f. 6. mars 1907, d. 9. júní 1996, og Helga Gunnarsdóttir, f. 23. ágúst 1916, d. 19. maí 1996. Systir Helga var Sigrún Erla Sigurðardóttir, f. 30. júlí 1937, d. 24. desember 2015. 12. október 1969 giftist Helgi Stefaníu Sigmarsdóttur, f. 21. Helgi nam málaraiðn við Iðn- skólann á Akranesi og lauk sveinsprófi árið 1966 og fékk meistararéttindi árið 1969. Hann fór til Århus haustið 1968 til að vinna sem málari síðan til Odense þar sem að hann eyddi vorönninni í fagskóla fyrir mál- ara. Helgi átti og rak ásamt Jóni Sigurðssyni frænda sínum og Þórði Árnasyni Málningarþjón- ustuna á Akranesi og starfaði þar til ársins 1999. Málning- arþjónustan var bygginga- vöruverslun og verktakafyr- irtæki. Eftir að fjölskyldan flutti í Kópavog starfaði hann fyrst um stuttan tíma í málning- arvöruverslun Sjafnar á Snorra- braut en síðan í Byko til starfs- loka. Útför Helga fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 1. apríl 2019, klukkan 13. nóvember 1945. Börn Helga og Stef- aníu eru: 1) Guð- ríður Helgadóttir, f. 11. september 1969, maki Mikael R. Ólafsson, f. 11. apríl 1965, þeirra börn eru: a) Helga Mikaelsdóttir, f. 13. mars 1998, b) Ágústa Mikaels- dóttir, f. 23. ágúst 2000, c) Ólafur Mikaelsson, f. 1. mars 2004. 2) Helga Helgadótt- ir, f. 19. júní 1972, d. 20. maí 1993. 3) Sigurður Helgason, f. 4. ágúst 1978, sambýliskona Snæ- dís Xyza Mai Jónsdóttir Ocampo, f. 1. nóvember 1989. Afi Helgi var einn af þeim sem hafa haft hvað mest áhrif á hver ég er í dag. Hann hvatti mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur, hafði gífurlega þægilega nærveru, laðaði að sér fólk hvert sem hann fór og tók öllum opnum örmum. Speki hans fólst m.a. í að láta aldrei bíða eft- ir sér, leggja alltaf metnað í allt sem maður gerir og vera trúr sjálfum sér og öðrum. Undanfarna viku hafa margar minningar komið upp í huga mér samhliða því að smátt og smátt er ég að átta mig á að næst þeg- ar ég kem við í Lundi verður hann ekki þar. Stundirnar í bíl- skúrnum í Brekkuhjalla þar sem ég sat við hefilbekkinn og horfði á hann taka til og fékk, ef ég var heppin, súkkulaðimola úr gamla ísskápnum. Allar samræðurnar sem við áttum í göngunum fjöl- mörgu á Hrafnabjörgum og prófatarnirnar í Lundi þar sem afi sá til þess að mig vantaði aldrei kaffi. Mér er þó sérstak- lega minnisstætt þegar hann að- stoðaði mig við að kaupa minn fyrsta bíl. Alveg sama hvaða bílasölu við fórum á; alls staðar var hann búinn að fá sértilboð. Ekki nóg með að aðstoða mig við að velja bílinn þá hjálpaði hann mér líka við að fá bestu kjörin hjá tryggingafélaginu. Það var nefnilega afi, hann klárarði öll verkefni sem hann tók að sér og leysti þau alltaf vel. Elsku afi, lífið verður aldrei eins án þín enda snertir þú hjörtu svo ótrúlega margra í kringum þig. Ég trúi að einhvers staðar að ofan fylgist þú með okkur. Hver veit nema þú njótir núna náttúrufegurðar Hrafna- bjarga með Helgu þinni frá öðru sjónarhorni þar sem ekki varð úr páskaferðinni sem við öll hlökkuðum svo mikið til að fara í. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mér. Þín afastelpa, Helga. Helgi Sigurðsson, mágur minn, hefur verið einn af fjöl- skyldunni frá því að ég var ung- lingur eða frá því að hann kom á sjöunda áratugnum á heimili for- eldra minna til að mála nýbyggt hús. Hann sagði stundum frá því að hann hefði kynnst verðandi tengdaforeldrum sínum á undan konunni, honum hefur greinilega litist vel á þau því að skömmu síðar kynntist hann Stefaníu systur minni, þau tóku saman og giftust heima á Skeggjastöðum haustið 1969. Þau hófu búskap á Akranesi í húsi sem Helgi byggði þar, af snyrtimennsku og smekkvísi, með aðstoð föður síns húsasmíðameistarans. Sem unglingur í Reykjavík fór ég ófáar ferðir um helgar með gömlu Akraborginni til að heimsækja þau Helga og Stef- aníu á Akranesi og þar var mér ævinlega tekið með kostum og kynjum og frábærum veitingum. Á Akranesi bjuggu þau hjón til 1997, þar eignuðust þau þrjú börn en misstu eitt þeirra, tví- tuga dóttur, af slysförum. Við viljum trúa því að nú hafi þau feðginin hist aftur á öðrum stað. Frá Akranesi fluttu Helgi og Stefanía í Kópavog og bjuggu þar fyrst í Brekkuhjalla en síð- ustu ár í Lundi. Helgi var afskaplega dugleg- ur og iðjusamur maður og hafði yndi af að hafa fínt og snyrtilegt í kringum sig bæði innan húss og utan, fyrst á Akranesi, síðar í Kópavogi og jafnframt í sum- arhúsi þeirra hjóna að Hrafna- björgum. Þar er einstakur sælu- reitur sem ber verkum og handbragði Helga hvarvetna vitni. Þar mun fjölskylda hans áfram njóta þeirrar þrotlausu vinnu sem hann innti af hendi, fyrst fullfrískur en hin síðari ár meira og minna kvalinn af sínum sjúkdómi. Helgi talaði opinskátt um flesta hluti og þar á meðal sjúkdóm sinn sem hann kallaði gjarnan kvikindið. Hann hafði betur í þeirri baráttu lengur en nokkur þorði að vona, en þurfti nú að lúta í lægra haldi og lést þann 24. mars s.l. eftir stutta legu. Í þessu síðasta verkefni var hann röskur til verka eins og ævinlega á lífsleiðinni. Við Bjössi, börnin okkar og fjölskyldur þeirra þökkum fyrir allar góðu samverustundirnar með Helga og allt það sem hann hefur verið okkur. Við eigum eftir að sakna vinar í stað í sveit- inni, það skarð er vandfyllt, en við minnumst Helga með hlýhug og þakklæti og þær minningar lifa áfram. Aðalbjörg Sigmarsdóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við hinsta sinni okkar kæra vin Helga Sigurðs- son málarameistara. Erfiðri bar- áttu við ólæknandi sjúkdóm er lokið. Svo er endar ógn og stríð- in, en upp mun renna sigurtíðin, Oss þá kallar heim til hallar Himna Guð er lúður gjallar. Kristur hefur kallað vin sinn heim, eins og segir í Lúk 23.43: „í dag skaltu vera með mér í Paradís“. Þessi orð eru ennþá í fullu gildi og eiga við alla sem gefist hafa Kristi og tilheyra honum. Að lifa í trú felur einnig í sér að ganga í ljósinu. Leiðir okkar Helga lágu sam- an fyrir um hálfri öld, þegar Helgi og félagar hans Jón og Þórður hófu rekstur Málningar- þjónustunnar á Akranesi. Það tók okkur ekki langan tíma ná samkomulagi um viðskipti eftir að ég stofnaði Þýsk-íslenska hf. Þrátt fyrir að markaðurinn á Akranesi væri ekki stór tókst þeim samherjum að gera fyrir- tækið sitt Málningarþjónustuna á Akranesi að máttugu, fyrir- myndar fyrirtæki með verslun- arrekstur og verktakastarfsemi. Margar viðskiptaferðir fórum við Helgi saman til útlanda í þeim tilgangi að skoða nýjar vörur, verksmiðjur og framleið- endur byggingarvara. Alltaf var Helgi til fyrirmyndar í allri framkomu. Margar kærar minn- ingar koma upp í hugann. Eftir að Helgi og Stefanía fluttu búferlum á höfuðborgar- svæðið gerðist Helgi sölustjóri í BYKO. Þar tókst honum – á sama hátt og á Akranesi – að gera málningardeildina eftir- sótta og vinsæla hjá fagmönnum jafnt sem öðrum viðskiptavinum. Stefanía og Helgi eignuðust þrjú börn. Elst er Guðríður, sem getið hefur sér afbragðsgott orð fyrir fyrir störf og þjónustu í viðskiptalífinu og nú hjá IKEA í Reykjavík. Helga lést ung í um- ferðarslysi en Sigurður starfar sem veitingastjóri og fram- leiðslustjóri hjá Hótel Sögu. Hann hefur hlotið margar al- þjóðlegar viðurkenningar í mat- framleiðslukeppnum. Dóttirin Helga, sem lést í umferðarslysi, var afar glæsileg og efnileg stúlka og yndi foreldra sinna. Síðustu árin höfðum við Helgi það sem venju að hittast reglu- lega, spjalla saman og ræða okk- ar mál, stöðu trúmála, þjóðmála, dægurmálin og eiga stundum bænastund saman. Ég minnist óteljandi samtala okkar um lífið og tilveruna, sem lyftu upp and- anum og auðguðu ímyndunar- aflið. Helga fylgdi ævinlega ein- stakur hlýhugur og góðvild. Það var eins og honum tækist alltaf að móta þægilegt andrúmloft í kringum sig. Trúin var í lífi hans. Enginn vafi er á því, að trúin og bænin var það sterka afl sem hjálpaði honum í gegn síðustu árin. Mér er líka ljóst að hið nána og ástríka samband hans við sína einstöku og fram- úrskarandi góðu eignkonu – Stefaníu – og börnin – mótaði viðhorf hans og tilveru og gaf honum andlegan styrk, lífsþrótt, glaðværð og jákvætt viðhorf til lífsins. Starfs- og æviferill hans sýnir glöggt hversu mikils trausts hann naut og hversu víða hann lét gott af sér leiða. Eftir lifir minningin um vandaðan mann og leiðtoga, sem átti fram- úrskarandi elskulega eiginkonu Saman voru þau nærgætin, um- hyggjusöm og heiðarleg í öllum samskiptum. Við Kolbrún kveðjum Helga með virðingu og þakklæti fyrir að eiga vináttu hans og fjöl- skyldunnar í marga áratugi. Megi algóður Guð blessa og varðveita Stefaníu, börnin, barnabörnin og fjölskylduna alla. „Fræð hinn unga um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ Orðskviðirnir 22.6 Kolbrún og Ómar Kristjánsson. Í dag kveðjum við góðan dreng. Ekki er hægt að hugsa sér betri vinnufélaga og vin en Helga málara, eins og hann var alltaf kallaður í BYKO. Hann var fagmaður fram í fingurgóma við allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Alltaf var hægt að leita til Helga með öll heimsins vandamál. Hann leysti þau með okkur með sinni stóísku ró og yf- irvegun, fór vel yfir allar hliðar vandamálsins og þau voru hugs- uð upp á nýtt og leyst í samein- ingu. Þetta kallaði Helgi sýslu- mannsaðferðina því svona hafði sýslumaðurinn heima á Akranesi leyst málin. Helgi lá ekki á skoð- unum sínum og var ófeiminn að láta þær í ljós, en ávallt með fag- legum hætti, vel ígrundaðar og rökstuddar. Skipti þá ekki máli hvort það var við viðskiptavini eða samstarfsfólk. Hann var allt- af búinn að hugsa hlutina vel og vandlega og kom með lausnir um hvað mætti betur fara og hvernig ætti að standa að málum og var svo ekkert að erfa það þótt menn tækju ekki tilsögn. Helgi hélt áfram að koma til okkar í BYKO eftir að hann hætti störfum. Hann fékk sér kaffi, ræddi málin og var alltaf með einhverjar áætlanir í gangi og eitthvað á prjónunum. Nú síðast fyrir þremur vikum sagði hann okkur hvað hann hafði ver- ið að dunda sér í vetur, hann var byrjaður að mála aftur, en sagði svo glottandi „á striga“. Þar var sannarlega sami fagmaðurinn að verki, stórkostleg listaverk. Kæri Helgi, takk kærlega fyrir samstarfið og allar heimsóknirn- ar. Hvíl í friði. Hver minning er dýrmæt perla. Fyrir hönd starfsfólks BYKO, Andrés Eyberg Jóhannsson. Helgi Sigurðsson Mér finnst eins og gerst hafi í gær, að ég sat fimm ára í fangi Diddu minnar. Næstum eins og að sitja í fangi minnar eigin mömmu. Hann var hlýr faðmurinn hennar Diddu. Didda var konan hans Víðis Finnboga, bróður hans Kalla Finnboga pabba míns. Bæði voru þau hjón mér undurgóð alla tíð. Ég varði ófáum stundum, jafnvel dögum og vikum á þeirra heimili sem barn og unglingur. Einu sinni vegna nokkurra vikna ferðar for- eldra minna til útlanda og svo bara af því mig langaði svo, mig langaði svo að vera hjá þeim, en auðvitað voru það stelpurnar þeirra, Anna Jóna, Stella og svo Berglind, síðar, aðalaðdráttarafl- ið. Þær voru mér sem systur og eru allar enn. Við vorum allar á sama aldri og baukuðum ýmislegt í Laugarneshverfinu fyrir margt löngu. Ærslagangur hlýtur að hafa fylgt okkur en ég minnist þess ekki að Didda hafi nokkurn tíma skipt skapi. Stundum bar við að söknuður sótti að mér, þegar ég var í langri dvöl hjá Diddu og Víði, en þá var Karen Júlía Magnúsdóttir ✝ Karen JúlíaMagnúsdóttir fæddist 4. apríl 1931. Hún lést 19. mars 2019. Útför Karenar fór fram 29. mars 2019. ljúfi faðmurinn hennar Diddu, hún þurrkaði blóð og þerraði tár. Á morgnana bauð Didda upp á fram- andi morgunverð, góðgæti sem var ekki hægt að fá í búðum á Íslandi þess tíma, en Víðir var í siglingum og sá okkur hinum fyrir alls kyns framandi og spennandi mat, fötum, dóti og alltaf fékk Didda eitthvað fallegt frá Víði sín- um þegar hann kom heim eftir langa fjarveru á sjónum. Vinskapur okkar hélst óbreytt- ur þó ég eltist og eignaðist mína fjölskyldu. Hún hafði yndi af börn- unum mínum og þau fóru oft með mér til Diddu í kaffi og auðvitað voru kökur á borðum Minnisstæð er hlýja hennar, þegar mótdrægni lífsins fór ham- förum yfir mína tilveru. Fyrir það þakka ég eilíflega. Þar var mömmufaðmurinn kominn aftur. Mér þótti óskaplega vænt um Karenu Júlíu eins og hún hún hét fullu nafni, hana Diddu mína, sem var hálfur Færeyingur og bar þess merki með svo skemmtileg- um hætti. Didda fór stundum í færeyska gírinn og reytti af sér brandara á blandaðri færeysku, hæfileiki sem dætur hennar hafa fengið í arf og er gjarnan flaggað á góðum stund- um. Hún hafði einhvern meðfædd- an hæfileika til að skemmta öðrum og væri eflaust uppistandari í dag hefði hún fæðst áratugum síðar. En mikið þótti henni vænt um Færeyjarnar sínar og oft fórum við öll saman á skemmtanir í fær- eyska sjómannaheimilinu. Hún hélt í ræturnar sínar og Önnu móður hennar sem var færeysk. Didda var fæddur fagurkeri. Sjálf alltaf glæsileg til fara, jafnvel í eldhúsinu með svuntur sem voru hrein listaverk bjó hún Víði sínum fimm stjörnu morgunverð. Hann var svo sannarlega lukkunnar pamfíll hann frændi minn. Það er örstutt síðan Didda missti Bóa bróður sinn og ég efa ekki að það hafa orðið fagnaðar- fundir með þeim, og ekki síður með Diddu og mömmu minni, Lillu svilkonu hennar. Þær voru nánar og voru báðar límið í fjölskyldunni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig og minningu þína. Elsku Víðir frændi, Anna Jóna, Stella, Berglind, Harpa og fjöl- skyldur ykkar. Mikil er ykkar missir og ákveðnum kafla í lífinu lokið. Hugur minn er hjá ykkur, elsku fjölskylda mín. Ykkar Jóna Dóra. Í dag kveðjum við kæra vin- konu, Karen Júlíu Magnúsdóttur. Didda, eins og Karen Júlía var ætíð kölluð, og Víðir, eftirlifandi eiginmaður hennar, hafa á lífsleið minni verið tengd mér og eigin- konu minni, Jónu Gróu Sigurðar- dóttur, sem lést fyrir nokkrum ár- um, órjúfanlegum vinaböndum – kærleikstengslum, sem aldrei hef- ur borið skugga á. Ég finn til mikils söknuðar nú þegar Didda kveður eftir góða ævi. Hamingjusöm ævi líður allt of fljótt. Gógó og Didda voru miklar vin- konur og með þeim var margt líkt. Fjölskyldan og velfarnaður henn- ar, ættræknin og væntumþykja fyrir öllum var þeim samofin. Diddu fylgdi líka glens og gaman og gamlir og góðir málshættir, sem alltaf í lífinu eiga við. Það hljóta að vera fagnaðarfundir með þeim vinkonum í því himnaríki sem allir eru kallaðir til. Þar munu þær við alvöru, glens og gaman, bíða og rækta fjölskyldu og vina- hópinn. Didda naut þeirrar gæfu að fara fyrir fallegri og dugmikilli fjölskyldu, þar sem hún stóð í stafni með eiginmanni sínum og börnum, sem eru af bestu gerð. Metnaður fyrir heimilishaldi og fjölskyldunni allri var mikill. Didda og Víðir hafa verið okkur Gógó samferða um flest. Við kynntumst á unglingsárum við skíðaiðkun og skemmtanir og reistum okkur bústað fyrir fjöl- skyldur okkar í Laugarnesi, við á Laugarnesvegi og þau á Kepps- vegi. Þar var stutt á milli vina. Við höfum átt langa og góða ævi og samveru sem er stór hluti míns lífs. Við fórum saman í ferðalög hér heima og á erlendri grund. Siglingin okkar um Miðjarðarhaf- ið er ógleymanleg ferð og verður ætíð í minni höfð. Elsku fjölskylda, Víðir, Anna Jóna, Stella, Berglind, Harpa og barnabörn. Fallin er frá kær vin- kona og stórbrotin kona. Ég og fjölskyldan mín færum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Jónsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SVANHVÍT MAGNÚSDÓTTIR ljósmóðir, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 26. mars. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 3. apríl klukkan 15. Magnús Eðvald Kristjánsson Jónína Kristjánsdóttir Halldór Kristjánsson Ingibjörg Herta Magnúsdóttir Svanhvít Helga Magnúsdóttir, Steinn Örvar Bjarnarson Alexander Eðvald Magnússon Magnús Eðvald Halldórsson Magnea Marín Halldórsdóttir Elín G. Magnúsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON, Fífuseli 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 24. mars. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, 4. apríl klukkan 15.00. Margrét Anna Þórðardóttir Margrét Árnadóttir Jón Ingi Ríkharðsson Anna Kristín Árnadóttir Sara Patricie Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.