Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HEIÐVEIG HÁLFDÁNARDÓTTIR, lést fimmtudaginn 4. apríl á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför Heiðveigar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 15. apríl kl. 13. Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir Gunnlaugur M. Sigmundsson Herdís J. Sigurbjörnsdóttir Helga S. Sigurbjörnsdóttir Karl Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, bróðir og mágur, VIGFÚS GRÉTAR BJÖRNSSON, bakarameistari, Asparfelli 6, andaðist á líknardeild Landspítalans 31. mars. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inga Brá Vigfúsdóttir Sigursteinn Freyr Vigfússon Auðunn Björnsson Gunnar Lúðvík Björnsson Guðlaug Björnsdóttir Svavar Garðarsson Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNHILDUR KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, lést föstudaginn 5. apríl. Ægir Vopni Íris Dögg Ægisdóttir Pétur Árnason Ólafur Már Ægisson Hildur Georgsdóttir og barnabörn Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PETTER AMANDUS TAFJORD, er látinn. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 17. apríl klukkan 13. Sigurrós Tafjord Ármann Baldursson Jóhann Á. Tafjord Elín Jónbjörnsdóttir Kristján Tafjord Jarþrúður Bjarnadóttir Birna Tafjord Birgir Kristjánsson Pétur Smári Tafjord Þórey Svana Þórisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðurbróðir okkar, HJÁLMAR ÞÓRÐARSON verkfræðingur, Kúrlandi 2, Reykjavík, lést 2. apríl í Skógarbæ. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hluttekningu við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INDRÍÐAR EFEMÍU INDRIÐADÓTTUR, sem lést á Dvalarheimilinu Dalbæ 27. mars. Hjartans þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Einnig viljum við senda öllum þeim sem komu að útför hennar innilegar þakkir. Felix og fjölskylda Indriði og fjölskylda Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga og reyndist að vonum búhöldur hinn bezti. Þingseta í meira en tvo áratugi eins og Jón Helgason átti er sann- arlega lærdómsrík á margan máta, svo og ráðherradómur einn- ig, ekki sízt vegna samskiptanna við fólkið í kjördæminu og með öllu því góða fólki átti Jón indæla sögu, þar var fólkið hans fyrst og fremst. Öll hans þingstörf ein- kenndust af samvizkusemi og trú- mennsku við hvaðeina. Ljúfar minningar hverfast um hugann nú við leiðarlok, yljaðar þakklæti fyrir veitula samfylgd áranna. Við Hanna sendum henni Guðrúnu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur svo og öllu þeirra fólki. Jóns Helgasonar er einstak- lega gott að minnast sem hins hugþekka félaga sem átti einkar ágæta lífsgöngu. Blessuð sé munabjört minning mannkosta- manns. Helgi Seljan. Það var í júní 1983. Braut- skráning kandídata frá Hvann- eyri. Samkomunni að ljúka. Hann kallar mig afsíðis, nýskipaður landbúnaðarráðherra: Jón Helga- son bóndi á Seglbúðum í Land- broti. Ég hafði ekki hitt hann fyrr. Hægt og nær því feimnislega spyr hann mig hvort ég geti hugsað mér að aðstoða sig í ráðuneytinu, þar sé margt framundan auk þess sem hann hefði dóms- og kirkju- mál á sinni könnu. Nokkrum vik- um síðar hóf ég störf sem aðstoð- armaður hans; sinnti þeim starfa í liðlega fimm ár. Þau urðu mér mikill og gagnsamur lærdómur. Það kom strax í hlut Jóns að finna leið til þess að laga stóru búgrein- arnar að nýjum markaðsaðstæð- um m.a. með búvörulögum sem Alþingi samþykkti sumarið 1985. Við það verk mátti Jón glíma og fara í bág við háværar kröfur margra stéttarbræðra sinna, full- trúa samvinnuhreyfingarinnar og jafnvel stympast við nokkra sam- herja sína á Alþingi sem sumir voru jafnvel stjórnarandstæðing- um erfiðari. Stór orð dundu á ráð- herranum og ýmis glíma var háð sem ég hirði ekki um að tíunda nú. Mér er ofar í huga hvernig Jón tók á verkefninu: Með þolinmæði og ótrúlegri seiglu en fyrst og fremst með skarpskyggni og framsýni. Baldur Möller ráðu- neytisstjóri taldi Jón Helgason einn greindasta mann sem hann hefði kynnst. Undir það get ég tekið. Þess vegna var gott að vinna fyrir Jón. Hann var ekki maður hins mikla skrafs eða ræðna sem fóru með himinskautum. Hins vegar mátti treysta hverju orði hans og samviskusemin var nær án enda. Fundatíma skrifaði hann sjaldn- ast hjá sér, hann mundi þá alla, og hvern vetur heimsótti hann og ræddi við kjósendur á fundum í svo til hverjum hreppi kjördæmis síns. Var þá sjaldnast spurt um veður og færð. Ég tel mig muna það að samfellt sumarleyfi Jóns eða fjarvera frá ráðherraembætti hafi aldrei náð einni viku. Oft skol- aði inn í ráðuneyti gustmiklum gestum með handfylli af sérhags- munum, hafandi uppi stórar ræð- ur og strembnar kröfur. Ráð- herrann sat fyrir borðsenda, hlustaði, paraði saman fingur hvorrar handar, forðaðist stór- yfirlýsingar svo hægt og sígandi hljóðnaði yfir fundinum. Í tveggja þriggja manna tali á eftir dró Jón upp línur þess hvernig við skyldi brugðist. Sumt grunaði Jón strax að liði hjá. Í amstri þessara ára voru bestar stundir þegar ráð- herrann kom eða kallaði mig til sín eftir annir dagsins í ráðuneyt- um hans eða á Alþingi og hann fór yfir verkefnalistann eða hóf máls á næstu viðfangsefnum og hvern- ig við þeim mætti bregðast. Sjaldnast studdist hann við papp- írsdyngju; skaftfellski bóndinn rakti það mest úr minni sér. Hefði því áreiðanlega sómt sér vel sem lögsögumaður Alþingis á Lög- bergi. Ég minnist samstarfs við Jón Helgason með mikilli virð- ingu og sérstakri hlýju. Mér fannst til um mannkosti hans, verklag og lagni við úrlausn mála – að neyta ekki aflsmunar en beita greind, hyggindum og hógværð. Ég mat afar mikils það traust sem hann sýndi mér ævinlega í stóru og smáu. Kynni mín af Jóni Helgasyni kalla fram virðingu og þakklæti. Ég sendi fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðju. Bjarni Guðmundsson. Jón Helgason var eftirminni- legur maður, hann var hógvær, vinnusamur og í rauninni laus við alla þá athyglissýki sem einkennir marga stjórnmálamenn um heim allan. Jón var Skaftfellingur í húð og hár. Þessi ungi piltur þótti óvenjuskýr og var sendur menntaveginn í MR. Námið sótt- ist vel og hann varð stúdent 1950 en faðir hans lést um þær mundir á besta aldri lífsins þannig að Jón hvarf heim og stóð fyrir búinu í Seglbúðum með móður sinni næstu tíu árin og tók svo við búinu með Guðrúnu sinni. Enginn veit hvert forsjónin hefði leitt hinn gáfaða pilt frá Seglbúðum hefðu örlaganornirnar ekki gripið svo grimmilega inní líf fjölskyldunn- ar. En skyldan kallaði hann heim að hinu glæsilega búi og hann tók upp merki föður síns og yrkti jörðina og ræktaði fallegt sauðfé. Jón hefði átt gott með að sækja langskólanám, sterkust þótti mér stærðfræðin og glöggur skilning- ur að setja sig inn í flókin mál. Skaftfellingar eru gömlu vatnamennirnir sem þekktu vaðið á fljótinu. Jón valdist til allra forystustarfa í sveit sinni og hér- aði. Nafn hans kom upp 1974 eftir að nokkrar deilur urðu um hver skyldi skipa annað þingsæti flokksins í kjördæminu. Jón tók þingmennskuna alvarlega og þótti strax glöggskyggn og þótt ræðan væri hvorki hávær eða lit- uð sterkum litum þá hlustuðu menn. Ef vanda bar að höndum í flokknum eða þinginu þótti strax gott að fela Jóni að leita lausna. Og þegar mesta uppnám í pólitík síðustu áratuga brast á, ríkis- stjórnir sprungu og flokkar klofn- uðu og Alþingi var nokkuð illa statt þess vegna, þá urðu þing- menn sammála um að skipa Jón forseta Sameinaðs þings. Þetta verkefni leysti hann með þeim hætti að allir vegir voru honum opnir til frama innan flokksins. Jón varð landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra í beinu framhaldi. Þá steðjaði mikill vandi að bændum, gríðarleg of- framleiðsla á bæði kjöti og mjólk. Jón leit á það sem sitt verkefni að finna vaðið yfir hið straumþunga fljót og ég er sannfærður um að fáir hefðu haft þor til að gera það sem Jón varð að gera, til að bjarga landbúnaðinum út úr miklum ógöngum og offramleiðslu. Segja má að Jón hafi fundið leiðina sem síðar reyndist bændum drjúg til sóknar og nýrra tíma. Enda virtu bændur Jón það mikils að þeir báðu hann um að taka að sér for- mennsku í Búnaðarfélagi Íslands. Grunnskólinn og hjúkrunar- heimilið vitna um forystu Jóns heima fyrir og hann tók svo við keflinu á hótelinu á Kirkjubæjar- klaustri og stækkun þess. En Gyðríður Páls-dóttir móðir hans var forystukonan sem stóð fyrir byggingu Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar. Ég sat við hliðina á Jóni í grænaherbergi þingflokksins, ég tók strax eftir því að Jón réð stöðugt krossgátur og þeim mun hraðar sem ræðurn- ar urðu lengri og harðari. En stundum kallaði Steingrímur Hermannsson „Jón, reiknaðu nú,“ þá stóð ekki á svarinu eða innleggi Jóns í umræðuna. Vert er að minnast á þátt Guð- rúnar í lífi Jóns, þar stóð hún eins og klettur í umróti stjórnmálanna og þannig var líf þeirra samofið ást og friði svo að einstakt var. Ég tel Jón Helgason til allra vönduðustu og merkustu manna sem ég hef starfað með. Blessuð sé minning hans. Við Margrét þökkum honum tryggð og vináttu. Guðni Ágústsson. Í dag kveðjum við Jón Helga- son, fyrrum alþingismann, ráð- herra og bónda frá Seglbúðum í Landbroti. Með honum er geng- inn drengur góður og eftirminni- legur persónuleiki. Jón í Seglbúðum var maður mikilla hugsjóna. Hann unni sveit sinni og héraði enda naut hann þess og var ávallt tilbúinn að sýna gestum og gangandi þá náttúru- fegurð sem Skaftárhreppur hefur upp á að bjóða. Það var hans metnaðarmál að koma sögu svæð- isins á framfæri, sem og sögu Skaftárelda. Þá fór hann ekki í manngreinarálit og kappkostaði að fræða alla enda notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að koma fróðleik um héraðið á fram- færi. Mér er minnisstætt í því sam- bandi þegar hann hoppaði upp í rútu á Uxahátíð sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri árið 1995 og fór með erlenda blaðamenn og „heimsfræga“ hljómsveitarmenn í hálfsdags skoðunarferð. Það hefðu sennilega ekki allir leikið eftir. Í hans augum var þetta ekki bara sveitin hans heldur allt ann- að og miklu meira. Hún væri ein- stök á heimsvísu með öllum þeim ljóma og sjarma sem hún býður upp á, fegurðinni, kyrrðinni og veðursældinni ásamt öllum þeim þekktu kennileitum sem þar má finna. Ég kynntist Jóni er ég réð mig sem hótelstjóra að Hótel Kirkju- bæjarklaustri árið 1991. Með okk- ur tókust góð kynni og vinskapur sem aldrei bar skugga á. Jón var þá í forsvari fyrir Bæ hf., hluta- félag heimamanna og annarra um hótelreksturinn á Hótel Kirkju- bæjarklaustri, sem stofnað var 1974. Jón var formaður félagsins frá stofnun þess til ársins 2005 eða í rúm þrjátíu ár auk þess sem hann sat í stjórn þess til ársins 2017 á meðan þrek og kraftar leyfðu. Jón leiddi góðan hóp manna um margra ára skeið og var þar í far- arbroddi við uppbyggingu hótels og hótelrekstrar á Kirkjubæjar- klaustri. Allt það starf vann hann af mikilli þrautseigju, elju og eld- móði og á að öðrum ólöstuðum stærstan þátt í því að koma hóteli staðarins á þann stað og stall sem það er á í dag. Í gegnum tíðina fylgdist Jón alltaf af athygli og brennandi áhuga með rekstrin- um, setti sig ætíð vel inn í alla hluti og hafði þannig puttann á púlsinum frá degi til dags. Jón var einstaklega traustur og tryggur, ötull og óþreytandi bar- áttumaður sem alltaf vildi liðsinna og leiðbeina. Það var gott að eiga hann að í einu og öllu, því þar fór maður orða sinna, glöggur á alla hluti auk þess sem samviskusem- in og dugnaðurinn var honum í blóð borinn. Hugur Jóns var alla tíð bundinn við það verkefni að tryggja það að rekstur hótelsins gengi upp og var hann vakinn og sofinn yfir því alla tíð. Síðustu árin reyndust Jóni erf- ið og nú er komið að leiðarlokum. Eftir situr minning um merkan mann. Elsku Guðrún, Helga Dúna, Bjarni Þorkell og Björn Sævar. Um leið og við Svana, ásamt nú- verandi og fyrrverandi stjórnar- mönnum í Bæ hf., þökkum af heil- um hug fyrir frábært samstarf með Jóni í gegnum árin þá send- um við ykkur, fjölskyldum ykkar og skyldmennum innilegustu samúðarkveðjur. Karl Rafnsson. Þegar Jón Helgason í Seglbúð- um er kvaddur þá er mér efst í huga þakklæti fyrir það sem hann var og vann þjóðkirkjunni til blessunar. En jafnframt einlæg þökk fyrir ómetanlegt samstarf og vinarþel. Það var mikið happ að fá Jón Helgason til forsætis á kirkjuþingi árið 1998 þegar ný lög um þjóðkirkjuna voru gengin í gildi. Með þeim urðu sannarlega kirkjusöguleg tímamót. Sjálf- stæði þjóðkirkjunnar var staðfest og kirkjuþing varð æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar, lýð- ræðislega kjörið með leikmanna- meirihluta. Kirkjuþings beið hið vandasama verk að laga kirkju- réttinn að breyttu umhverfi með setningu starfsreglna um eitt og annað sem áður var bundið í lög- um frá Alþingi og marka stefnuna í málefnum frjálsrar og sjálf- stæðrar kirkju. Jón Helgason naut almennrar virðingar og trausts. Þar kom til reynsla hans á sviði þjóðmálanna sem alþingismaður og ráðherra og eins á vettvangi kirkjunnar heima í héraði. Hann var orðlagð- ur drengskaparmaður. Það fór ekki milli mála að hann unni kirkju sinni og var aldrei í vafa um hvert hlutverk hennar er í samtíð- inni. Helgidómarnir og sú iðkun og athöfn sem þar fer fram á helg- um og hátíðum var honum hjart- ans mál. Hann hafði meðtekið með móðurmjólkinni djúprætta virðingu fyrir því öllu og sá gildi þess fyrir ræktun mannlífs og menningar. Jón var einstaklega traustur og vandaður maður til orðs og æðis, nákvæmur og reglusamur í öllu. Maður vissi að öllu var óhætt í höndum hans. Fundarstjórn hans og allt samstarf einkenndist af þessari fádæma háttvísi, hlýju og alúð sem hann lagði í verk sín öll. Jón Helgason er jarðsunginn í dag frá Prestsbakkakirkju á Síðu. Þar söng hann löngum við helgar athafnir og auðgaði þær með rödd sinni og hlýrri nærveru. Í ævisögu sinni segir séra Jón Steingrímsson á Prestsbakka: „Hvað mér einna mest þykir í heiminum við að skilja, er guðs opinber þjónustugjörð. Þó ég vel Jón Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.