Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Hvasst Rokið reif í vegfarendur í Reykjavík í gær í hvössustu hviðunum, eins gott að halda í húfuna. Eggert Opið bréf til for- sætisráðherra, Katr- ínar Jakobsdóttur: Í nýgerðum kjara- samningi á almennum vinnumarkaði var sam- ið um miklar kjarabæt- ur til lægst launuðu starfsstéttanna. Þeim til viðbótar lagði ríkis- stjórnin fram myndar- legan lífskjarapakka, sem einkum styður við láglaunafólk. En óvissa ríkir enn um viðmið- anir við hækkanir á lífeyri Trygg- ingastofnunar, sem varðar tugi þúsunda manna. Sá hópur er á margan hátt viðkvæmur og hluti hans er fjárhagslega verr settur en flestir aðrir. Mikilvægt er að hann eigi örugga framtíð í fjárhagslegu tilliti. Því verður varla beðið með að svara spurningum þessa bréfs. Lífskjarapakki ríkisstjórn- arinnar rennur jafnt til þessa hóps og annarra. Því fær hann skatta- lækkun sem samsvarar 15.990 kr. tekjuhækkun fyrir skatt. Það er um 6% tekjuhækkun miðað við fullan lífeyri. Að öðru leyti nýtur þessi hópur einkum aðgerða ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- málum og uppbyggingu félagslegs húsnæðis – og yngri hluti hans aukinna barnabóta og vaxtalækk- ana. Taka má fram að endurskoðun lífeyriskerfisins í heild er hluti af aðgerðum ríkisins í þessum lífs- kjarasamningum og meðal annars skoðun á „samspili almannatrygg- inga við greiðslur úr lífeyrissjóði“, sem varðar skerðingar og frítekju- mörk. Það er mál sem snertir marga, en verður ekki rætt hér. Lagaskylda til hækkana En lítum á lagaákvæðið sem um þetta fjallar. Í 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 segir m.a.: „Bætur al- mannatrygginga … skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörð- un þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag sam- kvæmt vísitölu neysluverðs.“ Hér skýrist að breytingar á lífeyri mið- ast við launaþróun og viðmiðunin við neysluvísitölu á einungis við ef launavísitala fellur niður fyrir hana – við óvenjulegar aðstæður. Þá er lífeyrisþegum hlíft við versta skell- inum. Það skal tekið fram að launa- vísitala hækkar jafnan meira en neysluvísitala og bætur hækkuðu í svipuðu hlutfalli og laun á áratugn- um á eftir 2007. En dregið hefur í sundur; í jan- úar 2019 hækkaði lífeyrir um 3,6% meðan launavísitala hafði hækkað um nálægt 6% á árinu 2018 (neysluvísitala hafði hækkað um 3,4%). Þar sem þessi litla hækkun braut í bága við megin-viðmiðunar- reglu 69. gr. og engin málefnaleg rök mæltu með því að víkja frá henni, ríkir eðlilega tortryggni hjá lífeyrisþegum gagnvart stjórnvöld- um. Hverju má búast við núna? Miðað við samsvarandi tekjubil Ef lífeyrir hækkar eins og laun á samsvarandi tekjubili (lægstu launaflokkarnir), mun fullur líf- eyrir hækka um 90 þús. kr. á næstu þremur árum. Sjá nánar í töflu 1. Það er í sjálfu sér eðlileg túlkun á ákvæðum 69. gr. meðal annars með þeim rökum að fullur lífeyrir hefur jafnan miðast við lægstu laun. Þetta kæmi flestöllum Íslendingum upp fyrir framfærslu- viðmið velferðarráðuneytisins ef verðbólga fer ekki af stað. Ef þessar lífeyrisgreiðslur lækka með hækkuðum tekjum eins og verið hefur hæfust skerðingar við um 370 þús. kr. fyrir sambúðarfólk í lok tímabilsins og lífeyrir félli al- veg niður við um 635 þús. Tölurnar eru nokkuð aðrar fyrir öryrkja, sem eru ekki með frí- tekjumark fyrir allar tekjudeildir, sem réttlætir umræðu um krónu-á- móti-krónu kerfi og eru með grunnlífeyri (51 þús.) sem gengur upp allan tekjuskalann. Ég áætla að árlegur kostnaður ríkisins af þessari viðmiðun myndi hækka ellilífeyri um 23 milljarða frá fjárlögum yfirstandandi árs til 2022 eða um 5 til 5,7 milljarða á ári. Talan fyrir öryrkja er óvissari, en gæti endað í 20 milljarða hækk- un frá því sem nú er. Miðað við lágmarks- tekjutryggingu Lágmarkstekjutrygging hækkar hins vegar minna en lægstu taxtar, um 68 þús. kr. Samningsaðilar eru að hverfa frá því kerfi og leggja nú meiri áherslu á að taxtalaun séu viðunandi og kjarasamningarnir endurspegla það. Því verður varla miðað við hana ef sækja á tekju- viðmiðanir til nýgerðra samninga, þó það hafi verið gert í fortíðinni. Upphæðir lágmarkstekjutrygg- ingar eru samt tilgreindar í töflu 1 til viðmiðunar. Miðað við launavísitölu Það má hugsa sér að ríkið vilji ekki miða við hækkanir á samsvar- andi tekjubili; að það túlki ákvæði 69. gr. um launaþróun þannig að miða ætti við hækkun launa- vísitölu. En álykta má að ákvæðið segi fremur fyrir um að viðmiðun sé sótt til samsvarandi tekjubils, það er að miða við lægstu taxta, við aðstæður þegar þeir hækka meira en launavísitala – og gæti þá þessi túlkun verið lagalega mjög vafasöm. Launavísitala hefur í för með sér hlutfallslega hækkun sem verður fyrirsjáanlega verulega minni en hin fasta krónutöluhækkun kjara- samninganna. Sjá nánar í töflu 1. Nú eru samningar lausir fyrir margar stéttir launþega og ekki fyrirséð hvað launavísitala mun hækka mikið á næstu þremur ár- um. En ef miðað er við meðal- hækkanir nýgerðra samninga má reikna með að hún hækki um 20% alls á næstu þremur árum. Það jafngildir árlegum hækkunum rík- isútgjalda vegna ellilífeyris um 14 milljarða frá því sem nú er til enda tímabilsins og örorkulífeyris um 12 milljarða. Hvenær hækka lífeyrisgreiðslurnar Spurning er hvenær lífeyris- greiðslurnar hækka, en kjarasamn- ingurinn kemur til framkvæmda 1. apríl í ár og á næsta ári, en 1. jan- úar 2021 og 2022. Mikilvægt er að hækkanir lífeyris séu samstiga framkvæmd samningsins þannig að þær haldi í við lægstu laun, en komi ekki til framkvæmda 1. jan- úar árið á eftir hækkun á vinnu- markaði. Niðurlag Krónutöluhækkanir á taxta eru meginform samninganna og ætti lífeyrir að taka mið af hækkunum á taxta láglaunafólks á samsvar- andi tekjubili, sem eru samtals um 90.000 krónur á samningstíma- bilinu. Önnur viðmið myndu þýða að lífeyrisþegar drægjust verulega aftur úr láglaunafólki á vinnu- markaði. Með von um svar eins fljótt og unnt er. Aldraðir, öryrkjar og nýgerðir kjarasamningar Eftir Hauk Arnþórsson »Hvaða hlutdeild fá aldraðir og öryrkjar í ávinningi nýgerðra kjara- samninga á almenn- um vinnumarkaði? Haukur Arnþórsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Íbúar Grafarvogs hafa fengið fréttir úr ráðhúsinu. Þegar fréttir berast neðan úr ráðhúsi bera þær venju- lega ekki með sér fagnaðar- erindið til íbúa. Meirihlutinn sýnir Grafarvogi eingöngu áhuga þegar skera á niður og núna á að skera þjónustu sem sveitarfélögum ber lög- bundin skylda til þess að veita. Það á að loka einum skóla og hringla með þrjá aðra þannig að yfir helmingur barna í norðanverðum Grafarvogi getur ekki gengið í sinn hverfisskóla. Raunar geta þau ekki heldur bókstaflega gengið í skóla því það mun taka þau um hálfa klukku- stund að komast í sinn skóla. Á þeirri göngu munu þau fara fram hjá hverfis- skólanum sínum og yfir umferðarþungar götur. Allt í nafni betri þjónustu við for- eldra og börn í hverfunum. Ef ekki væri verið að bruðla með skattfé okkar í gæluverkefni væri þessi staða ekki uppi. Reykjavíkurborg, sem á að vera leið- andi í því að veita góða þjónustu, er með þessu að marka ákveðin spor sem ekkert annað sveitarfélag hefur stigið. Að loka hverfisskóla í fullum rekstri. En við skul- um samt öll muna að það er gert af því Reykjavíkurborg er að veita með þessu miklu betri þjónustu. Þvílík firra, að reyna að matreiða þetta ofan í íbúa, foreldra og börn með þessum hætti. Íbúar við Kelduskóla – Korpu héldu fjölmennan fund. Töluverður fjöldi borg- arfulltrúa var mættur og þar gátu íbúar sagt sína skoðun. Það var mikill hita- fundur og öllum borgarfulltrúum sem þarna voru ætti að vera það ljóst að for- eldrar vilja þetta alls ekki. Íbúar afhentu á þessum fundi tvö þúsund undir- skriftir þar sem foreldrar og íbúar mótmæltu þessum að- gerðum og óskuðu eftir því að ekki yrði farið í þessar breyt- ingar. Fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn skýrðu þá frá því að stór samráðshópur hefði verið skipaður og hefði hann hafið sína vinnu. Í hon- um eru fulltrúar allra aðila, líka foreldra. Það sem meiri- hlutinn gerir sér samt ekki grein fyrir er að í þessum hópi eru tveir foreldrar úr þessum fjórum skólum og annar er jafnframt starfsmaður í einum af skólunum. Starfsmaður sem á allt sitt undir borginni. Þannig er samráðið við íbúa og foreldra í norðanverðum Graf- arvogi og enginn trúir því að einhver önn- ur niðurstaða komi úr hópnum en sú sem borgin hefur þegar ákveðið. Því þannig vann síðasti meirihluti og enginn trúir því að eitthvað hafi breyst í vinnubrögðum borgarinnar. Vonandi hef ég rangt fyrir mér, vonandi verður hlustað, vonandi er samráðið af heilindum. Eftir Valgerði Sigurðardóttur »Reykjavíkurborg, sem á að vera leiðandi í því að veita góða þjónustu, er með þessu að marka ákveðin spor sem ekkert annað sveitarfélag hefur stigið. Að loka hverfisskóla í fullum rekstri. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Ekkert hlustað – ekkert samráð Tafla 1: Yfirlit yfir upphæðir fullra lífeyrisgreiðslna miðað við ólíka framkvæmd lífeyr- ishækkana. Miðað er við að hækkanir verði samtímis hækkunum á vinnumarkaði, annars koma þær fram ári síðar. * Hækkanir eru föst krónutala. ** Hækkanir miða við hlutfallstölu og eru áætlaðar. 2019 2020 2021 2022 Miðað við samsvarandi tekjubil:* Lífeyrir sambúðarfólks 265.105 289.105 313.105 338.105 Lífeyrir einstæðra 327.800 351.800 375.800 400.800 Miðað við lágmarkstekjutryggingu:* Lífeyrir sambúðarfólks 257.119 271.719 284.696 298.485 Lífeyrir einstæðra 317.000 335.000 351.000 368.000 Miðað við launavísitölu:** Lífeyrir sambúðarfólks 261.450 274.523 288.249 302.661 Lífeyrir einstæðra 322.342 338.459 355.382 373.151

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.