Morgunblaðið - 13.04.2019, Qupperneq 40
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Bakvörðurinn Michele DiNunno
hefur vakið athygli í liði KR að und-
anförnu í úrslitakeppni Dominos-
deildar karla í körfuknattleik. Di-
Nunno kom til KR-inga í byrjun árs
og hafði hægt um sig til að byrja
með. Hann hefur nú skorað 20 stig
eða meira í síðustu þremur leikjum
og farinn að láta mikið til sín taka í
vel mönnuðu liði meistaranna.
„Eftir nokkur símtöl þá kom KR
inn á borð til mín. Ég var reyndar
ekki á góðum stað því ég hafði glímt
við meiðsli. Ég hafði í fjóra mánuði
unnið í því að koma mér í gott ásig-
komulag og var heima í Chicago
þegar umboðsmaður minn sagði
mér að lið á Íslandi vildi fá mig. Ég
hafnaði því í fyrstu en Ingi (Þór
Steinþórsson þjálfari KR) hringdi í
mig í framhaldinu og honum tókst
að telja mig á að koma. Saga KR og
sigurhefð liðsins hafði mikið um það
að segja. Á þessu stigi ferilsins hef
ég ekki áhuga á því að fara til liðs
sem er að berjast fyrir tilverurétti
sínum í deild eða til liðs sem er í
uppbyggingarferli. Ég hef upplifað
það og á þessum aldri er það ekki
skemmtilegt. Hjá KR er áherslan
lögð á að vinna bikara og það er svo-
lítið annað,“ sagði DiNunno en segir
að sér hafi gengið illa til að byrja
með hjá KR og ekki litist á blikuna
um tíma.
„Ég meiddist þrisvar á tveimur
vikum og það gerði mér erfitt fyrir.
Við slíkar aðstæður er erfitt að finna
taktinn og komast í leikæfingu
vegna þess að maður þarf að hvíla á
milli,“ útskýrði DiNunno.
Sigurvegarar hjá KR
DiNunno er oft brosandi inni á
vellinum og eftir að hann komst al-
mennilega í gang þá virðist hann
njóta þess að spila með KR. „Já ég
skemmti mér vel. Þetta er flottur
leikmannahópur og við erum að
spila vel. Þegar allir eru á sömu
blaðsíðu þá nýtur maður þess að
spila og auðvelt er að sjá fegurðina í
því,“ sagði DiNunno og hann ber
virðingu fyrir sigursælum sam-
herjum sínum. Hann hefur góðan
samanburð eftir að hafa leikið í
Grikklandi, Englandi og Búlgaríu
fyrir utan háskólaboltann í Banda-
ríkjunum.
„Ég var lánssamur þegar ég
samdi við KR ef maður horfir á leik-
mannahópinn. Maður getur ekki
sagt nóg um Jón Arnór. Hann, Pa-
vel, Helgi, Finnur og Siggi hafa ver-
ið lengi að. En þeir eru ekki bara
reyndir heldur eru sigurvegarar og
hafa oft unnið titla. Auðveldara
verður að átta sig á hlutverki sínu í
liðinu þegar samherjarnir eru í
þessum gæðaflokki. Þeir eru auk
þess góðir liðsfélagarar,“ sagði DiN-
unno sem er uppalinn í Chicago í Ill-
inoisríki í Bandaríkjunum. Faðir
hans er hins vegar frá Bari á Ítalíu
og fluttist til Bandaríkjanna.
Ingi Þór talaði DiNunno til
Bakvörðurinn segist lánsamur að
hafa hafnað hjá sigursælu liði
Morgunblaðið/Hari
Undanúrslit Michele DiNunno og Halldór Garðar Hermannsson mætast í
Vesturbænum í kvöld þegar KR tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn.
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
Dominos-deild karla
Undanúrslit, þriðji leikur:
Stjarnan – ÍR ........................................ 68:62
Staðan er 2:1 fyrir ÍR.
1. deild karla
Umspil, þriðji úrslitaleikur:
Fjölnir – Hamar.................................. 102:94
Staðan er 2:1 fyrir Fjölni.
Evrópubikarinn
Annar úrslitaleikur:
Alba Berlín – Valencia........................ 95:92
Martin Hermannsson skoraði 14 stig og
gaf 6 stoðsendingar fyrir Alba.
Staðan er 1:1.
Svíþjóð
Undanúrslit, annar leikur:
Norrköping – Borås ........................... 85:67
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 6 stig og
tók 3 fráköst hjá Borås.
Staðan er 1:1
Frakkland
Evreux – Poitiers ................................ 78:85
Frank Aron Booker skoraði 9 stig og tók
3 fráköst hjá Evreux.
Spánn
Real Betis – Barcelona B ................... 81:58
Kári Jónsson lék ekki með Barcelona B
vegna meiðsla.
KÖRFUBOLTI
Volda, liðið sem Halldór Stefán
Haraldsson þjálfar í norsku B-deild
kvenna í handknattleik, var hárs-
breidd frá að komast í umspil um
sæti í úrvalsdeild. Volda hafnaði í 4.
sæti deildarinnar sem lauk í fyrra-
kvöld með 31 stig í 22 leikjum. Lið
Follo hreppti 3. sætið, fékk einnig
31 stig, en stóð betur að vígi en
Volda í innbyrðis leikjum liðanna.
Volda vann lokaleik sinn í fyrra-
kvöld gegn Charlottenlund, 20:19.
Thea Imani Sturludóttir, landsliðs-
kona, átti stórleik og skoraði átta
mörk fyrir Volda. iben@mbl.is
Halldór og Thea
rétt við umspil
Ljósmynd/Idar Arne Kristiansen
Í Noregi Halldór Stefán Haraldsson
þjálfari kvennaliðs Volda.
Fylkir og HK mætast í úrslitaeinvígi
um sæti í úrvalsdeild kvenna í hand-
knattleik. Fylkir vann eins marks sig-
ur gegn ÍR í Árbænum í undan-
úrslitum umspilsins, 33:32.
Fylkiskonur reyndust sterkari í fram-
lengingu en Hrafnhildur Irma fór á
kostum í liði Fylkis og skoraði fjórtán
mörk.
Í hinu úrslitaeinvíginu vann HK
átta marka sigur 27:19 gegn FH í
Kaplakrika. Sigríður Hauksdóttir var
markahæst í liði HK með sex mörk
Vinna þarf þrjá leiki til þess að
tryggja sér sæti í efstu deild.
Fylkir og HK
mætast í úrslitum
Morgunblaðið/Eggert
Öflug Sigríður Hauksdóttir skoraði
6 mörk fyrir HK í gær.
Fjölnir er kominn í lykilstöðu í úr-
slitaeinvígi sínu gegn Hamri um
laust sæti í úrvalsdeild karla í
körfuknattleik eftir 102:94-sigur
liðsins í þriðja leik liðanna í Graf-
arvoginum í gærkvöld. Fjölnir leið-
ir nú í einvíginu, 2:1, en Fjölnis-
menn byrjuðu leikinn betur í gær
og leiddu með fjórum stigum eftir
fyrsta leikhluta.
Fjölnismenn voru sterkari að-
ilinn í öðrum og þriðja leikhluta og
leiddu með átta stigum fyrir fjórða
leikhluta. Þann mun tókst Hamri
ekki að brúa og Fjölnismenn fögn-
uðu því sigri. Marques Oliver var
gríðarlega öflugur í liði Fjölnis í
kvöld með 25 stig, fimmtán fráköst
og 4 stoðsendingar.
Hjá Hamri var Everage Lee
Richardson stigahæstur með 26
stig, þrettán fráköst og sex stoð-
sendingar. Fjórði leikur liðanna fer
fram í Hveragerði 15. apríl næst-
komandi en vinna þarf þrjá leiki til
þess að tryggja sér sæti í úrvals-
deildinni.
bjarnih@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Stigahæstur Marques Oliver skoraði 25 stig fyrir Fjölni í gær.
Fjölnir tók forystuna
gegn Hvergerðingum
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit kvenna, fjórði leikur:
DHL-höllin: KR – Valur (1:2) ................ S18
MG-höllin: Stjarnan – Keflavík (2:1)..... S20
Undanúrslit karla, þriðji leikur:
DHL-höllin: KR – Þór Þ. (1:1)............... L20
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikar karla:
Fífan: Augnablik – Árborg .................... L14
Sindravellir: Sindri – Leiknir F ............ L14
Fellavöllur: Höttur/Huginn – Einherji L14
KA-völlur: Nökkvi – KF ........................ L14
Würth-völlur: Vestri – Víðir .................. L14
Framvöllur: Kórdrengir – KM.............. L14
Boginn: Dalvík/Reynir – Samherjar..... L14
Sauðárkrókur: Tindastóll – Æskan ...... L14
Ásvellir: Haukar – KFS ......................... L14
Varmá: Hvíti ridd. – Kormákur/Hvöt... L16
Würth-völlur: Hörður – Berserkir... L16.15
Jáverkvöllur: KFR – KH....................... L17
Jáverkvöllur: Selfoss – Þróttur V.......... S14
Akraneshöll: Skallagrímur – KV........... S14
Lengjubikar kvenna, undanúrslit:
Origo-völlur: Valur – Stjarnan............... S16
BLAK
KA og HK leika annan úrslitaleik kvenna í
KA-heimilinu kl. 14 í dag og KA og HK
leika þriðja úrslitaleik karla á sama stað kl.
16. Þriðji úrslitaleikur kvenna verður á
sama stað kl. 14 á morgun.
UM HELGINA!
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í