Morgunblaðið - 13.04.2019, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
unglingsár var ég í sveit í Segl-
búðum. Fyrstu árin var Gyðríður
amma húsmóðir, en síðari árin var
Dúna, hans góða kona, komin í
stólinn. Alltaf var fjölmennt við
matarborðið í Seglbúðum. Allur
viðurgjörningur var eins og best
var á kosið. Ferskt heimaræktað
grænmeti í hvert mál, og ýmsar
tegundir af heimabökuðu brauði.
Og í kaffitímanum var mikilvægt
að byrja á rúgbrauðinu, síðan
heilhveitibrauði, þá franskbrauði
og að lokum var nýju heimabök-
uðu sætabrauði smeygt í gogg.
Í Seglbúðum lærði ég að vinna.
Við Edda systir vorum þarna
saman og skiptumst á að fara í
fjósið með Guddu gömlu. Við vor-
um í útiverkum með drengjum á
sama aldri og unnum sömu verk.
Roguðumst með tuttugu lítra
steypufötur þegar súrheys-
turninn var steyptur.
Jón var aldrei með neitt óþarfa
málæði, ekki fremur en aðrir
Skaftfellingar. Á sveitaárunum
var ekki venja að ræða næstu
verkefni sem biðu okkar krakk-
anna. Á unglingsárum fór Þor-
gerður dóttir okkar með honum í
bæinn í eitt sinn. Það eina sem
Jón sagði alla leiðina til Reykja-
víkur var: „Opnaðu hliðið“.
Þegar ég lít til baka get ég sagt
með vissu að fátt hefur búið mig
eins vel undir ævistarf mitt sem
vísindamaður og vinnan hjá Jóni í
Seglbúðum. Þrautseigja fleytir
manni ótrúlega langt, rétt eins og
að bera steypuföturnar.
Þann 2. apríl varð ég aldurs-
forseti afkomenda afa míns og
ömmu, Helga Jónssonar og Gyðr-
íðar Pálsdóttur í Seglbúðum. Ég
þakka frænda mínum samfylgd-
ina.
Helga Erlendsdóttir.
Jón sumarfóstri okkar er
dáinn. Maðurinn hennar Dúnu
föðursystur, náttúruunnandi sem
elskaði eldsveitina sína. Heiðar-
leiki, traust og að vera trúr sjálf-
um sér voru eiginleikar í fari hans
sem við lærðum að tileinka okkur.
Það var óhjákvæmilegt að bera
virðingu fyrir umhverfi, náttúru
og samfélagi af því að umgangast
Jón og Dúnu og fjölskyldu þeirra í
Seglbúðum. Það var mikið lán að
fá að vera þar í sveit sem börn og
unglingar á mikilvægustu mótun-
arárum ævinnar. Vel var fylgst
með landsmálum og pólitík og
Tíminn lesinn upp til agna. Bóka-
herbergið var fjársjóður og háa-
loftið með stöflum af Fálkanum
og Úrvali gerði rigningardaga að
ævintýri. Skaftfellska var iðkuð af
miklum móð og alveg fram í and-
látið minnti Jón okkur á rétt
tungutak.
Við söknum þétta faðmlagsins
hans Jóns, væntumþykjunnar og
sagna hans af lífinu í sveitinni.
Fríða og Bjarney.
Rösk fjögur ár skildu okkur
frændur að í aldri og þess utan
óbrúaðar jökulár og sandar
Skaftafellssýslna, sem aldrei voru
meiri hindranir í samgöngum en
áratugina eftir seinna stríð. Það
var á vígsludegi Skeiðarárbrúar
14. júlí 1974 að við Jón hittumst í
fyrsta sinn, táknrænt fyrir þýð-
ingu þeirra samgöngubóta. Ég
var þá í verkum fyrir Náttúru-
verndarráð í Skaftafelli en Jón
nýkjörinn á þing þar sem hann
gegndi störfum samfellt í 21 ár.
Brátt bar mig að garði í Seglbúð-
um hjá móðursystkinum mínum,
Gyðríði og Elíasi, og þeim Jóni og
Guðrúnu sem þá voru löngu tekin
við búi. Síðan gerðist það flest ár-
in að við Kristín litum þar við og
Jón fylgdi okkur um nágrennið,
m.a. í Þykkvabæ þar sem enn
stendur steinhúsið sem móðurafi
okkar og amma, Páll og Margrét,
fluttu í úr torfbæ 1917 og er prýði-
lega við haldið.
Atvikin báru mig 1978 inn á Al-
þing þar sem við frændurnir
deildum vinnustað í 17 ár, að vísu
hvor í sinni þingdeild fram til 1991
að þær voru sameinaðar. Jón var
hins vegar forseti Sameinaðs
þings fyrstu fimm árin á meðan ég
sat í ríkisstjórn en tók síðan við
ráðherrastarfi í jafnlangan tíma
til ársins 1988. Mér er eftirminni-
legast úr þingforsetatíð Jóns þeg-
ar hann sat næturlangt yfir langri
„álumræðu“ á útmánuðum 1983
og frestaði loks fundi í morguns-
ár, varaforsetar löngu farnir að
sofa. Var það þingmál þar með úr
sögunni og styttist í kosningar.
Við frændur vorum hvor í sínum
stjórnmálaflokki, en þó styttra á
milli sjónarmiða í mörgum málum
en ætla mátti. Það átti m.a. við um
náttúruverndina, þar sem Jón
lagði gott til mála, kom upp
Kirkjubæjarstofu heima fyrir og
sat um árabil í stjórn Land-
verndar eftir að þingstörfum lauk.
Hann var í eðli sínu íhugull og
seinn til andsvara þótt að honum
væri sótt. Þessir og fleiri mann-
kostir báru hann í margháttaðar
trúnaðarstöður sem hann gegndi
af stakri samviskusemi.
Helgi faðir Jóns var aðeins
hálfsextugur þegar hann féll frá.
Það réði örlögum sonarins, sem
þá átti ár í stúdentspróf sem hann
lauk, en hlaut síðan að taka við búi
með móður sinni. Sem þingmaður
átti hann nokkur erindi til út-
landa. Frændi okkar Sigurður
Blöndal sat með Jóni nokkrar vik-
ur á þingi Sameinuðu þjóðanna
1975. Sigurður hafði orð á því við
mig hversu vel Jón væri að sér í
alþjóðamálum og ratvís í stór-
borginni. Svipað reyndi ég í sam-
eiginlegri ferð okkar Jóns í for-
sætisnefnd Alþingis til Japan
1991. Af henni spratt tillaga okkar
um íslenskt sendiráð í Tókýó sem
varð að veruleika nokkrum árum
síðar.
Við Kristín litum við hjá Jóni
og Guðrúnu í Klausturhólum síð-
sumars 2017. Þar nutu þau góðs
atlætis. Hugur frænda var kom-
inn á aðrar slóðir en góðlátlegt yf-
irbragð hans var óbreytt. Ættar-
slóðin mun lengi minnast hans
með þakklæti fyrir uppbyggi-
legan stuðning og samfylgd.
Hjörleifur Guttormsson.
Elsku Jón.
Þegar við hugsum til baka þá
rifjast upp svo margar góðar sam-
verustundir. Þú varst alltaf svo
blíður og yndislegur. Væntum-
þykjan og athyglin sem þú sýndir
okkur var svo augljós. Bæði með-
vitað og ómeðvitað hefur líf þitt,
hvernig þú ferðaðist, menntaðist
og stækkaðir, mótað okkur á svo
margan hátt.
Þakklæti er það orð sem er
okkur efst í huga þegar við hugs-
um til ykkar Dúnu.
- Takk fyrir að sýna okkur allt-
af endalausan áhuga og virðingu.
Takk fyrir alla þá athygli og tíma
sem þú gafst okkur þegar við
mættum óboðin yfir í kaffi. Takk
fyrir öll barnaafmælin, sunnu-
dagaskólann og jólaböllin. Takk
fyrir að taka á móti okkur á að-
fangadag þegar pakkaspenning-
urinn var of mikill. Takk fyrir að
sýna okkur að sveitastrákur geti
orðið forseti Alþingis. Takk fyrir
að kenna okkur að tala ekki illa
um náungann. Takk fyrir að
kenna okkur að maður má vera
vel greiddur og í ljósblárri skyrtu
í sveitinni. Takk fyrir að kenna
okkur umburðarlyndi og náunga-
kærleik. Takk fyrir að kenna okk-
ur að sjá fegurðina í litlu hlutun-
um. Takk fyrir að kenna okkur að
Apple er betra en Microsoft. Takk
fyrir að kenna okkur að taka
ábyrgð á eigin lífi og annarra.
Takk fyrir að kenna okkur að
súkkulaðirúsínur bæti melt-
inguna. Takk fyrir að elska Dúnu.
Þið Dúna hafið alltaf átt svo
stóran þátt í okkar lífi, þið eruð
okkur bæði svo kær. Þið hafið ver-
ið okkur sem amma og afi.
Guðlaug, Steinn Orri og
Leifur Bjarki Erlendarbörn.
Þegar ég á kveðjustund hugsa
til vinar míns og velgjörðarmanns
Jóns Helgasonar koma upp í huga
minn orðin hæverskur dreng-
skaparmaður. Djúpvitur með ró-
legt og yfirvegað fas Skaftfell-
ingsins. Traustur og laus við alla
yfirboðsmennsku, hreinn í sálinni
og samskiptum. Hann var ólíkur
mörgum stjórnmálamönnum,
laus við drýldni, eða að vera sífellt
vekja athygli á störfum sínum. At-
hyglisþörf var honum víðs fjarri.
Hann var iðinn og tók að sér mörg
verkefni sem hann leysti af einurð
og vandvirkni.
Það var eftirminnilegt og af-
drifaríkt símtal sem Jón átti við
mig haustið 1994. Hann sagði mér
að hann myndi opinbera það síðar
þann dag að hann ætlaði að láta af
þingmennsku. Hann vildi að ég
vissi það fyrstur manna. Fleiri
voru þau orð ekki. Mér þótti að
vonum vænt um símtalið en í því
fólst ákveðin áskorun. Ég hafði
fram að þessu ekki tekið þátt í
flokkspólitík en vissi þó að erfitt
yrði að fylla í hans skarð. Þegar
ljóst var að ég yrði þingmannsefni
á Suðurlandi fór Jón með unga
manninn um kjördæmið til kynn-
ingar. Húmorískur Eyjamaður
sagði að Jón hefði tekið eitt stórt
skerf, meðan frambjóðandinn
þurfti að hafa sig allan við að
fylgja honum. E.t.v. voru stóru
skrefin hans Jóns táknræn fyrir
störf hans.
Það væri of langt mál um að
telja upp öll trúnaðarstörf Jóns.
Allt leysti hann af látleysi, festu
og framsýni. Hann unni landi og
þjóð og var einlægur umhverfis-
sinni. Ræturnar voru í Skafta-
fellssýslunni, þar vann hann sem
og annarsstaðar að mörgum þjóð-
þrifamálum. Ég hef oft dáðst af
látleysi hans, dugnaði, gáfum og
samviskusemi. Hann var bindind-
ismaður alla tíð. Ráðherraveislur
hans báru vott um það, þar sem
veitingar voru af þjóðlegra tagi;
mjólk, kleinur og flatkökur og
fóru þessar veitingar betur í maga
en ýmislegt annað.
Að baki góðum leiðtoga er
gjarnan traustur og góður maki.
Guðrún Þorkelsdóttir, eiginkona
Jóns, var stoð og stytta í lífi hans
allt til dauðadags. Ég er þeim
hjónum afar þakklátur fyrir alúð
og vinsemd. Guðrúnu og fjöl-
skyldunni allri vottum við Stein-
unn dýpstu samúð okkar.
Gatan er vörðuð gleði og sorgum,
gjöf vort æviskeið.
Einn í dag, svo annar á morgun,
allir á sömu leið.
(P.E.)
Að leiðarlokum er ég þess full-
viss að ný verkefni bíða Jóns í
Austrinu eilífa – skrefin verða enn
stærri þegar hann gengur inn um
himnahliðið, enda kirkjunnar
maður.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Jón Helgason, fyrrverandi al-
þingismaður, ráðherra og forseti
sameinaðs Alþingis var einn af
eftirminnilegustu þingmönnum
sem ég átti samleið með þegar ég
sat á Alþingi. Ekki var það fyrir
það að hann væri að slá um sig
með gífuryrðum eða standa tím-
unum saman í ræðustól. Hann var
einstaklega traustur maður og
mikill öðlingur, og það var ætíð
gott að leita til hans og eiga hann
að.
Jóni var sem vonlegt var falinn
mikill trúnaður bæði innan Fram-
sóknarflokksins og á landsvísu.
Hann var landbúnaðarráðherra á
níunda áratug síðustu aldar á
tíma sem var umbrotatími í land-
búnaði. Eftir það varð hann for-
seti Alþingis og naut mikillar virð-
ingar í því embætti, enda vildi
hann veg Alþingis og virðingu
sem mesta. Jón var þrátt fyrir sitt
prúða og hægláta fas mikill mála-
fylgjumaður, og gafst ekki upp við
þau málefni sem hann bar fyrir
brjósti. Hann var bóndi og lands-
byggðarmaður í húð og hár, en
áhugasvið hans voru víða bæði
hér innanlands og á erlendum
vettvangi. Hann gegndi fjölmörg-
um trúnaðarstörfum bæði í
heimahéraði, á landsvísu og í er-
lendum samskiptum.
Eitt var það málefni sem hann
lét sig sérstaklega varða, en það
voru málefni kirkjunnar. Hann
var forseti Kirkjuþings og naut
þar sérstaklega mikils álits og
virðingar, eins og í öðru sem hann
tók sér fyrir hendur.
Það var gott að vinna með Jóni,
og á milli okkar var ætíð góð sam-
vinna, utan einu sinni að ég varð
þess var að hann var ekki ánægð-
ur með mig. Það var í því erfiða
máli hvort ætti að leyfa innflutn-
ing og sölu á áfengum bjór hér á
landi. Ég var fylgjandi því og dag-
inn eftir atkvæðagreiðsluna tók
hann mig tali einslega. Ég fann að
mjög þungt var í honum og mér
þótti það mjög miður. Það var
ljóst að bindindi á áfenga drykki
var honum hjartans mál. Ekki
hafði þetta þó frekari áhrif á okk-
ar samskipti sem voru ávallt góð.
Jón og Guðrún Þorkelsdóttir
kona hans voru búsett í Seglbúð-
um í Landbroti og ók hann
löngum hina löngu leið milli
Reykjavíkur og heimilis síns með-
an hann sat á Alþingi.
Síðustu árin dvöldu þau hjónin
á hjúkrunarheimilinu á Klaustur-
hólum, en Jón var undir það síð-
asta farinn að heilsu. Guðrún
kona hans var honum stoð og
stytta þar, eins og ávallt áður.
Henni vottum við Margrét inni-
lega samúð og fjölskyldunni
þeirra.
Jón Kristjánsson.
Horfinn er af heimi hollvinur
góður og gegn, sannur dreng-
skaparmaður sem ágætt var að
eiga góð kynni við. Við sátum
saman á Alþingi í þrettán ár og
prúðmenni sem Jón var þá fór
hann fram af festu og ákveðinni
kurteisi, átti hlýjan og gaman-
saman streng í fórum sínum, sem
ég hygg að of fáir hafi fengið að
kynnast nógu vel. Hann flutti vel
mál sitt rökum reifað og aðeins
einu sinni man ég eftir að Jóni
hitnaði það rækilega í hamsi að
hann brýndi sína annars hægu en
ákveðnu skaftfellsku raust. Við
vorum saman í forsætisnefnd Al-
þingis í fjögur ár þar sem Jón
gegndi farsælli forystu sem for-
seti Sameinaðs þings og við
Sverrir Hermannsson meðreiðar-
sveinar hans sem deildarforsetar
Neðri og Efri deildar. Samstarf
okkar þessi ár var í einu orði sagt
framúrskarandi enda var Jón
þarna eins og annars staðar mál-
efnalegur hið bezta, viljandi leysa
öll mál á sem beztan veg. Þar náð-
um við vel saman allir þrír svo
ólíkir sem við vorum á ýmsan veg
og það framar öðru að þakka hóg-
værri stjórn Jóns. Við áttum
raunar samleið í mörgum málum,
málefni landsbyggðar og alveg
sér í lagi sveitanna voru báðum af-
ar hugleikin.
Við Jón vorum báðir miklir
bindindismenn svo og þær eigin-
konur okkar beggja, vorum öll fé-
lagar í þeirri ágætu stúku Eining-
unni númer 14. Einingin þakkar
Jóni Helgasyni trausta og farsæla
fylgd áranna og biður Guðrúnu
hans blessunar. Það er einstak-
lega gott til þess að vita að það er
sonur þeirra hjóna, Björn Sævar
veðurfræðingur sem nú er æðsti
maður Bindindissamtakanna á Ís-
landi. Jón fylgdi í fótspor Vil-
hjálms flokksbróður síns Hjálm-
arssonar þegar hann var ráðherra
og veitti ekki vín í sínum ráð-
herraveizlum og voru það auðvit-
að veizlur af bezta tagi. Slíkt var
sannarlega fagnaðarefni.
Jón Helgason hafði vissulega
alla burði til háskólanáms, en
hann valdi að taka við búinu í
Seglbúðum eftir fráfall föður síns
SJÁ SÍÐU 32
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
TÓMAS ÞÓRIR GARÐARSSON,
Heiðargerði 20,
Akranesi,
lést á sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
2. apríl.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 16. apríl
klukkan 13.
Lára Valgerður Jóhannesdóttir
Róbert Steinar Tómasson Ragna Björg Guðmundsdóttir
Jóhannes Ásgeir Eiríksson
Garðar Örn Tómasson Berglind Erla Engilbertsdóttir
Guðjón Birgir Tómasson Margrét Egilsdóttir
Elín Guðrún Tómasdóttir Fannar Þór Eyþórsson
og barnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
STEINGRÍMUR GÍSLASON
frá Torfastöðum,
lést aðfaranótt mánudagsins 8. apríl á
hjúkrunarheimilinu Ljósheimum Selfossi.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 16. apríl klukkan 13. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Krabbameinsfélagið eða Vinafélag Ljósheima:
0152-26-60860, kt. 690216-0860.
Árný V. Steingrímsdóttir Friðgeir Jónsson
Jensína Sæunn Steingrd. Ægir Stefán Hilmarsson
Aðalh. Jóna Steingrímsdóttir Björn Magnússon
Gísli Steingrímsson Ragnheiður Sigmarsdóttir
Sigurður Þór Steingrímsson Guðbjörg Bergsveinsdóttir
Birgir Árdal Steingrímsson Margrét Jónsdóttir
Bergur Geir Guðmundsson Sigrún Óskarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, dóttir mín, móðir
okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir,
tengdadóttir, amma og frænka,
ANNA GUÐRÚN GARÐARSDÓTTIR,
Krossholti 4, Keflavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja mánudaginn 1. apríl.
Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 16. apríl
klukkan 13.
Sigurjón Sveinsson
Helga Auðunsdóttir
Heiðar Örn Kárason Helga Fjóla Jónsdóttir
Theodóra St. Káradóttir Eggert Daði Pálsson
Sylvía Rut Káradóttir Eyþór Ingi Einarsson
Guðbjörg R. Sigurjónsdóttir Björgvin Guðnason
St. Bonnie Lúðvíksdóttir Björgvin Þór Þórhallsson
Stefán G. Sigurjónsson Brynja Ýr Baugsdóttir
Sveinn Guðnason Ásta Pálsdóttir
barnabörn og frændsystkini
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON,
Hlaðhömrum 2,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn
9. apríl. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík miðvikudaginn 24. apríl klukkan 13.
Þorvaldur Björgvinsson
Guðmundur Björgvinsson
Björgvin Björgvinsson Pirjo Aaltonen
Þórir Björgvinsson Unnur Kristjánsdóttir
Rúnar Björgvinsson Elín Traustadóttir
Hilmar Björgvinsson Sjöfn Marvinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn