Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 29
MINNINGAR 29Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 AKUREYRARKIRKJA | Laugar- dagur 13. apríl. Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar eru Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Klassíski kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti er Sigrún Magna Þórsteins- dóttir. Pálmasunnudagur 14. apríl. Messa kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jóns- son. Kammerkór Norðurlands syng- ur. Organisti er Sigrún Magna Þór- steinsdóttir. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Sigríður Hulda Arn- ardóttir. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingar- messur kl. 10.30 og 13.30. Sr. Petr- ína Mjöll Jóhannesdóttir og sr. Þór Hauksson þjóna. Organisti Krisztina K. Szklenár. Kirkjukór Árbæjarkirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskóli kl. 11 í safn- aðarheimilinu í umsjón Önnu Sigríðar Helgadóttur og Þorkels Heið- arssonar. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli í kirkj- unni kl. 11. Umsjón: Kristný Rós Gústafsdóttir og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi. Messa og ferming kl. 14. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gúst- afsdóttur djákna. Félagar úr Kór Ás- kirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Páskaeggjaleit, Lærisveinar hans, gestahljóðfæra- leikari Eyþór Kolbeins, Árni Heiðar Karlsson organisti og sr. Hans Guð- berg Alfreðsson. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þor- bergsdóttur og Steinunnar Leifs- dóttur. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar. Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 16. Prestur Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Ferming kl. 10.30 og 13. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Barna- starf kl. 11. DIGRANESKIRKJA | Fermingar- messa kl. 11. Kammerkór Digra- neskirkju. Stjórnandi Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11. Prestar Elínborg Sturludóttir og Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn og Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Ferming- armessa kl. 11. Prestar kirkjunnar þjóna. Kór kirkjunnar syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur. Matt- hías Stefánsson spilar á fiðlu. Með- hjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Sunnu- dagaskóli á sama tíma. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa kl. 14. Hjörtur Magni Jó- hannsson safnaðarprestur þjónar fyr- ir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða söng ásamt Gunnari Gunnarssyni org- anista. GLERÁRKIRKJA | Laugardagur 13. apríl. Fermingarmessa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stef- anía G. Steinsdóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. Pálmasunnudagur 14. apríl. Sunnu- dagaskóli kl. 11. Páskaeggjaleit. Um- sjón: Sunna Kristrún djákni og leið- togar. Fermingarmessa kl. 13. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stef- anía G. Steinsdóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. GRAFARVOGSKIRKJA | 13. apríl. Ferming 10.30. Prestar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Pálmasunnudagur 14. apríl. Ferming kl. 10.30. Prestar eru Guðrún Karls Helgudóttir og Grétar Halldór Gunn- arsson. Ferming kl. 13.30. Prestar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir og Sig- urður Grétar Helgason. Kór Graf- arvogskirkju syngur og organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Pétur Ragnhild- arson og Stefán Birkisson leikur á pí- anó. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Gospelmessa kl. 13. Séra Guðrún Karls Helgudóttir leiðir mess- una. Vox Populi syngur undir stjórn Stefáns Birkissonar. Kaffi eftir stundina. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Daníel Ágúst Gautason æskulýðsfulltrúi annast sunnudaga- skólann. Páskaföndur. Í messunni verður nýkjörin sóknarnefnd kynnt og boðin velkomin til starfa. Prestur er María Ágústsdóttir og organisti Ásta Haraldsdóttir. Kirkjukór Grens- áskirkju leiðir sönginn og messuþjón- ar aðstoða. Fermingarmessa kl. 13.30. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á þriðjudag. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Prestar Karl V. Matthíasson og Leifur Ragnar Jónsson. Organisti Hrönn Helgadóttir, kór Guðríðarkirkju syng- ur. Meðhjálparar Guðný Aradóttir og Bryndís Böðvarsdóttir. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferm- ingarmessa og sunnudagaskóli kl 11. Bylgja, Sigríður og Jess sjá um dagskrá í sunnudagaskólanum. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórð- arsyni. Messuþjónar aðstoða. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Gestakórinn Alumni frá Clare College í Cambridge á Englandi syngur. Stjórnandi er Graham Ross. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi, Kar- ítas Hrundar Pálsdóttir og Ragnheið- ur Bjarnadóttir. Hallgrímskirkja Saurbæ | Ferming- armessa kl. 14. Prestur Jón Ragn- arsson. Kirkjukór Saurbæj- arprestakalls leiðir söng. Organisti: Zsuzsanna Budai. HÁTEIGSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 10.30. Jón Hafsteinn Guðmunds- son leikur á trompet. Kordía, kór Há- teigskirkju, syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestar eru Helga Soffía Konráðsdóttir og Eiríkur Jó- hannsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Sam- koma á ensku kl. 14. English speak- ing service. Lofgjörðarkvöld Fíló+ kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA | Pálma- sunnudagur kl. 11. Fjölskyldumessa. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnórs organista og Freydísar Kolbeinsdóttur. Systa og Helga leiða stundina. Sr. Erla þjónar. KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingar- messa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar ásamt Ástu Ágústsdóttur djákna. Kór Kópavogs- kirkju syngur undir stjórn Lenku Má- téová, kantors kirkjunnar. Sunnu- dagaskólinn í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. LANGHOLTSKIRKJA | Fermingar- messa kl. 11. Guðbjörg Jóhannes- dóttir sóknarprestur og Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur þjóna. Organisti er Magnús Ragnarsson. Fé- lagar úr Kór Langholtskirkju syngja. Sunnudagaskóli á sama tíma í safn- aðarheimilinu. LAUGARNESKIRKJA | Fermingar- messa kl. 11. Sunnudagaskólinn verður í íþróttahúsi Laugarnesskóla. LÁGAFELLSKIRKJA | Fermingar- guðsþjónustur kl. 10.30 og 13.30. Báðir prestar þjóna og leiða athöfn. Einsöngvari Jón Magnús Jónsson. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir söng. Organisti Þórður Sig- urðarson, meðhjálpari Hildur Back- mann. Sunnudagaskóli í safn- aðarheimili Mosfellsprestakalls, Þverholti 3, 2. hæð. Umsjón Berglind Hönnudóttir. www.lagafellskirkja.is LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Ferming kl. 13.30. Messa kl. 20. Sr. Dís Gylfadóttir pré- dikar og þjónar fyrir altari. Tríóið Töfratónar sér um tónlistina. Tríóið skipa Helgi Már Hannesson píanó- leikari, Steinar Matthías Kristinsson trompetleikari og Kristín Birna Óðins- dóttir söngkona. Boðið upp á kaffi og samfélag að lokinni messu. Mosfellskirkja í Grímsnesi | Ferm- ingarmessa kl. 11. Egill Hall- grímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. NESKIRKJA | Hátíðarmessa og sunnudagaskóli kl. 11 á pálma- sunnudag, vígsluafmæli Neskirkju. Kór Neskirkju syngur og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sóknarnefndarfólk les bænir og ritningartexta. Sr. Skúli S. Ólafsson predikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sr. Steinunni A. Björns- dóttur. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu. Katrín H. Ágústs- dóttir, Gunnar T. Guðnason og Ari Agnarsson leiða hann með fræðslu, leik og söng. Sparilegt kirkjukaffi á torginu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Ferming- arguðsþjónusta og barnastarf kl. 14. Sr. Pétur þjónar fyrir altari. Óháði kór- inn syngur undir stjórn Kristjáns Hrannars. Flutt frumsamið efni eftir kórstjórann. Messugutti er Petra Jónsdóttir og Ólafur Kristjánsson tek- ur á móti öllum við kirkjudyrnar. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Messa kl. 14. Fermt verður í mess- unni. Kirkjukór Reynivallaprestakalls syngur undir stjórn Guðmundar Óm- ars Óskarssonar. Sóknarprestur þjónar. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Al- mennur safnaðarsöngur. Prestur er Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58, 3. hæð. Ræðu- maður Margrét Jóhannesdóttir. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 13. Prestar kirkj- unnar þjóna, Þorgerður Lilja Björns- dóttir syngur einsöng, Kór Seljakirkju leiðir söng og organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Frið- rik Vignir Stefánsson er organisti. Hermann Stefánsson leikur á klarín- ett. Leiðtogar sjá um sunnudagaskól- ann. Kaffiveitingar eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. Fermingarmessa kl. 13. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Saga páskanna, söngur og kirkjubrúður. Eftir stundina er páskaeggjaleit. Kór Seyðisfjarðarkirkju syngur. Organisti er Rusa Petriashvili. Sr. Sigríður Rún og Ísold Gná leiða stundina ásamt fermingabörnum. Meðhjálpari er Jó- hann Grétar Einarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Kristján Björnsson Skálholts- biskup annast prestsþjónustuna. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta 14. apríl kl. 14. Sr. Axel Njarðvík ann- ast prestsþjónustuna. Ester Ólafs- dóttir organisti leiðir söfnuð í söng. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fermingarmessa kl. 10.30. Kór Víð- istaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur er Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Maríu og Bryndísar. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fermingar- messa kl. 10.30. Orð dagsins: Innreið Krists í Jerúsalem. (Jóh. 12) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonKópavogskirkja. ✝ SigurbjörgGunnarsdóttir fæddist á Banga- stöðum í Keldu- hverfi í Norður- Þingeyjarsýslu 27. september 1940. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík 1. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Gunnar Jóna- tansson, f. 5. maí 1877, og Vil- fríður Guðrún Davíðsdóttir, f. 20. nóvember 1897, d. 25. maí 1973. Sambýlismaður Sigurbjargar var Jón Aðdal Jónsson, f. 14. mars 1933, d. 20. ágúst 1973. Foreldrar hans voru Jón Péturs- son, f. 26. apríl 1893, d. 26. júlí 1975, og Þórhalla Kristbjörg Sigurðardóttir, f. 25. febrúar 1916, d. 4. febrúar 1999. geir Héðinsson, f. 25. júní 1959. Synir þeirra a) Hjalti, f. 10. jan- úar 1985. Eiginkona hans er Dagrún Jónasdóttir, f. 28. desember 1985. Börn þeirra Hildur Lilja, f. 26. janúar 2009, og Davíð Sölvi, f. 7. júní 2014. b) Jóhannes, f. 30. apríl 1991, í sambúð með Berglindi Ýr Ingv- arsdóttur, f. 19. október 1995. 2) Sólveig, f. 8. ágúst 1963, d. 14. apríl 2011. Eiginmaður hennar Jón Sigurður Þormóðsson, f. 9. mars 1959. Börn þeirra a) Inga Ósk, f. 1. desember 1993, í sam- búð með Vigni Fannari Víkings- syni, f. 6. mars 1991, og b) Jón Þór, f. 1. nóvember 1995, í sam- búð með Lilju Teklu Jóhanns- dóttur, f. 18. september 1995. Sonur þeirra er Rúrik Atli, f. 20. janúar 2019. Sigurbjörg ólst upp á Banga- stöðum til ársins 1953 þegar fjölskyldan fluttist í Voladal á Tjörnesi. Þaðan fluttist hún til Húsavíkur þar sem hún bjó til æviloka. Sigurbjörg verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag, 13. apríl 2019, og hefst athöfnin klukkan 11. Systkini Sigur- bjargar eru Óli Jónatan, sam- feðra, f. 19. júlí 1911, d. 1. ágúst 1986, Jónína Guðný, f. 13. maí 1927, d. 9. septem- ber 1998, Krist- jana Elínborg, f. 7. desember 1928, d. 12. nóvember 2013, Anna Sig- ríður, f. 11. september 1930, d. 11. janúar 2011, Aðalheiður, f. 4. október 1932, Davíð, f. 15. mars 1935, Signý, f. 17. janúar 1939, d. 18. janúar 2019, og Soffía Björk tvíburasystir Sigur- bjargar, f. 27. september 1940, d. 2. júní 1996. Dætur Sigurbjargar og Jóns Aðdals 1) Ragnhildur, f. 12. ágúst 1962. Sambýlismaður hennar er Guðmundur Sigur- Elsku besta amma Didda. Það er komið að kveðjustund og þá er svo margs að minnast og svo ótrú- lega margt að þakka. Nú ertu farin að halla þér og það heldur lengi, en þú orðaðir það alltaf þannig þegar við barna- börnin gistum hjá þér og áttum að fara að sofa: „Nú skulum við fara að halla okkur.“ Þú kenndir mér svo margt og varst mér svo ofsa- lega mikilvæg og kær. Þú varst duglegasta, fyndnasta, hreinskil- nasta og sérvitrasta kona sem ég hef þekkt. En satt best að segja þá held ég að flest af þessari sérvisku sem ég hneykslast á sé að finna í mér sjálfri. Þú hneykslaðist samt jafn mikið á mér og ég þér, þú fannst t.d. aldrei frostbragðið sem ég talaði um né skildir í óná- kvæmni minni þegar þú leiðbeind- ir mér við saumavélina. Samt hafðir þú alltaf trú á mér, meira að segja að ég gæti klárað að ráða krossgáturnar sem þú gast ekki klárað. Við brösuðum svo mikið saman og okkur leiddist aldrei. Ógleym- anlegir eru flöskurúntarnir okkar, ferðirnar í grasaheiði eða berja- mó, allar stundirnar á Iðavöllum að spila kasínu eða rommý, dag- arnir í kartöflugarðinum og öll kvöldin sem þú sast á rúmstokkn- um hjá mér á meðan ég sofnaði þegar foreldrarnir voru á söng- æfingum. Það var alltaf svo gott að koma til þín, amma mín, jafnvel bara til að leggja sig með þér í sóf- anum með textavarpið í sjónvarp- inu, það átti nefnilega að draga í rauðvínspottinum þann daginn og svo þurftirðu nú alltaf að fylgjast með veðrinu á síðu 175. Þú hugsaðir alltaf svo vel um alla þína og vildir að öllum liði og gengi vel. Þú áttir alltaf til eitt- hvað í kistunni fyrir fólkið þitt og talaðir alltaf um skinkuhornin fyr- ir Jóhannes og Jónsa, hvítu tert- una fyrir pabba, bleika var fyrir Röggu, blúndurnar fyrir Hjalta og marsípankökurnar fyrir Gumma, „honum finnst þær svo góðar með kaffinu“. Þér fannst sjálfri ekki slæmt að fá þér hangibein eða lappir og þú varst svo dugleg að koma með kvöldmat á Árgötuna, oftar en ekki í appelsínugulum potti. Það fór aldrei neitt til spillis og ef það var einhver matur sem þú ekki sást fram á að geta nýtt þá sagðirðu „endurnar geta étið þetta“, enda voru þær fastagestir á lóðinni hjá þér sem þú hugsaðir svo vel um. Þér líkaði ekki vel við býflugurnar sem ollu því að þú opnaðir aldrei glugga en geitung- arnir, þeir voru þínir bestu vinir. Svona gæti ég haldið endalaust áfram og ég mun sakna þess svo að fá hringingu: „Inga, viltu fara aðeins upp á loft fyrir mig“ eða „Inga, viltu koma og kíkja aðeins á tölvuna“ og heyri ég þig enn segja „Nuúú“, þegar þú undraðist eitt- hvað. Ég kveð þig með þessum texta sem Óskar Pétursson söng svo fallega fyrir okkur á rúntun- um okkar. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og enginn geti komið í þinn stað mun samt minning þín lifa á meðan ég lifi. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson) Ég er svo óskaplega þakklát og glöð fyrir það að hafa átt þig að og fyrir allt það sem þú kenndir mér amma mín, það er mér ómetan- legt. Ég kveð þig með miklum sökn- uði. Þín Inga Ósk. Nú kveðjum við eina af okkar uppáhalds manneskjum, elsku Sigurbjörgu/langömmu Diddu. Ótal minningar koma upp í hug- ann og blendnar tilfinningar hrannast upp, söknuður og dep- urð en einnig gleði og þakklæti fyrir að hafa verið svo heppin að hafa fengið hana inn í líf mitt þeg- ar við Hjalti byrjuðum að vera saman sem unglingar. Það er ansi sárt að við krakkarnir getum ekki kvatt hana með fjölskyldunni okk- ar á Íslandi, en Hjalti kemur fyrir okkar hönd frá Svíþjóð. Við kveðj- um því hér úti á okkar hátt með því að rifja upp minningar, kveikja á kerti og borða kanilsnúða, lík- lega aldrei eins góða og hún gerði, en þeir verða að duga. Hildi Lilju tekur það sárt að missa langömmu sína og þegar hún rifjaði upp sínar sterkustu minningar var hún fljót að segja: „Amma gaf alltaf öndunum brauð, gerði svo góða kanilsnúða og laufabrauð og elskaði kartöflur.“ Davíð Sölvi varð mjög leiður við fréttirnar en stuttu síðar sagðist hann bara heimsækja hana þegar hann kæmi næst til Húsavíkur. Þegar ég hitti Sigurbjörgu fyrst var ég fljót að átta mig á því að hún var nákvæmlega eins og hún kom til dyranna, hrein og bein. Hún sýndi yfirleitt ekki sínar eigin tilfinningar þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum erfiðleika í lífinu sem aðrir hefðu jafnvel aldr- ei komist í gegnum. Henni þótti óendanlega vænt um fólkið sitt og vildi allt fyrir það gera. Ljómaði þegar hún talaði um afkomendur sína og var stolt yfir öllum afrek- um þeirra, stórum sem smáum, en fannst þau aldrei minni menn þó illa gengi. Hún talaði aldrei illa um neina manneskju sem er fágætur en virkilega mikilvægur kostur. Ég fyllist gleði þegar ég hugsa um rauðvínsklúbbinn sem hún vann endurtekið en þurfti helst að blanda rauðvínið með vatni til að geta drukkið það. Allar góðu stundirnar við eldhúsborðið á Iða- völlum. Veitinganna: Kók úr búrinu, kanilsnúðar, laufabrauð, skinkuhorn, súkkulaðirúsínur og/ eða Minstrels-súkkulaði. Hvernig hún tók upp alla laufabrauðs- mylsnuna þar sem ekkert mátti fara til spillis. Hversu heimakær hún var, en hún þurfti nánast allt- af að sofa heima hjá sér sama hversu áliðið var orðið og hvar hún var stödd. Hún kom þó nokkr- ar ferðir til Reykjavíkur og neyddist þá til að gista örfáar nætur. Þegar hún kenndi mér að baka blúndur fyrir jólin, hjálpaði mér og studdi við baksturinn fyrir barnaafmæli og vakti fram á nótt með mér meðan ég skreytti af- mæliskökuna. Brúðkaupsdagurinn okkar Hjalta þar sem hún skutlaðist með mér um Húsavík og við lentum í smá bílaklandri og reyndi að styðja mig í stressinu við að binda brúðarkjólinn rétt. Púsl sem beið eftir henni í aukaherberginu, krossgáturnar, hláturinn, gleðin í andlitinu þegar hún talaði um all- ar góðu vinkonur sínar og spila- kvöldin. Skype-samtölin til að sjá barnabarnabörnin þar sem það tók oftast nokkrar tilraunir þar til bæði mynd og hljóð virkaði, en aldrei gafst hún upp. Elsku fjölskylda, ó hvað það er sárt að geta ekki kvatt með ykkur á Húsavík. Við munum öll sakna hennar meira en orð fá lýst. Samúðarkveðjur, Dagrún, Hildur Lilja og Davíð Sölvi. Sigurbjörg Gunnarsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.