Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 43
Menning
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
1970
SIGURÐUR MÁR HELGASON
Kollinn Fuzzy þekkja margir í dag sem vinsæla ís-
lenska hönnunarvöru en hann var hannaður um 1970
af Sigurði Má Helgasyni (1940) húsgagnabólstrara og
framleiddur af fyrirtæki hans Módel húsgögnum á ár-
unum 1973 - 1974. Kollurinn er hugsaður fyrir ferða-
menn að taka með sér frá landinu og pakkast hann hag-
anlega í flatar umbúðir með haldi sem Sigurður hannaði
sérstaklega fyrir kollinn.
Kollurinn er með sútaðri óklipptri lambsgæru og með
renndum fótum sem fáanlegir eru í mismunandi viðarteg-
undum. Fyrir nokkrum árum var farið að framleiða Fuzzy
á ný og hafa þá verið gerðar tilraunir með álfætur og einn-
ig fætur úr plexigleri. Fuzzy hefur farið víða um heim á
sýningar og í sölu.
Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands
Fuzzy fyrir ferðamenn
Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/
Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur
að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda
muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri
hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru
nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna
100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á
jafnmörgum dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá
árunum 1918 til 2018.
Þegar barnungur sögumaðurtitilsögu smásagnasafnsinsBrandarar handa byssu-mönnunum missir heyrnar-
lausan tvíburabróður sinn, þegar
skólabíll sem hann er í verður fyrir
sprengjuárás, hættir móðir þeirra að
borða en grimmir byssumennirnir –
sem berjast í borgarastyrjöldinni
sem er sett fram eins og hrottalegt
fáránleikaleikhús í sögum bókarinnar
– taka að berja föður þeirra dag
hvern er hann fer í vinnuna. Þeir níð-
ast á þeim sem
eiga bágt og sú
„staðreynd að
hann hafði misst
barnið sitt varð til
þess að byssu-
mennirnir gerðu
sér ljóst að hann
var ekki bara
veiklyndur heldur
líka hryggur“. Og
þá fara þeir líka
að skipa föðurnum að segja sér
brandara og hann þarf að finna eða
semja nýja til að hafa á takteinum á
hverjum einasta degi, ætli hann að
lifa af.
Heimurinn í þessum 14 mislöngu
og laustengdu smásögum í safni Maz-
ens Maaroufs er æði grimmur og lýs-
ir daglegu lífi almennings á tímum
borgarastyrjaldarinar í Líbanon seint
á liðinni öld. En sjónarhornið í sög-
unum er barna, eða barns, sem er af-
ar snjöll leið til að miðla þessum
heimi og lífi fólks við þessar að-
stæður, en gegnum hina bernsku vit-
und, þar sem börnin reyna oft að
herma eftir hinum fullorðnu, verður
grimmdin og mannvonskan fáránleg
og furðulega absúrd.
Mazen er palestínskur að ætt og
uppruna en fæddist í Beirút. Þar nam
hann efnafræði en hefur undanfarin
ár starfað við skáldskap, blaða-
mennsku og þýðingar. Í Líbanon
hafði hann stöðu flóttamanns en kom
hingað til lands fyrir átta árum og er
nú íslenskur ríkisborgari. Athyglis-
verð ljóð eftir hann hafa verið gefin út
á bókum hér en það er ekki síður
fengur að þessu góða sagnasafni sem
hefur fengið afar góðar móttökur síð-
an það kom út á ensku og arabísku
fyrir fjórum árum; hefur það fengið
svokölluð Al-Multaqa-verðlaun sem
veitt eru fyrir smásögur á arabísku
og þá er bókin á svokölluðum langa
lista til bresku Booker-verðlaunanna
í ár og er aðeins önnur íslenska bókin
sem nær svo langt í þeirri keppni en
áður hefur skáldsagan Fiskarnir hafa
enga fætur eftir Jón Kalman Stefáns-
son komist á langa listann.
Titilsaga bókarinnar er sú lengsta
og jafnframt sú dýpsta; hún slær tón-
in hvað varðar söguheiminn og
bernska vitundina sem höfundurinn
beitir svo vel. Pilturinn leitar leiða til
að gera sig merkilegan í þessu karl-
rembusamfélagi þar sem þeir sterku
sigra og hika ekki við að troða hina
veikari í svaðið á þeirri vegferð, en
óþroskað barnið sér það ekki endi-
lega með þeim hætti – þótt lesandinn
sjái það. Flestar hinna sagnanna eru
á einhvern hátt tilbrigði við það stef
eða fylla upp í annars óræða myndina
af þessu samfélagi sem er mótað af
átökum og dauða, en jafnframt eru
þær allar fallega mennskar og stutt í
ljóðrænan en merkingarþrunginn
absúrdisma í bland við blóð og
grimmd.
Gott dæmi um það er sagan frá-
bæra „Nautabani“ sem fjallar um
frænda sem deyr þrisvar sinnum,
sem ætti að vera nógu merkilegt fyrir
sögu, en hann dreymir um að verða
nautabani og hefur náð að eignast
hluta af spænskum nautabanabúningi
sem hann klæðist síðan í vinnu í
sláturhúsinu, þar sem þessum sadista
þykir spennandi að reyna að kyrkja
kýr sem leiddar eru til slátrunar.
Önnur af bestu sögum bókarinnar,
„Bíó“, greinir frá fjölskyldum sem
höfðu leitað skjóls fyrir sprengju-
regni í kvikmyndahúsi. Eftir að
sprengja fellur á fimmta degi inn í
bíóið virðist drengurinn sem segir frá
vera einn eftir á lífi en þá gengur þar
inn kýr sem hermaður einn hefur haft
með sér í stríðið. Veruleikinn verður
sífellt draumkenndari, og ótrúverð-
ugri, en söguvitundin tekur honum
sem bláköldum raunveruleika – og er
það afar vel gert af höfundarins hálfu.
Þá má einnig minnast á söguna
„Grammófón“ sem segir af föður
sögumannsins en sá vann við að
trekkja upp grammófón á bar, þar til
handleggirnir voru sprengdir af hon-
um og lífi fjölskyldunnar þar með
rústað með ömurlegum hætti.
Fjórtánda og síðasta saga bókar-
innar, „Juan og Ausa“, er sú eina sem
gerist ekki í þeim heimi sem lesand-
inn skynjar sem Líbanon heldur á
Spáni. Það greinir hana nokkuð frá
hinum; lesa má þá tilfærslu sem vísun
á að það megi finna leið frá hinu
stríðshrjáða landi en þótt sögusviðið
sé annað tengist frásögnin þó hinum
á ýmsan hátt, meðan annars þar sem
enn einn nautgripurinn er í óvæntu
hlutverki.
Sögurnar í safni Mazens, Brand-
arar handa byssumönnunum, ná ekki
alveg allar jafn miklu flugi en engu að
síður er þetta heildstætt og áhrifaríkt
verk sem vekur lesandann til um-
hugsunar um líf almennings við
stríðsátök. Uggi Jónsson þýðir sög-
urnar mjög vel; málið er tært og
flæðið gott. Sögurnar eru líka afar vel
mótaðar, áhugaverðar og birta nýtt
sögusvið í íslenskum bókmenntum –
og mikið eru lesendur heppnir að
þessi vandaði höfundur hafi bæst í
hóp íslenskra rithöfunda.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þar sem kýr éta jafnt
fótbolta sem lyklakippur
Smásögur
Brandarar handa byssumönnunum
bbbbm
Eftir Mazen Maarouf.
Uggi Jónsson þýddi.
Mál & menning, 2019. Kilja, 147 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Rithöfundur-
inn Mazen
Maarouf.