Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 44

Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 NÁNAR Á S A L U R I N N . I S 14/04 kl. 20:00 PÍANÓTRÍÓ MEÐ TRÍÓ NORDICA TÓNLEIKARÖÐ 2 0 1 8–2 0 1 9T Í B r Á T rí ó N o rd ic a fa g n ar 2 5 ár a af m æ li m eð þ v ía ð fl yt ja þ rj ú st ó rb ro ti n p ía n ó tr íó ef ti r R ac h m an in o ff ,D vo ra k (D u m ky ) o g T an ej ev . KvikmyndagerðarmaðurinnJordan Peele sló óvænt ígegn með sinni fyrstukvikmynd í fullri lengd, Get Out, fyrir tveimur árum og hreppti m.a. Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda handrit. Voru margir gagnrýnendur á því að sú mynd væri meðal þeirra bestu árið 2017. Margir hafa því beðið með óþreyju annarrar kvikmyndar Peele, Us, eða Við, sem frumsýnd var fyrir fáeinum vikum og hefur notið góðrar aðsóknar víða og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Get Out þótti frum- leg nálgun á hrollvekjuformið og var líka krydduð góðu gríni. Peele tók þar fyrir kynþáttahatur í heimalandi sínu og stéttaskiptingu, sagði af ungu pari, hvítri yfirstéttakonu og þel- dökkum kærasta hennar sem boðið var í sveitasetur foreldra hennar. Sú dvöl verður að algjörri martröð og baráttu upp á líf og dauða, líkt og Us. Sjá má af öllu útliti og vinnslu Us að Peele hefur haft úr mun meira fé að moða við gerð hennar og titillinn er leikur að orðum, getur bæði þýtt „við“ og verið skammstöfun á United States, þ.e. Bandaríkjunum. Með titl- inum afhjúpar Peele strax að ein- hvers konar ádeila eða táknsaga sé í vændum í hrollvekjuformi, líkt og með Get Out, eins og kemur fljótlega í ljós. Segir í myndinni af hjónunum Adelaide og Gabe sem fara með börn sín tvö í sumarbústað, táningsstúlk- una Zoru og yngri bróður hennar Jason. Í upphafi myndar er sagt frá hryllilegri æskumartröð Adelaide, þegar hún var í skemmtigarði við ströndina í Santa Cruz og fór í leyfis- leysi inn í óhugnanlegan speglasal. Stóð þar yfir dyrum „finndu sjálfa/n þig“ og eru það ein af mörgum skila- boðum Peele til áhorfandans. Ljósin slökkna í speglasalnum og Adelaide finnur ekki útganginn. Í myrkrinu mætir hún tvífara sínum og missir við það málið til lengri tíma, foreldrum sínum til mikillar angistar. Adelaide segir eiginmanni sínum frá tvífaramartröðinni og að allar göt- ur síðan hafi henni þótt sem þessi tví- fari væri á hælunum á henni. Og viti menn, það reynist hárrétt hjá henni því tvífarinn birtist kvöld eitt fyrir ut- an bústaðinn og ekki nóg með það heldur heil tvífarafjölskylda. Í ljós kemur að Adelaide, Gabe, Zora og Jason eiga sér öll tvífara sem virðast komnir til að drepa þau. „Hver eruð þið?“ spyr Adelaide tvífarana þegar þeir hafa brotið sér leið inn í bústað- inn. „Við erum Bandaríkjamenn,“ svarar tvífari hennar og afhjúpar um leið að kvikmyndin er einhvers konar allegóría fyrir Bandaríkin á vorum dögum, á tímum Trumps. Betra er að rekja ekki söguþráðinn frekar og nægir að nefna að framhaldið er verulega hrollvekjandi en líka spaugi- legt og á tímabili veit maður hrein- lega ekki hvað Peele er að fara með þessu öllu saman. Vísanir má finna hér og þar í kvik- myndasöguna, m.a. kvikmyndirnar Birds, Jaws, The Shining, Friday the 13th, Invasion of the Body Snatchers og A Clockwork Orange og tvífara- minnið, „doppelgänger“, er líka vel þekkt úr hryllingsmyndasögunni. Skilaboðin eða boðskapur sögunnar eru ekki alveg eins augljós. Peele virðist m.a. vera að deila á lífsgæða- kapphlaupið og bandaríska stétta- skiptingu (vinahjón Adelaid og Gabe eru hvít, rík og eiga miklu flottari bú- stað, bíl og bát en þau sem virðist valda Gabe allnokkru hugarangri), hið góða og hið illa í mannskepnunni líkt og í sögunni um Jekyll og Hyde og nútímaþrælkun í formi fátæktar og kúgunar. Hinir undirokuðu rísa upp gegn þeim sem hafa það gott og eru kúgarar þeirra án þess að gera sér grein fyrir því. Einhverra hluta vegna eru allir tví- farar myndarinnar í rauðum göllum með sams konar skæri sem þeir nota til voðaverka og sá eini þeirra sem getur talað, reyndar með herkjum, er tvífari Adelaide. Á því fæst skýring undir lok myndar. Us er merkileg kvikmynd og þeir sem kunna að meta góðar hrollvekjur fá heilmikið fyrir peninginn. Peele leikur sér skemmtilega með hroll- vekjuminnið og vísar hingað og þang- að, m.a. í fuglana hans Hitchcocks og grímuklædda raðmorðingjann Jason. Allt útlit myndarinnar er glæsilegt og ber þar sérstaklega að nefna lýsingu, myndatöku og liti. Leikararnir standa sig vel og þá sérstaklega Nyong’o sem er frábær í sínu tvö- falda hlutverki, sem Adelaide og ógn- vekjandi tvífari hennar. Engu líkara en að þar séu tvær leikkonur á ferð- inni en ekki ein. Us er þó ekki gallalaus mynd og sem fyrr segir þykir mér Peele að- eins of bókstaflegur þegar kemur að titlinum og því hverjir tvífararnir eru í raun og veru, þó þeir valdi líka heila- brotum. Þeir segjast vera Banda- ríkjamenn en eru þó líklega eitthvað meira. Eru þeir við ? Hið illa sem blundar í manninum? Og svo fram- vegis. Myndin er mjög spennandi framan af og tekur á taugarnar en Peele fatast flugið í seinni hlutanum þegar hann fer að útskýra það sem á undan er gengið, algjörlega að óþörfu. Margir gagnrýnendur virðast vera hrifnir af endinum sem á að heita óvæntur en ég er ekki þeirra á meðal, fannst hann þvert á móti spilla fyrir og koma heldur lítið á óvart. Ég hefði heldur kosið óvissuna. Á heildina litið er þetta þó prýðileg hrollvekja, oft fyndin og vekur líka margar spurningar. Tónlistina ber svo að nefna sérstaklega því hún er hreint afbragð, stundum í anda gam- alla hryllingsmynda en líka eitthvað alveg nýtt og ferskt. Notkun á þekkt- um lögum er líka sniðug og eftirtekt- arverð og ber þar sérstaklega að nefna „Good Vibrations“ með The Beach Boys og „Fuck the Police“ með N.W.A. Þá er „I Got 5 On It“ með Luniz líka listilega fléttað inn í rafmagnað spennuatriði sem minnir á dansverk. Forvitnilegt verður að sjá hvað Peele býður upp á næst. Þau eru Bandaríkjamenn Ótti Adelaide með börnum sínum, Zoru og Jason, í bústaðnum. Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Us bbbbn Leikstjóri og handritshöfundur: Jordan Peele. Aðalleikarar: Lupita Nyong’o, Winston Duke, Elisabeth Moss, Evan Alex, Shahadi Wright Joseph og Tim Heidecker. Bandaríkin og Japan, 2019. 116 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Það er alltaf eitthvað „ástand“ hefur t.d. ýtt undir alls kyns samstarf á milli alls ólíkra geira, sem standa – smæðarinnar vegna – mjög nálægt hver öðrum. Þessu er einfaldlega ekki að heilsa í samfélögum og borgum sem telja milljónir. Þetta séríslenska ástand litar þessa plötu hér – og einnig þá stað- reynd að Tumi Árnason, sem leikur hér á saxófón, bjó í húsinu á móti mér um hríð. Hann var í sambandi við mig upp á þessa plötu, í gegnum Messenger eins og svo margir, og síðustu skilaboðin okkar á milli, voru beiðni frá mér um hvort hann gæti komið yfir til mín og hjálpað mér að bera ísskáp! Tumi hefur verið að gera athyglisverða hluti í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Hann hefur starfað á ytri mörk- unum getum við sagt, var t.d. einn af þeim sem stóðu að spunaútgáf- unni Úsland en er líka einn stofn- meðlima Grísalappalísu, og því – eins og flestir landar hans – þægi- lega skilyrtur af smæðinni, „neyð- ist“ til að vera opinn. Sama má segja um félaga hans hér, Magnús Trygvason Eliassen, en hann er svo fjölsnærður að ég verð hvumsa, sé hann ekki að leika inn á einhverja plötuna. Tumi komst ekki í að bera með mér ísskápinn á sínum tíma en hafði tíma til að drekka með mér tíu á dögunum. Formleg ástæða var afhending nótnablaða sem fylgja vínylútgáfu plötunnar, en það er Reykjavik Record Shop sem gefur út. Við Tumi nýttum færið og spjölluðum að- eins um hans fer- il. Ræddi hann um nokkurs kon- ar óformlegan „hring“ sem hann tilheyrir, tíða samstarfsaðila eins og t.a.m. Albert Finnbogason sem tók upp plötuna og Íbbagogg, sem hannaði umslagið en Íbbagoggur býr og til óhljóða- og drunutónlist. Allt er ómælið minnir pistilritara á frjálsar djassplötur þær og óhljóðalist sem kom frá Bretlandi undir lok átt- unda áratugarins; Art Bears, Henry Cow og tónlist þeirra Fred Frith, Chris Cutler og Lindsay Coo- per. Einnig fyrstu plötur ECM sem hófu að koma út í upphafi þess átt- unda, bæði útlitslega og innihalds- lega. Spuni og ekki svo mikill spuni, fögur tilbrigði í bland við örgustu óhljóð. Íslenskur tilraunadjass er við sæmilegustu heilsu getum við sagt en hann á það til að vera hálf falinn. Virknin er engu að síður góð, og t.d. hefur Mengi gert vel í því að hýsa íslenskan tilraunadjass og tilraunatónlist almennt. En, þetta er ekki efni sem þú lest endi- lega um á samfélagsmiðlum eða sérð á toppi vinsældalista, skárra væri það nú. Allt er ómælið er t.a.m. enn bara til í efnislegu formi, og þú þarft að hafa aðeins fyrir því að nálgast þetta efni. Og er það ekki bara fínt? Það þarf ekki allt fram að streyma... » Tumi komst ekki íað bera með mér ís- skápinn á sínum tíma en hann hafði tíma til að drekka með mér tíu á dögunum. Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen standa á bakvið plötuna Allt er ómælið, þar sem fer tilraunakenndur djass fyrir saxófón og slagverk. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Tónlistarbransinn á Íslandi erlítill og eftir nokkur misserií honum (hvort sem þú fæst við sjálfa tónlistina, umfjöllun um hana, skipulagningu viðburða o.s.frv.) ertu farinn að kannast við þitt fólk, suma þekkir þú býsna vel, sumum heilsar þú bara, af öðrum veistu. Eitt af íslensku séreinkenn- unum er smæðin, sem hamlar fólki frá of mikilli sérhæfingu. Þetta er blessun jafnt sem bölvun, en þetta Tveir Tumi Árna- son og Magnús Trygvason Eliassen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.