Morgunblaðið - 13.04.2019, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
Við þökkum ættingjum og vinum auðsýnda
samúð og hlýhug er móðir okkar,
tengdamóðir, frænka, amma, langamma
og langalangamma,
GUÐBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR,
Minna-Núpi,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
andaðist í mars síðastliðnum.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Ási
í Hveragerði og Lundi á Hellu fyrir einstaka umönnun
undanfarna mánuði.
Guðrún Ingólfsdóttir Auðunn Gestsson
Herdís Kristjánsdóttir Trausti Sveinbjörnsson
Ámundi Kristjánsson
Viðar Ingólfsson Nína Björg Borgarsdóttir
Guðbjörg Emma Ingólfsd. Gunnlaugur Óttarsson
Snorri Arnarson Erla Gunnarsdóttir
Erla Arnardóttir Ingi Björnsson
langömmu- og langalangömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN AUÐUR BENEDIKTSDÓTTIR,
Álftamýri 16,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 2. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug.
Þorgeir Sigurðsson
Friðrik Sigurðsson
og fjölskyldur
viti og voni að fá að heyra annan
langtum fegri og sætari lofsöng í
eilífðinni.“
Við hjónin þökkum vináttu og
elskusemi alla fyrr og síðar og
biðjum Guð að blessa minningu
hans og styrkja og hugga eigin-
konu hans, Guðrúnu Þorkels-
dóttur, börn þeirra og allt sem
hann unni.
Kristín og Karl
Sigurbjörnsson.
Jón Helgason var glöggur
stjórnmálamaður og hyggindi
voru honum í blóð borin. Hann
var hæverskur og háttvís í allri
framgöngu.
Það gat verið snúið að eiga
mótherja í pólitík sem gæddur var
þessum eðliskostum.
Fundum okkar Jóns Helgason-
ar bar fyrst saman fyrir áratug-
um. Það var í aðdraganda kosn-
inga á sameiginlegum fundi
frambjóðenda allra flokka í
Vestur-Skaftafellssýslu. Hann
var á heimavelli, með langa þing-
reynslu og var aukheldur forseti
Alþingis.
Sjálfur kom ég til þessa fundar
ungur nýgræðingur og blautur á
bak við eyrun. En það breytti ekki
því markmiði, sem mig og sam-
herja mína skorti sennilega hæv-
ersku til að fara dult með, að
hnika Framsóknarflokknum úr
forystusætinu í kjördæminu. Það
væru því nokkrar ýkjur að segja
að þessi fyrstu kynni okkar hafi
verið sérstakur fagnaðarfundur.
Og enn síður má lýsa þeim sem
vinalátum.
Þetta var pólitísk glíma. En
það raskaði ekkert ró og yfirveg-
un Jóns Helgasonar. Þegar litið
er til baka skynjar maður betur
að það var einmitt við aðstæður
eins og þessar sem verðleikar
hans nutu sín hvað best. Og víst er
að sýslungar hans kunnu vel að
meta þann mann sem hann hafði
að geyma.
En stjórnmálin eru flókið fyrir-
bæri. Ekki löngu eftir að við stig-
um þessi glímuspor í kosninga-
baráttu höguðu örlögin því svo til
að okkur var skipað saman til setu
við ríkisstjórnarborðið. Þannig
urðum við samstarfsmenn í
tveimur ríkisstjórnum. Auk held-
ur átti það fyrir okkur að liggja að
taka sameiginlega á margvísleg-
um hagsmunamálum í kjördæm-
inu.
Pólitíkin er sannarlega ekki
svo einföld að þar séu menn annað
hvort samherjar eða mótherjar.
Oftast nær þurfa menn að kunna
þá list að vera hvort tveggja í
senn. Þannig var það stóran hluta
þess tíma sem við áttum samleið á
Alþingi.
Jón Helgason spratt upp úr
rótföstu bændasamfélagi. Það
hefur því ugglaust komið eins og
af sjálfu sér að á vettvangi stjórn-
málanna var hann fyrst og síðast
málsvari bænda. Hann var stað-
fastur samvinnumaður og í öllum
störfum sínum trúr hugsjónum og
hagsmunum þeirrar hreyfingar.
Eftir að við hurfum báðir af
vettvangi stjórnmálanna fækkaði
þeim skiptum þar sem leiðirnar
lágu saman.
Nú þegar Jón Helgason er far-
inn yfir landamæri allra landa-
mæra leita margvíslegar minn-
ingar þess liðna tíma á hugann.
Fyrir þær er mér ljúft að þakka
um leið og ég sendi fjölskyldu
hans samúðarkveðjur.
Þorsteinn Pálsson.
Nokkrum orðum vil ég minnast
hins mæta manns Jóns Helgason-
ar frá Seglbúðum. Við vorum
samferðamenn á Alþingi í ein 12
ár og af þeim kynnum hef ég gott
eitt að segja, kemur helst í hug að
lýsa mætti Jóni sem vönduðu
prúðmenni.
Á árunum 1983-1988 var Jón
samfellt landbúnaðarráðherra
ásamt því að fara með dóms- og
kirkjumál 1983-1987. Svo háttar
til að sá sem þetta ritar tók við
lyklavöldum af honum í landbún-
aðarráðuneytinu haustið 1988 og
var gott fyrir nýliðann að eiga jafn
traustan mann til að leita og Jón
var. Fyrir utan að gegna ofan-
greindum ráðherraembættum
var Jón lengi í forustu á Alþingi.
Var forseti sameinaðs þings 1979-
1983, forseti efri deildar 1988-
1991 og oft einn af varaforsetum
Alþingis. Það sýnir vel hve mikið
traust var borið til Jóns að til hans
var leitað á óvissutímum innan
þings og í stjórnmálunum eins og
gert var eftir desemberkosning-
arnar 1979 áður en meirihluti
hafði myndast í þinginu. Þeir sem
kynntust Jóni vita hvers vegna.
Hann glöggur maður, dagfars-
prúður og bar utan á sér þá reglu-
semi og samviskusemi sem ein-
kenndi öll hans störf.
Í mínum huga var Jón Helga-
son þó fyrst og fremst bóndi sem
unni sinni sveit og lagði mikið af
mörkum í þágu hennar, þar á
meðal með langri setu í sveitar-
stjórn. Einnig gegndi hann ýms-
um trúnaðarstörfum í þágu
bænda og lét þeirra mál mikið til
sín taka alla tíð.
Fyrir hönd Alþingis þakka ég
Jóni Helgasyni sérstaklega hans
framlag við forustustörf á þeim
vettvangi, kveð hann með virð-
ingu og votta aðstandendum sam-
úð.
Steingrímur J. Sigfússon.
Þegar fyrrverandi stærðfræði-
kennari við Menntaskólann í
Reykjavík og síðar rektor
Menntaskólans í Hamrahlíð lét af
störfum fyrir tæplega fjörutíu ár-
um síðan, var hann spurður af
fréttamanni hvað hefði nú orðið
um alla dúxana sem hann hafði
kennt í gegnum árin. Rektorinn
svaraði eitthvað um kröftum sín-
um viðnám innan veggja háskóla
eða gerast raunvísindamaður sem
hann sannanlega hafði mikla
burði til. Örlögin gripu í taumana
og Jón ákvað tæplega tvítugur að
gerast bóndi á föðurarfleifð sinni
austur í Landbroti. Ég man fyrst
eftir Jóni um miðbik sjöunda ára-
tugar síðustu aldar, þegar ég var
stráklingur í sveitinni og hann
ungur bóndi í Seglbúðum með
sinni glæsilegu konu, henni Guð-
rúnu. Síðar átti ég eftir að kynn-
ast Jóni bæði sem yfirveguðum
kennara við Kirkjubæjarskóla og
sem kappsfullum smala í leitum á
Landbrotsafrétti. Best kynntist
ég þó Jóni eftir að hann varð al-
þingismaður og ráðherra en ég
menntaskólanemi og síðar há-
skólanemi í Reykjavík. Þau voru
óteljandi skiptin sem ég varð þess
aðnjótandi í helgarfríum að fá
bílfar með Jóni heim í sveitina og
til baka til Reykjavíkur í helgar-
lok. Á þessum tíma voru vinnu-
dagar Jóns gjarnan mjög langir.
Það var því ósjaldan sem Jón bað
mig að taka að mér hlutverk bíl-
stjórans. Ég get ekki sagt að mér
hafi þótt leiðinlegt að keyra bílana
hans Jóns sem jafnan voru nýleg-
ir jeppar af bestu gerð. Það sem
er mér þó eftirminnilegast úr
þessum mörgu ferðalögum voru
samræðurnar við Jón. Í orðræðu
Jóns kristallaðist gjarnan sá mikli
metnaður sem hann hafði fyrir
nærsamfélagi sínu austur í
Skaftafellssýslu og þjóðinni í
heild. Hann var „analytískur“ og
lausnadrifinn í hugsun. Hann
reyndi að greina málin gaumgæfi-
lega og leita farsælla lausna á sér-
hverju verkefni sem mætti hon-
um. En þó Jón væri einstaklega
kappsfullur í öllu því sem hann
tók sér fyrir hendur, þá held ég að
fátt hafi pirrað hann meira en
fljótfærni og hroðvirkni. Sýndar-
mennska og framhleypni var hon-
um heldur ekki að skapi.
Síðar á lífsleiðinni átti ég ein-
stakt samstarf með Jóni í málefn-
um Hótel Klausturs á Kirkjubæj-
arklaustri. Þar eins og annars
staðar varð maður vitni að þeim
mikla metnaði sem hann hafði fyr-
ir hönd heimasveitar sinnar og
landinu í heild.
Hann sá tækifærin í ferðaþjón-
ustu svæðisins felast í sögu móðu-
harðindanna og fegurð náttúr-
unnar en helstu ógnirnar að við
mannfólkið umgengjumst landið
ekki af nægilegri gætni og virð-
ingu. Síðast en ekki síst skynjaði
ég að honum þótti þekking okkar
á þeim náttúruöflum sem móta
landið almennt ekki vera nægileg.
Við leiðarlok er mér efst í huga
þakklæti til Jóns fyrir fórnfúst
starf hans í þágu minnar gömlu og
fallegu heimasveitar. Og ef ég ein-
hvern tímann gleymdi að þakka
fyrir mig, þá segi ég núna: Takk
fyrir farið og samferðina!
Arnar Bjarnason.
Jón Helgason frá Seglbúðum
er fallinn frá og löngu og farsælu
ævistarfi lokið.
Það var hlutskipti Jóns að
standa fyrir búi móður sinnar í
Seglbúðum nokkur ár að loknu
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík, þá 19 ára gamall.
Árið áður hafði faðir hann látist
langt fyrir aldur fram. Varð það
og mikill hluti starfsævi Jóns að
vera bóndi.
Mér hefur verið hugsað til þess
með hvaða orðum ég mætti lýsa
þakklæti framsóknarmanna fyrir
hans mikla ævistarf í þágu Fram-
sóknarflokksins. Jón var alþing-
ismaður og ráðherra í yfir 20 ár,
áður var hann formaður Félags
ungra framsóknarmanna og síðan
Framsóknarfélags Vestur-
Skaftafellssýslu um 20 ár.
Jón, þessi hægláti og dagfar-
sprúði maður í allri framkomu,
var skipaður til forystu af sínu
fólki. Jón naut mikils trausts með-
al samferðamanna sinna og var
virkur í félagsstörfum. Hann sat
lengi í hreppsnefnd Kirkju-
bæjarhrepps og var stjórnarfor-
maður Kaupfélags Skaftfellinga.
Jón unni sinni heimabyggð, trúði
á framtíð hennar og tók virkan
þátt í framþróun og uppbyggingu
átthagana.
Jón var mikill bindindismaður
og var eftir því tekið í fjölmiðlum
er Jón ákvað að ekki yrði veitti
áfengi á hans vakt eftir að hann
varð ráðherra. En það hafði hann
heldur ekki gert sem alþingis-
maður, né frekar á sínu eigin
heimili. Hann var sannur í þessari
staðföstu lífsskoðun sinni.
Jón var mikill áhugamaður um
landbúnaðarmál, nýtingu lands-
ins, nýtingu til raforku, í raun allri
framleiðslu fyrir efnahagslegar
framfarir byggðanna. Hann tók
líka virkan þátt í að byggja upp
nýjar atvinnugreinar eins og
ferðaþjónustuna í nærumhverf-
inu. Eftir lifir minningin um góð-
an dreng, sem lagði sig fram og
lagði mikið af mörkum til heilla
fyrir sveit sína og þjóðfélagið allt.
Okkar persónulegu samskipti
snérust ávallt um hugmyndir
hans um framfarir almennt og þá
sérstaklega uppbyggingu
Kirkjubæjarklausturs, landbún-
að, landbætur og varnir en hann
hafði miklar áhyggjur af ágangi
vatns og sandburði, ekki síst
Skaftár. Þau samtöl voru gefandi.
Ég vil minnast Jóns Helgason-
ar með djúpri virðingu og þakk-
læti fyrir störf hans í þágu Fram-
sóknarflokksins og þjóðarinnar.
Framsóknarflokkurinn og fram-
sóknarmenn, bæði í héraði og um
land allt, votta aðstandendum
innilega samúð. Við Elsa biðjum
góðan Guð að styrkja ástvini í
þeirra sorg.
Sigurður Ingi Jóhannsson,
formaður Framsóknar-
flokksins.
Jón Helgason, vinur minn, er
allur.
Ég hafði þann heiður að kynn-
ast Jóni kringum síðustu aldamót,
þegar hann þáði að sitja í nokkur
ár í stjórn Vináttufélags Íslands
og Kanada; þar sem ég var þegar
orðinn formaður. Hafði hann þá
þann metnað sem félagsmálamað-
ur og fyrrverandi ráðherra, að
efla tengsl þessa félags sem tengil
við Íslendinga í Vesturheimi, og
sem bókmenntasinnað menning-
arfélag. Hafði hann skeleggar
skoðanir í því sambandi.
Vænst þótti mér þó um hversu
viljugur hann var til að hagræða
borgarheimsóknum sínum frá
Suðurlandi þannig, að hann kæm-
ist á fundi hjá okkur. Var þá auð-
fundið að hann hafði trú á skipu-
lagðri félagsmálaþátttöku. Þá
þótti honum og vænt um er sendi-
herrar okkar í Vesturheimi birt-
ust á fyrirlestrarfundum.
Tíðarandinn í félagi okkar Jóns
endurspeglast í ljóði mínu Þjóð-
ræknisfélaginu; í eftirfarandi
glefsu:
Við erum ekki þjóðrembufélag!
Við reyndum jafnvel að breyta nafninu,
en fólkið í landinu sá þá að sér.
Það sem við viljum er bara
að reyna að minnka sáraukann af
missinum
er fólkið okkar fer Vestur
og týnist frá systkinum sínum og
foreldrum,
og er að reyna að vera þar Íslendingar
þótt það hafi í alvöru glatað flestu
sem máli skiptir fyrir Íslending á Íslandi;
en er orðið eitthvað allt annað en var;
einskonar stórþjóða-auðvaldsfyrirbæri;
úti í Bandaríkjunum eða Kanada.
Tryggvi V. Líndal.
Jón Helgason, fyrrum þing-
maður, ráðherra og forseti Al-
þingis, hefur lokið þessu jarðlífi
sínu. Í tilefni þess finnst mér rétt
að minnast hans fyrir það sem
hann áorkaði fyrir mig og mína
fjölskyldu, sem og fjölda annarra
sem aldrei hann hittu. Ég hitti
manninn aldrei, og náði aldrei að
tala við hann heldur og þakka
honum fyrir okkur. Þess vegna
eru þessar fátæklegu línur hér
settar niður. Ég átti eitt sinn leið
framhjá heimili Jóns fyrir austan,
fyrir um tveimur áratugum síðan
og bankaði upp á. En þann dag
var Jón fjarverandi svo ekkert
varð af fundum okkar, né gat ég
persónulega þakkað honum fyrir
góðvildina við oss.
Þannig var að ég hafði verið fé-
lagsmaður í Skógræktarfélagi
Reykjavíkur í nokkur ár árið
1988, þegar þáverandi stjórn og
þó aðallega framkvæmdastjóri fé-
lagsins, Vilhjálmur Sigtryggsson,
fengu því áorkað að landspildum
var úthlutað til félagsmanna fyrir
gróðursetningu. Höfðum við
nokkrir af yngri félagsmönnunum
lengi suðað í félaginu að reyna að
útvega okkur spildur sem við sjálf
mættum sjá um að gróðursetja á,
og hugsanlega síðar meir byggja
okkur eitthvert afdrep þar til að
dvelja í.
Árið 1988 var loks kominn
skriður á að úr þessu rættist, og
voru ein eða tvær jarðir í eigu rík-
isins komnar undir slík áform af
hálfu Landbúnaðarráðuneytisins
til félagsins og meðlima þess.
Hljóp þá snurða á þráðinn í mál-
inu á síðustu stundu og allt fór í
baklás. Jón Helgason var þá ráð-
herra málaflokksins. Tók hann af
skarið og eftirlét Skógræktar-
félaginu tvær eða þrjár aðrar
jarðir í staðinn, miklu fallegri og
betri. Þær voru að vísu mun
lengra í burtu frá borginni, en
vægast sagt ákaflega fallegar og
vel staðsettar, austur í Mýrdal.
Þetta voru jarðirnar Álftagróf,
Keldudalur og einnig hluti úr
jörðinni Fell. Heitir það nú Fells-
mörk. Og hófum við gróðursetn-
ingu þar 1989 af miklum móð. Er
þar nú víðast hvar afar fallegt um
að litast, og mikill skógur. Hefur
ánægja mín og minna sem og ann-
arra sem þarna hafa átt skóg-
ræktarafdrep verið meiri en orð
fá lýst.
Því skal þakka þetta hér enn og
aftur að leiðarlokum þessarar
jarðvistar heiðursmannsins Jóns
Helgasonar frá Seglbúðum. Það
þurfti örugglega áræði og mikla
góðvild til að koma þessu máli í
höfn í ráðuneytinu, svo við borg-
arbúarnir fengjum okkar eigið af-
drep í íslenskri náttúru af allra
besta tagi. Af því hafði Jón Helga-
son greinilega nóg. Verður hans
minnst fyrir það á meðal land-
nemanna svo lengi sem skógrækt
og byggð verður þar fyrir austan.
– Og örugglega lengi eftir það.
Magnús H. Skarphéðinsson.
✝ Skúli Magnús-son fæddist í
Feitsdal í Arnar-
firði 25. september
1934. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu í
Reykjavík 14. febr-
úar 2019.
Foreldrar hans
voru Rebekka Þið-
riksdóttir, hús-
móðir og kennari,
f. 27.10. 1890, d. 11.4. 1992, og
Magnús Guðmundur Magnús-
son, bóndi í Feitsdal og síðar
Reykjarfirði, f. 25.11. 1891, d.
27.05.1959.
Systkini Skúla voru Ingi-
björg, f. 18.6. 1920, d. 26.2. 2012,
Páll, f. 5.10. 1921, d. 1.3. 2009,
Helgi, f. 28.10. 1923, d. 25.6.
1961, Magnús Reynir, f. 21.1.
1927, d. 19.10. 2010, Svanlaug, f.
2.4. 1930, d. 30.10.
2017.
Skúli starfaði
sem sýsluskrifari á
Patreksfirði, skrif-
stofumaður hjá
Vegagerð ríkisins,
jógakennari og
nuddari í Reykja-
vík. Hann lauk
starfsævinni hjá
Póstinum.
Skúli kvæntist
22.6. 1980 Guðrúnu Huldu Guð-
mundsdóttur, f. 22.7. 1925, þau
skildu 1984. Seinni kona
Skúla var Erna Guðrún
Georgsdóttir, f. 8.6. 1939, d. 5.9.
2013, þau gengu í hjónaband
25.9. 2009. Erna Guðrún átti
þrjú börn af fyrra hjónabandi.
Útför Skúla fór fram frá
Fossvogskapellu í kyrrþey 4.
mars 2019.
Látinn er Skúli Magnússon,
fornvinur minn. Hann var bekkj-
arbróðir minn og náinn vinur í
Menntaskólanum á Akureyri.
Skúli kom í MA í fjórða bekk
stærðfræðideildar haustið 1953.
Hann fékk inni í Briemsgerði á
Norðurvistum í gamla skólahús-
inu. Þangað sótti ég hann heim.
Við ræddum saman vanda mann-
kyns eða hlustuðum á músík.
Báðir vorum við róttækir sósíal-
istar. Skúli átti plötuspilara sem
hann tengdi við lítið útvarpstæki.
Oft glumdi okkur Finlandia Sí-
belíusar í eyrum.
Hrifning hans á hljómlistinni
var falslaus, rétt eins og hans
pólitísku skoðanir.
En „vinir berast burt á tímans
straumi“. Eftir stúdentspróf átt-
um við stutta og slitrótta sam-
veru í sumarvinnu vestur á Flat-
eyri. Mér er í minni að ég vildi fá
hann með mér í gönguferðir út á
hlíð, en hann mátti ekki slíku
sinna; var önnum kafinn að lesa
pólitíska hagfræði. Svo var hann
skyndilega horfinn lengra en
langt út í heiminn, alla leið austur
í Kína var hann farinn til að læra
heimspeki. Samskipti okkar urðu
mjög strjál, en þó nokkur bréf-
lega. Ég vissi að hann lenti í per-
sónulegum hremmingum, en
óljóst var mér hvernig þær voru
vaxnar. Sú harða hríð sem Stóra
stökkið hans Maós formanns
fram á við var reyndi mjög á
Skúla. Eftir fjögur ár í Kína kom
hann kalinn heim.
Við týndum hvor öðrum, geng-
um í ólíkar áttir. Þó er mér í
minni gönguferð sem við áttum
saman um Óbrynnishólma. Við
veltum þar vöngum yfir leyndu
lífi landsins okkar. Skúli stundaði
jóga, iðkaði og kenndi. Ég held
hann hafi hin síðari ár lítt bland-
að geði við annað fólk, kom t.a.m.
aldrei á fundi bekkjarfélaga.
Hæpið að við finnumst úr þessu,
en minning hins falslausa manns
lifir þó í huga mér.
Finnur Torfi
Hjörleifsson.
Skúli Magnússon
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Minningargreinar