Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 22
Fasteignafélagið Reginn hefur und- anfarið eitt og hálft ár átt í viðræðum við fulltrúa lúxusvörumerkjanna Gucci, Louis Vuitton og Prada, um opnun verslana í húsnæði fasteigna- félagsins að Hafnartorgi í Reykjavík. Að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, taka viðræður við slíka aðila ávallt langan tíma. Í sam- tali við Morgunblaðið bendir Helgi á að viðræður við sænsku verslunina COS hafi tekið tvö ár. Viðræður við lúxusvörumerkin munu að sögn Helga halda áfram á næstu mánuðum og er von á erlendum ráðgjöfum fast- eignafélagsins hingað til lands í næstu viku. Spyrða sig saman Fjárfestar tóku nokkuð vel í upp- gjör Regins sem birt var í fyrradag og hækkaði gengi bréfa Regins í Kaup- höll um 1,7% í 392 milljóna króna við- skiptum, eða mest allra félaga í gær. „Það er okkar markmið að ná í þessi þrjú flottu merki sem leiða þennan hátískubransa, sem eru Gucci, Prada og Louis Vuitton. Við höfum verið í viðræðum við þau í eitt og hálft ár,“ segir Helgi og nefnir að sendinefndir á vegum þessara félaga hafi komið hingað til lands þrívegis. „Þau hafa ákveðið að spyrða sig saman, þessi þrjú merki. Það er sums staðar þann- ig og auðvitað erum við bara örmark- aður, hér í Reykjavík, og þau vilja því frekar vera saman,“ útskýrir Helgi og nefnir að möguleiki sé á að aðrar verslanir fylli rýmin sem búið er að taka frá á meðan. „Það er í raun búið að semja um allt við þau og taka frá rými. Búið að semja um stærðir, verð, og hver gerir hvað. Það liggur allt fyrir og einnig þeirra vilji um að koma hingað til Ís- lands. En það er ekki búið að skrifa undir samninga um hvenær þau koma og hvort þau koma,“ segir Helgi. Líkt og fram kom í ViðskiptaMogg- anum í vikunni munu ýmsar verslanir opna á Hafnartorgi á næstunni. Í kynningu Regins vegna fyrsta árs- fjórðungs kemur fram að verslanirn- ar Collections, GK Reykjavík, COS, Michelsen, Optical Studio og Joe and the Juice muni opna. peturh@mbl.is Lúxusvörumerk- in enn í sigtinu  Samningaviðræður við Gucci, Louis Vuitton og Prada staðið í eitt og hálft ár Morgunblaðið/Hari Verslun Collections, sem er í eigu sömu aðila og reka Herragarðinn, opnaði verslun sína að Hafnartorgi í gær. Fleiri verslanir munu opna á næstunni. 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is JetBlue tilkynnti á miðvikudag að félagið hygðist hefja beint flug frá New York og Boston til London ár- ið 2021. Segist félagið miða við að fleiri ferðir verði daglega frá báðum borgum og verður flogið með Air- bus A321LR vélum. Ekki hefur ver- ið ákveðið til hvaða flugvalla í London verður flogið. Þá er ekki ljóst hvaða áhrif þessar flugferðir lággjaldaflugfélagsins geta haft á íslenskan markað. Verðlækkanir Verði af áformum félagsins fjölg- ar ferðum milli Ameríku og Evrópu án viðkomu á Íslandi og vekur at- hygli að félagið sé lággjaldafélag sem, að eigin sögn, mun leggja áherslu á að verða valkostur fyrir bæði almenna ferðamenn og þá sem ferðast vegna vinnu. „Vöxtur inn á evrópskan markað er eðlilegt næsta skref fyrir JetBlue með hliðsjón af borgaráætlun félagsins og er Lond- on stærsti áfangastaðurinn sem JetBlue hefur til þessa ekki þjón- ustað,“ segir í tilkynningunni. „Markaðsaðgangur fyrir minni flugfélög hefur aldrei verið tak- markaðri. […] Fáum við tækifæri til þess að keppa [við stærri félög] getur JetBlue haft veruleg áhrif á verðlækkanir og aukið umferð,“ er haft eftir Joanna Geraghty, rekstr- arstjóra JetBlue, í tilkynningu fé- lagsins. Samkvæmt svari JetBlue við fyrirspurn Morgunblaðsins hafði þrot WOW ekki áhrif á ákvörðunina og er tekið fram að þetta hafi verið til skoðunar í lengri tíma. Ben Baldanza hætti í stjórn WOW air í ágúst eftir að hafa tekið sæti í stjórn JetBlue og var haft eftir honum að hann hefði hætt í þeim tilgangi að forðast hagsmuna- árekstra, en til skoðunar hefur ver- ið í lengri tíma hjá JetBlue að hefja flug til Evrópu í samkeppni við önn- ur félög sem bjóða tengingar yfir Atlantshaf. Miða að öðrum mörkuðum Spurður hvort áformin geti haft áhrif á flugmarkað hér á landi, ekki síst í ljósi þess að Ísland hefur verið markaðssett sem tengistaður milli Evrópu og Ameríku, segir Jón Karl Ólafsson, ráðgjafi og fyrrverandi forstjóri Icelandair: „Flugmarkað- urinn hér á landi hefur einblínt á svæði sem ekki keppa á þessum stærri áfangastöðum eins og Lond- on.“ Hann bendir á að þau félög sem hafa verið að fljúga til og frá Íslandi hafi fyrst og fremst verið á mörkuðum þar sem ekki er boðið upp á beint flug yfir Atlantshaf. „Hvað verð varðar getur þetta haft áhrif, framboðsaukning yfir hafið almennt hefur áhrif og ef verð verður mjög gott hjá þessum – sem við vitum ekkert um ennþá – gætu ferðamenn valið að fara frekar til London og þaðan inn á einhverja aðra staði í Evrópu með tengiflugi. En svona almennt myndu áhrif verða meiri ef farið væri inn á markaði sem er verið að sinna frá Íslandi,“ útskýrir Jón Karl. „Þessi lággjaldafélög hafa minni yfirburði á lengri leiðunum eins og kom í ljós í tilfelli WOW og Norwegian. Þegar þessi lággjaldafélög fara inn á þessa lengri markaði er samkeppn- isstaða þeirra ekki eins afgerandi góð. Það er sambærileg nýting flug- véla og flugmanna, það þarf að stoppa hvort sem er báðum megin og það er heilmikill kostnaður við þetta flug í samanburði við styttri flugferðir,“ bætir hann við. JetBlue-flug gæti lækkað verð  Lággjaldafélagið áformar beint flug frá Boston og New York til London án viðkomu á Íslandi  Hefur ekki endilega áhrif á samkeppnisstöðu Íslands  Gæti leitt til verðlækkana ef boðið er lágt verð Ljósmynd/Tomás Del Coro Flugtak Ekki er talið að mikil áhrif verði af flugi JetBlue yfir Atlantshafið í fyrstu. Horfurnar munu þó velta á því hversu lágt verð félagið mun bjóða. 13. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.58 120.16 119.87 Sterlingspund 156.51 157.27 156.89 Kanadadalur 89.48 90.0 89.74 Dönsk króna 18.058 18.164 18.111 Norsk króna 14.06 14.142 14.101 Sænsk króna 12.905 12.981 12.943 Svissn. franki 119.31 119.97 119.64 Japanskt jen 1.0757 1.0819 1.0788 SDR 166.1 167.08 166.59 Evra 134.82 135.58 135.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.5852 Hrávöruverð Gull 1301.85 ($/únsa) Ál 1851.0 ($/tonn) LME Hráolía 71.56 ($/fatið) Brent Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.