Hugrún - 01.08.1923, Page 10

Hugrún - 01.08.1923, Page 10
8 Við urðum brátt all-samrýmd. Pað var sem eitthvað hulið drægi hugi okkar saman. Pegar fyrsta daginu voru hinir far- þegarnir farnir að stinga saman nefjum og horfa kímileitir til okkar. Við reikuðum oft um þilfarið og ræddumst við. Hún var óvenjulega vel gáfuð og hafði glögt, bjartsýnt auga. Oft benti hún mér á margt smávægilegt, sem ég hafði eigi veitt eftirtekt og sýndi mér í fáum barnslegum, en Ijósum skýringum, hversu mikla þýðingu það hafði fyrir lífið. — Alt, sem hún þekti og sá, var í hennar atigum fagurt. Pað var ekkert, sem hún eigi gat fundið eitthvað bjart, hlýtt og fagurt við. — Hún sá bros hins algóða almættis í hverri hreifingu, hverju litbrigði og hverj- um hljómi tilvérunnar. Ég var sem heillaður, án þess að geta gert mér Ijóst, hvernig »augnabliksáhrif«, eins og ég nefndi það, hefðu getað náð svo efldum tökum á mér. Það var sem myndaðist eitthvert ósýni- legt samband á milli okkar, — og mér varð Ijóst, að hér var um ekkert vanalegt »millilandadaður« að ræða. — En þrátt fyrir þetta var már eigi unt að bægja skuggum liðnu áranna brott. Pungi þeirra hvíldi á mér við hvert fótmál. Eitt kvöldið var ég einn að reika um þilfarið. Veður var kyrt og hlýtt, en þreifandi myrkur. Ég hallaði mér út að borð- stokknum. Skömmu síðar heyrði ég einhvern koma i nálægð mína. — Pað var Ingeborg. Hún hallaði sér út að borðstokknuin skamt frá mér. Ég gekk þangað og heilsaði. Drykklanga sturid stóðum við bæði þögul og horfðum út yfir borðstokkinn — út i náttmyrkrið. Ekkert heyrðisí nema ónotalegt skrölturs-orgið í hinu stynjandi véladýri, sem knúði okkur áfram. Ég veit ekki vel hvernig það atvikaðist, að hendur okkar mættust. — Hún hreifði sig eigi, en hió lítið eitt. Alt í einu lagði hún hendi

x

Hugrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.