Morgunblaðið - 13.04.2019, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Uppsetning á djúpgámum fyrir sorp
við Bríetartún 9-11 í Reykjavík var
langt komin um hádegisbilið í gær.
Eins og ljósmyndin hér til hliðar
ber með sér bera gámarnir nafn með
rentu. Þeir eru djúpir og langir.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for-
maður skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkur, segir þetta meðal
fyrstu djúpgámanna í borginni.
Þeir fyrstu hafi verið settir upp í
grenndarstöð fyrir íbúa við Freyju-
torg. Það er að segja á torginu þar
sem Freyjugata, Óðinsgata og
Bjargarstígur mætast.
Því næst hafi fyrstu djúpgámarnir
við fjölbýlishús verið settir upp í
Jaðarleiti 2-8, sunnan við RÚV-húsið.
Ruslatunnurnar á útleið
Sigurborg Ósk segir djúpgámana
vera framtíðina í sorphirðu.
„Á öllum helstu þéttingarreitum
stendur til að hafa svona djúpgáma-
lausnir fyrir viðkomandi íbúa.
Djúpgámarnir í Bríetartúni eru
með þeim fyrstu og sennilega eru fáir
orðnir meðvitaðir um þá, eða hafa
yfir höfuð séð þá,“ segir hún.
Spurð hvernig djúpgámar séu
tæmdir segir hún sérstaka kranabíla
lyfta gámunum hátt upp. Gámarnir
nái enda djúpt ofan í jörðina.
Spurð um kosti djúpgáma umfram
hefðbundnar sorptunnur segir hún
að fara þurfi færri ferðir við sorp-
hirðuna. Þá nýtist lóðir betur með
djúpgámum en með því að koma fyrir
sorpgeymslum í kjallara.
„Á þessum reitum geta oft verið
margar íbúðir og þá er rýmið tak-
markað. Þá eru djúpgámar langhent-
ugasta lausnin,“ segir Sigurborg Ósk
sem telur aðspurð að gömlu sorp-
geymslurnar séu á útleið.
„Þetta snýst líka um aðgengi. Að
sækja tunnur með gömlu aðferðinni
er mannfrekt og erfitt fyrir þá sem
sækja sorpið,“ segir Sigurborg Ósk.
Meðal annarra þéttingarreita þar
sem djúpgámar verða settir upp eru
reitirnir við Hlíðarenda, Kirkju-
sandur og Vesturbugt.
Djúpgámarnir taka við mismun-
andi sorpi; almennu sorpi, pappír,
plasti og öðru sem er flokkað, til
dæmis gleri. Með þeim minnkar
þörfin fyrir grenndargáma á
viðkomandi íbúðasvæðum.
Nokkuð er síðan sorprennur voru
bannaðar í nýjum fjölbýlishúsum.
Djúpgámar koma í stað sorptunna
Fyrstu djúpgámarnir settir upp í Túnunum í Reykjavík Verða hífðir upp af kranabílum
Formaður skipulagsráðs segir djúpgáma fara betur með rýmið en gömlu sorpgeymslurnar
Morgunblaðið/Baldur
Nýjung Sorpinu er safnað saman í gámi sem er að mestu neðanjarðar.
Langur Hér má sjá hversu lítill hluti gámsins stendur upp úr jörðinni.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja sam-
þykkti samhljóða í bókun á fundi
sínum í fyrradag að fara fram á það
við Vegagerðina að unnið verði
minnisblað þar sem því verði lýst
hvernig stofnunin hyggist koma í
veg fyrir að þær aðstæður sem nú
eru uppi í Landeyjahöfn muni end-
urtaka sig næst haust. Ekki verði
við það unað að höfnin lokist í jafn
langan tíma.
„Samgönguyfirvöld í landinu
verða að gera sér grein fyrir því
hversu grafalvarlegt ástandið er og
leita allra leiða til að ráða bót á
þessu ófremdarástandi þegar í
stað,“ segir í bókuninni.
Jafnframt voru rifjuð upp varn-
aðarorð bæjaryfirvalda þegar sam-
ið var við verktaka um dýpkun, að
hann hefði ekki yfir að ráða nauð-
synlegum tækjabúnaði til að opna
höfnina innan viðunandi tíma-
marka.
Björgun hefur unnið að dýpkun
Landeyjahafnar undanfarnar vik-
ur, eftir því sem aðstæður hafa
leyft. Veður og sjólag hefur tafið
það að hægt hafi verið að ljúka
dýpkun.
Í bókun bæjarstjórnar kemur
fram að fyrirtæki í ferðaþjónustu í
Vestmannaeyjum hafi orðið fyrir
miklu tjóni vegna þess að ekki hafi
verið hægt að nota Landeyjahöfn.
helgi@mbl.is
Opnað
verði fyrr
á næsta ári
Fyrirtæki í Eyjum
verða fyrir tjóni
Morgunblaðið/RAX
Landeyjahöfn Ferjan Herjólfur
leggst að bryggju.