Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ SANTO DOMINGO OG PLAYA BAVARO 1.–14. NÓVEMBER ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS VERÐ FRÁ 499.900 KR. NÁNAR Á URVALUTSYN.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þó úti blési mikill vindur þá væsti ekki um fólk inni í nýrri hausaþurrkunarverksmiðju Lýsis, sem opnuð var í grennd við Þorlákshöfn síðdegis í gær. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, segir í samtali við Morgunblaðið að nýja verksmiðjan leysi þá gömlu af hólmi, sem staðsett hefur verið innanbæjar í Þorláks- höfn. „Það var orðið tímabært að endurnýja húsakostinn og um leið bæta staðsetninguna,“ segir Katrín. Bendir hún á að nýja verksmiðjan, nokkra kílómetra vestan við byggðina, eigi að geta verið í meiri sátt við samfélagið sökum fjarlægðar frá lyktinni sem af starfseminni staf- ar. Enn fremur sé hún til marks um grunnhugsun Lýsis hf., þ.e. fullnýtingu afurða og virðingu fyrir náttúrunni. Húsið er 2.500 fermetrar að stærð og með því mun af- kastagetan geta aukist um 40 til 50 prósent. „Gott flæði er í húsinu og þurrkunin verður bæði betri og fljótlegri. Það var margt sem við gátum bætt með því að hanna hús utan um starfsemina frá grunni,“ segir Katrín. Horfa til matvælaframleiðslu Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir svæðið sér- staklega hugsað fyrir matvælaiðnað sem lykt stafar af, en Lýsi er fyrsta fyrirtækið til að reisa þar byggingu undir starfsemi sína. Engin byggð sé nálægt og ríkjandi vindátt liggi ekki yfir íbúðabyggð. „Þetta styður við þau áform okkar sem snúa að sér- hæfingu í matvælavinnslu. Við höfum landrýmið, orkuna og kalda vatnið. Þegar þetta allt kemur saman þá verður til kjörinn vettvangur til matvælaframleiðslu. Vitandi það að á næstu fjörutíu árum þarf mannkynið að fram- leiða jafn mikinn mat og það hefur gert síðustu átta þús- und árin, er ljóst að í framleiðslu matvæla felast sífellt stærri sóknarfæri.“ Tilkoma flutningaskipsins Mykines, sem fer vikulega frá Þorlákshöfn til Rotterdam og aftur til baka, hefur skipt bæjarfélagið töluverðu máli að sögn Elliða. „Það sparast þarna átta til tólf klukkustundir á hvorri leið, miðað við þau skip sem koma að landi í Sundahöfn eða á Grundartanga,“ segir hann. „Það gerir það að verkum að verð er hagstæðara en varan er einnig fersk- ari þegar hún kemur á markað erlendis. Þetta hefur gjörbreytt rekstri útflutningsfyrirtækja í Ölfusi og á Suðurlandinu öllu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Opnun Fjölmennt var við opnun nýju verksmiðjunnar í gær. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Lýsis hf., ávarpaði starfsmenn fyrirtækisins og þá gesti sem saman voru komnir. Ný þurrkunarverksmiðja Lýsis opnuð í Þorlákshöfn  Fyrsta húsið sem reist er á nýju iðnaðarsvæði við bæinn Gleði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, gátu glaðst við opnunina. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Raforkuvinnsla á landinu jókst um 591 gígavattstundir (GWh) í fyrra eða um 3,1% milli ára og er aukningin álíka mikil og öll raforkunotkun á Suðurlandi. Um helmingurinn af auk- inni raforkuvinnslu fór til gagnavera. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð Orkuspárnefndar um raforkunotkunina á seinasta ári sem Orkustofnun hefur nú birt. Saman- lögð raforkuvinnsla í fyrra var 19.830 GWh. „Stórnotendur juku notkun sína á síðasta ári og mest var aukningin hjá gagnaverum eða rúmar 300 GWh. Notkun álveranna þriggja minnkaði smávægilega en aðrir stórnotendur juku notkun sína um rúmar 100 GWh mest vegna tilkomu PCC en á móti hætti kísilverið í Helguvík starfsemi fyrir rúmu ári síðan,“ segir m.a. í samantekt um ástæður aukinnar raf- orkuvinnslu á seinasta ári. Bent er á það í greinargerðinni að ef litið er yfir lengra tímabil megi merkja áhugaverðar breytingar svo sem að á síðustu tíu árum hefur raf- orkuvinnsla aukist um 3.363 GWh ,,sem jafngildir um 80% af raforku- notkun allra heimila og almenns at- vinnulífs á landinu að meðtalinni notkun vinnslufyrirtækja.“ Í greinargerðinni segir að eftir mikla aukningu almennrar forgangs- orku árin 2004 til 2007 hafi hægt á henni árið 2008 og síðan minnkaði hún í tvö ár. „En síðustu átta ár hefur hún aukist í sjö árum á bilinu 0,3 til 3,4 %/ár eða að meðaltali um 1,6% (hita- stigsleiðrétt). Aukning á árunum 2014 og 2015 er að hluta vegna tilkomu gagnavers á Suðurnesjum en minnk- un notkunar árið 2016 stafar af því að þá færðist það frá almennri notkun yfir í stórnotkun og svo hefði ekki ver- ið hefði aukningin 2016 verið 1,7%.“ Þegar skoðuð er skipting notkunar raforkunnar frá flutningskerfinu nið- ur á notendur má sjá að um 84% notk- unar beint frá flutningskerfinu, stór- notkunin, er vegna starfsemi álvera, 32% er vegna Fjarðaáls og 30% Norð- uráls. En bent er á að nýir notkunar- flokkar hafa verið að koma inn á und- anförnum árum eins og gagnaver sem eru með um 4% af þessari notkun og kísilver eru með 1% af notkuninni. „Árin 2009 og 2010 var samdráttur í almennri forgangsorku í flestum landshlutum. Síðustu átta ár hefur notkunin vaxið lítið á höfuðborgar- svæðinu en verulegar sveiflur hafa verið í aukningunni í öðrum lands- hlutum [...]. Á síðasta ári var aukning í öllum landshlutum og hún var mest á Suðurnesjum, væntanlega vegna mikillar uppbyggingar á svæðinu. Mikil aukning var einnig á Suðurlandi þar sem m.a. ferðaþjónusta hefur stuðlað að verulegri aukningu undan- farin ár. Á Vestfjörðum var einnig veruleg aukning á síðasta ári enda hefur atvinnulíf verið að styrkjast þar á undanförnum árum m.a. vegna upp- byggingar fiskeldis og kalkþörunga- vinnslu,“ segir í greinargerð Orku- spárnefndar. Raforkuvinnslan jókst umtalsvert Morgunblaðið/ÞÖK Orkunotkun Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 398 GWh í fyrra og jukust um 6,7% á milli ára.  Aukningin í fyrra var álíka mikil og öll raforkunotkun á Suðurlandi  Stórnotendur juku notkun sína  Mest aukning hjá gagnaverum eða rúmar 300 GWh.  Notkun álveranna minnkaði smávægilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.