Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Veturinn hefur verið óvenju góð-
viðrasamur og snjóléttur á Skaga-
strönd og vorið gott fram að þessu.
Því fagna golfarar sem eru farnir að
pússa kylfurnar og kíkja á golfvöll-
inn hjá Háagerði þar sem farfugl-
arnir eru að gera sig heimakomna
einn af öðrum.
Aflabrögð hjá bátum frá Skaga-
strönd hafa líka verið mjög góð að
undanförnu bæði hjá línu-, færa- og
snurvoðarbátum með góðu fisk-
verði. Það sem háir bátunum er
kvótastaðan því leigukvótinn er fok-
dýr ef hann fæst á annað borð eða
180-190 krónur kílóið af þorski.
Trillurnar reyna þó að róa eins og
aðstæður leyfa því 15. apríl verður
helsta veiðisvæði bátanna lokað
vegna árlegs hrygningarstopps.
Grásleppukarlar brosa líka út að
eyrum því grásleppuvertíðin hefur
farið vel af stað með mun betra
verði á grásleppunni en á síðasta ári.
Húsnæði rækjuvinnslunnar,
sem er í eigu Fisk Seafood á Sauðár-
króki, er að fara í söluferli enda hef-
ur ekki verið unnin rækja né fiskur
þar í 10-12 ár. Rækjuvinnslan er um
1.600 m² og þessa dagana er unnið
að því að tæma húsið, sem hefur
verið notað sem geymsla KS-
samsteypunnar á Sauðárkróki á
tækjum úr skipum, frystihúsi og
mjólkurstöðinni. Einnig á Fisk Sea-
food íbúðablokk á staðnum með
fimm eða sex íbúðum og eru þær all-
ar til sölu og vill fyrirtækið ekki
leigja þær út þess vegna. Kemur
þetta sér illa því nokkuð er farið að
bera á skorti á leiguhúsnæði á staðn-
um.
Nýtt þjónustufyrirtæki er í
burðarliðnum á Skagaströnd. Um er
að ræða þvottahús sem bjóða mun
upp á þjónustu sína hér og í ná-
grannasveitarfélögunum. Eigendur
fyrirtækisins telja að grundvöllur sé
fyrir rekstri þvottahússins vegna
mikils fjölda gistiheimila á staðnum
en einnig ætla þeir að þjónusta önn-
ur fyrirtæki og einstaklinga eins og
kostur er.
Nýr skólastjóri Höfðaskóla
verður ráðinn fljótlega því Vera Ósk
Valgarðsdóttir skólastjóri lætur af
störfum nú í vor ásamt manni sínum
Guðjóni Sigurðssyni aðstoðar-
skólastjóra. Hafa þau stýrt Höfð-
askóla farsællega og af metnaði þau
fimm ár sem þau hafa verið við
stjórnvölinn. Umsóknarfrestur um
skólastjórastöðuna rann út fyrir
nokkru og sóttu tveir hæfir kenn-
arar í Höfðaskóla um stöðuna.
Hin árlega upplestrarkeppni
grunnskólanna í Húnavatnssýslum
fór fram í síðustu viku. Þar keppa
þrír bestu upplesararnir úr sjöunda
bekk frá fjórum skólum til úrslita. Í
langri sögu keppninnar gerðist það
nú í fyrsta sinn að þrír bestu les-
ararnir voru allir úr sama skóla,
Höfðaskóla á Skagaströnd.
Vegna ástandsins í atvinnu-
málum þjóðarinnar þarf að fjölga
starfsmönnum hjá Greiðslustofu
Vinnumálastofnunar á Skagaströnd
um tvo, tímabundið til ágústloka.
Hjá Greiðslustofu starfa í dag 19
manns við að reikna út og greiða at-
vinnuleysisbætur þannig að segja
má í þessu sambandi að eins dauði sé
annars brauð.
Nýverið var ráðinn nýr starfs-
maður að Rannsóknarsetri Háskóla
Íslands á Skagaströnd. Það er Þór-
unn Þorsteinsdóttir sem er sagn-
fræðingur en verkefni hennar hjá
Rannsóknarsetrinu er að ljósrita
gamlar sáttanefndabækur og koma
þeim yfir á skiljanlegt nútímamál og
gera þær aðgengilegar á netinu.
Margir vita ekki um tilvist sátta-
nefndanna en þær voru fyrsta dóms-
stigið á Íslandi um margar aldir. Það
er Vilhelm Vilhelmsson, forstöðu-
maður Rannsóknarsetursins, sem
stýrir verkinu.
Talandi um starfsemi Rann-
sóknarsetursins má geta þess að í
dag er þar haldið málþing um seli og
selveiðar á Íslandi. Þar verða flutt
allmörg erindi tengd viðfangsefninu
bæði af innlendum og erlendum vís-
indamönnum.
Síðastliðinn fimmtudag var
haldinn íbúafundur um atvinnumál
og fleira þeim tengt. Fundurinn var
vinnu- og hugmyndafundur sem
stýrt var af Páli Kr. Pálssyni og Þór-
dísi J. Wathne frá fyrirtækinu Áttir
ehf. Fjöldi hugmynda kom fram á
fundinum frá íbúum um það sem
betur má fara og horfir til framfara í
sveitarfélaginu en þau Páll og Þórdís
munu vinna áfram með þær í sam-
vinnu við sveitarstjórnina á Skaga-
strönd.
Nýja smábátahöfnin sem átti
að klárast að mestu í nóvember sl. er
enn hálfköruð. Verktakinn gafst upp
dýpkuninni og sagði sig frá verkinu.
Vegagerðin hefur boðið verkið út
aftur og nýr verktaki, sem tekur við
keflinu, áætlar að byrja fram-
kvæmdir eftir páska. Flotbryggj-
urnar og viðlegukantarnir eru löngu
komin á staðinn og bíða þess að
verða lögð út eftir að dýpkun lýkur.
Er mjög bagalegt að ekki skyldi tak-
ast að klára verkið á tilsettum tíma
því ef að líkum lætur verða gerðir út
um 30 smábátar frá Skagaströnd
þegar strandveiðarnar byrja í maí.
Grásleppukarlar brosa út að eyrum
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Nóg að gera Trillurnar hafa notað veðurblíðuna vel að undanförnu og
fiskað vel af stórum og fallegum hrygningarþorski.
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
GRÆNT ALLA LEIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Annir hafa verið frá mánaðamótum
við merkingar á skógarþröstum í
Einarslundi við Höfn í Hornafirði.
Þeir félagarnir Björn G. Arnarson
og Brynjúlfur Brynjólfsson hjá
Fuglaathugunarstöð Suðaustur-
lands hafa síðustu tvær vikur merkt
um 600 skógarþresti og alls meira en
14 þúsund frá því þeir hófu merking-
ar fyrir rúmum 15 árum.
„Það hefur verið nóg að gera við
að merkja skógarþresti og sumir
dagarnir með þeim stærri frá því að
við byrjuðum,“ sagði Björn í spjalli.
134 fuglar voru merktir mánudaginn
1. apríl og 129 síðasta þriðjudag, en
síðan hefur heldur róast. Björn og
Brynjólfur fara í lundinn kvölds og
morgna og segir Björn að fuglarnir
séu þeirra ær og kýr, en báðir gegna
þeir öðrum störfum.
Fljúga í net eða gildru
Fuglarnir fljúga í net í lundinum
eða í svokallaðar Helgoland-fugla-
gildrur, sem eru í raun trekt sem
safnar fuglum í lítinn kassa. Fugl-
arnir fá stálhring á annan fótinn og í
nokkrum tilvikum skila sér fuglar
sem hafa verið merktir erlendis.
Skógarþrösturinn er öflugur farfugl
að sögn Björns og eyðir vetrum að
stórum hluta í Bretlandi og á megin-
landi V-Evrópu.
Á vef Náttúrufræðistofnunar seg-
ir að skógarþröstur sé algengur hér
og útbreiddur á láglendi um land
allt. Skógarþrestir séu að langmestu
leyti farfuglar, en veturseta fari þó
vaxandi og sjáist nú þúsundir fugla í
árlegum vetrarfuglatalningum,
einkum í þéttbýli suðvestanlands.
Skógarþrastastofninn var talinn um
165 þúsund pör 2017.
Mikið flug og mikið líf
Farfuglarnir koma hver af öðrum
um þessar mundir og segir Björn að
mikil umferð fugla hafi verið á Suð-
austurlandi síðustu daga. „Það hefur
verið mikið flug gæsa og álfta, einnig
hafa hrossagaukar, lóur, helsingjar
og fleiri verið á ferðinni. Mikið líf.“
Skógarþrestir koma jafnt og þétt og
á fimmtudag voru þúsundir skógar-
þrasta á túnum í Lóni og ein humla
sást við Reyðará í Lóni.
Björn segir að nokkrar sjaldgæfar
tegundir hafi sést síðustu daga.
Þannig hafi kjarnbítur dúkkað upp í
Einarslundi á miðvikudag, en hann
er sjaldgæfur flækingur af finkuteg-
und með mikið og stórt nef. Þá sást
bretaerla við Grænahraun í Nesjum
í vikunni, en hún er deilitegund mar-
íuerlu, dökk á baki.
Af öðrum flækingum má nefna að
beltaþyrill hefur sést í Mosfellsbæ í
vikunni og dverggoði í Grindavík.
Hafa merkt yfir
14 þúsund þresti
síðustu 15 árin
Fuglar ær og kýr merkingamanna á
Höfn Fara kvölds og morgna í lundinn
Ljósmynd/Björn G Arnarson
Skógarþröstur Þessi er með merki
eins og þúsundir skyldfugla hans.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum núna að taka saman öll gögn
sem Ferðamálastofa hefur beðið um og
búa til skýrslu. Starfsfólk Ferðamála-
stofu mun svo hafa samband við alla
viðskiptavini okkar, klára málin með
kúnnunum. Ferðamálastofa tekur við
því að fullnusta ferðirnar,“ segir Bragi
Hinrik Magnússon, annar tveggja
framkvæmdastjóra Gaman-Ferða.
Tilkynnt var á fimmtudag að fyrir-
tækið hefði skilað inn ferðaskrifstofu-
leyfi sínu og hætt starfsemi. Ákvörðun
þessi kemur í kjölfar þess að flugfélag-
ið WOW air fór í þrot. WOW air átti
49% hlut í Gaman-Ferðum. Bragi og
starfsfólk ferðaskrifstofunnar hafa
unnið hörðum höndum að því að staðið
verði við skuldbindingar fyrirtækisins
og viðskiptavinir komist í ferðir sem
skipulagðar voru og greitt hafði verið
fyrir. Það kemur í hlut Ferðamálastofu
að hnýta lausa enda varðandi umrædd-
ar ferðir.
Meðal þeirra ferða sem Gaman-
Ferðir höfðu skipulagt var páskaferð
til Tyrklands í næstu viku. 190 manns
áttu bókað sæti í ferðinni og að sögn
Braga var fyrirtækið búið að greiða
fyrir flug, hótel, rútur og fleira. Ferðin
verði farin. Önnur stór ferð var bókuð
til Varsjár síðar í mánuðinum en þar
ætluðu nokkur fyrirtæki að halda
árshátíð. Sömuleiðis er stefnt að því að
sú ferð verði farin. Þá eru ótaldar ýms-
ar minni fótbolta- og tónleikaferðir.
„Það verður heljarinnar verkefni fyrir
Ferðamálastofu að hafa samband við
alla sem eiga bókaðar ferðir,“ segir
Bragi.
„Við förum ekki í að reka ferðaskrif-
stofu en það eru ýmsar leiðir til að
koma því í kring að það verði staðið við
þessar skuldbindingar. Við skoðum
hvert tilfelli fyrir sig. Þær ferðir sem
eru nær í tíma, það er auðveldara að
greiða úr þeim en hinum,“ segir Skarp-
héðinn Berg Steinarsson ferðamála-
stjóri.
Njóta páska í Tyrklandi
190 manna ferð Gaman-Ferða til Tyrklands í næstu viku á
áætlun Ferðamálastjóri ætlar ekki að reka ferðaskrifstofu
Fimm stjörnur Royal Seginus-
hótelið í Antalya í Tyrklandi.