Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 48

Morgunblaðið - 13.04.2019, Side 48
G e i r s g a t a 4 v i ð H a f n a r t o r g N ý v e r s l u n Afsakið ónæðið – tímabundin trufl- un í Listasafni Einars Jónssonar nefnist samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og safnsins. Þar sameinast nemendur í sýningarstjórnun og nemendur úr alþjóðlegu meistaranámi í myndlist og búa til listasýningu inni í fasta- sýningu safnsins. Opnun á þeirri sýningu fer fram í dag kl. 17. Tímabundin truflun í safni Einars Jónssonar LAUGARDAGUR 13. APRÍL 103. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is ÍR vann afar góðan 68:62-sigur á Stjörnunni í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í gærkvöldi og er nú með 2:1-forskot í einvíginu eftir tvo sigra í röð. Eftir æsispennandi loka- mínútur réðust úrslitin í framleng- ingu og fer ÍR í úrslitaeinvígið með sigri í fjórða leiknum á heimavelli á mánudaginn kemur. »41 ÍR vantar einn sigur til að fara í lokaúrslitin ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Arkitektinn Paolo Gianfrancesco verður með leiðsögn um sýning- una Borgarlandslag á morgun, sunnudag, kl. 13 í Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni má sjá 100 borg- arkort sem hann hefur útfært og hannað. „Með því að sýna saman kort af öllum höfuðborgum Evrópu og stærstu borgum í fylkjum Bandaríkjanna gefst yfirsýn sem ekki er möguleg á Google Maps eða með því að fletta í bók, ekki einu sinni með því að ferðast,“ segir um sýninguna í til- kynningu. Leiðsögn- in verður á ensku. Leiðsögn um Borgarlandslag Rósa Margrét Tryggvadóttir rosamargrett@gmail.com Brandarar sem 6-10 ára börn á frí- stundaheimilum innan Kringlumýr- ar söfnuðu saman hafa verið gefnir út í rafbókarformi. Er bókin gefin út í tengslum við Barnamenningar- hátíð sem haldin er í Reykjavík 9.- 14. apríl. Útgáfuhóf brandarabókar- innar var haldið í gær en þar lásu börnin brandara upp úr bókinni fyrir áhugasama. Ásta Margrét El- ínardóttir, forsvarsmaður bókar- innar, segir að bókin sé samansafn af frumsömdum bröndurum frá börnunum, gömlum bröndurum og bröndurum sem börnin hafi fundið og breytt. Hún segir að bókin sé hugsuð sem lifandi plagg sem hægt sé að nálgast á netinu og börnin geti bætt við á ári hverju. Að sögn Ástu var tilgangur bók- arinnar að fá börn til að safna sam- an viðeigandi bröndurum til að gefa út. Ástæðan á bak við verkefnið er sú að börnunum og starfsmönnum frístundaheimilanna hafi oft þótt brandarar í brandarabókum fyrir börn mjög óviðeigandi. Margir brandararnir ýttu jafnvel undir ein- elti, ýmiskonar fordóma, rasisma og kynjamisrétti. Ásta segir mikilvægt að kenna börnum hverju sé viðeig- andi að hlæja að og hverju ekki, en oft sé búið að skilyrða þau til að hlæja að öllum bröndurum. Hún segist hafa þurft að henda út nokkrum bröndurum sem hún taldi að ýttu undir skaðlegar staðal- myndir. Þá segir hún mikilvægt að útskýra fyrir börnunum hvers vegna brandari sé ekki fyndinn. Erum að kveikja neista Verkefnið segir Ásta að hafi byrjað sem tilraunaverkefni á frí- stundaheimilinu Krakkakoti sem hún rekur en hún hafi í framhaldi beðið fleiri frístundaheimili að taka þátt. „Langtímaplanið mitt er að sjá hvernig plaggið virkar á fólk. Þess vegna vil ég hafa það svona lifandi og rafrænt þannig að við getum æft okkur að halda áfram að hlæja en hlæja bara að réttu hlut- unum,“ segir Ásta. Harpa Rut Hilmarsdóttir, verk- efnastjóri Barnamenningarhátíðar, segir að hátíðin hafi gengið stór- kostlega. Hún segir frábært að sjá hæfileika barnanna blómstra á við- burðum hátíðarinnar. „Hugmynd hátíðarinnar er að jafna aðgengi barna að menningu. Þess vegna er frítt inn á allt. Með hátíðinni erum við að búa til tækifæri fyrir börn sem venjulega hafa þau ekki. Oft eru þetta krakkar sem ekki fá að njóta menningar með fjölskyldum sínum,“ segir Harpa. „Menningin er það sem gerir okkur mennsk. Þarna erum við að kveikja ein- hverja neista sem geta haft áhrif á framtíð barnanna.“ Brandarabókina má nálgast á forsíðu vefsíðunnar kringlumyri.is. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gaman Sunna Rós Guðjónsdóttir, Katla Sóley Guðmundsdóttir og Edda María Einarsdóttir skemmtu sér konunglega við að glugga í bókina. Börnin skrifa barn- væna brandarabók  Verkefnastjóri Barnamenningarhátíðar segir frábært að sjá hæfileika barna blómstra á viðburðum hátíðarinnar Heyrt í Kringlunni „Mikið er ég glöð að rafmagnið er komið aftur á. Ég var föst í lyftunni í heilan klukkutíma!“ „Ég er sammála, var staddur í rúllustiganum og þetta var alltof langur tími.“ Af hverju opnaði krakkinn alltaf mjólkina úti í búð? Því það stendur „opnist hér“ á fernunni. Einu sinni var lítil rúsína sem átti enga mömmu. Hún spurði súkkulaðið hvort hún vildi vera mamma sín. Súkkulaðið svaraði „Já, litla súkkulaðirúsínan mín!“ Frístundastarfsmaðurinn : „Ertu nokkuð búinn að gleyma að þú ætlaðir að hjálpa mér að taka til?“ Krakkinn : „Nei, en ef þú gefur mér aðeins meiri tíma þá tekst mér örugglega að gleyma því!“ Já, litla súkkulaðirúsínan mín! SÝNISHORN ÚR BRANDARABÓK KRINGLUMÝRAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.