Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Morgunblaðið/Eggert Kjaraviðræður Fulltrúar iðnaðarmanna á fundi í húsi ríkissáttasemjara. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Fundir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkis- sáttasemjara halda áfram eftir helgi. „Það er skipulagður fundur á mánudaginn. Það verður vinnuhelgi framundan til að vinna í málum í hvorum hópi fyrir sig,“ segir Krist- ján Þórður Snæbjarnarson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins. Hann vildi lítið gefa upp um stöðuna í við- ræðunum. „Það er svo sem ekki mikið að frétta, við erum búin að vera að tala saman og fara yfir málin,“ sagði Kristján sem vildi heldur ekki segja til um hvort búið væri að komast að samkomulagi um einhver deilumál. Verið að reyna að finna leiðir Spurður hvort deiluaðilar séu eitt- hvað að þokast nær hvor öðrum seg- ir hann ekki tímabært að segja til um það. „Það sem er jákvætt er að það er verið að tala saman og auðvit- að að verið sé að reyna að finna ein- hverjar leiðir,“ segir Kristján. Samflot iðnaðarmanna saman- stendur af Rafiðnaðarsambandi Ís- lands, Samiðn, Grafíu (áður Félag bókagerðarmanna), Matvís, Félagi hársnyrtisveina og VM, sem er félag vélstjóra og málmtæknimanna. Fundað á ný eftir helgina  Viðræður samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins halda áfram  „Jákvætt að það er verið að tala saman,“ segir formaður Rafiðnaðarsambandsins Ákvörðun var tekin í gær um að fresta komu tveggja mjaldra til Vest- mannaeyja, sem áttu að koma hingað með sérútbúinni flutningavél Cargo- lux næstkomandi þriðjudag. Ástæðan er veðurspáin og sú staðreynd að Landeyjahöfn hefur verið lokuð að undanförnu. Aðstandendur verkefnisins, Merlin Entertainment og góðgerðar- samtökin Sealife Trust, treysta mjöldrunum ekki til að þola flutning með Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja, en sú sigling getur tekið þrjá tíma en sigling úr Landeyjahöfn tekur að jafnaði um hálftíma. Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður staðan næst metin á mánu- dag, hvenær af flutningnum frá Kína getur orðið. Mjaldrarnir hafa verið í sædýrasafni í Sjanghæ. „Það er í forgangi hjá okkur að tryggja velferð og öryggi mjaldranna og flutningarnir miðast við það. Við munum halda áfram að fylgjast með veðurspám og stöðunni á Íslandi og tökum ákvörðun um framhaldið í samráði við okkar sérfræðinga,“ seg- ir í tölvupósti til Morgunblaðsins frá einum af talsmönnum verkefnisins. Komu mjaldranna frestað  Veðurspá og lokun Landeyja- hafnar hindra för Ljósmynd/Sealife Trust Mjaldrar Systurnar Litla-Hvít og Litla-Grá þurfa að bíða aðeins lengur. Bankastjóri Arion segir upp störfum Höskuldur H. Ólafsson, banka- stjóri Arion banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í gær- kvöldi. Þar segir að stjórn bankans og Höskuldur hafi komist að samkomulagi um að hann sinni starfi bankastjóra fram til næstu mánaðamóta. Haft er eftir Höskuldi í tilkynning- unni að hann telji þetta vera rétta tímann til að fela öðrum að taka við keflinu. „Eftir vel heppnað alþjóðlegt hlutafjárútboð á síðasta ári var bank- inn skráður á markað í kauphallir á Íslandi og í Svíþjóð og er eignarhald bankans í dag vel dreift og hluthafar bæði innlendir og erlendir fjárfestar. Bankinn er fjárhagslega sterkur með traustan grunnrekstur og vel í stakk búinn fyrir það sem framtíðin ber í skauti sér,“ segir Höskuldur. Þá þakkar Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka, Höskuldi fyrir vel unnin störf en hann hefur starfað hjá Arion banka síðustu níu ár. Höskuldur H. Ólafsson  Höskuldur kveður eftir 9 ára starf Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Kjartani Adolfssyni, sem Héraðs- dómur Austurlands dæmdi í fjög- urra ára fangelsi fyrir gróf kyn- ferðisbrot gegn tveimur barn- ungum dætrum sínum. Niðurstaða Landsréttar er að hann skuli sæta 7 ára fangelsivist. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist refsi- þyngingar og þess að maðurinn yrði sakfelldur fyrir fleiri ákæru- liði. Hann hefur áður hlotið tíu mánaða fangelsisdóm fyrir kyn- ferðisbrot gegn eldri hálfsystur stelpnanna tveggja, en það var árið 1991. Í þessu máli var hann einnig dæmdur fyrir að hafa tvívegis brot- ið nálgunarbann gegn henni. Kjartan var í Héraðsdómi Aust- urlands sýknaður af nokkrum ákæruliða sem lutu að grófum brot- um hans gegn eldri stúlkunni, en Landsréttur sneri sýknunni við í tveimur ákæruliðum. Stúlkan gaf viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti og lýsti því þar að faðir hennar hefði ekki sjaldnar en í 10 skipti haft við hana samræði. Dætur Kjartans hafa stigið fram opinberlega og rætt brot föður síns. Sjö ára dómur fyrir nauðganir Fimm umferðir eru að baki í GAMMA Reykjavíkur- skákmótinu, sem fram fer í Hörpu þessa dagana. Efstu menn eru með 4 ½ vinning og síðan koma nokkrir keppendur með 4 vinninga. Nokkrir íslenskir stór- meistarar og skákmeistarar eru jafnir með 3 ½ vinn- ing, þeir Jóhann Hjartarson, sem hér er í þungum þönkum, Hannes Hlífar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson, Sigurbjörn Björnsson, Björn Þorfinnsson og Dagur Ragnarsson. Sjötta umferðin verður tefld í dag en mótinu lýkur næstkomandi þriðjudag. »27 Íslensku skákmeistararnir hnífjafnir Reykjavíkurskákmótið í fullum gangi í Hörpu Morgunblaðið/Ómar Ekki er komin lausn í deilur Vega- gerðarinnar og pólsku skipasmíða- stöðvarinnar Crist um lokauppgjör vegna smíði nýju Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs. Ferjan bíður fullbúin í Gdansk eftir niðurstöðu málsins. Viðræðunum er stýrt af danskri lögfræðistofu sem sérhæfir sig í málum er snúa að skipasmíðum. Samkvæmt upplýsingum G. Pét- urs Matthíassonar, upplýsingafull- trúa Vegagerðarinnar, hafa fulltrúar fyrirtækjanna verið í lauslegum við- ræðum. Staðfestir hann að forstjóri Vegagerðarinnar muni eiga fund í Póllandi næsta þriðjudag með fulltrúum skipasmíðastöðvarinnar. helgi@mbl.is Ljósmynd/Vegagerðin Deilur Tafir hafa orðið á afhend- ingu nýja Herjólfs í Póllandi. Til Póllands að funda um nýja Herjólf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.