Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 34

Morgunblaðið - 13.04.2019, Page 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 ✝ SigurðurMagnússon fæddist á Heiðar- seli í Hróarstungu 1. júlí 1930. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Dyngju á Egilsstöðum 6. apríl 2019. Hann var sonur Svanfríðar Björns- dóttur, f. 1894, d. 1965, og Magnúsar Björnssonar, f. 1883, d. 1955. Sigurður átti þrjú systkini: Björn albróður, f. 1923, d. 1991, og hálfsystkinin Guð- nýju, f. 1932, og Hauk, f. 1935, d. 2017. Sigurður hóf sambúð með Ingibjörgu Lárusdóttur frá Skagaströnd, f. 1930, d. 2010, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Haukur, f. 1951, sambýliskona Ragnheiður Sjöfn Jóhanns- dóttir, hann á tvær dætur og eitt barnabarn. 2) Sigurður, f. 1953, sambýlis- kona Seeka Butp- rom. 3) Svan- fríður, f. 1958, hún á einn son og tvo sonarsyni. 4) Þórdís, f. 1960, hún á þrjú börn, fimm barnabörn og eitt barna- barnabarn. Seinni kona Sig- urðar er Margrét Lilja Arnbergsdóttir, f. 4. maí 1939. Foreldar hennar voru Jóna Stefanía Ágústsdóttir, f. 1915, d. 1986, og Arnbergur Gíslason, f. 1905, d. 1997. Börn þeirra eru 1) Björk, f. 1969, eiginmaður Heimir Guðlaugsson, þau eiga fjögur börn. 2) Sjöfn, f. 1974. 3) Víðir, f. 1983, kvæntur Mar- gréti Dögg Guðgeirsdóttur Hjarðar, þau eiga þrjú börn. Börn Margrétar, fósturbörn Sigurðar, eru 1) Ásgerður Linda Ásbjörnsdóttir, f. 1961, maki Andrés Óskarsson, þau eiga tvö börn. 2) Arnbergur Ásbjörnsson, f. 1963, hann á tvær dætur. Sigurður ólst upp á Hauks- stöðum á Jökuldal. Hann gekk í farskóla á Jökuldal en stund- aði síðan nám við Alþýðuskól- ann á Eiðum. Sigurður stund- aði búskap á Jökuldal, fyrst á Hauksstöðum og síðan á Gilsá, en lengst af bjó hann í Blá- skógum í Breiðdal þar sem þau Margrét reistu sér hús. Sigurður vann lengst af starfs- ævinni við akstur, einkum vörubifreiða, m.a. í brúar- vinnu og vegagerð. Seinni árin stundaði hann líka skólaakstur í Breiðdal. Sigurður sinnti einnig kennslu barna í nokkra vetur, lengst á Staðarborg í Breiðdal. Sigurður lét félags- mál nokkuð til sín taka, m.a. innan Lionshreyfingarinnar og Þroskahjálpar á Austurlandi. Síðustu árin bjuggu Sigurður og Margrét að Lagarfelli 9b í Fellabæ, en Sigurður dvaldi síðasta eitt og hálft árið á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Sigurður verður jarðsung- inn frá Egilsstaðakirkju í dag, 13. apríl 2019, klukkan 14. Elsku pabbi, nú ert þú farinn í þína hinstu för og vonandi bíður einhver góður bíll eftir þér hinum megin. Bílar voru ætíð þínar ær og kýr og bílprófið það síðasta sem þú vildir missa. Ég minnist ferða með þér á Tradernum þegar við unnum saman í brúarvinnuflokki Sigurð- ar Jónssonar. Við sóttum aðföng í höfuðstöðvar Vegagerðarinnar á Reyðarfirði en ég var sendur með til að hjálpa til við að ferma bíl- inn. Gjarnan var sett timbur í há- an stafla á pallinn og síðan voru það tíu metra langir steypujárns- steinar sem hlaðið var beggja vegna með hliðum bílsins og stóðu bæði aftur og fram af hon- um og hvíldu á grind á framstuð- aranum. Þegar búið var að ferma bílinn urðum við feðgar að skríða inn um hliðargluggana því steypujárnið teppti hurðirnar. Þessi hasti vörubíll var nú eins og dúnmjúk drossía á heimleiðinni og við feðgar sungum við raust gömul ættjarðarlög: Í birkilaut hvíldi ég bakkanum á, Kvöldið er fagurt, sól er sest eða eitthvað viðlíka. Þegar við komum í vinnu- búðirnar heilsuðust þið nafnar með virktum eins og þið gerðuð alltaf og kannski beið Andrés frá Snotrunesi eftir þér við skúr- hornið og þið tókuð létt spjall. Pabbi var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, hafði gaman af að segja frá og var góður sögu- maður og fór oft með gamanmál. Eins var hann ágæt eftirherma og gat brugðið sér í líki sveitunga og samferðamanna þó að hann flíkaði ekki mikið þeirri náðar- gáfu. Eins gat hann vel ort hnyttnar vísur og samdi stundum skemmtiefni fyrir þorrablót og aðrar skemmtisamkomur. Þorra- blót voru seinni árin uppáhalds skemmtanir hans og þurfti hann helst að ná þremur til fjórum þorrablótum hvern vetur til að vera sáttur. Pabbi var ætíð hófsmaður og hafði gaman af að dansa og sækja hagyrðingamót. Segja má að hann hafi verið sannur hæglæt- ismaður, hann var alla tíð frekar hægur í hreyfingum og átti að ég tel frekar erfitt með að flýta sér. Pabbi var ekkert sérlega hrif- inn af að eldast og átti litla sam- leið með gamla fólkinu jafnöldr- um sínum og tók því ekki þátt í starfi eldri borgara þó að ég væri löngu genginn í slíkt félag. Sam- verustundir okkar hafa verið stopular eftir að ég varð fullorð- inn enda höfum við búið sinn á hvoru landshorninu. En það var ætíð margt spjallað þegar við hittumst, gamlir tímar rifjaðir upp og gamansögur sagðar. Ég veit að þú fyrirgefur mér þó ég geti ekki fylgt þér síðasta spöl- inn, nú er ég nefnilega kominn í aksturinn eins og þú og þar verð- ur maður að standa sína plikt eins og þú sagðir. Þú getur von- andi fylgst með mér á keyrslu í Færeyjum og ég reyni að fara varlega eins og þú gerðir alltaf. Far þú í friði, elsku pabbi, minn- ingin um ljúfan dreng sem öllum vildi vel lifir. Guðmundur Haukur. Ég veit að þú veist að ég elsk- aði þig. Það er svo skrýtið að segja þér það að ég hef oft skrifað minningargreinina þína áður í huganum. Þá hafa sárin mín allt- af talað. Ég elskaði þig og þá dásamlegu eiginleika sem guð gaf þér. Ég man þegar þú komst í heimsókn til okkar hvað þú varst skemmtilegur sagðir margar sögur og hermdir eftir þeim sem þér fannst vera kynlegir kvistir. Það var eins og að sitja við arin- eld. Þú varst svo hlýr og góður þegar þú komst inn í umhverfið sem ég ólst upp í. Þar breytist þú og varst hinn eiginlegi þú. Bráð- skemmtilegur og drepfyndinn. Ég saknaði alla tíð að fá ekki að njóta þess að hafa þig, þennan þig sem átti svo auðvelt að koma fyrir sig orði og gera allt betra, allt fallegra. Allt mitt líf þá hef ég verið með söknuð og sorg í hjarta. Það var erfitt að eiga þig sem pabba og geta ekki verið hjá þér. Þú grést þegar þú þurftir að kveðja mig. Aftur komið að heimferð. Þú grést eins og hjálparvana barn. Þú baðst fyrirgefningar á því að hafa farið frá mér. Yfirgef- ið mig. Einlægni þín var mér huggun. Ég mat hana mikils. Mig langaði svo að fá að alast upp í nærveru þinni. Það gerðist samt stundum að skemmtileg atvik hentu. Eins og þegar ég útskrifaðist og ég hafði sagt þér að ég ætlaði að hafa veislu. Stuttu seinna hringir þú og segir: „Ég er búinn að kaupa flugmiða og er að koma í veisluna þína.“ „Ertu að koma í veisluna mína?“ endurtek ég eftir þér. „Já,“ segir þú. „En ég hef ekki boðið þér.“ „Þú sagðir mér frá henni.“ „Já ég sagði þér frá henni en ég bauð þér ekki.“ „En ég kem,“ svaraðir þú. „Pabbi, ég bauð bara konum. Þú ert ekki kona.“ „Mér er alveg sama um það,“ svaraðir þú. „Ég kem samt og mér finnst gaman að vera með konum.“ Ég brosti. „Komdu þá.“ Þetta var svo góður dagur. Þeg- ar ég var búin að hafa mig til í út- skriftina og lesa fyrir þig ræðuna sem ég var beðin um að flytja sagðir þú: „Ætlar þú í þessum kjól?“ „Já.“ „Þetta er eins og náttkjóll, gegnsær að aftan.“ Ég hafði ekki veitt því athygli og fór að horfa aftan á mig í speglinum og þá sá ég að það var rétt. Ég sagði „bíddu aðeins ég þarf að bregða mér frá“. Ég kom til baka eftir tuttugu mínútur og þá í nýj- um kjól. „Hvar fékkstu þennan?“ „Í búð fyrir stórar stelpur.“ „Þú varst ekki lengi að redda þessu.“ „Nei. Ekki gat ég verið þér til skammar.“ Við fórum saman og þegar útskriftin var búin og þú hafðir hlustað á mig flytja ræðu mína þá gastu ekki leynt aðdáun þinni. Það var ljúft að vera með þér þennan dag og finna aðdáun þína á mér, dóttur þinni. Elsku pabbi minn, þá ertu far- inn. Ég kveð þig og ég ætla að skrifa fallegu minningarnar nið- ur og geyma þær vel. Þú er minn ófullkomni jarðneski faðir. Nú veit ég að þú situr umvafinn engl- um lofsyngjandi í Paradís. Þín dóttir Þórdís Sigurðardóttir. Sigurður fór hægt og hljótt um sinn æviveg, en lét hendur standa fram úr ermum, greiðvikinn og bóngóður, rétti mörgum hjálpar- hönd og hafði yndi af. Það reyndi ég og naut innilega ásamt sam- ferðafólki okkar hér í Breiðdal, þar sem hann var alltaf til þjón- ustu reiðubúinn. Félagslyndur og naut sín á mannamótum og þar skipuðu þorrablótin sérstakan sess og var ævintýri líkast að ferðast langan veg um hávetur til að komast á slíkan mannfögnuð. Sigurður og Margrét voru saman hönd í hönd, byggðu sér fallegt heimili í Bláskógum í Breiðdal og þar var oft gestkvæmt, gott að koma og njóta samvista með fjöl- skyldunni. Sigurður varð meðhjálpari í Heydalakirkju fljótlega eftir að ég tók þar við prestsembætti í byrjun árs 1987. Þar þjónaði Sig- urður safnaðarfólki í kirkjunni af vandvirkni um árabil, reyndist mér afar vel í samstarfi og hafði svo næma vitund um virðingu við fólkið og oft í viðkvæmum að- stæðum. Ég þakka fyrir hönd safnaðarfólksins þá trúföstu þjónustu. Við vorum nágrannar og greiður samgangur á milli fjöl- skyldnanna í Heydölum og Blá- skógum. Það var okkur Sjöfn dýrmætt að eiga trausta að í ör- látri vináttu. Mikið var gefandi að njóta samvista með Sigurði, afar fróð- ur um sögu lands og þjóðar, þekkti nánast til allra rótgróinna Austfirðinga, ættfróður og minn- ugur með afbrigðum. Hjarta hans sló með samferðafólkinu og þar var fjölskyldan honum hjart- fólgin. Í félagsstörfum kom hann víða við, virkur Lions félagi í Svani á Breiðdalsvík og formaður Þroskahjálpar á Austurlandi um árabil. Bygging sundlaugar fyrir fatlaða á Vonarlandi var stórt baráttumál á sínum tíma og þar lét Sigurður ekki deigan síga og kallaði marga til samstarfs til að koma baráttumáli í höfn. Samgöngumálin voru Sigurði alltaf hugleikin, - bæði í orði og verki. Hann var bifreiðastjóri lengst af starfsferils, ók lengi börnum í skólann og þar var seiglan og öryggið í fyrirrúmi. Svo átti hann vörubíl og tók þátt í vegagerð á Austurlandi og kom þar víða við. Margar stundir áttum við saman. Hestamennskan var t.d. sameiginlegt áhugamál okkar, studdum hvor annan og eru mér ofarlega í huga minningar frá fal- legum sumardögum, þar sem við nutum lífsins, en Sigurður var náttúrubarn og næmur á lífið sem þar blómgast. Ég þakka fyrir vináttu okkar og votta Margréti og stórfjöl- skyldunni einlæga samúð mína. Guð blessi minningu Sigurðar. Gunnlaugur Stefánsson, Heydölum. Stórvinur minn Sigurður er af heimi horfinn. Hugur leitar til löngu liðinna stunda svo ljúfar sem þær voru. Mætar minningar hverfast um huga ein af annarri, allar á einn veg, hugumkærar eru þær, margar kalla ósjálfrátt fram bros, svo skemmtilegar eru þær og bærilega brosvaldandi. En horfið er með vissum söknuði áratugi aftur í tímann, allt til fyrstu frábærra kynna. Við Sig- urður vorum bekkjarfélagar á Eiðum og kynnin kær leiddu til vináttu áranna. Hann var afar greindur og virkilega námfús sem ungur maður, en aðstæður ekki þær að námsgáfur fengju að njóta sín sem skyldi, því hæfileik- ar voru ótvíræðir.Verkfær maður hið bezta. Örfáar smámyndir flögra um hug frá langri og góðri starfsævi hins mikla dugnaðar- manns. Ég sagði oft við hann að hann hefði átt að verða kennari, skemmtinn fræðari og félagi um leið. Hann kenndi í Staðarborg um tíma og þótti mikill afbragðs- kennari, vinsæll af nemendum. Þar hefði líka verið kjörinn vett- vangur til ævistarfs en ekki varð af því, því miður. En fyrst og síð- ast minnist ég vinar míns sem hins sanna sagnamanns þar sem hið kátlega var klætt í fullkominn búning þar sem gáfur hans sem eftirhermu nutu sín til fulls, aldr- ei neitt neikvætt sagt, en allt samofið græskulausri gaman- semi. Vinarhlýja hans var einstök, þar bar aldrei skugga á og hve- nær sem fundum bar saman var ausið af brunni mætra minninga- stunda. Glöggskyggn á samfélag- ið sem hann var gerðist hann ein- lægur félagshyggjumaður og mikið þótti mér vænt um sam- fylgd þessa góða og greinda vinar míns. Sigurður eignaðist frábær- an lífsförunaut í henni Margréti hans, hjónaband þeirra bæði fal- legt og farsælt. Umhyggja Sig- urðar fyrir börnum sínum af fyrra hjónabandi var einnig tak- markalaus. Sigurður hafði lengi atvinnu af vörubílaakstri og var afar vel liðinn þar sem annars staðar, næmur sem hann var á alla þætti mannlegs umhverfis. Hann ók skólabörnum úr sveit- inni í skólann og Margrét kona hans einnig og með öllu áfallalaus var sá akstur allur, enda fundu skólabörnin það vel að þar var sönnum vinum mikillar hlýju að mæta. Sigurður og Margrét voru einstaklega góð heim að sækja og það mun hafa verið eilífur gesta- gangur hjá þeim sem segir mikið um einstakar vinsældir þeirra, enda vandfundið skemmtilegra og veitulla fólk en þau hjón bæði. Það hefur löngum verið sagt að hvíldinni verði margur feginn, en lífsvilji Sigurðar var alltaf til staðar og auðna hans sú að eiga þar hana Margréti að. Með sökn- uði er kvaddur trúr vinur í ára- raðir með hjartans þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Þær ylja og merla í munans ranni. Margréti og öllu hans fólki sendum við Hanna ein- lægar samúðarkveðjur. Megi hin bjarta minningamergð sefa sökn- uð þeirra. Góð minning er gulli betri. Þannig varðveiti ég minn- ingu míns góða og trygga vinar. Helgi Seljan. Vor héraðsprýði horfin er: öll heiðríkjan, sem fylgdi þér. Og allt er grárra en áður var og opnar vakir hér og þar. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, - hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Við kveðjum Sigurð, okkar kæra vin, með þökkum fyrir sam- fylgdina. Sendum elsku Möggu, Sjöfn og öðrum aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Magnússonar frá Bláskógum. Guðríður og Sveinn, Firði. Sigurður Magnússon, vinur minn og jafnaldri, hefur kvatt okkur eftir langvarandi veikinda- stríð. Vonin gefur veikum þrótt, það sannaðist á þeim hjónum. Margrét vakti nætur og daga við sjúkrabeð manns síns, bar hvorki raunir sínar né þreytu á torg. Henni vil ég votta samúð mína, aðdáun og virðingu sem og öðr- um ættingjum. Ég þakka Sigurði hvað hann var föður mínum mikill styrkur á efri árum. Með söknuði kveð ég Sigurð Magnússon. Þórunn á Skipalæk. Fyrir 14 árum var ég svo heppinn að vera boðin sumar- vinna hjá Sigga og Möggu í Blá- skógum í Breiðdal. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir ungling úr Reykjavík sem fannst fátt betra en að sofa út, seinna kom í ljós að þetta var eitt mesta heillaspor sem ég átti eftir að taka. Þetta var mjög sólríkur dagur, þegar ég komst á leiðarenda við nærliggjandi sveitahótel, skammt frá Bláskógum. Áður en ég vissi af rann fagurhvítur gam- all Landcruiser í hlað til að sækja mig, út úr honum steig þessi æva- forni maður og heilsaði mér með þéttu, vinalegu handabandi með bros á vör og bauð mig velkom- inn. Ég kunni strax vel við þenn- an gamla mann. Þegar í Bláskóga var komið tók Margrét, eiginkona Sigga, á móti okkur. Húsið var fallegt timburhús á steyptum grunni og mjög gróðursælt í kring. Á þvottasnúrum blakti tandur- hreinn þvottur og innan úr hús- inu lagði ilmandi bökunarlykt. Margrét faðmaði mig innilega og bauð mig velkominn og sagði mér að ég skyldi koma og fá mér að borða. Ég hlýddi því og át á mig gat. Mér leið umsvifalaust mjög vel hjá þessu góða fólki sem ég hafði bara þekkt í örskamma stund. Heilu dögunum, vikunum og mánuðunum varði ég með Sigga, hvort sem það var í kringum hestana eða almenn sveitastörf. Við ræddum allt milli himins og jarðar. Þótt Siggi væri rúmlega 60 árum eldri en ég gátum við tal- að saman eins og jafnaldrar. Siggi var mikill húmoristi og höfðum við svipaðan húmor. Við gátum hlegið saman svo tímun- um skipti. Okkur var einnig eðl- islægt að eiga innihaldsrík sam- skipti, hvort sem það voru léttvæg eða erfið málefni. Maður fann vel fyrir hversu vænt honum þótti um mig. Sumar eftir sumar kom ég til Sigga og Möggu í Bláskóga, vann þar í hestaleigunni í þessum fal- lega dal. Mér þykir erfitt að kalla þetta vinnu því ég naut hverrar mínútu og vildi helst hvergi ann- ars staðar vera. Í minningunni skein alltaf sól í Breiðdal og minningarnar eru endalausar sem ég mun varðveita að eilífu. Afar mínir báðir höfðu látist áður en ég fæddist. Með tíman- um leit ég því á Sigga sem bæði náinn trúnaðarvin og afa. Möggu að sjálfsögðu líka, hún var burð- arstólpinn í þessu öllu saman. Vinátta okkar Sigga var ein- stök. Ég minnist hans oft. Stund- um vildi ég óska að við hefðum verið nær í aldri og kynnst fyrr. Það hefði verið gaman að verða samferða honum lengur. Hann lifir í minningu minni um ókomin ár. Ég á engin orð til að lýsa þakk- læti mínu gagnvart þessum ynd- islegu hjónum, Sigga og Möggu í Bláskógum. Tíminn sem ég varði hjá ykkur er mér ómetanlega dýrmætur. Fyrir barn í uppvexti var þetta mikið gæfuspor. Ég ætla ekki að kveðja þig í hinsta sinn, gamli vinur, frekar en venjulega. Við sjáumst brattir einn góðan veðurdag. Ég geymi gamla sixpensarann þinn áfram heima á hillunni. Hugur minn er allur hjá ást- kærri eiginkonu Sigurðar, Mar- gréti Lilju Arnbergsdóttur, og fjölskyldu. Guð gefi ykkur styrk. Ykkar Friðrik Elí Bernhardsson. Meira: mbl.is/minningar Sigurður Magnússon Við áttum því láni að fagna að eiga Matta og Siggu sem ná- granna í rúma tvo áratugi. Matti var alltaf léttlyndur og kátur og alltaf stutt í brosið og kímnina. Þrátt fyrir langan vinnudag gaf hann sér alltaf tíma til að dunda Marteinn Einar Viktorsson ✝ Marteinn EinarViktorsson fæddist 31. desem- ber 1951. Hann lést 16. mars 2019. Marteinn var jarðsunginn 29. mars 2019. eitthvað í garðinum eða við húsið. Hjálpsemi var hon- um í blóð borin og nutum við þess þeg- ar farið var í palla- smíði, þakviðgerðir eða aðrar fram- kvæmdir við húsin okkar. Hann hafði drifkraftinn og hlífði sér hvergi. Minning um góðan dreng lifir. Við sendum Siggu og fjöl- skyldu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Erna og Jón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.