Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 30

Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2019 ✝ Jón Helgasonfæddist í Segl- búðum 4. október 1931. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Klaustur- hólum á Kirkju- bæjarklaustri 2. apríl 2019. Foreldrar hans voru Helgi Jóns- son, f. 1894, d. 1949, og Gyðríður Pálsdóttir, f. 1897, d. 1994. Systur Jóns voru: Margrét, f. 1922, d. 2010, gift Erlendi Einarssyni, f. 1921, d. 2002, Ólöf, f. 1924, d. 1990, gift Birni Bergsteini Björnssyni, f. 1918, d. 1986, og Ásdís, f. 1929, d. 2015, gift Einari Hauki Ásgrímssyni, f. 1929, d. 1989. Hinn 25. nóvember 1961 kvæntist hann Guðrúnu Þor- kelsdóttur, f. 21. apríl 1929. Foreldrar hennar voru Sig- urður Þorkell Sigurðsson, f. 1897, d. 1965, og Bjarney Bjarnadóttir, f. 1901, d. 1981, búsett í Reykjavík. Bróðir Guðrúnar var Sigurður, f. 1930, d. 2015. Börn Jóns og Guðrúnar eru: Helga, f. 1968, maki Þórarinn Bjarnason, f. 1953, dóttir þeirra er Bjarney, f. 1997, börn Helgu og stjúp- börn Þórarins eru: Jón Rúnar 1970. Í hreppsnefnd 1966- 1986, þar af oddviti í 10 ár. Starfaði mikið að félags- og hagsmunamálum bænda og var m.a. formaður Búnaðar- félags Íslands 1991-1995. Var kosinn á þing 1974 fyrir Framsóknarflokkinn í Suður- landskjördæmi og sat á þingi óslitið til ársins 1995. Land- búnaðar-, dóms- og kirkju- málaráðherra 1983-1987 og landbúnaðarráðherra 1987- 1988 og forseti sameinaðs Al- þingis 1979-1983. Sem þingmaður beitti Jón sér mest í landbúnaðarmálum og hagsmunamálum lands- byggðarinnar. Bindindismál voru honum mjög hugleikin og lét hann að sér kveða í þeim efnum bæði á Alþingi og utan þess. Hann sinnti líka nokkuð alþjóðastarfi á vegum þingsins. Var forseti kirkju- þings frá árinu 1997 til ársins 2006. Einnig var Jón formað- ur Landverndar frá 1997- 2001. Hér hefur verið stiklað á stóru af þeim fjölmörgum trúnaðarstörfum sem Jón tók að sér bæði fyrir heimahérað sitt og á landsvísu, hvort sem var á opinberum vettvangi, í stjórnum fyrirtækja sem og frjálsum félagasamtökum. Útför Jóns verður gerð frá Prestsbakkakirkju á Síðu í dag, 13. apríl 2019, klukkan 13. Helgason, f. 1986, maki hans er Sophia Nell Was- sermann, f. 1991, Sigurbjörg Helga- dóttir, f. 1988, en hún á soninn Ró- bert Jack Brynjarsson, f. 2015, og Guð- mundur Helgason, f. 1990, maki hans er Yrsa Stelludótt- ir, f. 1990. Bjarni Þorkell, f. 1973, kvæntur Grétu Rún Árnadóttur, f. 1977, börn þeirra eru: Oddur Ingi, f. 2000, og Dúna Björg, f. 2010. Björn Sævar Einarsson, f. 1962, kvæntur Guðrúnu Mörtu Torfadóttur, f. 1949, börn hennar og stjúpbörn Björns eru: Ástríður Höskuldsdóttir, f. 1970, Torfi Höskuldsson, f. 1973, og Nína Höskuldsdóttir, f. 1978. Jón ólst upp í Seglbúðum í Landbroti og stundaði síðan nám við Menntaskólann í Reykjavík, þaðan sem hann út- skrifaðist sem stúdent 1950. Hann stóð fyrir búi móður sinnar í Seglbúðum að námi loknu og var bóndi þar frá 1959 til ársins 1980. Stunda- kennari við unglingaskólann á Kirkjubæjarklaustri 1966- Það er farið að vora. Farfugl- arnir hópast á sumarstöðvarnar og pabbi kveður. Í sjóði minninganna leynist margt. Lífið og tilveran dag frá degi í tímans rás. Lítið stelpukorn heldur í hlýja og sterka hönd föð- ur síns, sem stikar stórum ákveðnum skrefum fram veginn og hálf dregur þá litlu, sem þarf næstum að hlaupa við fót til að hafa við. „Pabbi, ekki fara svona hratt.“ Hátt í hálfri öld síðar styð- ur dóttirin við göngugrind föður síns, leiðir hann áfram og hugsar: „Ósköp gengur þetta nú hægt.“ En tíminn er óstöðvandi og okkar að nýta og fara vel með. Það er með sanni hægt að segja að pabbi hafi verið einn þeirra sem nýttu tíma sinn í þessari tilvist af- ar vel. Féll aldrei verk úr hendi og sinnti öllum þeim störfum sem hann snéri sér að, hvort sem var fyrir hann sjálfan og búskapinn, eða þau fjölmörgu verkefni sem honum voru falin. Öllu sinnt af mikilli alúð og vandvirkni. Pabbi var leiðtogi. Samvinnu- hugsjónin var honum einlæg og eðlislæg, en í allri samvinnu þarf líka forgöngumanninn, þann sem leggur til, sér um, hvetur og dreg- ur vagninn. Þannig var pabbi. Átti auðvelt með að fá fólk til verka með því að biðja það á sinn hóg- væra en staðfasta hátt um lið- sinni. Á sama hátt ætíð fús að taka að sér verkefni og ábyrgð væri eftir því leitað, og hann áleit að hann gæti orðið að liði. Lét sér fátt óviðkomandi og bar hag sveit- arinnar sinnar, sem var honum svo hjartfólgin, ætíð fyrir brjósti. Að byggja upp, rækta og hlúa að. Einkunnarorð pabba. Takk, pabbi minn, fyrir allt og allt. Vertu til er vorið kallar á þig, vertu til að leggja hönd á plóg. Komdu út því að sólskinið vill sjá þig sveifla haka og rækta nýjan skóg. (Tryggvi Þorsteinsson) Helga Dúnu Jónsdóttir. Elsku afi minn. Það er erfitt að koma í orð hversu þakklát og hreykin ég er að vera afastelpan þín. Þú sem varst svo ljónskarpur dugnaðar- forkur og umfram allt góðhjart- aður afi. Í mínum augum varstu stórmenni, bæði þú og amma haf- ið alltaf verið það. Þú lést þér svo annt um samfélagið þitt að þú gerðir það að ævistarfi þínu að hlúa að því af miklum eldmóði og eljusemi. Á lífsleiðinni hef ég heyrt svo ótal mörgum sinnum fólk í kringum mig tala fallega um ykkur ömmu, heiðurshjónin í Seglbúðum. Það hlýjar mér í hvert skipti, sérstaklega af því ég veit upp á hár hversu sönn orðin eru. Þvílík verðmæti sem það eru að eiga slíkar fyrirmyndir í heimi þar sem mannlegur breyskleiki er auðfundinn. Það kom mér ekki á óvart þeg- ar ég hringdi snöktandi í ömmu eftir fráfall þitt, að hún skyldi spyrja mig „hvað get ég gert fyrir þig, Systa mín?“ Það var alveg henni líkt að hugsa umsvifalaust um mig en ekki sjálfa sig og það hefðir þú líka gert. Þú hefðir stappað í mig stálinu og beðið mig að halda áfram góðu verkunum, það er svo mikil þörf á þeim. Og það vil ég sannarlega gera, afi minn. Partur af þér lifir áfram í mér og þar verður þú alltaf. Bernskuminningarnar sem ég á úr Seglbúðum eru ævintýri lík- astar. Stóri garðurinn ykkar með himinháu grenitrjánum var full- komið leiksvæði og ærslagangur- inn í krakkaskaranum eftir því. Þar sem þið voruð gestrisin fram í fingurgóma voru líflegir og glað- legir gestir daglegt brauð og iðu- lega var nóg um að vera. Öryggi og umhyggja svo gott sem lágu í loftinu. Ég hafði gaman af því að eiga svona kláran og víðlesinn afa, það kom sér líka vel þegar ég upp- götvaði að ég gæti notfært mér það til að svindla í Trivial Pursuit. Það eina sem þurfti var að laum- ast inn í stofu, fletta upp í þér líkt og alfræðiorðabók og ég var kom- in með svarið. Þér var líka alla tíð umhugað um skólagöngu mína, hvert hrós frá þér og hvatning gaf veglega innspýtingu í áframhald- andi þekkingaröflun og þraut- seigju. Mikið væri gott að ferðast aftur í tímann og mæta í eitt af mat- arboðunum í Granaskjólinu, gæða sér á kræsingum og ræða um dag- inn og veginn. Ég fann væntum- þykjuna streyma frá ykkur inn að beini í hvert skipti þegar ég faðm- aði ykkur í lok kvöldsins. Þú tókst svo aldrei annað í mál en að keyra mig aftur heim þrátt fyrir að stutt væri að ganga. Jólin með ykkur voru líka alveg einstök. Heilagasta stundin ykkar var auðvitað að hlusta á messuna og það var hrein unun að sitja með ykkur þá. Tíminn fékk að standa í stað og algjör værð færðist yfir. Að fylgjast með ykkur svona upp- fullum af sálarró og þakklæti var allra notalegasta stund jólanna. Þú varst líka yndislegur langafi, í hvert skipti sem við Ró- bert Jack minn hittum þig sá ég þig bregða á leik og gleðja litla langafastrákinn þinn. Það er mikil huggun í að þið tveir fenguð að- eins tíma saman og það verður gaman að segja honum frá þér, langafa sem var svo aldeilis flott- ur kall. Ég elska þig, afi minn, og hjart- ans þakkir fyrir að hafa passað svona vel upp á mig alla mína ævi. Kær kveðja, Sigurbjörg og Róbert Jack. Síðla vetrar 1968 kemur mað- ur, bjartur yfirlitum, að barna- heimilinu Silungapolli þar sem ég hafði verið vistaður um langan tíma og gengur þar inn í herbergi þar sem nokkur börn eru að leik. Fóstran spyr yfir hópinn: „Hver vill fara í sveit“ og ég, fimm og hálfs árs, er sneggstur til og stekk til hans og segi: „Ég vil fara í sveit.“ Á augabragði mat ég hann og ég valdi Jón sem fóstra minn og þar með Dúnu líka. Það var mitt fyrsta gæfuspor. Fjórðungi bregður til fósturs segir í Njálu og svo hef ég notið uppvaxtar hjá þeim að ég er stoltur að fá að kalla þau pabba og mömmu. Jón var veðurglöggur með af- brigðum og fylgdist ávallt með veðurfréttum. Eitt sinn á miðju sumri horfði hann á veðurspána í sjónvarpinu eftir kvöldfréttir og var þar spáð rigningartíð. Gekk hann síðan út og skömmu síðar sást hann á Massey Ferguson-in- um á leið austur í Hólatún og sló hann það allt en þá var venjan að slá það í mörgum pörtum. Um nóttina brast á með margra daga þurrki. Mér er þetta mjög minn- isstætt og hefur haft áhrif á mig að gerast veðurfræðingur. Seglbúðaheimilið var annálað bindindisheimili. Ekki var þar prédikað mikið um bindindi held- ur lifað sem fyrirmyndir. Jón vann alla tíð að bindindisstörfum. Man ég frá unglingsárum að allt í einu birtist í bókasafninu heima í einni hillunni bók á sænsku sem honum hafði verið gefin um tjón það sem áfengi veldur þjóðfélag- inu og fletti ég talsvert í henni. Þekktasta bindindisverk hans var þegar hann sem ráðherra veitti ekki vín í veislum á vegum ráðu- neyta sinna – eins sjálfsagt og það ætti nú að vera. Fyrir nokkrum árum var ég beðinn um að taka við sem formaður Bindindissamtak- anna IOGT á Íslandi. Varð mér þá mjög hugsað til pabba míns og að ég gæti ekki skorast undan frekar en hann gerði þegar til hans var leitað að leggja góðum málefnum lið. Þessar minningar eru einar af fjöldamörgum sem ég gæti rakið um hvernig hann bætti líf mitt. Hvíl í friði, pabbi minn, og takk fyrir allt. Björn Sævar. Er ég hugsa til baka og rifja upp langa samfylgd með móður- bróður mínum Jóni Helgasyni og fjölskyldunni í Seglbúðum koma margar góðar og kærar minning- ar upp í hugann. Sumarhús foreldra minna sem byggt var á Seglbúðajörðinni á fæðingarári mínu tengdi mig og fjölskylduna sterkum böndum við Jón og Seglbúðaheimilið. Sem barn var ég þar með for- eldrum og systkinum í sumarfrí- um en síðan sumarlangt í sveit frá sex ára aldri þegar ég var talinn geta komið að einhverju gagni. Bústörfin á þessum tíma voru mannfrek og vinnudagar oft lang- ir enda vélakostur ekki mikill á nútíma mælikvarða. Fannst mér mikið til þess koma að vinna hjá frænda mínum og finna það traust sem hann sýndi mér. Er mér enn í fersku minni þeg- ar hann fól mér níu ára gömlum að slá engjarnar á nýlegum traktor. Tel ég að þessi tími í sveitinni hjá Jóni og Guðrúnu (Dúnu), eftir að hún kom inn í líf hans, sýn hans og þeirra beggja á menn, málefni og ekki síst ís- lenska náttúru hafi verið eitt besta veganesti sem barn og ung- lingur gat fengið inn í lífið. Á menntaskólaárunum var ég tví- vegis að sumri í brúarvinnu í Vestur-Skaftafellssýslu. Fór ég þá undantekningalítið um helgar að Seglbúðum til Jóns og Dúnu til að taka þátt í leik og starfi. Þegar ég eignaðist fjölskyldu stóð heimili Jóns og Dúnu þeim ávallt opið og var okkur alltaf jafn kært að koma til þeirra í spjall og kaffisopa með nýbökuðum kök- um. Jón hafði góða nærveru og var gott að eiga hann að. Það kom glöggt fram þegar foreldrar mínir lentu í bílslysi þar sem faðir minn lést og móðir mín slasaðist mikið. Nærgætni hans og hlýhugur hjálpaði fjölskyldunni að takast á við sorgina og erfiða tíma. Þegar ég leit inn til Jóns og Dúnu í síðustu ferð minni austur í lok febrúar var hann sofandi í rúmi sínu. Er ég kvaddi Dúnu eft- ir nokkurt spjall rumskaði Jón stutta stund, brosti vinalega að vanda og sagðist vera orðinn latur, lokaði augunum og sofnaði aftur. Komið er að leiðarlokum hjá frænda mínum Jóni og er hans lífsins kerti nú brunnið út. Ég votta Dúnu og fjölskyldu þeirra Jóns samúð mína. Helgi Björnsson. Þriðjudaginn 2. apríl fékk ég nýtt hlutverk án þess að hafa beð- ið um það, en þá féll frá móður- bróðir minn Jón Helgason í Segl- búðum. Sem barn man ég eftir komum hans til höfuðborgarinnar, en að jafnaði hélt hann þá til hjá for- eldrum mínum. Oftar en ekki not- aði hann tækifærið í þessum ferð- um að útrétta, eins og það var kallað, fyrir sveitunga sína. Saum, málningu skeifur og spýtur. Jón skrifaði aldrei neitt niður en lagði á minnið og allt stóð heima þegar heim var komið. Jón lauk námi úr Menntaskól- anum í Reykjavík á aðeins þrem- ur árum og varð semidúx. Honum stóð því til boða stór styrkur til náms erlendis. Hann tók hins veg- ar við búi föður síns, sem þá var nýfallinn frá. Það val var honum erfitt. Ég fann síðar þegar ég hóf nám í MR, að hann sýndi námi mínu mikinn áhuga. Kennarar mínir voru sumir hverjir fyrrver- andi samnemendur hans, og þeir elstu höfðu kennt Jóni. Frá barnsaldri og fram á Jón Helgason Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Áskær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGIBERG J. HANNESSON, fyrrv. prófastur og alþingismaður, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 7. apríl. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 15. apríl klukkan 13. Helga Steinarsdóttir Birkir Ingibergsson Sigurveig Þóra Guðjónsdóttir Þorsteinn H. Ingibergsson Marelie Nacilla Rubio Bragi J. Ingibergsson Stefanía Ólafsdóttir Sólrún Helga Ingibergsdóttir Pétur Fannar Hjaltason barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR INGIMUNDARSON, Ásbraut 17, Kópavogi, lést þriðjudaginn 2. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. apríl klukkan 11. Linda Guðlaugsdóttir Guðrún Guðlaugsdóttir Garðar H. Magnússon Guðlaugur I. Guðlaugsson Manuela Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS EÐVARÐSDÓTTIR, Túngötu 2, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja aðfaranótt miðvikudagsins 3. apríl. Útför fer fram frá Hvalsneskirkju miðvikudaginn 17. apríl klukkan 13. Sigurður Smári Hreinsson Guðný Vilborg Gísladóttir Guðrún Sonja Hreinsdóttir Berta Súsanna Hreinsdóttir Þórhallur Ingason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI EGGERTSSON, húsgagnasmíðameistari, Strikinu 4, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold miðvikudaginn 10. apríl. Útför fer fram frá Vídalínskirkju miðvikudaginn 17. apríl klukkan 11. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dynjanda á Ísafold og starfsfólk blóðskilunardeildar Landspítalans. Helga Jóhannsdóttir Rósa Guðný Bragadóttir Ómar Örn Ingólfsson Jón Eggert Bragason Ásta Guðnadóttir Unnar Bragi Bragason Kristjana Ósk Traustadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.