Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í
innréttingasmíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel
tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr.
• Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir
aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er
mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð.
• Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir
á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður
vöxtur.
• Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og
loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
• Blikkiðjan ehf. í Garðabæ. Um er að ræða rekstur og fasteign að
Iðnbúð 3. Velta um 80 mkr.
• Lítil heildverslun með sterkan fókus í árstíðabundinni vöru. Tilvalinn
rekstur fyrir einstaklinga eða sem viðbót við aðra heildsölu. Stöðug
rekstrarsaga. Velta 45 mkr.
• Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað
hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir.
Velta 100 mkr. og góð afkoma.
• Hádegisverðarþjónusta þar sem bæði er sent í fyrirtæki og neytt á
staðnum í hádeginu. Tilvalið fyrir samhenta fjölskyldu og kokka. Velta
100 mkr. Töluverðir möguleikar fyrir duglega aðila að auka veltuna.
• Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og
sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug
undanfarin ár og jákvæð afkoma.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Gera má ráð fyrir að barátta Julians
Assange fyrir breskum dómstólum
gegn framsalskröfu yfirvalda í
Bandaríkjunum taki nokkur ár, að
sögn breskra lögspekinga. Frétta-
veitan AFP hefur eftir þeim að
hugsanlega verði málinu að lokum
skotið til Evrópudómstólsins.
Breski lögmaðurinn Anthony
Hanratty, sem hefur sérhæft sig í
framsalsmálum, telur að Assange
standi frammi fyrir „mjög erfiðri
baráttu í ljósi þess hvernig framsals-
samningur Bretlands og Bandaríkj-
anna er“, að því er breska blaðið The
Times hefur eftir honum. Hann segir
það einnig geta torveldað baráttu
Assange að breskir dómstólar leggi
mikið upp úr „trausti og samstarfi
milli landanna tveggja“, auk þess
sem líklegt sé að bandarísk yfirvöld
fylgi framsalskröfunni mjög fast eft-
ir.
Vegið að fjölmiðlafrelsi?
Julian Assange, 47 ára Ástrali sem
stofnaði uppljóstrunarvefinn Wiki-
Leaks, var handtekinn í sendiráði
Ekvadors í London í fyrradag þar
sem hann hafði dvalið í tæp sjö ár.
Hann var seinna dæmdur í gæslu-
varðhald vegna þess að hann var
fundinn sekur um að hafa brotið skil-
mála sem dómstóll hafði sett fyrir
því að hann yrði leystur úr varðhaldi
gegn tryggingu árið 2012.
Eftir handtökuna birtu bandarísk
yfirvöld ákæru á hendur Assange
vegna meintrar aðildar hans að inn-
brotum í tölvur varnarmálaráðu-
neytis Bandaríkjanna í tengslum við
mál bandaríska uppljóstrarans
Chelsea Manning sem var dæmd í
fangelsi árið 2013 fyrir að láta Wiki-
Leaks í té hundruð þúsunda banda-
rískra leyniskjala sem voru birt á
vefnum. Assange á yfir höfði sér allt
að fimm ára fangelsi vegna þeirrar
ákæru. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri
WikiLeaks, kveðst óttast að Assange
verði ákærður fyrir fleiri lögbrot
verði hann framseldur og hann geti
því átt yfir höfði sér tugi ára í fang-
elsi í Bandaríkjunum.
Hermt er að ákæran á hendur
Assange hafi verið skráð með leynd
hjá alríkisdómstól í Virginíu í fyrra
þótt hún hafi ekki verið birt fyrr en
en í fyrradag. Í ákæruskjalinu segir
að Assange hafi samþykkt að hjálpa
Chelsea Manning, fyrrverandi her-
manni sem hét þá Bradley Manning,
að hakka lykilorð til að komast í
tölvukerfi varnarmálaráðuneytis
Bandaríkjanna í mars 2011. Mann-
ing hafði þá þegar látið WikiLeaks í
té leyniskjöl um hernað Bandaríkja-
hers í Afganistan og Írak og um
fanga í Guantanamo-fangelsinu, að
sögn bandarískra saksóknara. Þeir
segja að markmiðið með því að
hakka lykilorðið hafi verið að gera
Manning kleift að stela fleiri tölvu-
skjölum án þess að hægt væri að
rekja stuldinn til hennar.
The Wall Street Journal hefur eft-
ir bandarískum saksóknurum að
Manning hafi séð Assange fyrir
hluta af lykilorði notanda tölvukerf-
isins. Assange hafi seinna beðið hana
um frekari upplýsingar varðandi
lykilorðið og sagt henni að sér hefði
ekki enn tekist að hakka það.
Nokkrir lagasérfræðingar telja að
með ákærunni sé vegið að frelsi fjöl-
miðla og fyrsta viðauka stjórnar-
skrár Bandaríkjanna sem kveður
m.a. á um að þinginu sé óheimilt að
setja lög sem skerði prentfrelsi.
Yochai Benkler, lagaprófessor við
Harvard-háskóla, segir að ákæru-
skjalið feli í sér nokkra „mjög alvar-
lega þætti sem gætu stefnt umfjöllun
fjölmiðla um þjóðaröryggismál í
verulega hættu“, að því er breska
blaðið The Guardian hefur eftir hon-
um.
„Ekki blaðamennska,
heldur þjófnaður“
Lögmenn Assange segja að hann
hafi aðeins hvatt heimildarmann sinn
til að veita sér upplýsingar og gert
ráðstafanir til að vernda nafnleynd
hans. Aðrir lögfræðingar segja hins
vegar að með því að hjálpa heim-
ildarmanni sínum við að hakka lykil-
orð til að brjótast inn í tölvukerfi og
stela tölvupóstum hafi Assange farið
yfir strikið og það geti ekki talist
eðlileg vinnubrögð í blaðamennsku.
Lagasérfræðingar segja að banda-
rískir dómstólar hafi yfirleitt heimil-
að fjölmiðlamönnum að birta upplýs-
ingar, sem þeir telji mikilvægar fyrir
almannahagsmuni, þótt heimildar-
mennirnir hafi brotið lög með því að
láta þær í té. Öðru máli gegni hins
vegar ef fjölmiðlamaður hvetji heim-
ildarmann sinn til að fremja lögbrot í
því skyni að afla upplýsinga.
Robert Chesney, prófessor í
þjóðaröryggislögum við Texas-
háskóla, segir að ákæran á hendur
Assange geti ekki talist atlaga að
fjölmiðla- eða málfrelsi vegna þess
að hún snúist um það hvort Assange
hafi reynt að hakka lykilorð til að
stela gögnum. „Það er ekki blaða-
mennska, heldur þjófnaður,“ hefur
fréttaveitan Reuters eftir honum.
Stofnandi uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks var handtekinn í sendiráði
Ekvadors í London í fyrradag eftir að hafa dvalið þar í tæp sjö ár
JULIAN ASSANGE
Ljósmynd AFP: D. Leal-Olivas
Júlí 2010
Fjölmiðlar birtu fréttir sem byggðust á
70.000 bandarískum leyniskjölum sem
WikiLeaks hafði birt og fjölluðu um
aðgerðir Bandaríkjahers í Afganistan
Okt. – nóv.
WikiLeaks birti 400.000 leyniskjöl
um innrás Bandaríkjahers í Írak
og 250.000 skjöl úr bandaríska
utanríkisráðuneytinu
18. nóv.
Yfirvöld í Svíþjóð gáfu
út handtökutilskipun á
hendur Assange vegna
ásakana um kynferðisbrot
7. des.
Assange gaf
sig fram við
bresku
lögregluna
Febrúar 2011
Breskur dómstóll úrskurðaði
að yfirvöldum væri heimilt
að framselja Assange
til Svíþjóðar
19. júní 2012
Assange leitaði
hælis í sendi-
ráði Ekvadors
Febr. 2016
Nefnd SÞ sagði
handtökuna byggjast
á geðþóttaákvörðun
Maí 2017
Yfirvöld í Svíþjóð
féllu frá rannsókn
ámáli Assange
Des.
Fékk ríkis-
borgararétt
í Ekvador
Jan. 2018
Ekvador óskaði eftir því
að eitthvert þriðja land
annaðist milligöngu
um lausn á deilunni
Febr.
Breskur dómstóll
áréttaði úrskurð um
handtökutilskipun á
hendur Assange
Mars
Ríkisstjórn Ekvadors
ákvað að loka fyrir
aðgang Assange
að netinu
Nóv.
Bandarískir saksóknarar
skýrðu fyrir slysni frá
ákæru gegn Assange sem
ekki var birt opinberlega
2. apríl 2019
Ekvadorar sögðu hann
hafa margbrotið skil-
mála þeirrar ákvörðunar
að veita honum hæli
11. apríl
Breska lögreglan
handtók hann eftir
að Ekvadorar sviptu
hann pólitísku hæli
Spá Assange langri
og erfiðri baráttu
Ákærður fyrir að hvetja heimildarmann til lögbrots
„Vá maður, ég hef unun af því að lesa WikiLeaks,“ sagði
Donald Trump í Ohio í kosningabaráttunni árið 2016.
„Þetta WikiLeaks er eins og fundinn fjársjóður,“ sagði
hann á öðrum kosningafundi, í Michigan. „WikiLeaks,
ég elska WikiLeaks,“ sagði hann í Pennsylvaníu.
Uppljóstrunarvefurinn hafði þá birt tölvupósta sem
sköðuðu framboð Hillary Clinton, forsetaefnis demó-
krata. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sagt að Wiki-
Leaks hafi fengið tölvupóstana frá rússneskum hökk-
urum sem hafi stolið þeim.
Nú þegar Trump er orðinn forseti Bandaríkjanna er komið annað hljóð í
strokkinn. „Ég veit ekkert um WikiLeaks,“ sagði forsetinn í fyrradag eftir
að skýrt var frá handtöku stofnanda uppljóstrunarvefjarins. „WikiLeaks
er ekkert fyrir mig.“
„Ég elska WikiLeaks“
DONALD TRUMP HAFÐI UNUN AF ÞVÍ AÐ LESA WIKILEAKS
Donald Trump
Nigel Farage hóf í gær kosningabaráttu nýs flokks, Brexitflokksins, fyrir
kosningarnar til Evrópuþingsins í maí. Farage er fyrrverandi leiðtogi
UKIP, flokks breskra sjálfstæðissinna, og hyggst notfæra sér reiði brexit-
sinna vegna þráteflisins á breska þinginu, sem hefur orðið til þess að út-
göngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið frestað tvisvar og lík-
legt er að Bretar þurfi að taka þátt í kosningum til Evrópuþingsins 23. maí,
þremur árum eftir að þeir samþykktu úrsögn úr ESB í þjóðararatkvæði.
„Ég tel í raun og veru að nú sé svo komið fyrir þessari þjóð að við séum ljón
undir stjórn asna,“ sagði hann á fyrsta kosningafundi flokksins í Coventry.
„Ljón undir stjórn asna“
AFP