Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 24
22
stend ég altaf upp á ný
og í mig helii.
Annar maður, er oft drakk ákaflega dögum saman, vaknaði
einn morgun ódrukkinn og tók að athuga reikninga sina eftir
»túrinn.« Kvað hann þá stökur þessar:
Ekki er mér í inni rótt
eins og gefur skilja.
Freistingarnar oft og ótt
af mér taka vilja.
Syndagjöldin sífelt þó
svörum uppi halda.
Mér er orðin um og ó
allar skuldir gjalda.
í stórhríðarbyl leit maður nokkur út um glngga og kvað:
Yfir hæð og daladrög
dimmir hræðilega.
Raula ég kvæða raunalög,
rökkrið fæðir trega.
Nokkrir menn voru eitt sinn að hallmæla kvenfólki því, er
reykult væri í ástamálum. Kváðu sumir, að slikar konur væru
eigi hæfar í hjónabandi, þó þær væru bæði íríðar og gáfaðar;
væru jafnvel betri ófríðar, gamlar og einfaldar, væru þær aðeins
dygðugar. Mælti þá einn, er viðstaddur var:
Síst er engill sérhver drós,
svallið margar kjósa,
en heldur þigg ég þyrna’ í rós,
en þyrna utan rósa.