Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Varðveist hefur handrit ísjálfsævisögubroti um æviGuðrúnar Ketilsdóttursem var vinnukona allt sitt líf. Hún fæddist 1759 og starfaði frá unga aldri á yfir 30 bæjum í Eyja- fjarðarsveit. Guðrún segir í ævi- sögubrotinu á mjög beinskeyttan og einlægan hátt frá lífi sínu, sam- skiptum við húsbændur og annað fólk, frá áreitni karlmanna og frá hjónabandi með eiginmanni sem var ótrúr. Einnig segir hún frá því hvernig hún á tímum þegar skepnur og fólk horféll á Íslandi náði þrátt fyrir stétt sína og stöðu að vinna sig upp í góða stöðu og eignast bústofn, hluti og klæði. Eftir skilnað við svik- ulan eiginmann sem rúði hana inn að skinni var hún á hrakhólum og end- aði ævi sína sem niðursetningur. Guðný Hallgrímsdóttir sagn- fræðingur gerði einsögurannsókn á ævi Guðrúnar sem gefin var út á bók árið 2013. Nýlega var bókin gefin út hjá Routledge í Bretlandi á ensku undir titlinum A Tale of a Fool?, en sú bók er miklu ítarlegri og lengri en sú íslenska. „Það er mikilvægt fyrir okkur að komast yfir heimildir frá alþýðu- fólki frá liðnum öldum og sérstak- lega heimildir þar sem fólk tjáir sig með eigin orðum, því mjög lítið er til í handritum af slíku efni. Ég þori nánast að fullyrða að ævisaga Guð- rúnar Ketilsdóttur sé eitt elsta varð- veitta heimild um sjálfstjáningu ís- lenskrar alþýðukonu. Þegar ég fór að skoða heimildir um fyrri tíma konur á handritadeild Landsbóka- safnsins, þá komst ég að því hversu lítið er varðveitt af sjálfstjáningu kvenna og að kvenna er helst getið sem eiginkvenna nafntogaðra karla og heimildir um þær eru iðulega vistaðar undir nöfnum karlanna sem þær tengdust. Rétt eins og það væri nauðsynlegt að réttlæta það að eitt- hvert ómerkilegt pár frá konum væri varðveitt og skráð sérstaklega. Þetta væru eftir allt saman eigin- konur, dætur eða jafnvel mæður þekktra Íslendinga, mannanna sem skópu söguna. Sú aðferð við skrán- ingu handrita hefur til að mynda leitt til þess að íslenskar konur, og þá einkum og sér í lagi alþýðukonur, eru nánast ósýnilegar í menningar- sögu fyrri alda,“ segir Guðný og bætir við að hún hafi einnig orðið undrandi þegar hún sá að konur voru ekki einu sinni nafngreindar sem bændur í bændatölum sem hún skoðaði. „Þó vitum við að konur voru líka bændur, til dæmis ekkjur og einstæðar mæður. Guðbjörg móðir Guðrúnar var til dæmis ein- stæð móðir 23 ára gömul og borgaði skatta og skyldur af sínu búi,“ segir Guðný sem varð svolítið móðguð fyrir hönd Guðrúnar Ketilsdóttur þegar hún sá að eigin- maðurinn Illugi var skráður í ætt- fræðiritum sem bóndi á Hofi í þeirra búskap, en ekki Guðrún. „Samt var það hún sem hafði skaffað allan bú- stofninn sem búskussinn Illugi sól- undaði í hjákonur sínar.“ Féll fyrir flagaranum Illuga Ævisaga Guðrúnar er orðrétt eftir henni höfð og rituð upp jafn- óðum og hún segir frá. Þegar saga Guðrúnar er lesin kemur glögglega fram hversu sterk og kjörkuð hún hefur verið, þrátt fyrir bága stöðu sína sem vinnukona á heimilum ann- arra. Hún fer þó oftar en einu sinni til yfirvaldsins og segir farir sínar ekki sléttar hjá húsbændum. Og hún lemur frá sér karla sem áreita hana og reyna að nauðga henni, sem gefur sannarlega sýn inn í raunveruleika vinnukvenna á átjándu öld. „Að Guðrún slái þessa karla óhikað frá sér sýnir okkur líka að hún hafði bein í nefinu. Hún var ein- stæðingur og þurfti að treysta alfarið á sjálfa sig. Því miður fellur hún þó kylliflöt fyrir flagaranum Illuga sem hún giftist, en hann kippti öllu undan henni. Þegar hún skilur við hann er hún orðin stórskuldug og lendir aft- ur í vinnumennsku. Hún missir þá líka frá sér eina barnið sem þau Ill- ugi áttu saman, en konur gátu ekki alið önn fyrir börnum sínum ef þær voru einar í vinnumennsku. Þetta hlýtur að hafa tekið sinn toll af henni, að vera svipt öllu; einkasyni, búslóð, skepnum og klæðum sínum. Hún var eðlilega enn mjög bitur þegar hún á áttræðisaldri rifjar upp ævisögu sína, þá orðin einstæðingur því sonur hennar drukknaði ungur.“ Hörmungar og hungur Vinnukonan Guðrún skefur ekkert utan af hlutunum í frásögn sinni, enda hafði hún engu að tapa, var þá orðin gömul og hálfkarlæg. „Fyrir vikið lætur hún allt flakka, sem gefur okkur raunsanna mynd af lífi hennar. Í frásögninni birtist okkur allt önnur mynd en sú sem okkur er oft sýnd, af undir- gefnum og beygðum vinnukonum. Guðrún er harðdugleg og farsæl vinnukona sem vinnur sig upp í góða stöðu á sýslumannsheimili og hjá hreppstjórum. Hún kom sér upp þó nokkrum eigum og var til dæmis umtalsvert efnaðari en Illugi þegar þau taka saman. Hún átti meðal ann- ars fimm kistur, súrtunnu fulla af góðgæti, á annan tug kinda og góð klæði. Illugi hafði verið í niðursetu allt frá unga aldri og nánast fram að þeim tíma sem þau kynnast. Þeir sem lentu á sveit voru í skuld við hreppinn, sem kostað hafði framfæri viðkomandi. Illugi hafði aðeins verið í vinnumennsku í örfá ár þegar þau giftast, en Guðrún verið miklu leng- ur í vinnumennsku, eða allt frá ung- lingsaldri. Hann lagði því tæplega nokkuð til búskaparins. Þegar mað- ur leggst djúpt yfir þær takmörkuðu heimildir sem varðveist hafa þá er ýmislegt nýtt hægt að lesa út úr þeim. Til að mynda að oft voru konur mun betur stæðar en við höfum átt- að okkur á. Guðrún var til dæmis augljóslega vænlegt kvonfang með allar sínar eigur, dugnað og verkvit. Það var því sárt að sjá hvernig hjónaband hennar með Illuga fór með hana,“ segir Guðný og bætir við: „Ég held að íslenskar konur hafi verið sterkar og sjálfstæðar þá, rétt eins og núna. Guðrún var merkileg kona í alla staði. Hún hlýtur að hafa verið mjög hraust, því hún lifir af miklar hörmungar og hungur á tím- um móðuharðinda og varð háöldruð. Ég man eftir því þegar ég las ævi- sögu Guðrúnar í fyrsta skipti. Aldrei fannst mér ég hafa fundið eins sterkt fyrir fortíðinni og ég var svo uppnumin af frásögninni að ég ímyndaði mér að Guðrún sjálf hefði kannski snert handritið sem ég var með í höndunum. Þarna fannst mér ég loksins finna konu sem ég tengdi við, því þó orðfæri frásagnarinnar væri fornt þá var einhver kjarni í sögunni sem var svo sannur. Guðrún Ketilsdóttir birtist lesendum ekki þjökuð af minnimáttarkennd og skorti á sjálfstrausti. Þvert á móti kemur hún manni fyrir sjónir sem sterkur og hæfileikaríkur einstakl- ingur með mikla réttlætiskennd sem leitaðist við að skapa sjálf eigin ör- lög. Ég hef heldur aldrei skilið þá mynd sem svo oft er dregin upp af formæðrum okkar að vera alltaf að afsaka sig á að vera til.“ Þjófótt samferðafólk Í ævisögunni segir Guðrún hlut- ina umbúðalaust án þess að vera með nokkurn tepruskap. Hún lætur fólk hafa það óþvegið sem fór illa með hana, kallar Illuga til dæmis þræl og fant sem lá í öðru kvenfólki eins og brókinni sinni. „Þegar hún lýsir Illuga við þeirra fyrstu kynni segir hún hann hafa verið álitlegan, bjartan yfirlit- um og vel klæddan. Hann hefur væntanlega verið sjarmatröll og hann var líka þó nokkuð yngri en hún. En Guðrún kemst fljótt að því að hann er úlfur í sauðargæru, eins og hún orðar það sjálf. Hann byrjaði að halda fram hjá henni strax í fyrstu vistinni sem þau voru í og hélt því áfram þar til hjónabandinu lauk, því hann „fór stelpu af stelpu“, eins og Guðrún segir sjálf. Hún virðist aldrei hafa fyrirgefið honum að hafa blekkt hana.“ Guðný segist hafa fundið heim- ild um eigur Guðrúnar sem seldar voru á uppboði eftir andlát hennar. „Við það öðlaðist ég skýrari mynd af persónu hennar. Hún hafði verið í niðursetu í að minnsta kosti fjögur ár áður hún dó en á svo löngum tíma hefur sennilega veru- lega gengið á eigur hennar. Þannig mætti ætla að verðmæti sem Guðrún var ekki í standi til að nýta eða sem hún gat vel komist af með á síðustu árum ævinnar, hafi hún verið búin að losa sig við eða skipta í önnur verðmæti sem nýttust betur. Eflaust vantaði hana hlýrri rúmfatnað, hent- ugri matvæli, meira brennivín og tóbak eða jafnvel þjónustu við að koma sér á milli bæja og í kaupstað. Eigurnar sem eftir voru við andlát Guðrúnar voru því allt gripir sem nýttust og skiptu hana máli. Hún átti rokk, kamba og ullarflóka, sem eru merki um að hún var vinnufær fram í andlátið, en gamalt fólk var látið vinna fyrir sínu fæði ef það mögulega gat. Hún átti líka ferming- arkver og nokkrar sálmabækur, svo hugsanlegt er að hún hafi kennt börnum að lesa, eða haft annað gagn af þessum bókum, fyrst hún var ekki búin að skipta þeim fyrir mat eða klæði. Guðrún átti líka fjóra silki- klúta og litrík klæði svo það hefur skipt hana máli að koma vel fyrir. Að lokum er vert að minnast á hirslur Guðrúnar sem seldust á uppboðinu, kisturæflar, skjóður, poki, kassi, kistill og kista, sem endurspegla einkar vel stöðu hennar í samfélag- inu. Endalausir búferlaflutningar milli bæja hafa bersýnilega kallað á að Guðrún yrði sér úti um margs- konar umbúðir til að varðveita fá- brotnar eigur sínar. Vinnufólk var einungis vistráðið í takmarkaðan tíma á hverjum bæ og þurfti því reglulega að taka saman föggur sín- ar og ferja þær til nýrra húsbænda. Hverskyns hirslur og umbúðir voru því mikilvægar bæði til að verja eig- urnar hnjaski á ferðalaginu en þó ekki síður fyrir þjófóttu samferða- fólki. Því skipti það vinnufólk máli að geta aðgreint verðmæti sín frá eig- um annarra, samanber matvæli sem það faldi í pokum og skjóðum í rúm- inu eða læsti jafnvel niður í kistum sínum ef mögulegt var. Af ævisögu Guðrúnar má greinilega sjá að það var algengt að fólk óttaðist um verð- mæti sín og þá reyndist mörgum erf- itt að þjófkenna húsbændur.“ Ekki gamansaga af flóni Guðný segir sjálfsævisögu Guð- rúnar vera ágætt dæmi um hvernig staðið var að skráningu á handritum kvenna, en sagan er skráð í hand- ritaskrár Landsbókasafns Íslands sem gamansaga af kerlingarflóni og skipað í flokk með álfa- og drauga- sögum. Með titli bókar Guðnýjar á ensku, A tale of a fool?, segist hún vilja leggja áherslu á hvernig saga alþýðukonunnar Guðrúnar Ketils- dóttur hefur verið meðhöndluð í gegnum tíðina og hvernig karlarnir sem um hana fóru höndum, lifandi og dauða, réðu ráðum sínum. Sú saga varpar sannarlega ljósi á hin vísindalegu vinnubrögð á 20. öld; hve konur áttu þar lítinn hlut að máli hvernig sem á viðfangsefni fortíðar- innar er litið. Enginn tepruskapur hjá Guðrúnu Fyrir nútímafólk á Ís- landi, sem fæst þekkir annað en velmegun og gnægtir, er bæði fróðlegt og meinhollt að fá innsýn í líf og hugarheim alþýðu- konu sem fæddist um miðja átjándu öld. Guð- rún Ketilsdóttir lamdi frá sér karla sem áreittu hana og reyndu að nauðga. Morgunblaðið/RAX Guðný „Guðrún kemur mér fyrir sjónir sem sterkur og hæfileikaríkur einstaklingur með mikla réttlætiskennd.“ Ljósmynd/Daniel Bruun Íslensk alþýðukona Reyndar ekki Guðrún, en hversdagsklædd kona. Hún lætur fólk hafa það óþvegið sem fór illa með hana, kallar Illuga þræl og fant sem lá í öðru kvenfólki eins og brókinni sinni. Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Hugsaðu vel um húðina þína – alltaf Bjóðum fjölbreytt úrval húðvara, jafnt fyrir andlitið, hendurnar, fæturna og kroppinn allan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.