Hugrún - 01.08.1923, Qupperneq 14
12
andi hræ, sundurgrafið af graftrarmeinurn, — flakandi í við-
bjóðslegum ýldusárum. — Mér fanst andrúmsloftið eitrað af
þvílíku dauðasári á iífinu, — óg allar augnablikstnytidir liðnu
tímanna urðu að glottandi djöflutn, er ægðu mér út úr hverjum
dimmum krók.
— — — Ég Ieit yfir hafið, lygnt, tært, dökt og djúpt í
rökkurkyrðinni. — En meðfram skipshliðinni beljaði hvítur
hrannafoss og hvað aflstyrkvan hrynjanda. — Raddir hafsins
efldu seið í djúpinu tnikia. Mjalihvítur hrannafossinn hló og
ærslaðist meðfram kinnungunum..................................
. . . . . Ég sá það voru flokkar af indælum ærslagjörnum haf-
meyjurti í hvítum flaksandi klæðum nreð blá-blikandi augu, blárri
dekkri og dýpri en djúpið. Hundruðum saman stigu þær úr djúpi
blámans — faðmi kyrðarinnar, hióu silfurskærum óminnishlátrum
og þutu með tryltum ærslum umhverfis hið stynjandi gufudýr,
er brunaði gegnum lygnsævið og raskaði ró gamla sævarkonungs-
ins, er genginn var til hvíldar á hafbeði sínum.
Svo liðu þær hlæjandi niður í djúpið og nýjar stigu upp.
Og Iangt niður í djúpinu sá ég glampa á turna æfintýra-
hallanna, þar sem hafmeyjarnar léku í. — En dansinn umhverfis
friðrofann varð viltari og viltari. Pær þeyttu úðakossum upp
til mín og bláu augun seyddu — komdu! — komdu! . . . .
Ég vissi að í faðmi rökkurs og blálygnu fengi ég hvíld. —
Mýkri sæng í faðmi tnarardökkvans, en voriarríkustu æfintýri
bernskunnar höfðu hvíslandi heitið mér, og litlu hvítu hafmeyj-
urnar mundu þeyta yfir mig eilífurn og óteljandi úðakossum,—
varpa tárblómum yfir tnig meðan ég svæfi svefninum langa. . .
.........Og eg þysfti aðeins að teygja inigút yfir borðstokk-
inn og detta, — detta.
Langt, — langt niður í djúpinu söng einhver æfintýragyðjan
ástaróð sinn:
— — Komdu! — Komdu! — —