Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 38
38 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Sími 588 0488 | feldur.is
FERMINGARGJAFIR
1 2 3
4 5
1) GOLA blárefskragi 16.800 2) DIMMA lambaskinnskragi 12.900 3) BYLGJA silfurrefskragi 26.400 4) Lambaskinnspúði 12.400
5) Lambaskinnspúði 14.500 6) GJÓLA mokkalúffur 9.200 7) BLÍÐA lykklakippa 3.500 8) GLÓRA prjónahúfa 9.500
6
7 8
Mjólkurbikar karla
Bikarkeppni KSÍ, 1. umferð:
Fenrir – Ægir ........................................... 0:2
Ægir mætir KB eða Snæfelli.
Vængir Júpíters – Kóngarnir ................. 9:0
VJ mætir Kórdrengjum eða KM.
KFG – Reynir S........................................ 1:2
Reynir mætir Þrótti R.
Mídas – Ísbjörninn................................... 1:0
Mídas mætir Elliða.
ÍH – Björninn ........................................... 3:0
ÍH mætir Augnabliki eða Árborg.
Kría – KÁ .................................................. 1:2
KÁ mætir Herði eða Berserkjum.
Lengjubikar kvenna
B-deild:
HK/Víkingur – FH................................... 1:2
Fylkir – Keflavík ...................................... 4:0
Fylkir 12, Keflavík 9, FH 9, KR 6, ÍA 3,
HK/Víkingur 0.
England
Leicester – Newcastle ............................. 0:1
Staða efstu liða:
Liverpool 33 25 7 1 75:20 82
Manch.City 32 26 2 4 83:21 80
Chelsea 33 20 6 7 57:34 66
Tottenham 32 21 1 10 60:34 64
Arsenal 32 19 6 7 65:40 63
Manch.Utd 32 18 7 7 61:43 61
Leicester 34 14 5 15 46:45 47
Wolves 32 13 8 11 40:39 47
Everton 33 13 7 13 46:42 46
Watford 32 13 7 12 47:47 46
West Ham 33 12 6 15 41:50 42
Danmörk
Vejle – Horsens........................................ 3:0
Kjartan Henry Finnbogason skoraði
fyrir Vejle og lék allan leikinn.
Noregur
Strömsgodset – Mjöndalen..................... 2:3
Dagur Dan Þórhallsson sat á vara-
mannabekk Mjöndalen.
Frakkland
Dijon – Amiens......................................... 0:0
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon
í leiknum.
Þýskaland
Nürnberg – Schalke................................. 1:1
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Deildarmeistarar Hauka í handknatt-
leik karla eiga tvo leikmenn í úrvals-
liði Olís-deildar karla sem Morgun-
blaðið hefur valið og birt er hér til
hliðar. Grannar Haukanna, FH-
ingar, eru einnig með tvo menn í lið-
inu. Haft var til hliðsjónar við valið
hverjir voru oftast valdir í lið umferð-
arinnar í deildarkeppninni sem lauk
fyrir viku.
Markvörðurinn Grétar Ari Guð-
jónsson og línumaðurinn Heimir Óli
Heimisson eru fulltrúar Hauka í lið-
inu. Grétar Ari var ákaflega traustur
í mörgum leikjum leiktíðarinnar að
baki öruggri vörn Haukanna. Um
Heimi Óla þarf vart að fjölyrða. Hann
hefur varla leikið betur en á þessu
keppnistímabili. Fyrir vikið hefur
hann verið með annan fótinn inni í
landsliðinu.
Leikmaður deildarkeppninar er án
efa Selfyssingurinn Elvar Örn Jóns-
son. Hann fór á kostum með liði sínu
á leiktíðinni og var ellefu sinnum í liði
umferðarinnar, oftar en nokkur ann-
ar leikmaður deildarinnar á leiktíð-
inni. Frammistaða hans var rökrétt
framhald af síðasta keppnistímabili
og segja má leiktíðinni þar á undan
einnig. Elvar Örn hefur tekið stór-
stígum framförum á undanförnum
árum sem hefur skilað honum í eitt
lykilhlutverkanna hjá íslenska lands-
liðinu. Elvar Örn kveður Selfoss-liðið
í sumar og fylgir þjálfara liðsins, Pat-
reki Jóhannessyni, til Skjern á Jót-
landi. Skarð Elvars Arnar verður
vandfyllt.
Með heilt lið á herðunum
FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson
er annar leikmaður sem leikið hefur
sérstaklega vel á leiktíðinni, ekki síst
framan af. Ásbjörn bar uppi lið FH á
köflum og skilaði því í hóp efstu fjög-
urra liða deildarinnar enn eitt árið.
Auk þess hefur Ásbjörn verið iðinn
við kolann í markaskorun og endaði
deildarkeppnina sem markakóngur í
fyrsta sinn á ferlinum.
Birgir Már Birgisson, samherji Ás-
björns, hóf keppnistímabilið af krafti
eftir að hafa komið til FH frá Víkingi
á síðasta sumri. Heldur dró af honum
þegar leið á leiktíðina, a.m.k. var
hann ekki eins áberandi. Engu að síð-
ur er hann sá hægri hornamaður sem
vakti hvað mesta athygli í deildinni.
Færeyingurinn Áki Egilsnes hefur
reynst KA-liðinu sannkallaður hval-
reki. Hann var markahæsti leik-
maður liðsins í Grill-deildinni í fyrra
og hefur undirstrikað styrk sinn í vet-
ur með afar góðri frammistöðu sem
skilaði honum m.a. í þriðja sæti yfir
markahæstu leikmenn deildarinnar.
Sú örvhenta skytta deildarinnar sem
hélt best dampi frá upphafi til enda
keppnistímabilsins.
Framúrskarandi í fallliði
Úkraínumaðurinn Ihor Kopys-
hynskyi er vafalítið besti hægri
hornamaður deildarinnar. Hefur átt
jafna og góða leiki og nýtt færi sín vel
í annars fremur slöku liði Akureyrar
handboltafélags sem féll úr deildinni.
Ef Kopyshynskyi leikur hér á landi á
næsta keppnistímabili hlýtur það að
vera með liði í úrvalsdeildinni.
Aðrir sem komast í úrvalsliðið eru
Valsmennirnir Magnús Óli Magn-
ússon og Daníel Freyr Andrésson
sem léku hvað stærstu hlutverk inn-
an liðsins í vetur. Elvar Ásgeirsson
besti leikmaður Aftureldingar lengst
af tímabilinu. Vinstri hornamaðurinn
Hákon Daði Styrmisson sem sótti
jafnt og þétt í sig veðrið þegar á leik-
tíðina leið á sama tíma og sjálfstraust
hans jókst með ÍBV-liðinu. Aron
Dagur Pálsson sprakk út með
Stjörnuliðinu eftir áramótin eftir að
hafa átt afar misjafna leiki fyrri hluta
tímabilsins. Síðast en ekki síst skal
nefnt ungstirnið frá Selfossi, Haukur
Þrastarson. Um hann þarf ekki að
fara mörgum orðum. Framtíðar-
stjarna íslensks handknattleiks.
Gæta þarf vel að því að ofgera ekki
Hauki svo að hann brenni ekki upp
snemma.
Rökrétt framhald af síð-
asta vetri hjá Elvari Erni
Haukar, Valur og FH eiga tvo leikmenn hvert í úrvalsliðinu Tveir að norðan
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Bestur Elvar Örn Jónsson átti frá-
bæran vetur með Selfyssingum.
Varamannabekkur:
Daníel Freyr Andrésson, 6 Val
Magnús Óli Magnússon, 7 Val
Haukur Þrastarson, 8 Selfossi
Elvar Ásgeirsson, 8 Aftureldingu
Hákon Daði Styrmisson, 4 ÍBV
Aron Dagur Pálsson, 5 Stjörnunni
Hversu oft leik maður hefur
verið valinn í lið umferðarinnar
2
Grétar Ari Guðjónsson
Haukum
Heimir Óli Heimisson
Haukum
Ásbjörn Friðriksson
FH
Elvar Örn Jónsson
Selfossi
Áki Egilsnes
KA
Birgir Már
Birgisson
FH
Ihor
Kopyshynskyi
Akureyri
hjá Morgunblaðinu
Úrvalslið karla 2018-2019
7
9
8
3
11 8
5
Fagnaðarlætin voru gífurleg þeg-
ar næstsigursælasti kylfingur sög-
unnar, Tiger Woods, lét að sér
kveða á öðrum hring Masters-
mótsins á Augusta National-
vellinum í gær. Tiger Woods er á
samtals sex höggum undir pari
þegar mótið er hálfnað.
Útlit er fyrir óhemju spennandi
keppni um helgina ef marka má
fjölda þeirra snjöllu kylfinga sem
eru í baráttunni um efstu sætin en
enginn hefur stungið af.
Fimm kylfingar eru á samtals 7
undir pari og Tiger, sem ekki hef-
ur unnið risamót síðan 2008, er
því aðeins höggi á eftir. Tiger hef-
ur fjórum sinnum sigrað á Masters
og þekkir hverja þúfu og hvern
hól á Augusta. Eftir eru Eduardo
Molinari, Jason Day, Brooks
Koepka, Adam Scott, Louis Oost-
huizen. Allir hafa þeir fagnað
sigri á risamótum en Scott er sá
eini þeirra sem unnið hefur Mast-
ers. Jafnir Tiger voru Dustin
Johnson, Justin Harding og Xan-
der Schauffele.
Frekari fréttir af mótinu er að
finna á mbl.is/sport/golf.
AFP
Vinsæll Tiger Woods fagnar fugli á 14. holu á Augusta í gær.
Tiger á meðal efstu
manna á Masters
HANDBOLTI
Umspil kvenna
Undanúrslit, annar leikur:
Fylkir – ÍR ............................................ 33:32
Fylkir áfram 2:0 samanlagt.
FH – HK ............................................... 19:27
HK áfram 2:0 samanlagt.
Þýskaland
Dortmund – Thüringer....................... 23:26
Hildigunnur Einarsdóttir leikur með
Dortmund.