Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 16
af öllum
jakkafötum
PÁSKA
TILBOÐ
karlmenn
Flottir í fötum
20% afsláttur
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551 3033
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Um þessar mundir standa yfir miklar
framkvæmdir við þjónustustöð Olís í
Varmahlíð í Skagafirði. Verið er að
útbúa nýtt afgreiðsluplan sunnan við
stöðina og þangað verða eldsneytis-
dælurnar á staðnum sem nú eru við
austurhlið skálans fluttar á mun rúm-
betra svæði, þar sem verður meðal
annars góð aðstaða fyrir vöruflutn-
ingabíla.
Opnað í byrjun júní
Stefnt er að því að framkvæmdum
þessum ljúki í byrjun júní næstkom-
andi, á svipuðum tíma og umbótum
innandyra lýkur. Þegar hefur versl-
uninni á staðnum verið breytt tals-
vert – svo og öllu vöruframboði – og
nú verið er að endurbyggja veitinga-
stofuna, sem er í sal sem snýr mót
suðri. Á síðari stigum verða plön fyrir
framan verslunina hækkuð og stækk-
uð.
„Á síðustu árum höfum við hjá Olís
verið að styrkja okkur á landsbyggð-
inni, því með fjölgun ferðamanna hafa
opnast viðskiptatækifyrir fyrir fyrir-
tæki eins og okkur. Við höfðum stefnt
að því að koma upp öflugri þjónustu-
stöð á leiðinni norður í land og þegar
Kaupfélag Skagfirðinga kom fyrir
nokkrum árum inn í hluthafahóp Olís
– nú Haga – opnaðist tækifærið. Í
Varmahlíð erum við vel í sveit sett,
enda er staðurinn miðsvæðis og
margir eru vanir því að stoppa þarna
á ferðum sínum milli landshluta,“
segir Jón Ólafur Halldórsson, for-
stjóri Olís.
Aðstaðan verður glæsileg
Það var laust fyrir 1970 að Kaup-
félag Skagfirðinga opnaði útibú í
Varmahlíð. Þetta var alhliða verslun
sem þjónaði sveitunum í kring með
landbúnaðarvörur og slíkt og svo
söluskáli með þjónustu við ferðafólk.
Eldisneytissalan var undir merkjum
Esso og síðar N1, en ÓB frá því
haustið 2017. Það var svo í nóvember
á síðasta ári sem Olís tók við rekstr-
inum, en starfsmennirnir þeir sömu
og var. Valið fólk í hverju rúmi, sem
afgreiðir karamellur, steikir ham-
borgara og hellir upp á kaffi.
„Umrótið núna reynir sjálfsagt á
þolinmæði einhverra en þegar fram-
kvæmdum lýkur verður aðstaðan hér
mjög glæsileg,“ segir Pétur Stefáns-
son verslunarstjóri í Varmahlíð.
Hann hefur staðið vaktina á staðnum
síðan 1997; lengst sem starfsmaður
Kaupfélags Skagfirðinga.
Breyttar aðstæður
„Já, ég er búinn að afgreiða marga
og við eigum tryggan hóp viðskipta-
vina sem koma hingað oft. Allir vita af
Varmahlíð. Í tíð kaupfélagsins seld-
um við hér ýmsar rekstrarvörur fyrir
landbúnaðinn í sveitunum í kring,
fóðurbæti, girðingarefni og slíkt. Lit-
um á það sem þjónustu þó þau við-
skipti skiluðu fyrirtækinu ekki endi-
lega mikill þénustu. Nú sækja menn
þessa vörur allar út á Sauðárkrók,
sem er í samræmi við breyttan tíðar-
anda og aðstæður í þjóðfélaginu,“
segir Pétur að síðustu.
Olís haslar sér
völl í Varmahlíð
Umskipti í vegasjoppu í Skagafirði
N1 vék fyrir ÓB Þjónusta á leið-
inni norður Hætt að selja fóðurbæti
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdir Eldsneytisdælurnar verða sunnan við húsið og þar útbúið rúmgott plan fyrir flutningabíla.
Verslunarstjórinn Við eigum tryggan hóp viðskiptavina. Allir vita af
Varmahlíð, segir Pétur Stefánsson sem hefur staðið vaktina í 22 ár.
Nánast öll uppbygging og fjár-
festingar Olís í þjónustustöðv-
um hafa á sl. 15 árum verið úti á
landi. Kemur þar til mikil fjölg-
un ferðamanna sem ferðast
víða um byggðir. Landnámið í
Varmahlíð tekur mið af þessum
aðstæðum. Tækifærin eru utan
borgarinnar.
Auk þess að hasla sér völl í
Skagafirði er Olís nú að koma
upp sjálfsafgreiðslustöð í Vík í
Mýrdal. Þar hefur félagið lengi
átt lóð. Auk þess að koma upp
dælum í Vík verður þar reistur
söluskáli, en aðstaðan leigð
fyrirtæki á staðnum. Áður hafði
Olís opnað eldsneytisafgreiðslu
á Kirkjubæjarklaustri og telur
Jón Ólafur að með þessu sé
fyrirtækið búið að koma sér
ágætlega fyrir á SA-landi, þeim
fjölförnu ferðamannaslóðum.
Tækifærin
eru úti á landi
FERÐAMÖNNUM FJÖLGAR