Morgunblaðið - 13.04.2019, Síða 39

Morgunblaðið - 13.04.2019, Síða 39
ÍÞRÓTTIR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 FLJÓTANDI SMJÖRLÍKI Í ALLA MATARGERÐ Úrslitakeppnirnar í vetraríþróttunum hafa sannað sig sem afar skemmtilegt fyrir- komulag fyrir íþróttaunnendur. Hvort sem það er í handknatt- leik, körfuknattleik, blaki eða íshokkí þá geta rimmurnar orð- ið mjög spennandi með alls kyns framlengingum, upp- hækkunum og vítakeppnum eins og við höfum séð í gegn- um árin. Úrslitakeppnirnar í körf- unni eru nokkuð langt komnar en sjálfar úrslitarimmurnar eru eftir. Þar er enginn hörgull á óvæntum úrslitum. Hversu margir fullyrðingaglaðir ætli hafi brennt sig á því að ganga út frá því sem gefnu að Njarð- vík og Tindastóll myndu slá út ÍR og Þór í 8-liða úrslitum? Eftir þá mögnuðu atburðarás hef ég orðið var við að íþrótta- áhugamenn tóku ÍR og Þór samt ekki alvarlega. Hversu margir fullyrðingaglaðir ætli hafi brennt sig á því að ganga að sigrum KR og Stjörnunnar sem vísum í undanúrslitarimm- unum? Þegar menn hafa bitið í sig að eitt lið sé sterkara en annað þá getur tregðan verið fáránlega mikil að opna augun fyrir öðrum valmöguleikum. Fyrir leiki númer tvö í báðum þessum rimmum átti ég sam- töl við menn sem hafa miklu, miklu, miklu meiri þekkingu á körfuknattleiksíþróttinni en ég. Þarf nú svo sem ekki mikið til en þar voru á ferð menn sem hafa unnið fyrir því að geta kallast alvöru sérfræðingar. Ég talaði fyrir frekar daufum eyrum um að ÍR og Þór ættu góða möguleika á því að vinna heimasigra og jafna 1:1. Ég var svo sem ekki að spá þeim lið- um sigri í rimmunum en fannst þau einfaldlega hafa sýnt að þeim yrði ekki sópað út. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Úrslitakeppnin í NBA-deildinni hefst í dag og að venju þykir rétt í þessum dálkum að rýna í styrkleika liðanna eftir deildarkeppnina. Stóra spurningin í þessari úrslita- keppni er hvort meistarar Golden State Warriors nái að vinna þriðja titilinn í röð – þann fjórða á fimm ár- um – eða hvort kominn sé brestur í mannskapinn. Á þessum tímum samfélagsmiðla er minnsti ágrein- ingur fólks ýktur og þegar svo virtist í upphafi keppnistímabilsins að per- sónuágreiningur leikmanna Warri- ors væri að sundra liðsheildinni hafði það á endanum lítil áhrif á leik liðsins og Warriors rúlluðu enn eitt árið í toppsætið í Vesturdeildinni í lokin. Leikur meistaranna er eins og sjálfvirk vél sem rúllar ár eftir ár, sama hvað setur. Það hefur ekki ávallt verið auðvelt fyrir liðið og þjálfarann Steve Kerr í vetur. „Við töpuðum sumum heima- leikjum með yfir tuttugu stigum og þegar það gerðist fyrst reyndi ég að láta vonbrigði mín í ljós við fréttarit- arana með því að niðurlægja framlag þeirra það kvöld. Þetta virkaði ekki þótt ég hefði verið hreinskilinn. Svo ég lærði af því og hef reynt að skilja að í sumum leikjum erum við ekki andlega tilbúnir. Þetta herjar á öll lið. Ég hef reynt að leggja áherslu á að taka töpunum, og minna leik- menn á árangurinn sem við höfum náð og hvað er fram undan. Það er erfitt fyrir aðra að skilja þetta, en ég gekk í gegnum þetta sem leikmaður með Chicago þannig að ég skil álagið á liðinu,“ sagði Kerr fyrr í vikunni. Við NBA-eðjótar höfum verið í þessari stöðu áður. Maður man vel eftir þegar Chicago Bulls höfðu yfir- burði á tíunda áratugnum, þá voru árlegar pælingar fólks um að eitt- hvað myndi fara úrskeiðis hjá liðinu í úrslitakeppninni. Nái Warriors að vinna titilinn nú munu leikmenn þess geta sagt að þeir hafi verið í einu besta liðinu í sögu deildarinnar. Það er nokkuð sem liðsmenn meistaranna geta notað sem hvatn- ingu. Uppgjör Golden State og Houston í annarri umferð? Fyrir úrslitakeppnina spáði undir- ritaður Warriors öruggu fyrsta sæt- inu í Vesturdeildinni – ekki erfið spá fyrir neinn sem fylgst hefur með gangi mála í deildinni undanfarin ár – og að Houston Rockets yrðu eina liðið sem líklegt væri til að veita þeim einhverja keppni. Í deilda- keppninni hefur Denver Nuggets þó komið á óvart og verið í toppbarátt- unni vestanmegin í allan vetur. Þessi þrjú lið virðast líklegust til að blanda sér í baráttuna um sætið í lokaúrslitunum, fimm næstu lið hafa öll of mikla veikleika til að geta steypt Golden State af toppnum. Í fyrstu umferð úrslitakeppninar mæstast þessi lið vestanmegin: Golden State – LA Clippers Denver – San Antonio Spurs Portland – Oklahoma City Houston Rockets – Utah Jazz Sem fyrr er nokkuð öruggt að veðja á Golden State og Houston hér. Vesturdeildin er mun sterkari og jafnari en sú austanmegin, þann- ig að þótt Denver og Portland ættu að komast áfram er ekki gefið að svo verði. Vegna lokastöðunnar í deild- inni gætu Golden State og Houston því mæst í annarri umferðinni. Sáu ekki fyrir frammistöðu Giannis og Bucks Fyrir deildakeppnina voru flestir á þeirri skoðun að Boston Celtics myndi taka toppsætið í Austurdeild- inni og að Toronto Raptors og Phila- delphia 76ers myndu fylgja þeim fast á eftir. Það sem NBA-skríbentar sáu hins vegar ekki fyrir var glæsileg frammistaða Milwaukee Bucks, og þá sérstaklega þáttur gríska mið- herjans Giannis Antetokounmpos. Liðið fór fljótlega á toppinn austan- megin og hélt henni síðan út deilda- keppnina. Toronto er eina liðið sem hefur náð að veita Bucks einhverja keppni, en Bucks enduðu með besta árangurinn í deildinni í ár og munu því fá „heimavallaryfirburðina“ svo- kölluðu út keppnina. Þessi tvö lið munu vissulega blanda sér í slaginn um sigurinn í Austurdeildinni, en þrátt fyrir að Philadelphia og Boston hafi tapað sjö og níu leikjum meira gætu bæði þessi lið gert toppliðunum tveimur lífið leitt í sjö leikja rimmum. Irving er erfiður Fyrir ákaft stuðningsfólk Boston hefur deildakeppnin verið erfið, en liðið hefur ekki náð þeirri samheldni sem einkenndi leik liðsins síðasta keppnistímabil. Hluta af því má rekja til sálarástands Kyries Irv- ings, leikstjórnanda Celtics. Hann hefur hegðað sér eins og skapillt barn – kvartandi og kveinandi um allt sem kemur upp í huga hans á milli þess sem hann var að ýta við þeirri hugmynd að jörðin væri flöt. Irving er frábær leikmaður, en það er ekki hægt fyrir nokkurt lið að treysta á hann sem samherja. Hann býr í sínum eigin huga. Úrslitakeppnin í Austurdeildinni gæti orðið skemmtileg, en þessi lið mætast í fyrstu umferð: Milwaukee – Detroit Pistons Toronto Raptors – Orlando Magic Philadelphia 76ers – Brooklyn Boston Celtics – Indiana Pacers Fyrrnefndu liðin ættu öll að kom- ast áfram án mikilla erfiðleika. gval@mbl.is Sjálfvirka vélin hjá Golden State rúllar ár eftir ár  Kerr nýtir sér reynsluna frá Chicago-tímanum til að takast á við ósigrana AFP Golden State Kevin Durant treður boltanum í körfu mótherjanna. Verða andstæðingar meistaranna í Golden State alltaf þessu skrefi á eftir þeim? Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er á förum frá KA en þetta staðfesti félagið í gær. Guðjón samdi við félagið í nóvember á síðasta ári en af fjölskylduástæðum sér miðjumaðurinn sér ekki fært að leika með Akureyr- arliðinu í sumar. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, staðfesti í samtali við mbl.is í gær að félagið hefði samþykkt tilboð Breiðabliks í leikmanninn. Þá hefur eitt annað tilboð borist í leikmanninn sem var hafnað. KA hefur fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi leikmanninn síðan félag- ið tilkynnti að hann væri á förum. Guðjón varð Íslands- meistari með Val, árin 2018 og 2017, en hann gekk til liðs við KA frá Val. Guðjón þekkir vel til hjá Breiðabliki en hann lék með liðinu á árunum 2013 til 2015 þar sem hann skoraði 18 mörk í 66 leikjum. Hann hefur spilað með Val, Breiðabliki og Haukum hér á landi. bjarnih@mbl.is Tilboð Breiðabliks samþykkt Guðjón Pétur Lýðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.